Æfingar fyrir sækiprófin sem haldin verða í sumar verða á fimmtudögum kl. 19, a.m.k. til að byrja með.
Lárus Eggertsson stýrir æfingunni á fimmtudaginn og mæting er við Sólheimakotsafleggjarann.
Allir velkomnir og hafið með ykkur bráð eða dummy
Æfingar fyrir sækiprófin sem haldin verða í sumar verða á fimmtudögum kl. 19, a.m.k. til að byrja með.
Lárus Eggertsson stýrir æfingunni á fimmtudaginn og mæting er við Sólheimakotsafleggjarann.
Allir velkomnir og hafið með ykkur bráð eða dummy
Mjög góð mæting var á kynningu Svafars Ragnarssonar fuglahundadómara á sækiprófum sem haldið var í Sólheimakoti á uppstigningardag. Svafar kynnti framkvæmd prófa og æfingar fyrir þau.
Æfingar verða fram á prófi og verða kynntar hér á síðunni.
Nú á fimmtudaginn 17. maí (uppstigningardag) kl. 16 verður kynning á sækiprófum og æfingum fyrir þau í Sólheimakoti.
Svafar Ragnarsson fuglahundadómari kynnir hvernig sækipróf fer fram sem og æfingarnar sem verða í hverri viku fram að prófi FHD (23/6) og síðar Vorstehdeildar 11/8 og 12/8
Komið og kynnist hvernig prófin fara fram þ.e. sókn í vatn, spor og leita/sækja.
Eftir Sólheimakot verður verkleg æfing fyrir þátttakendur og hunda þeirra.
Allir velkomnir
Stjórn Vorstehdeildar kom saman á fyrsta fundi sínum eftir aðalfund og skipti með sér verkum sem hér segir
Gunnar Pétur Róbertsson, formaður
Guðjón Snær Steindórsson, varaformaður
Kristjón Jónsson, ritari
Lárus Eggertsson, gjaldkeri
Pétur Alan Guðmundsson, gagnavörður
Stjórn óskar eftir starfskröftum deildarmeðlima í eftirfarandi nefndir:
Veiðiprófanefnd
Göngu- og æfinganefnd
Sýninganefnd
Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við formann deildarinnar eða í vorsteh@vorsteh.is fyrir 20. maí
Við bendum áhugasömum um að skrá sig á póstlista deildarinnar til að fá upplýsingar og fréttir frá deildinni á póstfangið: vorsteh@vorsteh.is
Stjórn óskar eftir tillögum frá félagsmönnum um hvað þeir vilja sjá í starfi deildarinnar bæði í sumar, haust og næsta vetur.
Minnum á að æfingar fyrir sækipróf sem hefjast fimmtudaginn 17. maí (uppstigningardag) og verða kynntar nánar á síðunni.
Viljum minna fuglahundamenn og konur á að stuttu eftir síðustu prófin hvílum við rjúpurnar á heiðinni fram á haustið og snúum okkur að vatna- sæki- og hlýðniþjálfun. Innan skamms verður kynnt tilhögun æfinga fyrir alhliðaprófin.
Þessar glæsilegu húfur sem eru merktar www.vorsteh.is þ.e. deildinni okkar eru seldar til styrktar starfinu þ.e. fyrir heimasíðuna, verðlaun, ofl. ofl.
Verðið er aðeins kr. 1500.- stk. og geta menn sent póst á laruseggertsson@gmail.com varðandi upplýsingar og kaup á húfunum.
Núna gerum við okkur sýnileg vorstehfólk og kaupum húfurnar fyrir okkur sjálf eða til gjafa hérlendis sem erlendis.
Liðakeppnin er leikur við lok vorannar fuglahundafólks, dómarar eru leikmenn og reglur aðrar en í prófum. Þetta er að gamni gert fólki og hundum til skemmtunar og engin úrslit fara í gagnagrunna hundanna.
Það voru pointerar sem unnu liðakeppnina í gær annað árið í röð, ensk setter í öðru sæti og írsk setter í því þriðja . Vorstehliðunum gekk ekki nógu vel og komst hvorugt áfram í úrslitakeppnina. Góð stemmning var hjá hópnum sem endaði með grillveislu um kvöldið. Til hamingju verðlaunahafar
Skipuleggjendur keppninnar eiga þakkir skyldar fyrir skemmtilegan dag.
Þau lið sem hafa skráð sig til keppni eru:
Vorsteh: Spyrna, Stígur, Jökla og Bylur, Gáta, Gleipnir
E Setter: Sally, Ringo, Doppa og Hroki,Venus,Francini
Írsk setter: Rösty, Skotta,Von
Pointer: Hardy, Kara, Kjarval/Muggur
Eftir að keppni líkur verður verðlauna afhending í Sólheimakoti.
Síðar um kvöldið hittumst við í Veiðihúsinu við Elliðaá og er ætlunin að hittast þar milli 19:00- 20:00. Ásamt því að kveikja í kjöti og slökkva í með gullnum mjöð. (menn taka sitt eigið kjöt og mjöð með)
Gangi ykkur vel.
Vorstehdeild
Hundasýning HRFÍ verður haldin 2-3. júní. Þetta er meistarastigssýning þ.e. hundar geta fengið íslenskt meistarastig (en ekki alþjóðlegt meistarastig). Skráningarfrestur rennur út föstudaginn 4. maí. Sjá nánar á www.hrfi.is
Um næstu helgi verður haldin liðakeppni fuglahunda og fer hún fram laugardaginn 5. maí. Mæting er í Sólheimakoti kl.9.30. Styrktaraðilar liðakeppninnar eru snati.is og sportvörugerðin.is. Keppnin fer fram með svipuðu sniði og í fyrra þ.e 3. hundar í liði og má hafa einn til vara. Farið verður í grundvallaratriðum eftir veiðiprófsreglum HRFÍ fyrir tegundarhóp 7. Allir aldurshópar af tegundarhópi 7 eru gjaldgengir. Keppt verður eftir keppnisflokks fyrirkomulagi með útsláttar fyrirkomulagi þó með nokkrum undantekningum og á léttari nótunum. Eina brottrekstrarsök hunds úr keppninni er ársargirni og önnur slík óáran.Engin hjálpartæki við stýringu á hundi eru leyfð en persónuleg hjálpartæki leiðanda eru í lagi. Atriði sem telja: Fuglavinnur, veiðivilji, eiginleikar til að finna fugl, notkun á ytri aðstæðum og hraði. Annars er það bara úrskurðaraðilanna að meta niðurstöðurnar. Ein nýbreytnin þetta árið er að hvert lið þarf að útnefna skyttu liðsins. Nú er um að gera að drífa sig af stað og safna liði og melda sig í þessa „ keppni“. Móttaka skráninga: Svafar S:8609727, Þorsteinn s:8930228 og Bragi s: 8562024 |