Vorsteh Páska Rísegg

Vorstehdeild selur nú fyrir páskana sérmerkt Vorstehdeildar Páskarísegg frá Freyju.  Þetta er 350gr. egg no. 6 .

Allur ágóði rennur til starfs deildarinnar.

Við hvetjum félagsmenn til að kaupa Vorsteheggin sem kosta aðeins 1500 kr/stk. og styrkja félagsstarfið.

Vinsamlegast pantið þessi gómsætu egg hjá Lárusi í s: 861-4502 eða laruseggert@gmail.com

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Vorsteh Páska Rísegg

Ellaprófið – úrslit

Vegna mistaka fór  fréttin um úrslit í Ellaprófinu ekki á síðuna og beðist er velvirðingar á því en þau eru eftirfarandi:

Kaldalóns Doppa fékk 2. einkunn.  Hún var eini hundurinn sem hlaut einkunn í prófinu og fékk Sigþór Bragason því Ellastyttuna til varðveislu í eitt ár.  Engin einkunn náðist í unghundaflokki.  Vorstehdeild óskar Sigþóri til hamingju með árangurinn.

 

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Ellaprófið – úrslit

Fyrirlestur Pål Andersen

Mjög góður rómur var gerður að fyrirlestri formanns norsku Vorstehdeildarinnar sem haldinn var um helgina.  Pål  fór yfir hluti varðandi þjálfun og sýndi mönnum og konum hvernig próf og annað fer fram í Evrópu.  Eftir hádegi á laugardeginum var farið út og fengu þátttakendur leiðbeiningar um þjálfun og annað og hafði Pål á orði hvað unghundarnir væru efnilegir og leiðendur áhugasamir sem um leið og hann bað  fyrir kærar kveðjur til þeirra sem hann kynntist hér meðan á dvöl hans stóð.

Vorstehdeild þakkar kærlega umboðsaðila Pro Pac (Pak ehf) sem sá um ferðir og uppihald Påls meðan á dvöl hans stóð auk þess sem þau útveguðu húsnæði ofl. og stóðu vaktina allan tímann.

Pak ehf.  er umboðsaðili fyrir fjölda varnings fyrir veiðihunda  auk Pro Pac fóðursins.  Allar vörur eru heimsendar og á sama verði um allt land.  Sjá nánar á heimasíðunni www.snati.is

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Fyrirlestur Pål Andersen

Vorpróf Vorstehdeildar 30. mars – 1.apríl

Skráningarfrestur í vorpróf Vorstehdeildar rennur út n.k.  sunnudagskvöld 25. mars kl. 24:00.

Prófið verður haldið eins og hér segir:

Föstudaginn 30. mars, Unghunda- og Opinn flokkur – Dómarar verða Alfred Ørjebu og Guðjón Arinbjörnsson

Laugardaginn 31. mars, Unghunda- og Opinn flokkur – Dómarar verða Alfred Ørjebu og Pétur Alan Guðmundsson

Sunnudaginn 1. apríl, Keppnisflokkur – Dómarar verða Alfred Ørjebu og Guðjón Arinbjörnsson

Dómarakynningu um Alfred sem kemur frá Noregi má sjá neðar á síðunni. Prófið verður sett í Sólheimakoti kl. 09:00 alla dagana.

Prófstjóri er Lárus Eggertsson  s:861-4502 sem veitir jafnframt allar frekari upplýsingar um prófið.

Bestu hundar í Unghundaflokki og Opnum flokki hvorn dag hljóta glæsilega verðlaun sem og sigurvegari í Keppnisflokki.

Eins og í fyrra þá er ekki hægt að skrá í gegnum heimasíðu HRFÍ og verður því að millifæra á reikning félagsins og senda kvittun í tölvupósti.  Kennitala HRFÍ er 680481-0249, banki 0515-26-707729.  Prófið er nr. 501204                          Einnig er hægt að greiða á skrifstofu félagsins föstudag frá kl. 9-13

Gjaldskrá HRFÍ fyrir veiði og vinnupróf:

1  dagur kr. 4500

2ja daga kr. 7000

3ja daga kr. 9500

Senda skal kvittun á hrfi@hrfi.is Munið að senda allar upplýsingar um hundinn og hver verður leiðandi og einnig væri gott að prófstjóri fengi tilkynninguna líka í netfangið laruseggert@gmail.com

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Vorpróf Vorstehdeildar 30. mars – 1.apríl

Frá hvolpi til veiðihunds – Pål Andersen

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Frá hvolpi til veiðihunds – Pål Andersen

Skráðir hundar í Ellaprófið á laugardaginn

Skráðir eru 13 hundar í veiðiprófið næstkomandi laugardag og verða 6 hundar í UF og 7 hundar í OF. Pétur Alan mun dæma UF og Egill Bergmann OF.  Mæting er í Sólheimakot á laugardaginn kl. 8.30. Allar nánari upplýsingar veitir prófstjóri Sigþór í síma 899 9787.  Öllum áhugasömum um fuglahunda er velkomið að ganga með hluta eða allt prófið.

Náttúrubarnið, farandgripur verður veittur besta hundi í opnum flokk

Unghundaflokkur:

1.Gagganjunis Von – Írskur seti

2.Fuglodden’s Rösty – Írskur seti

3.Huldu Bell von Trubon – Weimaraner

4.Snjófjalla Hroki – Enskur seti

5.Vatnsenda Kara – Pointer

6.Kragborg Mads – Strýh.Vorsteh

 

Opinn flokkur

1.Kaldalóns Doppa – Enskur Seti

2.Elding – Enskur seti

3.Kaldalóns Skutla – Enskur seti

4.Neisti – Enskur seti

5.Heiðnabergs Gáta von Greif – Snöggh.Vorsteh

6.Gruetjenet’s G-Ynja – Snöggh.Vorsteh

7.Heiðnabergs Bylur von Greif – Snöggh.Vorsteh

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Skráðir hundar í Ellaprófið á laugardaginn

Dómarakynning fyrir veiðipróf Vorstehdeildar 30.3-1.4.2012

Alfred Ørjebu kemur frá Þrándheimi en hefur búið í Vadsø frá 1975,  vinnur hjá náttúrufræðistofnun Noregs (SNO) á heiðum uppi sem og á og við vötn yfir sumartímann.

Hann hefur umsjón með umferð og rándýrum í Varangerþjóðgarðinum og laxaeftirliti í ám og vötnum.

Alfred veiði rjúpur, skógarfugla, héra, refi, sel og dádýr. Hann hefur verið dómari síðan 1984 en síðari ár hefur veiði haft nokkurn forgang fram yfir veiðipróf. Eftir að hafa veitt með hundi í fjölda ára er samvinna manns og hunds nokkuð sem hann telur einna mest virði.  Eðlislægir veiðieiginleikar og samvinna eru náðargjöf og þá sérstaklega á skógarveiðum.  Alfred veiðir í  6-7 vikur á hverju hausti, bæði virka daga sem helgar og lítur á það sem sannkallað frí.

 

Þetta er í fyrsta skipti sem Alfred kemur til Íslands og hefði hann gjarnan viljað stoppa hér lengur, en í febrúar fram til maí er mjög erilsamt í vinnunni hjá honum og þá sérstaklega í öllu varðandi ref og honum viðkomandi.  Hann veit að mikið er af ref hér og hefði gaman af því að sjá til þeirra segir hann.  Alfred Ørjebu hlakkar mikið til að sjá nýja hunda í nýju umhverfi. Alfred mun dæma með íslenskum dómara í prófinu.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Dómarakynning fyrir veiðipróf Vorstehdeildar 30.3-1.4.2012

Fyrirlestur á opnu húsi laugardag – Ellaprófið Skráningarfrestur

Á næsta opna húsi sem haldið verður laugardaginn 10. mars mun Hanna María Arnórsdóttir dýralæknir á Dýraspítalanum í Garðabæ halda fyrirlestur um skyndihjálp hunda.  Fyrirlesturinn hefst kl. 9.30 og verður bakkelsi á boðstólnum. Að fyrirlestri loknum verður spjallað og spekúlerað og skundað svo á heiðina til æfinga.  Þáttökugjald á fyrirlesturinn er kr. 1.000,-. sem rennur óskertur til dýrahjálpar.

Einnig minnum við á að skráningarfrestur á Ella-prófið rennur út n.k. sunnudaginn 11. mars).

Ellaprófið verður haldið 17. mars.  Prófað verður í unghunda- og opnum flokki.  Dómari verður Pétur Alan Guðmundsson og prófstjóri Sigþór Bragason s: 899-9787 sem veitir jafnframt allar frekari upplýsingar um prófið.  Besti hundur í Opnum flokk hlýtur til varðveislu í eitt ár farandstyttuna Náttúrubarnið sem er til minningar um Erlend Jónsson veiðiprófsdómara og var gefin af félögum hans.
Eins og í fyrra þá er ekki hægt að skrá í gegnum heimasíðu HRFÍ og verður því að millifæra á reikning og senda kvittun í tölvupósti.  Kennitala HRFÍ er 680481-0249, banki 0515-26-707729.  Prófið er nr. 501203.

Senda skal kvittun á hrfi@hrfi.is  Munið að senda allar upplýsingar um hundinn og hver verður leiðandi.  Einnig er hægt að skrá á skrifstofu HRFÍ til föstudagsins 9. mars.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Fyrirlestur á opnu húsi laugardag – Ellaprófið Skráningarfrestur

Æfingagöngur deildanna þriðjudaga og fimmtudaga

Æfingagöngur deildanna byrja í þessari viku og verða á þriðjudögum og fimmtudögum.  Farið verður frá Sólheimakotsafleggjaranum kl. 18. Reynt verður að hafa vana menn til að leiðbeina nýliðum.
Allir velkomnir með eða án hunda.
Minnum einnig á opnu hús deildanna laugardaga kl. 10 þaðan sem verður farið að ganga eftir kaffi og spjall.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Æfingagöngur deildanna þriðjudaga og fimmtudaga

Opið hús í Sólheimakoti laugardag kl. 10

Laugardaginn 3. mars verður opið hús í Sólheimakoti frá kl. 10 til uþb 12
Spjall um þjálfun og allt sem við kemur fuglaveiðihundum. Eftir opna húsið verður farið út að þjálfa og leiðbeina þeim sem þess óska. Kaffi og meðlæti. Allir velkomnir með eða án hunda.
Vorsteh- og Fuglahundadeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Opið hús í Sólheimakoti laugardag kl. 10