Eftirtaldir hundar eru skráðir í Robur prófið sem haldið verður helgina 24-26. september

Unghundaflokkur 24 september

Heiðnabergs Freyja von Greif                         IS14608/10     Vorsteh, snögghærður

Heiðnabergs Bylur von Greif                           IS14609/10     Vorsteh, snögghærður

Heiðnabergs Gáta von Greif                            IS14606/10     Vorsteh, snögghærður

Vatnsenda Kara                                                  IS15062/10     Enskur Pointer

Fuglodden´s Rösty                                             IS15475/11     Írskur setter

 

Unghundaflokkur 25 september

Heiðnabergs Freyja von Greif                         IS14608/10     Vorsteh, snögghærður

Heiðnabergs Bylur von Greif                           IS14609/10     Vorsteh, snögghærður

Heiðnabergs Gáta von Greif                            IS14606/10     Vorsteh, snögghærður

Heiðnabergs Gleipnir von Greif                      IS14611/10     Vorsteh, snögghærður

Vatnsenda Kara                                                 IS15062/10     Enskur Pointer

 

Opinn flokkur 24 september

ISFtCH Esjugrundar Spyrna                              IS09782/06    Vorsteh, snögghærður

ISCh Nói                                                                 IS11774/08    Vorsteh, strýhærður

C.I.B. ISCh Zetu Jökla                                          IS10950/07    Vorsteh, snögghærður

Gruetjenet´s G-Ynja                                             IS14197/10     Vorsteh, snögghærður

ISCh Elding                                                            IS13226/09     Enskur setter

Kaldalóns Ringó                                                   IS10985/07     Enskur setter

Þúfa                                                                         IS12646/08      Írskur setter

Bláskjárs Hekla                                                    IS12997/09      Weimaraner, snögghærður

Kaldalóns Doppa                                                  IS10990/07      Enskur setter

 

Opinn flokkur 25 september

Gruetjenet´s G-Ynja                                              IS14197/10     Vorsteh, snögghærður

ISFtCH Esjugrundar Spyrna                               IS09782/06     Vorsteh, snögghærður

C.I.B. ISCh Zetu Jökla                                           IS10950/07     Vorsteh, snögghærður

Þúfa                                                                          IS12646/08      Írskur setter

ISCh ISFtCH Hrímþoku Sally Vanity                   IS12221/08      Enskur setter

Bláskjárs Hekla                                                     IS12997/09      Weimaraner, snögghærður

Kaldalóns Ringó                                                   IS10985/07     Enskur setter

 

Keppnisflokkur 26 september

Yrja                                                                             IS11776/08     Vorsteh, strýhærður

ISFtCH Esjugrundar Spyrna                                 IS09782/06     Vorsteh, snögghærður

Esjugrundar Stígur                                                 IS09779/06     Vorsteh, snögghærður

ISCh Nói                                                                   IS11774/08     Vorsteh, strýhærður

C.I.B. ISCh Zetu Jökla                                            IS10950/07     Vorsteh, snögghærður

ISCh ISFtCH Hrímþoku Sally Vanity                    IS12221/08      Enskur setter

C.I.B. ISCh ISFtCH Vatnsenda Nóra                   IS08105/04     Enskur Pointer

ISCh Barensvidda´s B Hardy Du Cost´Lot        IS12968/09     Enskur Pointer

Kaldalóns Ringó                                                   IS10985/07     Enskur setter

 

Vill Vorstehdeild þakka þeim sem skráðu sig í þetta próf sérstaklega vel fyrir.

Hlökkum til að hitta alla um helgina.

 

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Eftirtaldir hundar eru skráðir í Robur prófið sem haldið verður helgina 24-26. september

Robur prófið á Úlfljótsvatni

Kæru þátttakendur í Robur prófi Vorstehdeildar.

Nú styttist í haustpróf Vorstehdeildar sem haldið verður helgina 24-26. sept. 2011.  Skráningarfrestur rennur út á miðnættti sunnudagskvöldsins 18. sept.

Eins og áður hefur komið fram verður dæmt í Unghundaflokki (UF) og Opnum flokki (OF) laugardag og sunnudag en Keppnisflokki (KF) mánudag.

Dómararnir, Bjørnar Gundersen og Randi Schulze koma frá Noregi og má sjá dómarakynningu neðar á síðunni.  Þau eru margreynd í sportinu og hafsjór fróðleiks þannig að fólk er hvatt til að koma með spurningar og fá ráðleggingar frá þeim varðandi allt sem viðkemur fuglahundum.  Mjög gott er að íhuga og setja niður á blað tímanlega og fyrirfram það sem ykkur langar að fá ráð við. Þau verða til skrafs öll kvöldin.

Boðið er upp á gistingu í glæsilegri aðstöðu skáta við Úlfljótsvatn. Gist verður í JB skálanum sem er 16 herbergja álma og er hvert herbergi 4-8 manna.  Sturtur og góð snyrtiaðstaða er á staðnum.  Þátttakendur geta haft hundana á herbergjunum en þá í búrum.

Kostnaði er haldið í lágmarki og er gistinóttin aðeins kr. 2.000.- pr. mann og er þriðja nóttin frí.  Aðeins verður tekið við greiðslu í seðlum (ekki kort) Þrif og annan frágang sjá þátttakendur sjálfir um.

Þátttakendur eru hvattir til að mæta á föstudeginum, hitta félagana og spjalla saman.

Prófið verður sett kl. 09:00 alla dagana.

Á laugardagskvöldinu er fyrirhugað að hafa villibráðakvöld þar sem þátttakendur koma með villibráð í matinn sem og meðlæti og drykkjarföng. Vínekran býður þeim sem vilja upp á rautt með villibráðinni.

Sunnudagskvöldið  býður Vorstehdeild upp á grilluð kjúklingaspjót í kvöldmat en meðlæti og drykkjarföng verða þátttakendur að taka með sér.

Styrktaraðilar prófsins eru eftirfarandi:

Aflmark, umboðsaðili Robur fóðursins landsþekkta styrkir komu dómara til landsins.

Haugen-Gruppen, umboðsaðili Famous Grouse veitir verðlaun

 

Vínekran.is,  umboðsaðili rauðvínsins með villibráðinni

 

Nordic Deli, samlokuframleiðandinn mettar svanga

 

 

 

JB-Skáli Prófið verður sett alla dagana kl. 09:00 við gistiskálann.

Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni er staðsett við Úlfljótsvatn í Grímsnes- og Grafningshreppi, skammt frá Ljósafossvirkjun, u.þ.b. 60 km frá Reykjavík. Frá Reykjavík er annað tveggja unnt að keyra á staðinn eftir Nesjavallaleiðinni eða yfir Hellisheiði, framhjá Þrastarlundi og síðan að Ljósafossvirkjun og þar yfir til Úlfljótsvatns. Leiðirnar tvær eru sýndar hér á efirfarandi kortum.

Nesjavallaleið til Úlfljótsvatns

 

Hellisheiðarleið til Úlfljótsvatns

Frekari upplýsingar gefa:

Guðjón Arinbjörnsson prófstjóri í s:660-1926

Lárus gjaldkeri Vorstehdeildar í larus@freyja.is

Fulltrúi HRFÍ er Svafar Ragnarsson.

 

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Robur prófið á Úlfljótsvatni

Skráning í Robur prófið

Leiðbeiningar um hvernig þú skráir þig í  Robur prófið:

Þeir sem ætla að skrá sig í Robur prófið geta hringt á skrifstofu HRFÍ frá 09:00- 13:00 á morgun föstudag. Símanúmer á skrifstofu er: 588 5255

Ef einhverjir hafa ekki tök á því að hringja geta sent tölvupóst á HRFÍ til að skrá sig og er skráningafrestur fram að miðnætti á sunndagskvöld 18 sept.

 

Hvernig berðu þig að:

Þú sendir tölvupóst á hrfi@hrfi.is og setur inn allar upplýsingar um hund, eiganda og ættbókarnúmer hunds.

MIKILVÆGT AÐ SETJA NÚMER PRÓFS SEM ER: 501109

Þú verður að taka fram hvort um opin flokk sé að ræða, unghunda eða keppnisflokk.

Þú verður að taka fram hvort um báða daga sé að ræða ef þú ert í opnum eða unghundaflokk.

Reikningsnúmer Hundaræktarfélags Íslands er:

515-26-707729 kt. 680481-0249

Gjaldskrá:

Veiðipróf kostar fyrir einn dag 4500.-

Veiðipróf fyrir tveggja daga próf kostar 7.000.-

Veiðipróf fyrir þriggja daga próf kostar 9.500.- (of, of og kf)

Þú verður að leggja inn á reikning HRFÍ þegar þú hefur sent tölvupóst og um að gera að vitna í prófnúmer í texta þegar þú millifærir.

Ef upp koma spurningar er þér velkomið að senda tölvupóst á diverss@mi.is (Sæþór)

Gangi ykkur vel í komandi prófi.

 

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Skráning í Robur prófið

Skráningafrestur í Robur prófið

Frigg Ýmisdóttir

Skráningafrestur í Robur prófið rennur út á miðnætti á sunnudaginn 18 september.

Viljum við hvetja alla til að skrá sig, því þetta próf verðu frábært í alla staði.

Frábær staður með frábæru fólki og hundum.

Hlökkum til að sjá ykkur á nýjum prófstað.

Muna að taka góða skapið með sér:)

Kveðja Vorstehdeild

p.s. Lalli og Gunni fóru í gær að skoða aðstæður og sjá hvort það væri eitthvað af fugli. Og er hellingur af fugli þarna og lofar þetta góðu.

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Skráningafrestur í Robur prófið

Æfingaganga í kvöld

Viljum minn á æfingagöngu í kvöld kl 18:00, hittumst við Sólheimakotsafleggjara.

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Æfingaganga í kvöld

Robur prófið nálgast, allir að muna að skrá sig!

Vorsteh

Nú styttist í Robur og viljum við hvetja alla til að skrá sig í þetta próf.

Veiðiprófið sem enginn má missa af.

*Prófið er nr. 501109 *

Prófið verður haldið dagana 24.-26.september að Úlfljótsvatni. Prófað verður í UF og OF  24 og 25 sept, en keppt í KF þann 26.  Dómarar verða Randi Schulze og Björnar Gundersen frá Noregi.

Prófstjóri verður Guðjón Arinbjarnason.

Svafar Ragnarsson verður fulltúri HRFÍ

Mjög góð aðstaða er á staðnum, stórt og mikið gistirými og góð eldhúsaðstaða. Nóg gistirými er ef makar eða vinir vilja njóta þess að vera með. Gistiverðinu verður stillt í hóf og viljum við  hvetja fólk til að fjölmenna á Úlfljótsvatn og eiga góða helgi saman á þessum skemmtilega og fallega stað, stutt frá höfuðborginni.

Myndasýning og fyrirlestur verður á kvöldin Prófið kemur til með að fara fram á Lyngdalsheiði og í nágrenni úlfljótsvatns.

Vorstehdeild hlakkar til að sjá sem flesta hunda og menn/konur á fallegum stað sem er stutt frá höfuðborgini

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Robur prófið nálgast, allir að muna að skrá sig!

Áfangafell dagur 3, keppnisflokkur

ISFtCh Esjugrundar Spyrna

Keppnisflokkur var haldin í dag í ágætisveðri.

Kaldálóns Ringó  hlaut fyrsta sætið.

ISftCh Esjugrundar Spyrna hlaut annað sætið.

Aðrir hundar fengu ekki sæti.

 

Óskar Vorstehdeild þeim sem hlutu sæti til hamingju með árangurinn

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Áfangafell dagur 3, keppnisflokkur

Áfangafell dagur 2

Virkilega flott að sjá að BESTI HUNDUR PRÓFS sé VORSTEH

Nú er öðrum degi lokið í Áfangafelli og hlut eftirtaldir hundar einkunn.

Opinn flokkur.

ISftCh Esjugrundar Spyrna 1.einkunn. V  BESTI HUNDUR PRÓFS

Snjófjalla Húsavíkur Suzie Q 1.einkunn  ES

Kaldalóns Ringó 2.einkunn.  ES

Unghundaflokkur.

Vatnsenda Kara 1.einkunn.  P

Heiðnabergs Bylur Von Greif 2.einkunn.  V

Vorstehdeild óskar þeim sem hlutu einkunn um helgina til hamingju með árangurinn.

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Áfangafell dagur 2

Veiðibann einn valkostur

Mynd: Hilmar Már, Akureyri

Að mati Náttúrufræðistofnunar eru þrír kostir í stöðunni varðandi veiðistjórnun á rjúpu í haust. Einn þeirra er að hætta rjúpnaveiðum

„þar sem sterkar vísbendingar eru um að rjúpnaveiðar á Íslandi séu í eðli sínu ósjálfbærar og auki afföll langt umfram það sem skotið er,“

eins og segir í mati Náttúrufræðistofnunar, NÍ, á veiðiþoli rjúpu.

Fyrsti kosturinn í upptalningu stofnunarinnar er að halda áfram veiðum á sama máta og verið hefur síðustu fjögur árin,

það er að veiða í alls í 18 daga. Miðað við að rjúpnaveiðimenn verði fimm þúsund og að ásættanlegur afli sé um 31 þúsund fuglar þá eru tilmælin skýr;

„hinn góði og grandvari veiðimaður veiðir að hámarki sex fugla,“ segir í mati NÍ.

Annar kosturinn er að takmarka veiðisókn enn frekar í þeirri von að til séu mörk þar sem truflun vegna veiða hættir að magna viðbótarafföll rjúpunnar.

Veiðibannið er síðan þriðja í röð valkosta Náttúrufræðistofnunar.

Í umfjöllun um rjúpuna í Morgunblaðinu í dag kemur farm, að í skýrslu Náttúrufræðistofnunar segi að rjúpnastofninn sé í niðursveiflu um land allt.

 

Frétt tekin af www.mbl.is (http://mbl.is/frettir/innlent/2011/09/12/veidibann_einn_valkosta/)

 

Við vonum það besta í þessum efnum

Kveðja Vorstehdeild

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Veiðibann einn valkostur

Áfangafell dagur 1

Eftifirfarandi hundar náðu einkunn laugardaginn 10. sept.
Unghundaflokkur

Heiðnabergs Bylur von Greif               2. einkunn
Vatnsenda Kara                                    1. einkunn
Opin flokkur

Kaldalóns Doppa                                          2. einkunn
Snjófjalla Húsavíkur Suzie Q                     2. einkunn
ISFtCh ISCh Hrímþoku Sally Vanity       1. einkunn m/ HV
Óskar Vorstehdeild þeim sem náðu einkunn innilega til hamingju með árangurinn
Kveðja Vorstehdeild
Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Áfangafell dagur 1