Búið að fresta veiðiprófi til 12 í dag vegna veðurs.

Búið er að fresta setningu veiðiprófs FHD til kl. 12:00 í dag vegna veðurs. Athuga á á hádegi hvernig staðan verður þá.  Í dag laugardag eru settir upp UF og OF og KF á morgun sunnudag.

Fylgst verður með gangi mála

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Búið að fresta veiðiprófi til 12 í dag vegna veðurs.

Skráningarfrestur til 9. október fyrir næsta fuglahundapróf

Skráningarfrestur fyrir n.k. veiðipróf sem haldið verður helgina 15. – 16. október hefur verið framlengdur til sunnudagsins 9. október.  Á laugardeginum 15. október verður prófað í unghundaflokki og opnum flokki en á sunnudeginum 16. október verður keppt í keppnisflokki.

Próf No. 501111. Hægt er að skrá fram á miðnætti sunnudaginn 9.oktober. Skráningarupplýsingar Kt. 680481-0249  Bankaupplýsingar: 0515-26-707729.

Sendið kvittun á hrfi@hrfi.is

Vill Vorstehdeild hvetja Vorsteh eigendum að skrá sig í þetta próf

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Skráningarfrestur til 9. október fyrir næsta fuglahundapróf

Aðgerðin hjá Bjørnar Karstein Gundersen heppnaðist vel

Bjørnar Karstein Gundersen

Aðgerðin hjá Bjørnar Karstein Gundersen heppnaðist vel.

Við erum búnir að vera í sambandi við eiginkonu Bjørnars hún Elise og fengið fréttir daglega af honum.

Nú er kallinn orðin nokkuð  brattur og búin að fara framúr rúminu, þannig að það bendir allt til að þetta hafi heppnast mjög vel.

Það má segja að þetta hafi verið heppni í óheppninni að lenda hjá íslenskum læknum þar sem hann var ranglega greindur í Noregi.

Við hjá Vorstehdeild munum heimskækja hann á morgun og fylgjast vel með honum.

Við munum reyna að setja nánari upplýsingar um hann á vefinn fljótlelega.

 

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Aðgerðin hjá Bjørnar Karstein Gundersen heppnaðist vel

Æfingaganga kl 17:00 í dag þriðjudag

Sverrir og Máni með Hvammsbrekku Þrumu

Það verður æfingaganga kl 17:00 í dag, hittingur við Sólheimakotsafleggjara.

Þurfum að byrja fyrr svo við náum að æfa í björtu:)

Hlökkum til að sjá sem flesta og um að gera að ganga með fyrir þá sem vilja fylgjast með flottri æfingu

 

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Æfingaganga kl 17:00 í dag þriðjudag

Veiði leyfð á 31.000 fuglum

Mynd: Hilmar Már, Akureyri

Tekið frá http://mbl.is/frettir/innlent/2011/10/05/veidi_leyfd_a_31_thusund_rjupum/

Umhverfisráðherra hefur fallist á ráðleggingar Náttúrufræðistofnunar um ráðlagða rjúpnaveiði árið 2011 upp á 31.000 fugla. Þetta eru ríflega helmingi færri fuglar en árið 2010, sem skýrist af verri stöðu rjúpnastofnsins. Með því að deila ráðlagðri veiði á fjölda skráðra rjúpnaveiðimanna undanfarin ár má þannig gera ráð fyrir um 6 rjúpum á hvern veiðimann, segir í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu.

Fyrirkomulagi rjúpnaveiða verður vegna þessa breytt frá fyrra ári, þannig að í stað átján daga veiðitímabils verður veiðisókn takmörkuð við níu daga í ár. Var þessi tillaga útfærð af sérfræðingum Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands, með það að markmiði að tryggja verndun og sjálfbæra nýtingu rjúpnastofnsins og viðhalda náttúrulegri sveiflu stofnsins.

Veiðitímabilið dreifist á fjórar helgar með eftirfarandi hætti:

Föstudagurinn 28. október til sunnudagsins 30. október.
Laugardagurinn 5. nóvember og sunnudagurinn 6. nóvember.
Laugardagurinn 19. nóvember og sunnudagurinn 20. nóvember.
Laugardagurinn 26. nóvember og sunnudagurinn 27. nóvember.

 

Stærð rjúpnastofnsins sveiflast reglubundið og hafa 10 til 12 ár verið á milli hámarksára. Um þessar mundir er stofninn í slíkri niðursveiflu, en miðað við fyrri reynslu má búast við að stofninn nái lágmarki á árabilinu 2015 til 2018. Við þessa náttúrulegu sveiflu bætist að hörð tíð í vor og fyrri hluta sumars hafði veruleg neikvæð áhrif á viðkomu rjúpunnar. Þá benda fyrirliggjandi gögn til þess að veiðar hafi þau áhrif, að afföll verði til viðbótar þeim rjúpum sem skotnar eru. Er vonast til að færri veiðidagar og lengri hlé á milli þeirra geti dregið úr slíkum viðbótarafföllum, segir í tilkynningu.

Áfram verður sölubann í gildi á rjúpu og rjúpnaafurðum og ákveðið svæði á Suðvesturlandi verður sömuleiðis áfram friðað fyrir veiði.

 

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Veiði leyfð á 31.000 fuglum

Fuglahundapróf 8 og 9 október

ISCh Nói og eigandi hans Frikki í síðasta prófi

ISCh Nói og eigandi hans Frikki í síðasta prófi

Þá er það þátttökulisti í næsta próf sem verður núna um helgina 8 og 9 október

8. okt. UF

Heiðnabergs Gleipnir von Greif (Snögghærður Vorsteh)

Heiðnabergs Gáta von Greif (Snögghærður Vorsteh)

Heiðnabergs Bylur von Greif (Snögghærður Vorsteh)

Midtvejs Assa (B)

Huldu Bell Von Trubon (W)

Snjófjalla Hroki (ES)

Vatnsenda Kara (P)

Gagganjunis Von (IS)

 

8. OKT. OF

Midtvejs Xo (B)

ISFtCh ISCh HrímþokuSally Vanity (ES)

ISCh Elding (ES)

Kaldalóns Ringó (ES)

 

9. OKT. KF

C.I.B. ISCh Zetu Jökla (Snögghærður Vorsteh)

ISFtCh ISCh Hrímþoku Sally Vanity (ES)

Francini’s Amicola (ES)

C.I.B. ISCh ISFtCh Vatnsenda Nóra (P)

ISCh Barentsvidda’s BHardy Du Cost’ Lot (P)

Kaldalóns Ringó (ES)

 

Vill Vorstehdeild óska hundum og mönnum góðs gengis um helgina

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Fuglahundapróf 8 og 9 október

Bjørnar Karstein Gundersen fer í aðgerð á morgun þriðjudag

Bjørnar Karstein Gundersen

Kæra Vorsteh fólk, þannig er mál með vöxtum að fuglahundadómarinn Bjørnar Karstein Gundersen sem dæmdi í Robur prófinu liggur á Landspítalanum vegna kransaæðastíflu. Hann var sóttur á mánudaginn fyrir viku síðan með Þyrlu landhelgisgæslunnar vegna verks í brjósti. Nú er svo komið að á morgun þriðjudag fer Bjørnar í aðgerð sem er nokkuð stór þ.e.a.s. að þetta er ekki svokallaður blástur heldur eitthvað meira. Við í stjórn Vorstehdeildar ásamt fleirum hundamönnum hafa farið reglulega í heimsókn til hans og einnig óskað eftir því ef einhver á lausan tíma til að kíkja á hann. Við viljum biðja ykkur um að gefa honum frí frá heimsóknum allavega næstu 2-3 sólahringana. Þetta er eins og áður hefur komið fram stór aðgerð og hann þarf á hvíld að halda. Verið í bandi við Gunna formann s:893-3123 ef þið viljið fá fréttir eða sendið okkur tölvupóst. (diverss@mi.is)

Vill Vorstehdeild þakka öllum sem hafa lagt leið sína til hans og sínt að okkur er ekki sama um hann.

Hann er mjög þakklátur fyrir góðan stuðning.

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Bjørnar Karstein Gundersen fer í aðgerð á morgun þriðjudag

Skráningafrestur rennur út 2 okt í næsta fuglahundapróf

ISFtCH Dímon

Skráningarfrestur á veiðipróf Fuglahundadeildar sem haldið verður helgina 8. – 9. október rennur út á miðnætti 2. októbers
Prófað verður í unghunda og opnum flokki á laugardeginum en á sunnudeginum verður keppnisflokkur haldin.

Dómarar verða Egill Bergmann, Pétur Alan Guðmundsson og Svafar Ragnarsson.

Prófstjóri er Henning Þór Aðalmundarson.

Hægt er að skrá á skrifstofu HRFÍ á opnunartíma (www.hrfi.is) eða millifæra á reikning félagsins:

Kt. 680481-0249  Bankaupplýsingar: 0515-26-707729.  Sendið kvittun á hrfi@hrfi.is

Tilgreinið í tölvupósti hvaða flokk og daga skrá á í, ættbókarnúmer hunds og leiðanda.

 

Viljum hvetja Vorsteh menn og konur að mæta í þetta próf.

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Skráningafrestur rennur út 2 okt í næsta fuglahundapróf

Robur prófið – dagur 3

Gunnar með Esjugrundar Stíg sem var í 1.sæti í keppnisflokk

Gunni og Frikki fengu verðlaun fyrir 1-2 sæti í keppnisflokk

Það var sannkallaður Vorsteh dagur í dag þar sem það var bara Vorsteh sem náði sæti.

Esjugrundar Stígur, snögghærður Vorsteh landaði 1.sæti í keppnisflokki.

ISCh Nói, strýhærður Vorsteh landaði 2. sæti í keppnisflokki.

Vill Vorstehdeild óska Gunna og Frikka innilega til hamingju með flottan árangur

 

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Robur prófið – dagur 3

Robur prófið – dagur 2

Gruetjenet's Ynja stóð sig vel um helgina

Opinn flokkur:
Það var eingöngu 1 hundur sem fékk einkunn í dag og var það ISCh ISFtCH Hrímþoku Sally Vanity sem landaði 2.einkunn og var besti hundur prófs.
Unghunda flokkur:
Því miður kom engin einkunn á unghunda í dag.
En við fengum að vita frá báðum dómurum að unghundarnir okkar allir sem tóku þátt ættu heima hvaða keppnisflokki sem er í Noregi.
Þetta segir bara hvaða flotta hunda við erum með hérna heima á litla Íslandi. Við erum mjög ánægðir að sjá hversu margir skráðu sig í þetta próf og þökkum við öllum kærlega fyrir okkur.
Kveðja Vorstehdeild
Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Robur prófið – dagur 2