Alþjóðleg hundasýning 27-28 ágúst

Rugdelia QLM Lucienne Mynd: Palli

Alþjóðlega hundasýning í Reiðhöllinni í Víðidal 27-28 ágúst 2011

Helgina  27. – 2A. ágúst mæta  691 hreinræktaðir  hundar af 81 hundategund í dóm  á alþjóðlega
hundasýningu  Hundaræktarfélags  Íslands.  Sýningin er haldin i Reidhöllinni i Vídidal og hefjast dómar  kl.
9:00 árdegis báða daga og standa fram eftir degi.
Fimm  dómarar  frá fjórum löndum: Belgíu, Litháen, Noregi  og Spáni dæma í fimm sýningarhringjum
samtimis.
Megintilgangur  hundasýninga er ad meta hundana út frá ræktunarmarkmidi  hvers kyns og leidbeina
ræktendum þannig i starfi sínu.
Í anddyri  reiðhallarinnar verða glæsilegir kynningabásar um ólík hundakyn. Þar gefst gestum kostur á að
kynnast  hundum og ræða vid hundeigendur auk þess sem á staðnum verða fjöldinn allur  af sölu- og
kynningabásum þar sem ýmis tilboð verða í gangi.
Keppni  ungra sýnenda
Öflugt barna- og unglingastarf  er starfrækt innan félagsins og að þessu sinni taka 21 ungmenni þátt í
keppni ungra sýnenda,  föstudagskvöldið  26. ágúst kl.19:00.  Dómari í þeirri keppni er Jos De Cuyper rte
frá Belgíu.
Úrslit á laugardag hefjast  um kl. 14:30 og kl. 13:30 á sunnudeginum 0g þá kemur í ljós hvaða hundar
bera  af að mati  dómara.

 

Vorsteh verður sýndur í Hring 2 og er Per Iversen dómari frá Noregi.

Snögghærður byrjar kl 11:08 og eru 4 snögghærðir sýndir.

Strýhærður Vorsteh er svo strax á eftir kl 11:24 og er aðeins 1 strýhærður sýndur.

 

Minnum þá sem eru að sýna að mæta tímanlega því þessi tími getur breyst mjög mikið í báðar áttir.

Þeir sem vilja kynna sér meira um hundasýninguna er bent á að skoða www.hrfi.is

 

Gangi ykkur vel á sýningunni

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Alþjóðleg hundasýning 27-28 ágúst

Æfing á morgun fimmtudag

Minnum á æfingu á morgun fimmtudag 25.08.11. Mæting kl 18:00 við Sólheimakostsafleggjara.

Munið að taka vatn, GPS og við viljum Ítreka að menn læsi bílum og láti ekki verðmæti liggja eftir í bílum.

Kveðja Vorstehdeild

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Æfing á morgun fimmtudag

Rjúpnaveiðitímabilið óbreytt 2011

Mynd: Hilmar Már Akureyri

Búið er að gefa út að rjúpnaveiðitímabilið verður sama og í fyrra.

Í ár hefst veiðin 28 okt sem er föstudagur- sunnudags og lýkur á sunnudeginum 4 des.

Þetta eru ánægjulegar fréttir fyrir okkur hundafólk sem og aðra veiðimenn. Hægt að sjá meira um þetta á www.ruv.is

AHT: Samkvæmt tilkynningu á heimasíðu skotvís hefur ekki verið ákveðið með tímabilið www.skotvis.is

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Rjúpnaveiðitímabilið óbreytt 2011

Minnum á æfingu í dag þriðjudag!

Minnum á æfingu í dag. Mæting kl 18:00 við Sólheimakostsafleggjara.

Munið að taka vatn, GPS og við viljum Ítreka að menn læsi bílum og láti ekki verðmæti liggja eftir í bílum.

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Minnum á æfingu í dag þriðjudag!

Muna æfingagöngu á morgun þriðjudag

Sameiginlegar æfingagöngur Vorstehdeildar, FHD og IRSK fyrir haustprófin byrja á morgun þriðjudag.

Farið verður frá Sólheimakoti kl. 18:00.

Munið eftir vatni fyrir hundana og einnig er mjög gott að hafa áttavita/GPS meðferðis þegar fer að hausta og þokan leggst yfir.

ALLIR VELKOMNIR

Kveðja Göngunefndir deildanna

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Muna æfingagöngu á morgun þriðjudag

Æfingagöngur að byrja!

Mynd: Pétur Alan

Sameiginlegar æfingagöngur Vorstehdeildar, FHD og IRSK fyrir haustprófin verða á þriðjudögum og fimmtudögum.

Farið verður frá Sólheimakoti kl. 18:00.  Fyrsta gangan verður þriðjudaginn 16. ágúst.

Í byrjun amk. verður aðeins farið fyrir neðan girðingu m.t.t. sauðfjár fyrir ofan girðingu.  Reynt verður að hafa vana menn til aðstoðar í hvert skipti og að ekki verði ekki of margir í hverjum hóp.

Munið eftir vatni fyrir hundana og einnig er mjög gott að hafa áttavita/GPS meðferðis þegar fer að hausta og þokan leggst yfir.

Allir velkomnir.

Göngunefndir deildanna.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Æfingagöngur að byrja!

ROBUR PRÓFIÐ

Kópavogs Sprettur

Robur prófið – Veiðiprófið sem enginn má missa af.

*Prófið er nr. 501109 *

Prófið verður haldið dagana 24.-26.september að Úlfljótsvatni. Prófað verður í UF og OF 24 og 25 sept, en keppt í KF þann 26. Dómarar verða Randi Schulze og Björnar Gundersen frá Noregi. Nánari kynning á þeim kemur síðar. Þó er hægt að segja frá því að þau eru heiðursfélagar í norska Vorsteh klúbbnum.

Prófstjóri verður Guðjón Arinbjarnason.

Mjög góð aðstaða er á staðnum, stórt og mikið gistirými og góð eldhúsaðstaða. Nóg gistirými er ef makar eða vinir vilja njóta þess að vera með. Gistiverðinu verður stillt í hóf og viljum við hvetja fólk til að fjölmenna á Úlfljótsvatn og eiga góða helgi saman á þessum skemmtilega og fallega stað, stutt frá höfuðborginni.

Myndasýning og fyrirlestur verður á kvöldin Prófið kemur til með að fara fram á Lyngdalsheiði og í nágrenni úlfljótsvatns.

Vorstehdeild hlakkar til að sjá sem flesta hunda og menn/konur á fallegum stað sem er stutt frá höfuðborgini.

 

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við ROBUR PRÓFIÐ

Yngri sýnendur PMF-deildar HRFÍ

Sunnudaginn 21. ágúst stendur PMF-deild fyrir skemmtun fyrir yngsta hundaáhugafólkið úr öllum deildum. Skemmtunin fer fram íhúsnæði Gæludýr.is á Korputorgi og hefst kl. 14:00.

Sjá nánar hér:PMF

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Yngri sýnendur PMF-deildar HRFÍ

Svafar Ragnarsson dæmdi í Noregi

ISFtCh Esjugrundar Spyrna

Nú um liðna Verslunarmannahelgi var
Svafari Ragnarssyni fuglahundadómara boðið til Noregs að dæma
sækipróf/alhliðapróf á 20 ára afmæli Rasenprófsins sem er haldið af Norska
Vorstheklúbbnum í Heiðmörku.  Var þetta
tveggja daga próf þar sem bæði var dæmt í Unghunda- og opnum flokk og voru
skráðir 95 hundar í prófið.

Á laugardeginum var keyrt s.k. Elítupróf
þar sem topphundar tóku þátt og er með strangari reglum en eins og er aðeins í
tilkeyrslu en kemur til álita að taka inn í prófreglurnar í Noregi.

 

Svafar dæmdi með mörgum kunnum norskum
dómurum og ræktendum þar á meðal Glenn Olsen sem dæmdi alhliðaprófið hér í
sumar. Nánar má sjá um prófið í Noregi og úrslit þess á slóðinni: http://www.vorsteh.no/artikkel/les/508/63_Jubileumspr%C3%B8ve+med+stil/ Svafar er þarna á einni myndanna við
verðlaunaafhendinguna.

 

Gaman er að við íslendingar erum nú farnir
að gjalda líku líkt þar sem þetta er þriðji íslenski dómarinn sem dæmir próf í
Noregi og þar af er Svafar sá fyrsti sem dæmir sækipróf. Áður hafa dæmt í
Noregi veiðipróf á fjalli íslensku dómararnir Egill Bergmann og Pétur Alan
Guðmundsson. Að auki er Bergþór Antonsson með alhliðaprófsréttindi í Noregi og
hefur einnig dæmt hér.

 

Svafar skrifar vonandi ferðasöguna fyrir
okkur fuglahundafólk hér á landi og leyfir okkur að sjá myndir úr ferðinni.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Svafar Ragnarsson dæmdi í Noregi

Áfangafellsprófið 10-12 september

Hið árlega Áfangafellspróf sem haldið verður 10-12. september

Norðmennirnir Jan Rune Sunde og Anders Hetlevik dæma prófið þetta árið.

Ath. prófið verður laugardag, sunnudag og mánudag

10. sept. verða bæði UF/Unghundaflokkur (hundar að 2ja ára aldri) og OF/Opinn flokkur (Hundar eldri en 2ja ára)

11. sept verða bæði UF/Unghundaflokkur (hundar að 2ja ára aldri) og OF/Opinn flokkur (Hundar eldri en 2ja ára)

12. sept. verður Keppnisflokkur (þeir hundar sem náð hafa 1. einkunn í OF)

 

Við fáum Áfangafellsskálann að kvöldi föstudagsins 9. sept. og verður prófið sett við skálann alla dagana.  Sameiginlegur matur verður amk. á laugardagskvöldinu.  Mjög góð aðstaða er fyrir þátttakendur í prófinu og er stefnt að því að tveir verði saman í herbergi.  Hundar mega vera í búrum inni í herbergjunum.  Mjög góð aðstaða er í skálanum, stór stofa og borðstofa, fullkomið eldhús, sturtur og heitur pottur.

 

Nánari upplýsingar verða sendar út fljótlega þannig að fólk er hvatt til að taka dagana frá.
Prófstjóri Egill Bergmann gefur nánari upplýsingar í s:898-8621 eða maggak@vortex.is

 

Dómarakynning:

Stækka mynd
Jan Rune Sunde 

Jan Rune Sunde er 53 ára og búsettur í Bergen.  Hann er giftur Lisbeth og eiga þau eina 9 ára dóttir June að nafni.  Hann starfar sem ráðgjafi hjá norska póstinum.

Jan Rune byrjaði að veiða 1980 með hundum og veiðir mikið að eigin sögn, mest fugla en einnig  hirti og á hann í dag tvo enska seta, annar er í Unghundaflokk og hinn í Opnum flokk.  Áður hefur hann átt Breton og pointer Besti árangur hans er 1. sæti í Keppnisflokki, lokaumferð (1.VK. finale)  Hann hefur verið dómari í yfir áratug og hefur dæmt töluvert m.a. finale í NM skog og höyfjell en höyfjell er eins og okkar próf.

Hann er virkur sem prófstjóri og hefur setið í nokkur ár í stjórn Vestlandets fuglehundklubb auk þess að hafa setið í stjórn Fuglehundklubbenes Forbund (FKK)sem eru regnhlífasamtök veiðihundaklúbbanna í Noregi

Jan Rune mun dæma í Áfangafellsprófinu 2011 ásamt Anders Eide Hetlevik
Stækka mynd
Anders Eide Hetlevik 

Anders Eide Hetlevik er fimmtugur, kemur frá Asköy fyrir utan Bergen og starfar hjá Bergens tidende sem er eitt af stærstu dagblöðum Noregs.   Hann hefur hefur átt fuglahunda síðan 1992, verið  fuglahundadómari síðan 2001 og hefur átt marga enska seta sem er sú tegund sem hann hefur unnið með.  Þeir félagar Anders og Jan Rune eru saman með Kennel Hårteigen ræktunina.  Helsta áhugamálið era ð sjálfsögðu veiðar og veiðipróf með standandi fuglahundum.

Báða hlakkar mikið til að koma hingað til lands og dæma hér en þess má geta að Jan Rune átti að koma hingað 2010 og dæma í Kaldaprófinu en komst því miður ekki þá vegna gossins í Eyjafjallajökli en kemur tvíelfdur til leiks nú.

 

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Áfangafellsprófið 10-12 september