Rétt rúmlega mánuður í gæsaveiði!

Grágæs Mynd:Pétur Alan

Nú er rétt rúmlega mánuður í gæsaveiðitímabilið sem byrjar 20.ágúst

Góður tími framundan til að æfa hundana okkar í sóknarvinnu bæði á landi og vatni.

Um að gera að vera duglegir með hundana okkar og besti vinur okkar verður að fá smá æfingu áður en veiðar hefjast.

Munið að æfingin skapar meistarann!

 

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Rétt rúmlega mánuður í gæsaveiði!

Endurskoðunarnefnd veiðiprófsreglna hefur hafið störf.

Á síðasta aðalfundi FHD var samþykkt að endurvekja endurskoðunarnefnd veiðiprófsreglna.  Þessari tillögu var svo fylgt eftir með samþykkt í öðrum deildum í grúbbu 7.
Skal hún starfa í umboði deildanna og skilar niðurstöðu til stjórnar HRFÍ til samþykktar að lokinni vinnu.  Áður skal fara fram kynning og samþykkt í stjórnum allra deilda.

Stefnt er að því að endurskoðaðar reglur verði tilbúnar eigi síðar 1. febrúar  n.k.

Í nefndinni sitja Lárus Eggertsson og Rafnkell  Jónsson fyrir vorsteh.
Fyrir írsk setterdeild sitja Bragi Egilsson og Guðjón Arinbjörnsson.
Fyrir Fuglahundadeild sitja Egill Bergmann og Vilhjálmur Ólafsson.

Nefndin hefur skipt með sér verkum og skipað Guðjón Arinbjörnsson formann og Braga Egillsson ritara.

Hér með er kallað eftir athugasemdum frá félagsmönnum og öðrum áhugasömum við gildandi veiðiprófreglur fyrir standandi fuglahunda og skal tillögum skila á veffangið vprgyn@gmail.com fyrir 1. ágúst n.k.

Nefndin mun svo fjalla á faglegan og jákvæðan hátt um allar innsendar athugasemdir og taka ákvörðun um afgreiðslu þeirra með líðræðislegum hætti.

Næsti fundur nefndarinnar verður 4. ágúst n.k.
Fundarefni þess fundar er:
1.  Yfirferð yfir innsendar athugasemdir.
2.  Ákvörðunartaka um afgreiðslu þeirra.
3.  Byrjað að fara yfir reglurnar lið fyrir lið.

F.h.  nefndar
Guðjón Arinbjörnsson formaður.

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Endurskoðunarnefnd veiðiprófsreglna hefur hafið störf.

Óskum eftir myndum

Við hjá Vorstehdeild óskum eftir myndum til að setja á síðuna.

Lumar þú á flottri/um myndum?

Endilega sendu okkur myndir á diverss@mi.is

Flott mynd af Strýhærðum Vorsteh Mynd:Lárus

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Óskum eftir myndum

Stjórnarfundur var 20.06.11

Úr alhliðapófinu 18-19 júní Mynd:Pétur Alan

Stjórnarfundur var þann 20 júní síðastliðin.

Sjá nánar undir „deildin“ og þar undir „Stjórnarfundir 2011“

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Stjórnarfundur var 20.06.11

Úrslit alhliðaprófs 19.júní

Alhliðaprófi FHD er lokið. Tíu hundar mættu til leiks sunnudaginn 19. júní og eru úrslit þannig:

Opinn flokkur:Silva SGT Schultz Rider
IS09360/06 Weimaraner, snögghærður
Eig/stj: Kristín Jónasdóttir / Haukur Reynisson
(FC Grau Geist Lil’s Caprock Rev / FC Snake Breaks Run Wild Idaho )
Besti hundur prófs í opnum flokki. Vatn 10, spor 10, leita og sækja 9. samtals 126 stig.

Bláskjár Skuggi Jr.
IS12998/09 Weimaraner, snögghærður
Eig/stj: Arnar Hilmarsson
(Silva SGT Schultz Rider / C.I.B. ISCh Vinarminnis Vísir)
Vatn 7, spor 10, leita og sækja 9. Samtals 111 stig.

Esjugrundar Spyrna
IS09782/06 Vorsteh, snögghærður

Eig/stj: Svafar Ragnarsson

(ISVCH Dímon/Töfra Hetta)

Vatn 6, spor 5, leita og sækja 10. Samtals 95 stig.

Vinarminnis Vísir
IS09741/06 Weimaraner, snögghærður
Eig/stj: Guðbjörg Halldórsdóttir /Arna Ólafsdóttir
(Schattenbergs Spice v Reiteralm JH / Ascot)
Vatn 10, spor 4, leita og sækja 6. Samtals 90 stig.

Nói
IS11774/08 Vorsteh, strýhærður
Eig/stj: Friðrik Þór Hjartarson
(Hella’s Quarashi / Anna Mirra )
Vatn 7, spor 4, leita og sækja 8. Samtals 83 stig.

Athuga ber að til að einkunn fáist viðurkennd þarf að tengja hana við vettvangsvinnu á fjalli sbr. veiðiprófsreglur fyrir tegundarhóp 7.

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Úrslit alhliðaprófs 19.júní

Úrslit alhliðaprófs 18.júní

Úr alhliðaprófi Mynd:Pétur Alan

Frábær þátttaka er í alhliðaprófi FHD, Vorstehdeildar og ÍRSK.  Ellefu hundar mættu til leiks laugardaginn 18. júní og eru úrslit þannig:

Unghundaflokkur:

1. Heiðnabergs Gná Vorsteh, snögghærður
IS14605/10 Vorsteh, snögghærður
Eig/stj: Þorleifur
(ISVCH Ljóssins Björt / ISVCH Dímon)

Besti hundur í unghundaflokki.
Vatn 4, leita og sækja 8. Samtals 52 stig.

Opinn flokkur:

1. Silva SGT Schultz Rider
IS09360/06 Weimaraner, snögghærður
Eig/stj: Kristín Jónasdóttir / Haukur Reynisson
(FC Grau Geist Lil’s Caprock Rev / FC Snake Breaks Run Wild Idaho )

Besti hundur prófs í opnum flokki. Vatn 10, spor 9, leita og sækja 7. samtals 114 stig.

2. Nói
IS11774/08 Vorsteh, strýhærður
Eig/stj: Friðrik Þór Hjartarson
(Hella’s Quarashi / Anna Mirra )

Vatn 10, spor 6, leita og sækja 8. Samtals 106 stig.

3. Bláskjár Skuggi Jr.
IS12998/09 Weimaraner, snögghærður
Eig/stj: Arnar Hilmarsson
(Silva SGT Schultz Rider / C.I.B. ISCh Vinarminnis Vísir)

Vatn 8, spor 10, leita og sækja 6. Samtals 104 stig.

4. Vinarminnis Vísir
IS09741/06 Weimaraner, snögghærður
Eig/stj: Guðbjörg Halldórsdóttir /Arna Ólafsdóttir
(Schattenbergs Spice v Reiteralm JH / Ascot)

Vatn 4, spor 7, leita og sækja 10. Samtals 88 stig.

Myndir og frekari fréttir eru væntanlegar.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Úrslit alhliðaprófs 18.júní

Alhliðapróf 18 og 19 júní 2011

Heiðnabergs Bylur Mynd: Pétur Alan

Alhliðapróf Vorstehdeildar, FHD og Írsk setter deildar 18 og 19 júní 2011. Mæting í Sólheimakot kl 9 báða dagana. Minnum þáttakendur á að mæta með eigin bráð ef hægt er, Rjúpu, Önd og Máv. Einnig gott að hafa meðferðis flugnanet.

Dómari verður Glenn Olsen frá Noregi. Prófstjóri er Haukur Reynisson S:896-0685

Áhorfendur eru hvattir til að koma og fylgjast með vinnu fuglahundanna. Góða helgi.

Þáttakendur eru:

Laugardagur 18. júní

UF

Heiðnabergs Gná

 

OF

Helguhlíðar Skotta

Zetu Jökla

Yrja

Nói

Kasamar Antares

Silva SGT Schultz Rider

Blárskjárs Skuggi Jr.

Vinaminnis Vísi

Elding

Esjugrundar Spyrna

 

Sunnudagur 19. júní

UF

Heiðnabergs Bylur von Greif

OF

Zetu Jökla

Yrja

Nói

Kasamar Antares

Silva SGT Schultz Rider

Bláskjárs Skuggi Jr.

Vinaminnis Vísir

Elding

Esjugrundar Spyrna

 

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Alhliðapróf 18 og 19 júní 2011

Komnir hvolpar hjá Jón Inga og Kela

Høgdalia`s Ýmir

Töfra Hekla
Rakki                                               Rakki                                            Tík
Það fæddust 3 stk hvolpar í nótt/morgun fyrir norðan hjá Jón Inga.

2 rakkar og 1 tík undan Töfra Heklu sem er í eigu Jóns Inga og Høgdalia`s Ýmir sem er í eigu Rafnkels.

Vill Vorstehdeild óska þeim Jón Inga og Rafnkeli til hamingju með þessa flottu hvolpa.

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Komnir hvolpar hjá Jón Inga og Kela

Skráning í alhliðaprófið um næstu helgi

Jón Hákon fylgist grant með Mynd: Pétur Alan

Frábær skráning í alhliðapróf FHD, Vorstehdeildar og Írsk.

Laugardagur 18. júní

UF

Heiðnabergs Gná

 

OF

Helguhlíðar Skotta

Zetu Jökla

Yrja

Nói

Kasamar Antares

Silva SGT Schultz Rider

Blárskjárs Skuggi Jr.

Vinaminnis Vísi

Elding

Esjugrundar Spyrna

 

Sunnudagur 19. júní

UF

Heiðnabergs Bylur von Greif

OF

Zetu Jökla

Yrja

Nói

Kasamar Antares

Silva SGT Schultz Rider

Bláskjárs Skuggi Jr.

Vinaminnis Vísir

Elding

Esjugrundar Spyrna

 

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Skráning í alhliðaprófið um næstu helgi

Alhliðaprófsfyrirlestur og sýnikennsla með Glenn

Allir eru velkomnir. Námskeiðið verður haldið í Sólheimkoti, miðvikudaginn 15. Júní og fimmtudaginn 16. Júní, og það hefst stundvíslega kl. 18:00 báða dagana.

Glenn Olsen er norskur að ætt og uppruna og kemur frá Osló. Hann er þekktur í sínu heimalandi fyrir frábæran árangur á veiðiprófum og sýningum. Glenn þykir góður leiðbeinandi og dómari og þykir mjög eftirsóttur í Noregi. Hann tók m.a. þátt í Heimsmeistaramótinu í Danmörku fyrir hönd Noregs árið 2005 og á Ítalíu 2006. Birt var forsíðuviðtal við hann í Fuglehunden, tímariti fuglahundadeildanna í Noregi, þar sem hann fór yfir feril sinn í fuglahundasportinu.

Glenn mun fara yfir reglur fyrir alhliðapróf og gang prófsins í heild sinni. Hann mun taka hunda sem hlotið hafa grunnþjálfun í sýnikennslu eftir því sem tími leyfir. Glenn er hafsjór af fróðleik og mun svara fyrirspurnum. Fyrirlesturinn og námskeiðið mun fara fram á ensku.

Þátttökugjald er 1.000.- kr. hvorn dag.

Þeir sem eiga eftir að skrá sig geta skráð sig með tölvupósti  á thr@isholf.is

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Alhliðaprófsfyrirlestur og sýnikennsla með Glenn