Aukaæfing á morgun sunnudag

Strýhærður í sóknavinnu

Ákveðið hefur verið að setja á aukaæfingu á sunnudag vegna fjölda tölvupósta og mikill áhugi fyrir þessu flotta prófi sem er eftir viku.

Hittingur við sólheimakotsafleggjara kl 18:00

Munið að æfingin skapar meistarann!

Hlökkum til að sjá sem flesta

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Aukaæfing á morgun sunnudag

ATH breyttur tími!!!! Breyting á æfingum fyrir Alhliðapróf

Í samvinnu við FHD og Írsksetter deild.

Vorum búnir að gefa það út að það yrði engin æfing á mánudag en við ætlum að setja í 5 gír og taka æfingu á mánudagskvöld kl 17:00, hittingur við sólheimakotsafleggjara. (Albert hundaþjálfari verður ekki leiðbeinandi á þessari æfingu)

Þeir sem hafa áhuga á að taka æfingu á sunnudagskvöld þá endilega látið vita með tölvupósti á diverss@mi.is

 

Hlökkum til að heyra frá ykkur og nú er síðasti séns til að spíta í lófana og æfa vel fyrir alhliðapróf.

Sjáumst hress

 

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við ATH breyttur tími!!!! Breyting á æfingum fyrir Alhliðapróf

Æfing fyrir Alhliðapróf fimmtudaginn 09.06.11

Alvöru vatnavinna Mynd:Pétur Alan

Æfing í samvinnu við FHD og Írsksetter deild, fyrir Alhliðaprófið verður fimmtudaginn 09.06.11 og er mæting stundvíslega kl 20:00 við Sólheimakotsafleggjara.

Höfuðáhersla er vatnavinna og er Siggi Benni reyndur maður í þeirri grein. Um að gera að mæta og fá góða ábendingar um hvað maður þarf að æfa betur fyrir prófið.

Hlökkum til að sjá sem flesta.

Því miður fellur niður æfing á Mánudaginn 13 júní!!!!

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Æfing fyrir Alhliðapróf fimmtudaginn 09.06.11

Alhliðapróf

Mynd: Pétur Alan

Nú styttist í alhliðapróf Vorstehdeildar, FHD og Írsksetter deildar. Menn og konur hafa æft að undanförnu undir styrkri stjórn Alberts og Sigga Benna. Glen Olsen mun koma til landsins þann 14. júní og sjá um fyrirlestur og kennslu dagana 15 og 16 júní. Hann mun síðan dæma prófin dagana 18 og 19 júní. Prófað verður í UF og OF báða dagana og lýkur síðan með GRILL slútti að loknu prófi þann 19. júní.

Skráningafrestur er til og með 14. júní og athugið skrifstofa HRFÍ er opin 11-15 þann 14. júní.

Þeir sem hafa hug á því að taka þátt í námskeiðinu hjá Glen vinsamlegast tilkynnið þáttöku til prófstjóra Hauks Reynissonar thr@isholf.is eða S:896-0685

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Alhliðapróf

Æfing í kvöld mánudag

Kragborgs Mads

Í samvinnu við Fuglahundadeild og Írsk setter deild viljum við minna á sporaæfingu með verður í kvöld mánudagin 06.06.11. Albert hundaþjálfari heldur áfram í verklegri blóðsporaþjálfun, slóðin verður lengd og með beygjum. Verið er að bæta ofaná þekkingu þeirra sem voru í síðasta tíma. Höfuð áhersla er á hunda sem eru um og yfir 2ja ára aldurinn. Æfingar fyrir yngri hunda eru á fimmtudögum. Hefst æfingin kl 20:00 og er hittingur við skemmuna við Sólheimakot. Allir velkomnir og muna að taka með sér 1000 kr. Þetta eru sérstaklega ætluð þeim sem ætla að taka þátt í alhliðaveiðiprófum en að sjálfsögðu eru allir velkomnir.

 

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Æfing í kvöld mánudag

Dómarakynning fyrir Alhliðaveiðiprófið

Dómari í Alhliðaveiðiprófinu 18-19 júní er:

Glen Olsen

Glen Olsen er norskur að ætt og uppruna og kemur frá Osló. Hann er þekktur í sínu heimalandi fyrir frábæran árangur á veiðiprófum og sýningum, en hann á bæði Vorsteh hunda og Enskan Seta og hefur náð góðum árangri með báðar tegundirrnar. Glen þykir góður dómari og er mjög eftirsóttur í Noregi. Ræktunarnafn hans er Tierbuas Kennel.

Hann tók m.a. þátt í heimsmeistaramótinu í Danmörku fyrir hönd Noregs árið 2005 og var birt forsíðuviðtal við hann í FUGLEHUNDEN, tímarit fuglahundadeildanna í Noregi, þar sem hann fór yfir feril sinn og fuglahundasprotinu.

Glen kemur til með að halda fyrirlestur og vera með námskeið fyrir áhugasama 15 og 16 júní og dæmir síðan Alhliðaveiðipróf 18 og 19 júní.

 

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Dómarakynning fyrir Alhliðaveiðiprófið

Úrslit hjá Snögg- og strýhærðum Vorsteh

Virkilega flott hjá Vorsteh í dag

Rugdelia QLM Lucienne Mynd: Palli

Snögghærðir Vorsteh tíkin Rugdelia QLM Lucienne 1 sæti í tegund, ísl meistarastig, 2.sæti grúbbu 7, með þessum árangri er hún komin með allt sem þarf til að fá titilinni Íslenskur Meistari. Óskum við Palla og Siggu til hamingju með þennan frábæra árangur.

Heiðnabergs Krafla fékk exellent í unghundaflokki.

Høgdalia`s Ýmir besti rakki, Íslenskt meistarstig, og 2 sæti í tegund.

Ester (Tinna) Eigandi: Hreimur

Strýhærða Vorsteh tíkín Ester 1.sæti í tegund , íslenskt meistarastig og 4.sæti í grúbbu 7 óskum við Hreimi til hamingju með árangurinn.

Stormur besti rakki og varð í 2.sæti í tegund.

 

Innilega til hamingju með árangurinn

Kveðja Vorstehdeild

 

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Úrslit hjá Snögg- og strýhærðum Vorsteh

Hundasýning HRFÍ í Reiðhöllinni í Víðidal

ISCh. C.I.B. Zetu Jökla og Yrja Mynd:Pétur Alan

Helgina 4. – 5. júní mæta 610 hreinræktaðir hundar af 77 hundategundum í dóm á hundasýningu Hundaræktarfélags Íslands. Sýningin er haldin í Reiðhöllinni í Víðidal og hefjast dómar kl. 9:00 árdegis báða daga og standa fram eftir degi.
Fimm dómarar frá tveimur löndum;  Danmörku og Finnlandi dæma í fimm sýningarhringjum samtímis.

6 Snögghærður Vorsteh er kl 09:00 og svo taka 2 Strýhærðir Vorsteh við kl 09:24 og eru búnir kl 09:34

Laugardagur
Áætlað kl.
14:00 Besti hvolpur 4-6 mán.
14:15 Besti hvolpur 6-9 mán.
14:30 Tegundahópur 1
14:45 Besta par dagsins
15:00 Tegundahópur 4/6
15:15 Afkvæmahópur dagsins
15:30 Tegundahópur 2
15:45 Ræktunarhópur dagsins
16:00  Tegundahópur 5
16:15 Tegundahópur 7
16:30 Tegundahópur 10

Sunnudagur
Áætlað kl.
14:00 Besti hvolpur 6-9 mán.
14:15 Tegundahópur 3
14:30 Besti hvolpur  4-6 mán.
14:45 Tegundahópur 8
15:00 Afkvæmahópur dagsins
15:15 Ræktunarhópur dagsins
15:30 Tegundahópur 9
15:45 Besta par dagsins
16:00 Besti öldungur sýningar
16:15 Besti hundur sýningar

Vorstehdeild óskar öllum Vorsteh eigendum góðs gengis á þessari sýningu.

 

Kveðja Vorstehdeild

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Hundasýning HRFÍ í Reiðhöllinni í Víðidal

Æfing í dag fimmtudag 02.06.11

Kragborgs Mads

Vorstehdeild, Fuglahundadeild og Írsk setter deild í samvinnu með æfingu í kvöld.

Æfing fyrir alhliðaveiðipróf í kvöld kl 20:00, hittingur við sólheimakotsafleggjara.

Siggi Benni heldur áfram að æfa sókn og fleira.

Hlökkum til að sjá sem flesta

 

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Æfing í dag fimmtudag 02.06.11

Hundasýning HRFÍ 4-5 júní

ISCh C.I.B. Skerðingsstaða Píla, Hér er Guðrún Hauksdóttir að vinna ungir sýnendur

Núna um helgina er hundasýning á vegum HRFÍ sem verður 4-5 júní.

Snögghærður Vorsteh (6 stk) verður sýndur kl 09:00 í hring 5 og Strýhærður Vorsteh (2 stk) strax á eftir eða um 09:24

Hér má sjá dagskránna http://hrfi.is/FileLib/skjalasafn/Dagskra_juni_2011.pdf

Hvetjum sem flesta til að mæta og hvetja vorsteh hundana okkar.

ÁFRAM VORSTEH 🙂

 

Kveðja Vorstehdeild

 

Hér á eftir er auglýsing frá HRFÍ:

Uppsetning og aðstoð á júní sýningu HRFÍ
Ef þú hefur áhuga á að aðstoða við uppsetningu og taka niður sýninguna eða vinna á sýningunni þá óskum við að heyra frá þér fljótlega á hrfi@hrfi.is.

Venjulega er sýningin sett upp á fimmtudögum fyrir sýningar en þar sem sá dagur er núna frídagur (Uppstigningardagur) verður sýningin sett upp miðvikudaginn 1. júní, mæting í   Reiðhöllina í Víðidal kl.16:45.

Ef þið vitið um einhverja sem eru reiðubúnir til að vinna á sýningum okkar en hafa ekki séð þessa auglýsingu þá endilega látið okkur vita.

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Hundasýning HRFÍ 4-5 júní