Vorstehdeild HRFÍ
Header

Author Archives: admin

Liðakeppni 7.maí

maí 7th, 2011 | Posted by admin in Forsíðufrétt - (Slökkt á athugasemdum við Liðakeppni 7.maí)

Syrktaraðilar

Mæting í Sólheimakot laugardaginn 7. maí kl 09:30 þar sem dregið verður í riðla.

 

Frá sólheimakoti verður svo farið uppá heiði þar sem keppnin verður haldin.

Tvö lið verða skipuð enskum setum, eru það:

Hrimþokugengið mætir með ættmóðurina í broddi fylkingar:
Francinis Amicola, Hrímþoku Sally og Hrímþoku Francini.

Kaldalónsgengið ásamt tengdadótturinni:
Kaldalóns Ringó, Kaldalóns Doppa og Snjófjalla Dís.

Snögghærðir Vorsteh mæta:
Esjugrundar Spyrna, Zetu Jökla og Høgdalias Ymir.

Strýhærðir Vorsteh mæta:
Yrja, Nói og Hellas Quarasi.

Pointerarnir mæta með:
Hardy Du Cost a’lot, Vatnsenda Nóra og Vatnsenda Vera.

Síðast en ekki síst mæta Weimeraner með:
Vinarminnis Vísir, Bláskjárs Hekla og Taso.

Áætlað er að slútta þessu kl 16:00 í kotinu, þar sem verðlaunin verða afhent. Eru vegleg verðlaun í boði, en Pak ehf. (snati.is) gefur veglega gjöf bæði fyrir hund og húsbónda. Hlað ehf gefur gjafakort á hvern hund í sigurliðinu að upphæð 5000kr. samtals 15000kr. og svo gefur Sportvörugerðin kassa af leirdúfuskotum á vinningsliðið.
Eftir verðlaunaafhendinguna verður svo grillveisla í boði Melabúðarinnar og með því verður gos. Er stefnt á það það halda saman í glaum og gleði eftir þetta allt saman.

Eru allir hvattir til að koma og fylgjast með keppninni.

 

Alhliðaveiðipróf-Æfingar

maí 5th, 2011 | Posted by admin in Forsíðufrétt - (Slökkt á athugasemdum við Alhliðaveiðipróf-Æfingar)

Gruetjenet’s Ynja

Vorstehdeild, Fuglahundadeild og Írsk Setter deild verða með æfingar fyrir Alhliðaveiðiprófið sem verður 18-19 Júní. Við byrjum með fyrirlestri núna á mánudaginn 9 maí kl. 20:00 í Sólheimakoti. Albert hundaþjálfari verður með þennan fyrirlestur og svo æfingar alla mánudagana fram að prófi. Fyrirhugað verður að hafa æfingar einnig á fimmtudögum en það verður kynnt á þessum fyrsta hittingi okkar á mánudagskvöldið. Allir sem eiga fuglahunda og vilja taka þátt ættu endilega að mæta því þetta er frábært tækifæri að gera góðan hund enn betri. Allir að taka með sér 1000 kr.
Vonum að sem flestir sjái sig fært um að mæta og um að gera að hafa spurningar á reiðum höndum því Albert er mjög reyndur þegar kemur að t.d. sporavinnu og vatnavinnu/sækivinnu.
Hlökkum til að sjá ykkur öll!

Kveðja Vorstehdeild

Deildarfundur Vorstehdeildar!

maí 5th, 2011 | Posted by admin in Forsíðufrétt - (Slökkt á athugasemdum við Deildarfundur Vorstehdeildar!)

Deildarfundur hjá vorstehdeild verður næstkomandi miðvikudag 11. Maí 2011. Kl 20:00
Fundurinn verður í Sólheimakoti, fyrir þá sem ekki vita hvar Sóheimakot er þá er gott að skoða þessa slóð:http://www.fuglahundadeild.is/Sidur.aspx?ArticleID=445
Viljum við hvetja alla Vorsteh- menn og konur til að mæta á þennan fyrsta deildarfund nýrrar stjórnar!

Kveðja Vorstehdeild

Hundasýning HRFÍ 4-5 Júní

maí 5th, 2011 | Posted by admin in Forsíðufrétt - (Slökkt á athugasemdum við Hundasýning HRFÍ 4-5 Júní)

Hundasýning HRFÍ fer fram helgina 4-5 júní 2011 í Reiðhöll Fáks í Víðidal í Reykjavík.
Skráningarfrestur lýkur föstudaginn 6.maí 2011
Frekari upplýsingar má finna á:
http://www.hrfi.is/displayer.asp?page=44&Article_ID=1257&NWS=NWS&ap=NewsDetail.asp&p=ASP\~Pg44.asp

Liðakeppni 7.maí

maí 5th, 2011 | Posted by admin in Forsíðufrétt - (Slökkt á athugasemdum við Liðakeppni 7.maí)

 

Er þetta hugsað þannig að 3 hundar af sömu tegund eru í liði og er mönnum frálst
að safna í fleirri en eitt lið með hunda sömu tegundar.
Menn/konur para sig
saman í lið og skrá sig hjá Braga í síma: 856-2024 eða hjá
Svafari í síma: 860-9727  fyrir 1. Maí
n.k. Endanleg útfærsla á hvernig fyrirkomulagið verður
(þ.e. reglur keppninnar) kemur fljótlega hingað inn á netið.

En enn og aftur þá er
þetta til gamans gert og hvetjum við sem flesta að koma sér saman og skrá sig
til leiks.
En fyrir sigurvegarana í þessari liðakeppni eru vegleg verðlaum
frá Pak.ehf sem eru m.a. með Pro-Pac hundafóðrið.

 

WWW.SNATI.IS

LIÐAKEPPNI

Atriði sem vigta við úrskurði í “Liðakeppninni” Farið
verður í grundvallaratriðum eftir
veiðiprófsreglum HRFÍ fyrir tegundarhóp 7

Allir aldurshópar af tegundarhópi 7 eru gjaldgengir.

Keppt verður eftir keppnisflokks fyrirkomulagi með útsláttar fyrirkomulagi þó með
nokkrum undantekningum.

Eina brottrekstrarsök hunds úr keppninni er
ársargirni og önnur slík óáran.

Engin hjálpartæki við stýringu á hundi eru leyfð en persónuleg hjálpartæki leiðanda eru í lagi.

Atriði sem
telja:

Fuglavinnur
Veiðivilji
Eiginleikar til að finna
fugl
Notkun á ytri aðstæðum
Hraði

3 hundar í liði ( má vera með 1
til taks á kanntinum ef eitthvað gerist)

Þetta plagg er yfir alla gagnrýni hafið.
Engin vandamál bara lausnir því úrskurðaraðilinn ræður.