Áfangafellsprófið á Auðkúluheiði 2012

Stærsta próf Fuglahundadeildar, Áfangafellsprófið, verður haldið 8. – 10. September. Prófið er haldið að venju á Auðkúluheiði og verður gist í Áfangafellsskála.
Norðmennirnir Sven Kvåle og Tor Espen Plassgård dæma prófið og verða kynntir  á næstu dögum en einnig mun  Egill Bergmann dæma þann 10. sept.

Vakin er athygli á því að prófað verður í UF og OF alla dagana.

Dagskrá:

8. sept. verða prófaðir UF/Unghundaflokkur (hundar að 2ja ára aldri) og OF/Opinn flokkur (Hundar eldri en 2ja ára)
9. sept. verða prófaðir UF/Unghundaflokkur (hundar að 2ja ára aldri) og OF/Opinn flokkur (Hunda eldri en 2ja ára)
10. sept. verður  Keppnisflokkur (þeir hundar sem náð hafa 1. einkunn í OF) ásem og blandað partý (UF og OF)
Prófsetning er við Áfangafellsskálann kl. 09:00 dagana 8.  og 9. sept. en kl. 10:00 þann  10. sept.
Veitt verða verðlaun fyrir besta hund í unghunda- og opnum flokki alla dagana auk verðlauna fyrir sæti í keppnisflokki. Fjöldi aukaverðlauna verða einnig í boði. Hundar hafa möguleika á að hljóta heiðursverðlaun í prófinu.
Vakin er athygli að sauðfé gæti verið á svæðinu en smalað verður á heiðinni dagana á undan prófinu.

Gisting/matur:

Við fáum Áfangafellsskálann afhentan seinnipart föstudagsins 8. sept.  Á laugardagskvöldinu er sameiginlegur villibráðarhátíðarkvöldverður þar sem hugmyndin er að hver og einn komi með einhverja villibráð og verður slegið upp hlaðborði að hætti hússins.  Að öðru leyti sjá þáttakendur um mat sinn sjálfir.
Mjög góð aðstaða er fyrir þátttakendur í prófinu og er stefnt að því að tveir verði saman í herbergi. Hundar mega vera í búrum inni í herbergjunum. Mjög góð aðstaða er í skálanum, stór stofa og borðstofa, fullkomið eldhús, sturtur og heitur pottur.
Gisting í skálanum kostar kr. 7.500,- og gildir fyrir alla dagana óháð hvort menn verða eina eða þrjár nætur. Gistingu verður að panta hjá Braga vprgyn@gmail.com og við hvetjum þá, sem ætla að mæta að panta gistingu sem fyrst, hér gildir fyrstur kemur fyrstur fær. Skráning í gistingu telst ekki gild fyrr en greiðsla hefur borist.  Frestur til að ganga frá geiðslu á gistingu er 2. sept.
Vinsamlega leggið inn fyrir gistingu á reikning 0192-26-9121, kennitala 021171-4339 og sendið staðfestingu á vprgyn@gmail.com.
Hafi menn áhuga á að sameinast í bíla bæði til að spara eldsneytiskostnað og fá félagsskap er mönnum bent á að hafa samband við prófstjóra.

Skráning í prófið sjálft fer fram á skrifstofu HRFÍ á opnunartíma skrifstofu HRFÍ( sjá nánar á www.hrfi.is) . Einnig er hægt að skrá sig með því að senda tölvupóst á hrfi@hrfi.is og millifæra eða gefa upp kreditkortanúmer. Tiltakið skráningarnúmer hunds og leiðanda í prófinu auk hvaða flokka á að skrá í og hvaða daga.  Prófgjald er eftirfarandi:
1 dagur kr. 4500.- 2 dagar kr. 7000 og 3 dagar 9500.- pr. hund. Prófnúmerið er 501210
Skráningarfrestur rennur út sunnudaginn 2. September.

Styrktaraðilar prófsins eru Royal Canin (Dýrheimar)

Egill Bergmann veitir nánari upplýsingar um prófið í s:898 8621 eða maggak@vortex.is

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.