Vorpróf Vorstehdeildar 30. mars – 1.apríl

Skráningarfrestur í vorpróf Vorstehdeildar rennur út n.k.  sunnudagskvöld 25. mars kl. 24:00.

Prófið verður haldið eins og hér segir:

Föstudaginn 30. mars, Unghunda- og Opinn flokkur – Dómarar verða Alfred Ørjebu og Guðjón Arinbjörnsson

Laugardaginn 31. mars, Unghunda- og Opinn flokkur – Dómarar verða Alfred Ørjebu og Pétur Alan Guðmundsson

Sunnudaginn 1. apríl, Keppnisflokkur – Dómarar verða Alfred Ørjebu og Guðjón Arinbjörnsson

Dómarakynningu um Alfred sem kemur frá Noregi má sjá neðar á síðunni. Prófið verður sett í Sólheimakoti kl. 09:00 alla dagana.

Prófstjóri er Lárus Eggertsson  s:861-4502 sem veitir jafnframt allar frekari upplýsingar um prófið.

Bestu hundar í Unghundaflokki og Opnum flokki hvorn dag hljóta glæsilega verðlaun sem og sigurvegari í Keppnisflokki.

Eins og í fyrra þá er ekki hægt að skrá í gegnum heimasíðu HRFÍ og verður því að millifæra á reikning félagsins og senda kvittun í tölvupósti.  Kennitala HRFÍ er 680481-0249, banki 0515-26-707729.  Prófið er nr. 501204                          Einnig er hægt að greiða á skrifstofu félagsins föstudag frá kl. 9-13

Gjaldskrá HRFÍ fyrir veiði og vinnupróf:

1  dagur kr. 4500

2ja daga kr. 7000

3ja daga kr. 9500

Senda skal kvittun á hrfi@hrfi.is Munið að senda allar upplýsingar um hundinn og hver verður leiðandi og einnig væri gott að prófstjóri fengi tilkynninguna líka í netfangið laruseggert@gmail.com

 

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.