Fyrirlestur Pål Andersen

Mjög góður rómur var gerður að fyrirlestri formanns norsku Vorstehdeildarinnar sem haldinn var um helgina.  Pål  fór yfir hluti varðandi þjálfun og sýndi mönnum og konum hvernig próf og annað fer fram í Evrópu.  Eftir hádegi á laugardeginum var farið út og fengu þátttakendur leiðbeiningar um þjálfun og annað og hafði Pål á orði hvað unghundarnir væru efnilegir og leiðendur áhugasamir sem um leið og hann bað  fyrir kærar kveðjur til þeirra sem hann kynntist hér meðan á dvöl hans stóð.

Vorstehdeild þakkar kærlega umboðsaðila Pro Pac (Pak ehf) sem sá um ferðir og uppihald Påls meðan á dvöl hans stóð auk þess sem þau útveguðu húsnæði ofl. og stóðu vaktina allan tímann.

Pak ehf.  er umboðsaðili fyrir fjölda varnings fyrir veiðihunda  auk Pro Pac fóðursins.  Allar vörur eru heimsendar og á sama verði um allt land.  Sjá nánar á heimasíðunni www.snati.is

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.