Fréttir frá stjórn

Undir liðnum nýliðakynning má sjá stolta eigendur hvolpa m.a. úr strýhærða Ice Artemisgotinu.

Eigendur Vorstehhunda eru hvattir til að skrá sig í Vorstehdeildina með því að hringja á skrifstofu HRFÍ í s: 588-5255 eða senda tölvupóst á félagið í hrfi@hrfi.is þar sem fram kemur eigandi og nafn hunds.  Munið að aðeins skráðir félagar í deildina hafa kjörgengi og kosningarétt á ársfundum. Skrifstofan opnar aftur eftir sumarfrí þann 16. júlí.

Eigendur vorstehhunda sem og áhugasamir um tegundina eru hvattir til að skrá sig á póstlista deildarinnar til að fá fréttir um vorstehhunda sem og starfsemi deildarinnar.  Sendið póst á vorsteh@vorsteh.is

Eigendum vorstehhunda er bent á að sauðfé er á sumarbeit og þarf að passa vel upp á hundana.  Ráðgjöf má reyna að fá með því að senda inn póst á vorsteh@vorsteh.is með nafni og símanúmeri og verður reynt að aðstoða eins og unnt er.

Stjórn óskar eftir tillögum um starf deildarinnar og ábendingum um hvað má betur fara.  Einnig eru sjálfboðaliðar til hinna ýmissu starfa alltaf velkomnir og er bent á að senda tölvupóst á stjórnarmeðlimi eða vorsteh@vorsteh.is

Minnum á sækiprófið 18. og 19. ágúst sem og æfingarnar fram að því.  Biðlum einnig til manna að fara ekki með hunda upp á heiði fyrr en seinnihluta ágústmánaðar þar sem ungahóparnir eru misstórir og auðvelt er að splundra þeim.

Sumarkveðjur,

Stjórn Vorstehdeildar.

 

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.