Skráningafrestur fyrir sækipróf rennur út 12 ágúst

Kragborgs Mads

Skráningafrestur fyrir sækiprófið (alhliða) rennur út á miðnætti sunnudaginn 12 ágúst.

Skráning fer fram á heimasíðu HRFÍ

Stefnum á að hafa þetta 2ja daga próf ef næg þátttaka næst.

Prófsvæðið er við Hvarleyrarvatn í Hafnarfirði. Miklar líkur eru að við getum notað aðstöðuna (bústað) hjá Jóni Hákoni.

Dómari er Svafar Ragnarsson og prófstjórar eru Lárus Eggertsson S: 861-4502 og Gunnar Róbertsson S:893-3123

Það verður æfing á morgun fimmtudag (9 ágúst) og svo þriðjudag og fimmtudag í næstu viku stundvíslega kl 19:00 við Hvarleyrarvatn.

 

ISFtCh Esjugrundar Spyrna

 

Annað:

Heyrst hefur að haustpróf Vorstehdeildar verði líklega haldið í Borgarfirði 28-30 september.

Hafa stjórnarmenn lagt mikla vinnu í að skoða svæðið og gistiaðstöðu fyrir komandi próf.

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.