Dómarakynning fyrir Roburpróf Vorstehdeildar

Vorstehdeild minnir á Roburpróf Vorstehdeildar sem haldið verður 5-7. október í nágrenni Reykjavíkur

5. og 6. október verða Unghundaflokkur og Opinn flokkur.

6. og 7. október verða Keppnisflokkur.

Egill Bergmann mun dæma Keppnisflokk ásamt norskum dómara 6. október.

Svafar Ragnarsson mun dæma blandaðan hóp unghunda- og opinn flokk 6. október ásamt norskum dómara.

Skráningarfrestur rennur út 30. september.  Nánari upplýsingar koma síðar.

Tveir dómarar koma frá Noregi þeir Dagfin Fagermo og Reidar Nilsen. Kynningu á þeim má sjá hér fyrir neðan:

Dagfin Fagermo býr í Bodø.  Hann hefur tekið þátt í prófum í 30 ár og dæmt fuglahunda í 20 ár.  Einnig stundar Dagfin veiðar í ám og vötnum auk fuglaveiða.

Hann hefur tvisvar dæmt úrslit í norskum keppnum.  Hann hefur átt strýhærða vorstehhunda frá aldamótaárinu og hefur tvisvar verið í þriðja sæti í norsku meistarastigs liðakeppnunum síðast 2011. Tvisvar hefur hann náð fjórða sætinu sjálfur.  Nú á hann tvo strýhærða vorsteh og er annar þeirra Albert norskur sýningarmeistari, norskur alhliðameistari og veiðimeistari en sá yngri Fai er óskrifað blað ennþá.

Reidar Nilsen er 47 ára og vinnur sem HVAC engineer.  Reidar hefur stundað skot- og fiskveiðar frá æsku og veiðar með fuglahundum hefur ávallt verið í forgangi hjá honum. Það var tilviljunin ein sem réði því að hann fékk enskan seta sem hefur verið hans tegund síðan. Við veiðar hefur hann kynnst öllum helstu tegundunum sem og í prófum. Hann hefur verið dómari síðan 2005 og dæmt víða í Noregi og einnig í hluta Svíþjóðar.

Þess má geta að Reidar dæmir í dag (sunnudaginn 23. sept.) úrslit í Keppnisflokki Trippelprófsins á Kongsvold í Noregi.

Egil Bergmann þekkja menn af fyrri störfum hans hér.

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.