Roburpróf Vorstehdeildar 5-7. okt.

Hið glæsilega Robur-haustpróf Vorstehdeildar verður helgina 5-7. október. Skráningarfrestur rennur út 28. sept. ef skráð er á skrifstofu HRFÍ en 30. sept. ef skráð er á netinu.

Tveir norskir og tveir íslenskir dómarar dæma prófið sem er eftirfarandi:

5. október: Unghunda (hundar að 2ja ára aldri)  og opinn flokkur (hundar eldri en 2ja ára).         Dómarar:  Dagfin Fagermo og Reidar Nilsen frá Noregi

6. október: Keppnisflokkur (þeir hundar sem hafa náð 1. Einkunn í OF). Dómarar: Dagfin eða Reidar og Egill Bergmann.  Blandað partý UF/OF: Dómarar, Dagfin eða Reidar og Svafar Ragnarsson

7. október: Keppnisflokkur.  Dómarar:  Dagfin Fagermo og Reidar Nilsen

Hundar geta fengið heiðursverðlaun í prófinu.

Prófsetning verður í Sólheimakoti  kl. 09:00 föstudag og laugardag en kl. 11:00 sunnudag

Bestu hundar í hverjum flokki hvern dag fá glæsilegan verðlaunaskjöld frá Vorstehdeild,

fóðurpoka frá Robur og whiskeyflösku frá Famous Grouse

Þátttakendum verður boðið upp á gómsætar samlokur frá Nordic Deli.

 

Skráning fer fram á skrifstofu HRFÍ (síðasti skráningardagur þar er föstudagurinn 28. Sept. kl. 09-13).  Einnig er hægt að skrá sig til 30. Sept. með því að senda tölvupóst á hrfi@hrfi.is og millifæra eða gefa upp kreditkortanúmer+gildistíma. Gefið upp ættbókarnúmer hunds, leiðanda í prófinu og hvaða flokka á að skrá í og hvaða dag(a) Reikningsnúmer HRFÍ er 515-26-707729  kt. 680481-0249

Verð er 4500 fyrir einn dag, 7000 fyrir tvo daga og 9500 fyrir þrjá daga

Vinsamlegast sendið cc á prófstjóra í henning@lhg.is

Prófnúmer er 501211,  fulltrúi HRFÍ er Guðjón Arinbjörnsson

og prófstjóri er Henning Aðalmundsson s: 840-2164

 

Styrktaraðilar Roburprófsins eru Aflmark, innflytjandi Roburfóðursins, Haugen Group, umboðsaðili Famous Grouse whiskey og Nordic Deli, samlokur.

 

Dómarakynningu má sjá neðar á heimasíðu deildarinnar www.vorsteh.is

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.