Námskeið fyrir verðandi leiðbeinendur við þjálfun fuglahunda.

Um síðast liðna helgi 3 – 5 desember var fyrri hluti námskeiðs fyrir verðandi leiðbeinendur við þjálfun fuglahunda haldið. Námskeiðið er haldið á vegum Vorstehdeildar en kennari er Mattias Westerlund sem á og rekur Hundaskólan Vision. Seinni hlutinn veður síðan í febrúar nk. Sjö þátttakendur eru á námskeiðinu og er gaman frá því að segja að þátttakendur koma af höfuðborgarsvæðinu, norðurlandi og austurlandi. Það var mikið sem menn þurftu að meðtaka á þessum þremur dögum og nú tekur við heimavinna hjá þátttakendum þar til seinni hluti námskeiðsins verður.

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.