Vorpróf Vorstehdeildar

Vorpróf Vorstehdeildar verður haldið dagana 12-14 april 2024

Styrktaraðili prófssins er Royal Canin á Íslandi – www.dyrheimar.is

Prófnúmer er 502403

Síðasti skráningardagurinn er fimmtudagurinn 4. apríl 2024

Prófsetning verður í Sólheimakoti alla daganna kl 09:00 og prófsvæðið í nágrenni höfuðborgarsvæðisins.

Dagskrá:

Dagskrá:

12. apríl

Blandað party – Alexander Kristiansen frá Noregi

13. apríl

Blandað party – Alexander Kristiansen frá Noregi

Ef skráning fer yfir 14 hunda dæmir Einar Kaldi á móti Alexander Kristiansen, flokkaskipting yrði, ef til þess kemur, eftir þörfum.

14.apríl

Keppnisflokkur – Alexander Kristiansen og Einar Kaldi

Veitt verða verðlaun fyrir besta hund í unghunda- og opnum flokki báða dagana auk verðlauna fyrir 1-2-3 sæti í keppnisflokki.

Hundar með 1.einkunn í meginlandsprófi eru velkomnir í keppnisflokk!

Við skráningu í keppnisflokk þarf að fylgja með í skráningu í prófið hvenær einkunn náðist og sendist það bæði á vorsteh@vorsteh.is og hrfi@hrfi.is. Hundar sem hafa náð 1.einkunn í OF þetta árið eða síðustu 2 ár, hafa rétt á þáttöku í keppnisflokki.

Fulltrúi HRFI: Einar Kaldi Rafnsson

Prófstjórar: Ólafur E. Ólafsson – Hannes Blöndal – Arnar M. EllertssonEf einhverjar spurningar má hafa samband við Ólaf í síma 693-6713

Bráð til sóknar í opnum og keppnisflokki þurfa þátttakendur að útvega sjálfir.

Fuglinn skal vera heill og ferskur, frystur, þiðinn eða þurrkaður og skal viðurkenndur af dómara.

Skráning í prófið.

Á Skrifstofu HRFÍ eða símleiðis í 588 5255 þar sem greitt er með því að gefa upp kortanúmer. Einnig er hægt að millifæra á HRFI á reikning 515-26-707729 Kennitala: 680481-0249 og setja nafn hunds og prófnúmer 502403 í skýringu á færslunni ásamt að senda afrit af greiðslu á hrfi@hrfi.is og vorsteh@vorsteh.is

Verðskrá veiðiprófa:

Veiðipróf einn dagur – 7.630

Veiðipróf 2ja daga – 11.390 


Veiðipróf 3ja daga – 15.150



Við skráningu þarf að koma fram:

-Nafn eiganda


-Nafn hunds


-Ættbókarnúmer


-Nafn leiðanda


-Hvað flokk er skráð í


-Hvaða daga

-Prófnúmer 502403

Vinsamlega athugið að síðasti skráningardagur í prófið er fimmtudaginn 4. apríl á miðnætti.

Vonumst til að sjá sem flesta.

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.