Ársfundur Vorstehdeildar var haldinn 2.febrúar 2021

Ný stjórn var kosin og er hún skipuð eftirfarandi mönnum:
Guðni Stefánsson formaður
Gunnar Páll Jónsson gjaldkeri
Óskar Hafsteinn Halldórsson veiðiprófsnefnd
Sigurður Arnet Vilhjálmsson
Eiður Gísli Guðmundsson

Vefsíðunefnd: Guðmundur Pétursson
Nýliðanefnd: Diana Sigurfinnsdóttir

Afhent voru verðlaun fyrir stigahæstu hunda Vorstehdeildar þar sem Jökull og Oreo gerðu gott mót með eigendum sínum Friðriki og Hildu Björk. Innilega til hamingju með góðan árangur.

Fundargerðin er komin á sinn stað hér á vefnum ásamt ársskýrslu formanns.Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Ársfundur Vorstehdeildar var haldinn 2.febrúar 2021

Kynning á meistarareglum

Stjórnir allra deilda í Tegundarhóp 7 hafa endurskoðað Meistarareglur fyrir íslenskan veiðimeistara. Endurskokðunarnefnd setur svo reglurnar inn í regluverkið. Hér eru nýju reglurnar meðfylgjandi:

10. Íslenskur veiðimeistari ISFtCh

Til að verða íslenskur veiðimeistari (ISFtCh) þarf hundur að hafa náð einu af eftirfarandi:

1x MS eða 2x vMS í KF
eða 1. Einkunn í OF í Alhliðaprófi

Auk þess þarf hundur: 

Að hafa náð 25 stigum samkvæmt stigatöflu hér að neðan.

Að hundur hafi að lágmarki náð Very good á viðurkenndri hundasýningu eftir að hundurinn er orðinn fullra 24 mánaða.

Örmerktur skv. reglum HRFÍ.

Stigatafla til útreikninga á stigum til íslensks veiðimeistara ISFtCh:

MS/vMS: 2 Stig

1. einkunn UF: 2 stig.

1. einkunn UF Alhliðapróf:  4 stig

1.einkunn OF: 3 stig.

1.einkunn OF Alhliðapróf : 5 stig.

1.einkunn OF-S: 1stig

Keppnisflokkur KF: Sæti í KF gefa stig sem eru breytileg eftir fjölda hunda sem taka þátt hverju sinni skv. meðf. töflu:

Erlendur veiðimeistari þarf einu sinni að ná 1. sæti með MS eða vMS í KF á Íslandi til að hljóta titilinn ISFtCh.

11. Íslenskur Alhliða veiðimeistari ISCFtCh

3 X 1. Einkunn í OF eða 3 x sæti í KF

1 x 1. Einkunn í OF sækipróf á sama keppnistímabili og ein af einkunnum/sætum í OF/KF Heiði er náð.

Að lámarki Very good á sýningu e. 24 mánaða.

Örmerktur skv. reglum HRFÍ.

Áunnin réttindi til veiðimeistara haldast á þeim hundum sem fæddir eru fyrir 01.03.2021

Skammstafanir:

MS: Íslenskt Veiðimeistarastig
vMS: Vara Íslenskt Veiðimeistarastig
UF: Unghunda flokkur
OF: Opinn flokkur
KF: Keppnis flokkur
OF-S: Opinn flokkur í sækiprófi

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Kynning á meistarareglum

Ársfundur Vorstehdeildar 2021

Ársfundur Vorstehdeildar verður haldinn í SÓLHEIMAKOTI 2.febrúar 2021 kl 19.30

Verkefnið eru hefðbundin ársfundarstörf.

Farið yfir ársskýrslu stjórnar fyrir 2020
Heiðrun stigahæstu hunda 2020
Kosið til stjórnar Vorstehdeildar.
Að þessu sinni eru 4 sæti laus. Þrjú til tveggja ára og eitt til eins árs.
Önnur mál.

Samkvæmt reglum um ræktunardeildir er stjórn skipuð 5 stjórnarmeðlimum. Að þessu sinni eru það sæti Guðmundar Péturssonar, Sigrúnar Guðlaugardóttur og Sigurðar Arnet Vilhjálmssonar sem eru laus til tveggja ár. Sæti Eydísar Grétu Guðbrandsdóttur er laust til eins árs

Við hvetjum áhugasama að bjóða sig til starfa í stjórn.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Ársfundur Vorstehdeildar 2021

Stigahæstu hundar Vorstehdeildar 2020

Vorstehdeild hefur tekið saman stigahæstu hunda ársins í samræmi við gildandi reglur.
Óskum við öllum innilega til hamingju!

Unghundaflokkur: ISJCh Legacyk Got Milk

Opinn flokkur: C.I.B ISCh RW-17-18 NORDICCh Veiðimela Jökull

Keppnisflokkur: C.I.B ISCh RW-17-18 NORDICCh Veiðimela Jökull

,,Over all“: C.I.B ISCh RW-17-18 NORDICCh Veiðimela Jökull

Stigatafla 2020

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Stigahæstu hundar Vorstehdeildar 2020

Kynning á þýddum veiðiprófareglum

Þýðingu á norskum veiðiprófareglum er nú lokið og gefst félagsmönnum kostur á að koma á framfæri ábendingum/athugasemdum varðandi málfar og/eða aðlögun til nefndar í tölvupóstfangið norskthydingth72020@gmail.com

Skilafrestur er til 28. janúar 2021

Veiðiprófareglur fyrir standandi fuglahunda – KYNNING

Norskar Veiðiprófareglur – Jaktprøveregler for stående fuglehunder

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Kynning á þýddum veiðiprófareglum

Annar dagur Bendisprófs Vorstehdeildar

Það var UF flokkur í dag, og við fórum upp á línuveginn við Lyklafell þegar þokan gaf sig aðeins. Veðrið var skyn og skúrir og mátulegur vindur. Tókum í stórum dráttum hring upp undir Gumma Bogg og svo utan um Lyklafell og aftur í vestur. Eitthvað sást af fugli, en svosem aldrei nóg. Flestir hundar fengu séns á fugli en það var bara einn sem náði að nýta sér tækifærið og það var Hlaðbrekku Irma sem náði 3. einkunn.
Við óskum Stefan Marshall og Irmu til hamingju 🙂
Síðast en alls ekki síst var pointerinn Langlandsmoens Black Diamond valinn besti unghundur prófs yfir báða daga samanlagt.
Þökkum þáttakendum og dómara fyrir daginn.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Annar dagur Bendisprófs Vorstehdeildar

Bendisprófið 1. dagur

Stutta útgáfan 😉
Stafalogn var vel fram yfir hádegi.
OF fór upp á efra bílastæði og gékk í átt að Borgarhólum. Einn hundur náði einkunn, en það var Pointerinn Vatnsenda Bjartur sem náði 3.einkunn og þar af leiðandi besti hundur prófs í OF.

UF fór á „pallinn“ og gékk niður á svæðið við Lyklafell. Lognið var aðeins að setja strik í reikninginn en upp úr kl 14 fór aðeins að koma smá andvari.
2 hundar náðu einkunn, en það voru Pointerinn Langelandsmoens Black Diamond sem náði 1.einkunn og Bretoninn Hrímlands KK Bella sem náði 3.einkunn.
Vel gert 🙂 Til hamingju einkunnarhafar og takk fyrir daginn öll.
Þakkir fá dómararnir Guðjón og Svafar.
Nýr dagur á morgun.
Nokkrar myndir:

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Bendisprófið 1. dagur

Bendispróf Vorstehdeildar setning.

Prófið verður sett í Sólheimakoti laugardaginn 3.okt kl.9 og á sunnudag á sama tíma nema annað verði auglýst.
Minnum þá sem eru með hund í OF að taka með sér eigin rjúpu.
Veðurspáin er fín, mætum með góða skapið 🙂

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Bendispróf Vorstehdeildar setning.

Þáttökulisti í Bendisprófi Vorstehdeildar

UH  3.okt
Nafn hundsTegundEigandi 
Langlandsmoens Black DiamondEnglish pointerÁsgeir Heiðar
Steinahlíðar SagaEnglish setterSigþór Bragason
Steinahlíðar BlökkEnglish setterPáll Kristjánsson
Legacyk Got MilkSnöggh. VorstehHilda Björk Friðriksd.
Hlaðbrekku IrmaStrýh. VorstehGeorge S Marshall
Hafrafells NeistiEnglish setterDagbjört Erla Einarsd. / Ásgeir Einarsson
Erik Vom OberlandPudelpointerAtli Ómarsson
Ísþoku BlikaSnöggh. VorstehGuðmundur Pétursson
Hrímlands KK BellaBrittany spanielKristinn Karl Jónsson
OF 3.okt.
Nafn hundsTegundEigandi 
Vatnsenda AronEnglish pointerGunnar Ö Haraldsson
Ice Artemis DáðStrýh. VorstehLeifur Einar Einarsson
Vatnsenda BjarturEnglish pointerJón Ásgeir Einarsson
Veiðimela JökullSnöggh. VorstehFriðrik G. Friðriksson
Vatnsenda KarmaEnglish pointerHaukur Reynisson
UF 4.okt
Nafn hundsTegundEigandi 
Langlandsmoens Black DiamondEnglish pointerÁsgeir Heiðar
Steinahlíðar BlökkEnglish setterPáll Kristjánsson
Legacyk Got MilkSnöggh. VorstehHilda Björk Friðriksd.
Hlaðbrekku IrmaStrýh. VorstehGeorge S Marshall
Hafrafells NeistiEnglish setterDagbjört Erla Einarsd. / Ásgeir Einarsson
Erik Vom OberlandPudelpointerAtli Ómarsson
Ísþoku BlikaSnöggh. VorstehGuðmundur Pétursson
Hrímlands KK BellaBrittany spanielKristinn Karl Jónsson
Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Þáttökulisti í Bendisprófi Vorstehdeildar

Bendispróf Vorstehdeildar 3. og 4. október

Bendispróf  Vorsthedeildar verður haldið 3. – 4. október nk.
Dómarar í þessu prófi eru: Guðjón Arinbjarnarson og Svafar Ragnarsson

Laugardaginn 3. október verður Unghunda- og Opinn flokkur
Guðjón Arinbjarnason dæmir UF og Svafar Ragnarsson dæmir OF

Sunnudaginn 4. október verður eingöngu Unghundaflokkur. Svafar Ragnarsson dæmir.

Staðsetning: Suðvesturhornið

Prófstjóri:  Guðmundur Pétursson.

Fulltrúi HRFÍ:  Svafar Ragnarsson.

Styrktaraðilar prófsins eru: Bendir og  Famous Grouse.

Skráning í prófið fer fram hjá HRFÍ.

Á Skrifstofu HRFÍ eða símleiðis í síma.588 5255 þar sem greitt er með símgreiðslu. 
Einnig er hægt að millifæra á HRFI á reikning 515-26-707729 Kennitala: 680481-0249 og setja nafn hunds og prófsnúmer í skýringu á færslunni ásamt að senda afrit af greiðslu á hrfi@hrfi.is OG vorsteh@vorsteh.is

Gjaldskrá veiðiprófa er eftirfarandi:

Einn dagur 6.400-

Tveir dagar 9.600.-

Við skráningu þarf að koma fram: 
Nafn eiganda
Nafn hunds
Ættbókarnúmer
Nafn leiðanda

Hvað flokk er skráð í 
Hvaða daga
Prófnúmer sem er 502005

Skráning líkur á miðnætti þriðjudaginn 29. september.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Bendispróf Vorstehdeildar 3. og 4. október