Sækipróf Ljósasmiðjunnar og Bendis

Hvenær: 22- 23 júní.

Staðsetning: Við Úlfljóstvatn og í nágrenni.

Dómari: Guðni Stefánsson

Dómaranemi: Unnur Unnsteinsdóttir

Prófstjóri: Díana Sigurfinnsdóttir

Flokkar: Unghunda – og opinn flokkur

Skráning: Á skrifstofu HRFÍ sími 588-5255 opið frá kl. 10-15 á vikum dögum, eftir opnunartíma er hægt að senda inn skráningu á hrfi@hrfi.isog muna að senda með kvittun fyrir greiðslu sem þarf að ganga frá inn á reikning 515-26-707729 kt. 6804810249. Gjaldið er 5700 fyrir einn dag og 8600 fyrir tvo daga. Síðasti skráningardagru er 18.júní á miðnætti. ´

Í ár erum við á nýjum stað eða á Úlfljótsvatni, hægt er að gista á tjaldsvæðinu fyrir þá sem vilja nota tækifræið og skella sér í útilegu. Kostaður per mann á tjaldsvæðinu per nótt er 1933.- kr  frítt fyrir 16 ára og yngri. Einnig er hægt að kaupa svefnpokagistingu inn í stóra húsinu og kostar herbergi með plássi fyrir 4 15.600.-  kr stakt rúm kostar 4.100.- kr

Þeir sem vilja panta gistingu í skála að senda póst á vorsteh@vorsteh.is

Hér er hægt að skoða vefsíðu Úlfljótsvatns http://www.ulfljotsvatn.is/

Úlfljótsvatn er aðeins í 35 mín akstursfjarlægð frá Reykjavík

Styrktarðailar prófsins eru: Ljósasmiðjan og Bendir

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Sækipróf Ljósasmiðjunnar og Bendis

Sumargleði Troll – Sækikeppni Vorstehdeidar – úrslit

Sumargleðin var haldin í gærkvöldi í frábæru veðri.
Fyrsta þraut var að sækja eins mörg kvikindi eins og hægt var á 5 mínútum. Lögð var út ýmiskinar bráð, rjúpur, lundar, mávar og refur sem gáfu mismörg stig.
Önnur þraut var að sækja eins mörg dummy og hægt var á 4 mínútum hámark 10 af 15.
UF var aðeins nær bráðinni og þurfti ekki að sækja eins mörg dummy.
Unnur Unnsteinsdóttir dæmdi og þökkum við henni kærlega fyrir það og hjálpina.
Um 12 hundar voru skráðir í OF og UF.
Pulsur voru grillaðar og spjallað og hlegið, skemmtilegt kvöld 🙂
OF
1. GG Sef og Guðni
2-3. Yrsa og Einar – Veiðimela Gló og Elías

UF
1. Ice Artemis Dáð og Leifur
2. Hríma og Dagfinnur

Þökkum öllum, styrktaraðilanum Einari G. sem gaf 5 x 15kg af Troll hundafóðri, GS skerping sem mætti með pulsur og grill, Famous Grouse sem gaf viský fyrir fyrsta sæti í báðum flokkum, og öllum þeim sem komu og tóku þátt. Gerum þetta aftur að ári eins og síðustu ár.
Hér eru nokkrar myndir frá kvöldinu.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Sumargleði Troll – Sækikeppni Vorstehdeidar – úrslit

Sumargleði Vorstehdeildar og Troll

Sumargleði Vorsthedeildar og Troll verður haldin miðvikudaginn 29.maí kl.19:00

Staðsetning: Neðan við tankana sem eru fyrir ofan fangelsið á Hólmsheiðinni (sami staður og í fyrra).
Hundarnir spreyta sig í óformlegri sækikepnni á að sækja hina ýmsu bráð, bæði unghundar og eldri hundar.

Unnur Unnssteinsdóttir sér um dómgæslu

Öllum velkomið að taka þátt og kjörið tækifæri fyrir nýliða að kynnast starfinu

GS Skerping mu svo bjóða uppá grillaðar pylsur í loki

Verðlaun í boði Troll hundafóðurs á Íslandi

Þáttökugjald á hund er 2.000 kr,


Vinsamlega sendið inn skráningu á vorsteh@vorsteh.is 
Greiðsla inn á reikning Vorstehdeildar 
0327 – 26 – 057111
Kennitala: 5807111380

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Sumargleði Vorstehdeildar og Troll

Nýr styrktaraðili!

Vorstehdeild hefur borist glæsilegur styrkur frá nýjum styrktaraðila. Veiðihúsið Sakka styrkti deildina með tveimur glæsilegum RECORD CHIEF 9 mm. startbyssum sem munu svo sannarlega koma að góðum notum og eru veigamikill hluti í að deildin geti átt sinn eiginn prófkassa

Vorstehdeild þakkar Veiðihúsinu innilega fyrir veglegan styrk

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Nýr styrktaraðili!

Nýr íslenskur dómari fyrir Tegundarhóp 7 !

Guðni Stefánsson sem er útskrifaður sækiprófsdómari í Noregi, sótti um Íslensk réttindi sem sækiprófsdómari á veiðiprófum Tegundarhóps 7.
Íslensku réttindin hafa nú verið staðfest af Norska og Íslenska dómararáðinu og Stjórn HRFÍ.
Við höfum því fengið nýjan íslenskan dómara 🙂
Til hamingju Guðni !
Þess má geta að Guðni dæmir fyrsta sækipróf sumarsins hjá Vorstehdeild helgina 22-23 júní. Mætum þar 🙂

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Nýr íslenskur dómari fyrir Tegundarhóp 7 !

Íslendingur Best in show !

IceArtemis Tinika strýhærður Vorsteh, tók í dag þátt í 200 hunda sýningu í Noregi,
Fellesutstillingen i Akershus, og sigraði 🙂 Dómar var Petter Steen
Tininka er ræktuð af Lárusi Eggertsyni og er undan Munkefjellets Mjöll og Ice Artemis Arko.
Munkefjellets Mjöll er undan rakkanum NUCh SEUCh NJCh J(K)Ch Stakkhaugens Faio frá Ellen Marie Imshaug (sem var hér hjá okkur síðasta sumar ) og tíkinni B Ronju frá Ole Foyn. Ole Foyn fékk svo Tininku frá Lárusi til Noregs. Ellen sýndi Tininku sem er aðeins 10 mánaða og sigraði sýninguna 🙂 Vel gert, frábær árangur og ljóst að við erum með frábæra hunda hérna á litla Íslandi 🙂
Innilega til hamingju Ice Artemis ræktun 🙂

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Íslendingur Best in show !

Félagsfundur 9 mai !!

Félagasfundur á vegum deilda í tegundahóp 7 fimmtudaginn 9. maí kl.20:00 í Sólheimakoti.

Dagskrá.

1. Æfingar og próf í sumar

2. Námskeið í sumar.

3. Nýjar veiðiprófsreglur

4. Önnur mál

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Félagsfundur 9 mai !!

Vorpróf FHD

Vorpróf Fuglahundadeildar var haldið helgina 4-5 mai í frábæru veðri.
Á laugardeginum var OF þar sem 8 hundar voru skráðir, dómari Leif Jonny Weium og KF þar sem 7 hundar kepptu, dómarar Kjell Enberget og Bard Johansen .
5 Vorstehhundar tóku þátt þennan dag og eftir daginn voru það

Óskar Hafsteinn Halldórsson og Veiðimela Yrja sem náðu 1. einkunn í OF eftir flotta vinnu. Við óskum Óskari innilega til hamingju með árangurinn, vel gert 🙂


Í Keppnisflokki náðu Guðni Stefánsson og GG Sef / Guffi 3. sæti. Innilega til hamingju með árangurinn Guðni 🙂

Á sunnudeginum voru 12 hundar í blönduðu UF/OF partýi, dómari Bard Johansen
4 Vorstehhundar tóku þátt í þessum hóp, 3 í UF og 1 í OF. Það var
Jón Hákon Bjarnason og Fjallatinda Skuggi sem náðu 2. einkunn og besti hundur í unghundaflokki. Við óskum Jóni innilega til hamingju með árangurinn 🙂

Þökkum FHD fyrir flott próf 🙂

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Vorpróf FHD

Sýningaþjálfun Vorstehdeildar fyrir júnísýningu HRFÍ

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Sýningaþjálfun Vorstehdeildar fyrir júnísýningu HRFÍ

Christine Due með námskeið á vegum Vorstehdeildar !

Christine Due verður með námskeið á Íslandi 15 – 16 júní 2019.

Boðið verður upp á þrjá flokka, unghundar, hundar eldri en 2ja ára með litla reynslu og hundar eldri en 2ja ára sem eru lengra komnir.
Hámarsfjöldi í hverjum hóp er 8 hundar.

Námskeiðin standa yfir laugardag og sunnudag í 2- 4 klst í seinn hver hópur, hópaskipting verður gefin út þegar fjöldi þátttakenda er ljós.

Það sem verður farið í á þessum námskeiðum er:

Hundar yngri en 2ja ára: innkall, sitja, liggja, taumganga með og án taums, sækivinna, stýring og  spor.

Hundar endri en 2ja ára með litla reynslu: innkall, sitja, liggja, taumganga með og án taums, spor, vatnavinna og skotþjálfun.

Hundar eldri en 2ja ára með reynslu: sækivinna, vantavinna, spor, o.fl. hundar í þessum hópa þurfa að hafa reynslu.

Verð fyrir hvern hund er 12.000.-

Aðeins 6 –  8 hundar í hóp.

Skráningu líkur miðvikudaginn 15. maí.

Skráningu skal senda á netfangið vorsteh@vorsteh.is skráning er ekki tekin gild nema greiðsla fylgi með og þátttökugjald fæst ekki endurgreitt. Skráningargjald þarf að greiða inn á reikning Vorstehdeildar

327 – 26 – 057111 kennitala 5807111380. Vinsamlega látið kvittun fyrir greiðslu fylgja skráningu.

Hver er Christeine Due ?

Christine á og rekur Kragsborg hundaskólan í Danmörku þar sem hún bíður upp á námskeið fyrir veiðihunda. En faðir Christine, Anders Due stofnaði Kragsborg árið 1972. Christine er með 15 ára reynslu í kennslu, hefur veitt og tekið þátt í veiðiprófum í rúm 20 ár með frábærum árangri. Meða annars hefur hún unnið Saint Hubertus World Championship fimm sinnum.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Christine Due með námskeið á vegum Vorstehdeildar !