Vorstehdeild HRFÍ
Header

Óformlegur stjórnarfundur

mars 19th, 2017 | Posted by admin in Forsíðufrétt - (Slökkt á athugasemdum við Óformlegur stjórnarfundur)

Stjórnin hittist stutt á óformlegum fundi í síðustu viku.
Komu fram vissar áhyggjur eins og áður um sundrung í sportinu vissar og leiðir til að þjappa fólki saman.
*Apríl prófið væri fallið niður (sem þýðir tapaðar tekjur fyrir deildina)
*Hversu mikilvægt það væri að hafa góða skráningu fyrir Október prófið (þar sem deildin er með sjálfstæðan fjárhag fyrir prófin)

Það var rætt að viku fyrir aðalfund var gengið munnlega frá því við Tore Kallekleiv að hann myndi koma og dæma haustprófið ásamt öðrum erlendum dómara. Núverandi stjórn fannst það geta orðið til þess að þar sem Tore hefur komið hér nokkrum sinnum áður, er vinamargur á Íslandi og er tengdur ræktunarlínum að eitthvað umtal yrði og fólk myndi jafnvel sleppa því að vera með, að skráning gæti orðið of lítil, að það væri betra fyrir deildina að fá tvo ferska og góða dómara sem ekki hafa komið áður.

Útfrá fundinum var talað við Grétu sem sat í stjórn og hafði verið sambandi við Tore fyrir hönd Vorstehdeildarinnar, fannst henni þetta miður en skildi sjónarmið nýju stjórnarinnar.
Farið var þá í það að hringja í Tore sem skildi málið fullkomlega og vildi koma þeim skilaboðum til deildarinnar og deildanna að hætta þessu leikskóladrama, staðinn fyrir að eyða tímanum í niðurrif að eyða honum í hundinn og sameinast að því sem máli skiptir, þ.e. hundunum, því lífið væri of stutt til að eyða í rifrildi. Svo óskaði hann öllum góðs gengis.

Einnig var sent bréf á Tore þar sem þetta var útskýrt aftur, og í leiðinni honum þakkað fyrir frábær störf fyrir okkur íslendinga í gegnum tíðina, sem prófdómari, fyrirlesari, og ýmsa aðra aðstoð sem hann hefur veitt okkur.
Því var komið algerlega til skila að þetta snérist ekki um neitt annað en að koma í veg fyrir mögulegar tengslaumræður af einhverjum hætti.
Það er því okkar von að deildarmeðlimir og aðrir sýni því skilning þegar reynt er að fylgja þeirri stefnu að fá hér tvo nýja erlenda dómara í hvert próf til þess eins að þeir sem taka þátt í prófum Vorstehdeildar fái í hvert skipti möguleika á umsögn dómara sem ekki hefur komið hér áður.

Væntanleg got

mars 16th, 2017 | Posted by admin in Forsíðufrétt - (Slökkt á athugasemdum við Væntanleg got)

Nánar á síðunni „Væntanleg og/eða staðfest got“ hér á síðunni undir „Vorsteh hundurinn“

Úrslit Norðurljósasýningar HRFÍ

mars 14th, 2017 | Posted by admin in Forsíðufrétt - (Slökkt á athugasemdum við Úrslit Norðurljósasýningar HRFÍ)

17022391_1873872332886034_3416015067564401596_n
Ice Atrtemis Mjölnir nær Sigrúnu og Ice Artemis RW-16 Hera. sem var í 4. sæti í Tegundarhóp 7
Snögghærður Vorsteh
Opin flokkur rakkar
Veiðimela Jökull Exelent m. Efni 1.sæti
Vinnuhunda flokkur rakkar
Veiðimela Karri Exelent m. Efni 1.sæti Íslensk m stig caib 1. Sæti BOS
Ungliða flokkur tíkur
Rampen‘s Nína Good
Vinnuhundaflokkur tíkur
Veiðimela Krafla Exelent, m. Efni Íslenskt meistarastig, cacib 1.sæti BOB

Strýhærður Vorsteh
Vinnuhundaflokkur rakkar
Ice Artemis Mjölnir Exelent, m efni, íslenskt meistarastig Cacib BOS
Opin flokkur Tíkur
RW-16 Ice Artemis Hera Exelent, m efni, íslenskt meistarastig Cacib BOB
RW-16 Ice Artemis Hera varð í 4 sæti í grúppuni

Við óskum öllum innilega til hamingju með árangurinn :-)
Birt með fyrirvara um villur.

Ný stjórn Vorstehdeildar – verkaskipting

febrúar 21st, 2017 | Posted by admin in Forsíðufrétt - (Slökkt á athugasemdum við Ný stjórn Vorstehdeildar – verkaskipting)

Nýkjörin stjórn Vorstehdeildar hefur skipt með sér verkum á eftirfarandi hátt, þrátt fyrir að stefnan sé að vinna saman, allir sem einn :-)
Guðmundur Pétursson formaður
Gunnar Pétur Róbertsson varaformaður og ritari
Lárus Eggertsson gjaldkeri
Guðni Stefánsson meðstjórnandi
Sigurður Arnet Vilhjálmsson meðstjórnandi.

Vinna deildarinnar við sýningu HRFÍ í mars

febrúar 17th, 2017 | Posted by admin in Forsíðufrétt - (Slökkt á athugasemdum við Vinna deildarinnar við sýningu HRFÍ í mars)

Kæru deildarmeðlimir.
Nú er komið að þeirri sýningu ársins sem Vorstehdeild á að útvega fólk til vinnu og höfum við alltaf staðið okkur með prýði. Vinsamlegast skráið ykkur í vinnu í kommentum við sambærilega frétt á Facebooksíðu Vorstehdeildar.  Í viðhenginu má sjá hvenar fólks er þörf.
A.T.H. Sérþekkingar á sýningum er ekki þörf, við fögnum öllum þeim sem eru tilbúnir að vinna undir merkjum deildarinnar
Margar hendur vinna létt verk  

Vinnuplanið 

Ný stjórn Vorstehdeildar

febrúar 16th, 2017 | Posted by admin in Forsíðufrétt - (Slökkt á athugasemdum við Ný stjórn Vorstehdeildar)

Ný stjórn Vorstehdeildar var kosin samhljóða á aðalfundi deildarinnar í gær.
Það voru þeir Gunnar Pétur, Lárus Eggertsson og Sigurður Arnet Vilhjálmsson sem voru kosnir til tveggja ára og Guðni Stefánsson sem var kosinn til eins árs.
Út úr stjórn stigu þau Birgir Örn Arnarson, Eydís Gréta Guðbrandsdóttir og Hlynur Þór Haraldsson sem höfðu setið í tvö ár, og Sigríður Oddný Hrólfsdóttir sem þurfti að hætta af persónulegum ástæðum eftir eitt ár.
Við þökkum þeim frábært og óeigingjarnt starf á liðnum árum.
Stjórn 2017
Stjórn Vorstehdeildar 2017
Frá vinstri: Guðni, Sigurður, Lárus, Gunnar og Guðmundur.

Verðaunaafhending stigahæstu hunda

febrúar 16th, 2017 | Posted by admin in Forsíðufrétt - (Slökkt á athugasemdum við Verðaunaafhending stigahæstu hunda)

Á Aðalfundi Vorstehdeildar 2017 voru stigahæstu hundar ársins 2016 heiðraðir. Það voru eins og áður sagði eftirfarandi hundar sem hlutu verðlaun:
Í Keppnsiflokk sigraði Heiðnabergs Bylur von Greif með 32 stig
Við óskum Jóni Garðari til hamingju með glæsilegan árangur.
Í Opnum flokk gerðist það að þrír hundar voru jafnir í fyrsta sæti með 14 stig. Það voru Bendishunda Saga (Þoka) , Ice Artemis Blökk, og Heiðnabergs Gleipnir von Greif sem deila með sér fyrsta sætinu eftir mikla baráttu.
Við óskum Guðmundi, Björgvini og Jóni Svan til hamingju.
Í Unghundaflokk var það Veiðimela Karri sem sigraði með 14 stig,
og við óskum Pétri Alan til hamingju með árangurinn.

Glösin
Glæsileg áletruð glös voru að þessu sinni verðlaunagripirnir.

 

Minnum á aðalfund deildarinnar á morgun 15. febrúar!

febrúar 14th, 2017 | Posted by Stjórnarmeðlimur Ritari in Forsíðufrétt - (Slökkt á athugasemdum við Minnum á aðalfund deildarinnar á morgun 15. febrúar!)

Aðalfundur Vorstehdeildar verður haldinn miðvikudaginn 15.febrúar kl.20:00

Staðsetning: Skrifstofa HRFÍ, Síðumúla 15.

Dagskrá:

Venjuleg aðalfundastörf

Heiðrun stigahæstu hunda

Vekjum athygli á að þrjú sæti eru laus í stjórn.

Fuglahundur ársins hjá FHD

febrúar 7th, 2017 | Posted by admin in Forsíðufrétt - (Slökkt á athugasemdum við Fuglahundur ársins hjá FHD)

 

 

Fuglahundadeild HRFÍ var að krýna fuglahund ársins 2016.
Titilinn hlaut vorstehhundurinn Heiðnabergs Bylur von Greif
Við óskum Jóni Garðari innilega til hamingju með árangurinn

JG og Bylur

Sýningarþjálfanir

janúar 31st, 2017 | Posted by admin in Forsíðufrétt - (Slökkt á athugasemdum við Sýningarþjálfanir)

Sýningaþjálfanir DESÍ og Vorstehdeildar verða 14., 21. og 28. feb klukkan 19 í Gæludýr.is á Korputorgi.