Prófstjórnanámskeið.

Til stendur ef næg þátttaka fæst að halda prófstjóranámskeið og hvetjum við alla sem hafa áhuga á að taka þátt í starfi deildanna að kynna sér hlutverk prófstjórans.Áætlað er að námskeiðið sé ein kvöldstund þar sem farið verður yfir skyldur og hlutverk prófstjórans.Leiðbeinendur verða veiðiprófsdómararnir Svafar Ragnarsson, Pétur Alan Guðmundsson og Einar Örn Rafnsson.Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu og hvetjum við alla sem hafa áhuga á að taka þátt að senda póst á póstfangið vorsteh@vorsteh.is. Námskeiðið verður haldið í Sólheimakoti en tímasetning verður auglýst síðar.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Prófstjórnanámskeið.

Lokadagur hjá Norðanhundum í dag, 1. maí.

Í dag var lokadagur í prófi Norðanhunda og þá var komið að keppnisflokk. Þrjú sæti náðust í dag og áttu Enskir Setar daginn. 1. sæti Steinahlíðar Atlas, eigandi Hallur Lund. 2. sæti Rjúpnasels Orka, eigandi Eyþór Þórðarson og 3. sæti Rjúpnabrekku Miro eigandi Kristinn Einarsson. Dómarar dagsins voru Einar Örn Rafnsson og Kjartan Lindböl.

Óskum Norðanhundum til hamingju með glæsilegt próf. En þetta var síðasta próf vorsins og nú snúum við okkur að sækiprófum, en fyrsta sækipróf sumarsins verður 25 – 26 júní á vegum Vorstehdeildar.

Einar, Kristinn og Miro, Hallur og Atlas, Eyþór og Orka og Kjartan

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Lokadagur hjá Norðanhundum í dag, 1. maí.

Annar dagur í prófi Norðanhunda.

Öðrum degi í prófi Norðandhunda laug í gær, laugardaginn 30.apríl. Einkunnir dagsis vor þær að unghundurinn Ice Artemis Aríel fékk 2. einkunn og besti unghundurinn og besti unghundir prófins í heild. Eignadi Aríel er Arnar M. Ellertsson og óskum þeim kærlega til hamingju með frábæran árangur.

Í opnum flokk komu fjórar einkunnir í hús. Enski Pointerinn Vatnsenda Karma fékk 1. einkunn og besti hundur dagsins, eignadi Haukur Reynisson. Enski Setterinn Kalbaks Orka fékk 3. einkunn, eignadi Eyþór Þórðarson, Ensku Setarnir Steinahlíðar Blökk eignadi Páll Kristjánsson og Rjúpnabrekku Toro eignadi Kristinn Einarsson fengu bæði 2. einkunn. Kalda Karra styttan fyrir besta samanlagað áranangur fengu Enski Setinn Steinahlíðar Atlas og Hallur Lund.

Karma, Haukur og Kjartan.
Arnar , Aríel og Kjartan
Kjartan, Hallur með Kalda Karra styttuna, Atlas og Einar.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Annar dagur í prófi Norðanhunda.

Fyrsta degi í prófi Norðanhunda lokið.

Það var fjörugur dagur norðan heiða í dag. Sex einkunnir komu í hús.

Í unghundaflokki gerðu stýhærðu Vorsteh systkynin það gott, en Ice Atemis Askur , leiðandi Andreas Blensner og Ice Artemis Aríel leiðandi Arnar Már Ellertsson fengu bæði 2. einkunn og Aríel best hundur dagsins í unghundaflokki. Í opnum flokki fengur Bylur, Orka og Blökk 2. einkunn og Steinahlíðar Atlas fékk 1. einkunn og því besti hundur prófs í opnum flokki. Þess má geta að Atlas var með 11 standa í dag.

Hluti þátttakenda í slökun

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Fyrsta degi í prófi Norðanhunda lokið.

Langar þig til að verða hundaþjálfari fyrir standandi fuglahunda?

Til stendur ef næg þátttaka fæst að bjóða upp á hundaþjálfaranám með Matthias Westerlund frá Hundaskólanum Vision í Svíþjóð. Námið er um 60 klukkustundir ásamt heimaverkefnum. Fyrri hlutinn væri 3 dagar í október nk. og síðan tveir dagar í febrúar 2023. Þess á milli vinna þátttakendur verkefni. Námskeiði er bæði bóklegt og verklegt. Gerð er krafa að þátttakendur hafi reynslu af þjálfun og veiðum með standandi fuglahunda og að hafa tekið þátt í prófum. Fjöldi nemenda í hóp er 6 -10 manns. Gert er ráð fyrir að kostnaðurinn á hvern þátttakenda verði í kringum 85.000.- Námskeiðið fer fram á ensku. Að námskeiðnu loknu eiga þátttakendur að vera í stakk búnir til að halda námskeið fyrir byrjendur með standandi fuglahunda og lengra komna. Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt eða hafa einhverjar spurningar eru vinsamlega beðnir um að senda póst á vorsteh@vorsteh.is fyrir 10. maí nk.

Áhugasamnir eru hvattir til að kynna sér skólann m.a. á Face Book er hann undir nafninu
Hundskolan Vision og heimasíða skólans er https://www.hundskolanvision.se

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Langar þig til að verða hundaþjálfari fyrir standandi fuglahunda?

Veiðipróf Norðanhunda um helgina

Nú um helgina fer fram veiðipróf Norðanhunda. Um er að ræða 3 daga próf þar sem prófað verður í unghunda- og opnum flokk á föstudag og laugardag og síðan er keppnislokkur á sunnudag. Dómarar í pórfinu eru Kjartan Lindböl og Einar Kaldi Örn Rafnsson sem er einnig fulltrúi HRFÍ. Prófstjórar eru Dagfinnur Smái og Hrannar Gylfason. Prófsvæðið er í Reykjadalnum á Mývatnsheiði. En þátttankendur halda til á Narfastöðum. Fulltrúar Vorsteh í þessu prófi eru Veiðimela Frosti, Veiðimela Orri og Ísþoku Tangó sem taka þátt í opnum flokki. Í unghundaflokki eru Ice Artemis Askur, Ice Artemis Skuggi, Ice Artemis Aríel og Veiðimela Tikka. Áfram Vorsteh og njóið helgarinnar.

Prófsetning í morgun á Narfastöðum.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Veiðipróf Norðanhunda um helgina

Heiðapróf FHD 23.apríl

Heiðapróf FHD fór fram í dag, dómari var Svafar Ragnarsson og prófstjóri Alti Ómarsson. Prófsvæðið var Heiðarbæjarbakkarnir og fengu þátttakendur milt og gott veður með hægum andvara. Töluvert var af fugli og áttu allir hundar möguleik á fugli í dag. Fjórar einkunnir komu í hús. Besti hundur prófs með 2. einkunn var snögghærður Vorsteh, Veiðimela Orri, eignadi og leiðandi Pétur Alan Guðmundsson. Þrír hundar fengu síðan 3. einkunn, Kaldbaks Orka og Eyþór Þórðarson Black Diamond og Ásgeir Heiðar og Vatnsenda Aron og Gunnar Örn Haraldsson

Eyþór og Orka, Ásgeir og Demanturinn, Svafar dómari, Pétur og Orri, Gunnar og Aron
Besti hundur pórófs í dag, Veiðimela Orri ásamt eiganda Pétri Alan og dómara prófsins Svafari Ragnarssyni.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Heiðapróf FHD 23.apríl

NÝLIÐASPJALL

Við viljum bjóða nýliðum með unghunda (2 ára og yngri) velkomna í nýliðspjall í Sólheimakoti næstkomandi fimmtudag 21. apríl (Sumardaginn fyrsta) klukkan 10:00.

Okkur langar að heyra í nýliðum innan deildarinnar, kynna starfið og spjalla hvernig við getum unnið saman á næstu misserum, hvað ykkur finnst áhugavert og hvað myndi gagnast ykkur.

Við viljum leggja áherslu á að það eru ALLIR nýliðar velkomnir óháð því hvort fólk hafi reynslu af hundum eða veiðum yfir höfuð og ekki gerð krafa um að hundurinn sé með. Það eina sem þarf er að hafa áhuga á að vinna með hundinum sínum og/eða hitta aðra sem eru í svipaðri stöðu og spjalla yfir kaffibolla

Vonumst til að sjá sem flesta og leiðbeiningar hvernig á að komast í Sólheimakot má finna í tenglinum hér að neðan.

.http://www.hrfi.is/soacutelheimakot.html

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við NÝLIÐASPJALL

Heiðarpróf FHD 23. apríl nk.

Fuglahundadeild heldur heiðarpróf 23. apríl nk.

Skráningarfrestur lýkur þriðjudaginn 19. apríl.

Dómarar Svafar Ragnarsson (fulltrúi HRFÍ) og Pétur Alan Guðmundsson.  Prófstjóri er Atli Ómarsson
Prófsetning verður auglýst síðar.

Prófað verður í unguhunda- og opnum flokk.  Leiðendur í opnum flokki koma með rjúpu.

Skráning í prófið fer fram á skrifstofu HRFÍ. Einnig er hægt að senda tölvupóst á hrfi@hrfi.is og millifæra á reikningfélagsins.  Munið að senda kvittun á hrfi@hrfi.is og á prófstjóra atlibrendan@gmail.com

Sími skrifstofu HRFÍ er 588-5255.
Reikningsupplýsingar HRFÍ eru eftirfarandi:
Rknr: 515-26-707729
Kt: 680481-0249

Þátttökugjald er kr. 6.800.-

Við skráningu verður að tiltaka:
Veiðiprófsnúmer: 502204
Ættbókarnúmer hunds.
Eigandi hunds.
Nafn leiðanda.
Í hvaða flokk er verið að skrá.
Greiða verður um leið og skráning fer fram svo að skráning sé gild. 

Framkvæmd prófs verður í stórum dráttum eftirfarandi:  Prófsetning snemma dags,  kl: 19:00 verður matur fyrir þá sem vilja taka þátt í því í Sólheimakoti og farið yfir úrslit prófsins.  Fyrirkomulag á matnum verður auglýst sérstaklega.

Eins og ávallt, er áhugasömum velkomið að ganga með á prófinu og kynna sér hvernig heiðarpróf fer fram.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Heiðarpróf FHD 23. apríl nk.

Vorpróf Írsksetterdeidlar 30. apríl nk.

Veiðipróf Írsksetter deildar verður að þessu sinni einn dagur og verður haldið þann 30. apríl Prófað verður í unghunda og opnum flokk. Dómari verður Svafar Ragnarsson og er hann jafnframt fulltrúi HRFÍ Prófstjóri er Egill Bergmann Prófið verður sett í Sólheimakoti og prófsvæðið heiðarnar ofan þess.

Síðasti skráningardagur er 19. apríl. Allir hundar í tegundarhóp 7 velkomnir.

Sími skrifstofu HRFÍ er 588-5255.
Reikningsupplýsingar HRFÍ eru eftirfarandi:
Rknr: 515-26-707729
Kt: 680481-0249

Þátttökugjald er kr. 6.800.-

Við skráningu verður að tiltaka:
Veiðiprófsnúmer: 502206
Ættbókarnúmer hunds.
Eigandi hunds.
Nafn leiðanda.
Í hvaða flokk er verið að skrá.
Greiða verður um leið og skráning fer fram svo að skráning sé gild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Vorpróf Írsksetterdeidlar 30. apríl nk.