Sækipróf Vorstehdeildar verður haldið dagana 22-23 Júní 2024

Styrktaraðili prófssins er Royal Canin á Íslandi – www.dyrheimar.is

Prófnúmer er 502406

Síðasti skráningardagurinn er fimmtudagurinn 13. júní 2024

Prófsetning báða daganna er kl 09:00 og verður nánari staðsetning auglýst síðar. Prófsvæðið er Hólmsheiði og Hafravatn.

 • Dómarar: Unnur Unnsteinsdóttir og Guðni Stefánsson
 • Fulltrúi HRFI: Unnur Unnsteinsdóttir
 • Prófstjórar: Arna Ólafsdóttir og Friðrik Þór Friðriksson
 • Dagskrá:
  • 22. júní
   • Unghunda- og Opinn flokkur – Unnur Unnsteinsdóttir og Guðni Stefánsson
  • 23. júní
   • Unghunda- og Opinn flokkur – Unnur Unnsteinsdóttir og Guðni Stefánsson

Veitt verða verðlaun fyrir besta hund í unghunda- og opnum flokki báða dagana.

Skráning í prófið.

Á Skrifstofu HRFÍ eða símleiðis í 588 5255 þar sem greitt er með því að gefa upp kortanúmer. Einnig er hægt að millifæra á HRFI á reikning 515-26-707729 Kennitala: 680481-0249 og setja nafn hunds og prófnúmer 502406 í skýringu á færslunni ásamt að senda afrit af greiðslu á hrfi@hrfi.is og vorsteh@vorsteh.is

 • Verðskrá veiðiprófa:
  • Veiðipróf einn dagur – 7.630
  • Veiðipróf 2ja daga – 11.390
 • Við skráningu þarf að koma fram:
  • -Nafn eiganda
  • -Nafn hunds
  • -Ættbókarnúmer
  • -Nafn leiðanda
  • -Hvað flokk er skráð í
  • -Hvaða daga
  • -Prófnúmer 502406

Vinsamlega athugið að síðasti skráningardagur í prófið er fimmtudaginn 13. júní á miðnætti.

Vonumst til að sjá sem flesta.

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.