*** Sportsmans Pride – Veiðipróf Vorstehdeildar 10 til 12 október 2025 – Prófnr. : 502511 ***

Aðalstyrktaraðilar prófsins eru:
– Sportsman´s Pride – Dýrakofin www.dyrakofinn.is
– Óstöðvandi (Non-stop dogwear) – www.ostodvandi.is
– Vikingknives (Lasermerkingar á ýmsa hluti o.fl)

Seinasti skráningardagurinn er: Mánudagurinn 6. október 2024 (Miðnætti)

Prófsetning verður í Sólheimakoti alla daganna kl 09:00 og prófsvæðið er nágrenni höfuðborgarsvæðisins.

Dómarar verða:
Alexander Kristiansen
Kjartan Lindböl

Fulltrúi HRFÍ:
Guðjón Arinbjarnarson

Prófstjóri:
Jón Valdimarsson

Dagskrá:
Föstudagur – 10. október
– Unghundaflokkur
– Opinn flokkur
Laugardagur – 11. október
– Unghundaflokkur
– Opinn flokkur
Sunnudagur – 12. október
– Keppnisflokkur

Veitt verða verðlaun fyrir besta hund í UF og OF hvorn prófdag og svo verða veitt verðlaun í KF fyrir 1. sæti. Í KF geta dómarar veitt Meistarastig telji þeir hund hafa unnið til þess.

Skráning í prófið:
Skráning fer fram á Skrifstofu HRFÍ, með tölvupósti á HRFÍ eða símleiðis í 588 5255 þar sem greitt er með því að gefa upp kortanúmer. Einnig er hægt að millifæra á HRFI á reikning 515-26-707729 Kennitala: 680481-0249 og setja nafn hunds og prófnúmer 502511 í skýringu á færslunni ásamt því að senda afrit af greiðslu á hrfi@hrfi.is og vorsteh@vorsteh.is
– Veiðipróf 1 dagur – 8.000 kr.
– Veiðipróf 2ja daga – 11.900 kr.
– Veiðipróf 3ja daga – 15.900 kr.​

Við skráningu þarf að koma fram:
– Nafn eiganda
– Nafn hunds
– Ættbókarnúmer
– Nafn leiðanda
– Hvað flokk er skráð í
– Hvaða daga
– Prófnúmer 502511

Réttur til þátttöku í KF: Hundar sem hafa náð 1.einkunn í OF (norskum eða sænskum reglum) eða sæti í KF þetta árið eða síðustu 2 ár, hafa rétt á þátttöku í keppnisflokki.

Sækibráð eða vottorð:
Sækibráð:
Þáttakendur mæti sjálfir með Rjúpu, fuglinn skal vera heill og ferskur, frystur, þiðinn, eða þurrkaður og skal viðurkenndur af dómara. Bráð til sóknar í opnum og keppnisflokki þurfa þátttakendur að útvega sjálfir.
Sækivottorð:
Samþykkt sókn á prófi fyrir standandi fuglahunda þar sem einkunn eða umsögn staðfestir að hundurinn hafi útfært viðurkennda sókn og náð minnst 7 stigum í frjálsri leit á sækiprófi eða alhliðaprófi í OF/UF (ekki hægt að nota sækivottorð í KF).

Vinsamlega athugið að síðasti skráningardagur í prófið er á miðnætti mánudaginn 6. október.

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.