Þátttökulisti í Líflandsprófi Vorstehdeildar.

Mjög góð skráning var í prófið sem haldið verður um komandi helgi.

Þátttökulisti er birtur með fyrirvara ef vera skildi að einhverjar villur leynist í honum.

Ef þið sjáið einhverja/ar villur endilega hafið samband við stjórn deildarinnar og því verður kippt í liðinn.

Unghundaflokkur sunnudaginn 2.apríl

Ribasvarri‘s Winston Enskur Setter

Eigandi/leiðandi. Jón Viðar Viðarsson

Fasanlia sDL Fannar Enskur Setter

Eigandi/leiðandi Ólafur Erling Ólafsson

Arkenstone Með Allt á Hreinu/Erro Snögghærður Vorsteh

Eigandi. Hilda Björk Friðriksdóttir/leiðandi. Jón Valdimarsson

Hrímlands HB Vetur/Vestri Breton

Eigandi/leiðandi Gunnar Guðmundsson

Van‘t Passant Tíbrá Breton

Eigandi/leiðandi. Dagfinnur Ómarsson

Hrímlands HB Rökkvi

Eigandi/leiðandi Gísli Þór Gíslason

Zeldu DNL Móri Snögghærður Vorsteh

Eigandi/leiðandi. Bergur Árni Einarsson

Opinn flokkur laugardaginn 1.apríl

Vinaminnis Móa Weimaraner

Eigandi/leiðandi. Arna Ólafsdóttir

Kaldbaks Orka Enskur Setter

Eigandi/leiðandi. Eyþór Þórarson

Ice Artemis Ariel Strýhærður Vorsteh

Eigandi. Arnar Már Ellertsson/leiðandi. Lárus Eggertsson

Steinahlíðar Blökk Enskur Setter

Eigandi/leiðandi. Páll Kristjánsson

Rypleja‘s Klaki Breton

Eigandi/leiðandi. Dagfinnur Ómarsson

Almkullens Hríma Breton

Eigandi leiðandi. Dagfinnur Ómarsson

Ice Artemis Dáð Strýhærður Vorsteh

Eigandi/leiðandi. Leifur Einar Einarsson

Nilpoint Loki Pointer

Eigandi/leiðandi. Jón Ásgeir Einarsson

Þar sem kennel hóstinn er víst enn að ganga á milli hunda biðjum við þátttakendur um að hafa hæfilegt bil á milli hunda þegar þeir eru í ól þar sem allur er varinn góður.

Stjórn deildarinnar þakkar ykkur öllum fyrir skráningnuna og óskar ykkur öllum góðs gengis og vonandi að veðurguðirnir verði með okkur í liði 🙂

Kær kveðja

Stjórnin

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Þátttökulisti í Líflandsprófi Vorstehdeildar.

Líflandsprófið, breytt fyrirkomulag.

Því miður kom það upp á með stuttum fyrirvara að Guðjón Arinbjarnar sem ætlaði að dæma ásamt Einari Erni í Líflandsprófinu á ekki heimangengt.
Hefur stjórn Vorstehdeildar því tekið þá ákvörðun að prófað verður í OF á laugardeginum 1.apríl og UF 2.apríl
Er þessi ákvörðun tekin í því ljósi að ef margir hundar verða skráðir til leiks þá eru þetta oft mjög langir dagar sem reyna oft mikið á unghundana.
Stjórn þykir þetta mjög leitt, en lítið við þessu að gera.
Kær kveðja Stjórn Vorstehdeildar

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Líflandsprófið, breytt fyrirkomulag.

Líflandspróf Vorstehdeildar 1. og 2. april

Vorstehdeild heldur heiðapróf helgina 1-2 april.
Dómarar verða Guðjón Arinbjarnarson og Einar Örn Rafnsson
Prófstjórar: Arna Ólafsdóttir og Friðrik Þór Hjartarson
Þann 1.april … og þetta er ekki gabb … þá dæmir Guðjón Opinn flokk og Einar unghundaflokk, en 2.april snýst þetta við og Einar dæmir OF og Guðjón UF.
Skráningarfrestur er til miðnættis, eða til 23:59 miðvikudaginn 22 mars.

ATHUGIÐ BREYTINGU Á FYRIRKOMULAGINU: http://www.vorsteh.is/?p=7369

Skráning í prófið.

ATH. Skrifsstofa HRFÍ er lokuð, en hægt er að hringja í HRFÍ í 588 5255 þar sem greitt er með því að gefa upp kortanúmer. Einnig er hægt að millifæra á HRFI á reikning 515-26-707729 Kennitala: 680481-0249 og setja nafn hunds og prófnúmer 502302 í skýringu á færslunni ásamt að senda afrit af greiðslu á hrfi@hrfi.is og vorsteh@vorsteh.is

Verðskrá veiðiprófa:
Veiðipróf einn dagur 7.100
Veiðipróf 2ja daga 10.600

Við skráningu þarf að koma fram:
-Nafn eiganda
-Nafn hunds
-Ættbókarnúmer
-Nafn leiðanda
-Hvað flokk er skráð í
-Hvaða daga
-Prófnúmer 502302



Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Líflandspróf Vorstehdeildar 1. og 2. april

Ný stjórn Vorstehdeildar

Á framhalds ársfundi Vorstehdeildar var mönnuð ný stjórn.
Kjartan Antonsson formaður
Eydís Gréta Guðbrandssdóttir gjaldkeri
Guðmundur Pétursson heimasíða
Ingvar Karl Hermannsson
Bergur Árni Einarsson

Við þökkum fráfarandi stjórn vel unnin störf.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Ný stjórn Vorstehdeildar

Framhalds ársfundur Vorstehdeildar

Framhalds ársfundur Vorstehdeildar verður haldinn þriðjudaginn 14. mars kl.19:30 í Sólheimakoti.

Dagskrá

Kosning stjórnar

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Framhalds ársfundur Vorstehdeildar

Norðurljósasýning HRFÍ um helgina

Norðurljósasýning HRFÍ var haldin nú um helgina í Samskipahöll Sprettara í Kópavogi. Sýndir voru 13 snögghærðir og 3 strýhærðir Vorstehhundar.

Ungliðaflokkur – snögghærðir rakkar

Zeldu DNL Lukku Láki – Excellent – CK 1.BHK CERT Jun.CERT Jun CACIB BIM

Zeldu DNL Móri – Excellent

Zeldu DNL Mosi – Excellent

Unghundaflokkur – snögghærðir rakkar

Veiðimela Cbn Rosti – Excellent – CK 2. BHK

Arkenstone Með Allt á Hreinu – Very Good

Vinnuhundaflokkur – snögghærðir rakkar

Veiðimela Bjn Frosti – Very good

Meistaraflokkur – snögghærðir rakkar

Zeldu CNF Eldur – Excellent

Öldungaflokkur – snögghærðir rakkar

Veiðimela Jökull – Excellent – BIK

Ungliðaflokkur snögghærðar tíkur

Zeldu DNL Næla – Excellent – CK 2.BTK CERT Jun.CERT Jun.CACIB

Zeldu DNL Atla – Excellent

Zeldu DNL Njála – Very good

Meistaraflokkur snögghærðar tíkur

Legacyk Got Milk – Excellent – CK 1.BTK CACIB BIR – 2.sæti í TH 7

Zeldu BST Nikíta – Excellent

Ungliðaflokkur strýhærðar tíkur

Ice Artemis Brún – Excellent – CK 1.BTK CERT Jun.CERT Jun.CACIB BIR – 3. sæti í TH 7

Unghundaflokkur strýhærðar tíkur

Ljósufjalla Heiða – Very good

Unghunaflokkur strýhærðar tíkur

Ice Artemis Hríð – Excellent – CK 2.BTK

Ræktunrarhópur Zeldu ræktunar fékk 1.sæti í ræktunarhóp.

Zeldu ræktunarhópurinn Mynd KA

E

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Norðurljósasýning HRFÍ um helgina

Framhalds ársfundur Vorstehdeildar – kosning í stjórn.

Þann 28.febrúar sl. var ársfundur Vorstehdeildar haldinn. Kjósa átti nýja stjórn en því miður þá komu engin framboð. Stjórn deildarinnar hefur því ákveðið að auglýsa eftir áhugasömum meðlium til að taka sæti í stjórn deildarinnar. Áhugasamnir eru beðnir um að senda póst á netfang deildarinnar vorsteh@vorsteh.is Frestur til að skila inn framboði er til miðnættis 8.mars nk.

Framhalds ársfundur verður haldinn þriðjudaginn 14.mars kl.19:30. Staðsetning auglýst síðar.

Bendum góðfúslega á reglur HRFÍ um setu í stjórn rækturnardeilda;

Kosning í stjórn ræktunardeildar fer fram á ársfundi deildarinnar ár hvert. Hver stjórnarmaður er kosinn til tveggja ára í senn. Endurkjör er leyfilegt. Kosningarrétt og kjörgengi á ársfundum deilda hafa þeir, sem eru skráðir eigendur hunda eða hafa verið skráðir eigendur hunda í viðkomandi deild í tvö ár og skuldlausir við félagið það ár sem ársfundur er haldinn. Hjón hafa kosningarétt og kjörgengi hvort heldur þau greiða félagsgjald sem hjón eða í sitthvoru lagi sé annað þeirra skráð fyrir hundi í deildinni. Á fyrsta fundi eftir ársfund skal stjórn velja sér formann

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Framhalds ársfundur Vorstehdeildar – kosning í stjórn.

Heiðrun stigahæstu hunda fyrir árið 2022

Á ársfundi deildarinnar sem haldinn var þann 28. febrúar fór fram heiðrun stigahæstu hunda fyrir árið 2022. Í unghundaflokki var það Veiðimela Klemma sem er í eigu Brynjars S. Sigurðssonar, í opnum flokk var það Ice Artemis Dáð sem er í eigu Leifs Einars Einarssonar og „Over All“ titilinn hlaut Ice Artemis Aríel sem er í eigu Arnars Más Ellertssonar.
Stjórn óskar eigendum og leiðendum innilega til hamingju með glæsilegan árangur hundanna.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Heiðrun stigahæstu hunda fyrir árið 2022

Ársfundur Vorstehdeildar 28. febrúar.

Ársfundur Vorstehdeildar verður haldinn þriðjudaginn 28 febrúar 2023  kl 19.30 á skrifstofu HRFÍ Síðumúla 15 108 Reykjavík.
Dagskrá;
Skýrsla stjórnar starfsárið apríl 2022 – febrúar 2023.
Reikningar deildarinnar
Kosning stjórnar
Heiðrun stigahæstu hunda fyrir árið 2022.
Önnur mál
Bendum áhugasömum á að öll sæti í stjórn eru laus.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Ársfundur Vorstehdeildar 28. febrúar.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við