Aðalfundur Vorstehdeildar verður haldinn miðvikudaginn 15.febrúar kl.20:00
Staðsetning: Skrifstofa HRFÍ, Síðumúla 15.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundastörf
Heiðrun stigahæstu hunda
Vekjum athygli á að þrjú sæti eru laus í stjórn.
Aðalfundur Vorstehdeildar verður haldinn miðvikudaginn 15.febrúar kl.20:00
Staðsetning: Skrifstofa HRFÍ, Síðumúla 15.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundastörf
Heiðrun stigahæstu hunda
Vekjum athygli á að þrjú sæti eru laus í stjórn.
Fuglahundadeild HRFÍ var að krýna fuglahund ársins 2016.
Titilinn hlaut vorstehhundurinn Heiðnabergs Bylur von Greif ![]()
Við óskum Jóni Garðari innilega til hamingju með árangurinn ![]()
Sýningaþjálfanir DESÍ og Vorstehdeildar verða 14., 21. og 28. feb klukkan 19 í Gæludýr.is á Korputorgi.
Aðalfundur Vorstehdeildar verður haldinn miðvikudaginn 15.febrúar kl.20:00
Staðsetning: Skrifstofa HRFÍ, Síðumúla 15.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundastörf
Heiðrun stigahæstu hunda
Vekjum athygli á að þrjú sæti eru laus í stjórn.
Vorstehdeild heldur deildarfund í húsi HRFÍ Síðumúla 15 á miðvikudaginn 1.febrúar kl 20:00
Farið verður yfir dagskrá vetrarins , starf deildarinnar og önnur mál.
Allir velkomnir.
Stjórn Vorstehdeildar
Í ljósi þess að prófadagskráin í vor er þétt, jafnvel of þétt, og fyrirvarinn til að ná í eftirsótta dómara og góð flugverð orðinn of stuttur, og annara ástæðna, hefur stjórn Vorstehdeildar ákveðið að halda ekki vorpróf árið 2017. Ákveðið er að halda sem fyrr glæsilegt haustpróf 6-8. okt. og svo vorpróf á næsta ári. Það ætti að vera nægt framboð af prófum í vor samt sem áður. Nú er kominn tími til að koma hundunum í form og vera með í æfingagöngum og taka þátt 🙂
Tekið af síðu HRFÍ:
Fyrsta sýningahelgi ársins verður i byrjun mars n.k. og hefst hún á hvolpasýningu og keppni ungra sýnenda föstudagskvöldið 3. mars. Laugardaginn 4. mars og sunnudaginn 5. mars verður alþjóðleg sýning. Dómarar helgarinnar eru Attila Czeglédi (Ungverjaland), Carl Gunnar Stafberg (Svíþjóð), Hannele Jokisilta (Finnlandi), Johnny Andersson (Svíþjóð) og Kitty Sjong (Danmörk).
Skráningafrestur á gjaldskrá 1 rennur út í lok dags þann 20. janúar n.k. Þá er jafnframt lokadagur til að skila umskráningum og gotskráningum vegna hunda á sýningunum.
Skráningafrestur á gjaldskrá 2 rennur út í lok dags þann 3. febrúar n.k.
Sýningastjórn hefur ákveðið að nefna dómara fyrir nokkrar tegundir. Fyrirvari er gerður að því leyti, að forfallist dómari, eru aðrir auglýstir dómarar til vara, auk þess sem sýningastjórn HRFÍ áskilur sér rétt til að fjölga dómurum, einnig til vara, ef fjöldi skráðra hunda gerir það nauðsynlegt.
Tegundahópar munu skiptast eftirfarandi:
Laugardagur 4. mars: 1, 2, 3, 4/6, 7 og 10
Sunnudagur 5. mars: 5, 8 og 9
Tegundahópur 7:
Enskur setter: Hannele Jokisilta
Gordon setter: Hannele Jokisilta
Írskur setter: Hannele Jokisilta
Ungversk vizla, snöggh.: Hannele Jokisilta
Vorsteh (báðar feldgerðir): Hannele Jokisilta
Weimaraner, snöggh.: Hannele Jokisilta
Bergþór S. Antonsson sendi stjórn bréf og myndir varðandi þáttöku hans og Fjallatinds Stíg á Heimsmeistarmótinu fyrir standandi fulgahunda og Sct. Huberts Cup.
Komið þið sæl og blessuð.
Undirritaður tók þátt í heimsmeistarkeppni standandi fuglahunda WORLD CHAMPIONSHIP FOR POINTING DOG & SCT. HUBERTUS CUP sem haldin var í Danmörku dagana 19-21 oktober 2016. Þátttaka mín hefði ekki verið möguleg nema með ykkar hjálp og langar mig að þakka kærlega eftirfarandi aðilum fyrir að mín þátttaka varð að veruleika.
Vorstehdeild HRFI á Íslandi sem var mér innanhandar og aðstoðuðu mig eftir fremsta megni svo allt færi eftir settum reglum og boðleiðum.
Stjórn HRFI sem samþykkti mig sem fulltrúa fyrir Íslands hönd í keppninni.
Versluninni Bendir sem var sponsor minn í keppninni.
Og svo ber mér að sjálfsögðu að minnast á þakkir til danska kennelklúbbsins sem héldu stórglæsilegt mót og tóku virkilega vel á móti mér. Það var gaman að finna hvað ég var velkominn en þeir leggja mikið í að taka vel á móti nýliðum.
Var mér færð gjöf af tilefninu sem ég hyggst áframsenda á Vorstehdeild HRFI. Finnst hún eiga heima í þeirri deild.
En í stuttu máli var þetta rosalega gaman og lærdómsríkt. Þarna öðlaðist ég reynslu sem vonandi á eftir að nýtast í framtíðinni hvort heldur mér eða öðrum. Ég var stoltur keppandi fyrir Íslands hönd og því mun ég aldrei gleyma.
Það er aldrei að vita nema ég skrifi fljótlega um reynslu mína af þessu móti en það gæti verið gaman fyrir áhugasama að lesa um.
Kærar þakkir öll
Kær kveðja frá Noregi
Bergþór S Antonsson
Þá er búið að taka saman stigin í stigakeppni Vorstehdeildar ![]()
Í Keppnsiflokk sigraði Heiðnabergs Bylur von Greif með 32 stig
Við óskum Jóni Garðari til hamingju með glæsilegan árangur.
Í Opnum flokk gerðist það að þrír hundar voru jafnir í fyrsta sæti með 14 stig. Það voru Bendishunda Saga (Þoka) , Ice Artemis Blökk, og Heiðnabergs Gleipnir von Greif sem deila með sér fyrsta sætinu eftir mikla baráttu.
Við óskum Guðmundi, Björgvini og Jóni Svan til hamingju.
Í Unghundaflokk var það Veiðimela Karri sem sigraði með 14 stig,
og við óskum Pétri Alan til hamingju með árangurinn.
Stöðuna má sjá nánar hér
Verðlaun verða veitt á aðalfundi deildarinnar.