
Þá er komið að því að Vorstehdeild og DESÍ byrji með æfingagöngur haustsins. Hittumst Miðvikudaginn 24. ágúst kl. 18 við Sólheimakotsafleggjarann.
Að sjálfsögðu eru allir velkomnir 🙂

Þá er komið að því að Vorstehdeild og DESÍ byrji með æfingagöngur haustsins. Hittumst Miðvikudaginn 24. ágúst kl. 18 við Sólheimakotsafleggjarann.
Að sjálfsögðu eru allir velkomnir 🙂
DESÍ og Vorstehdeild verða með sýningaþjálfun á þriðjudögum klukkan 19. Verðum úti fyrir þessa sýningu og ætlum að hittast í bílakjallaranum við Smáralind (undir nýja turninum). Kostar 500 krónur skiptið, allir velkomnir 🙂

Vorsteh hundar gerðu gott mót í prófinu og þá sérstaklega á sunnudeginum. Lárus og Björgvin börðust svo til síðasta blóðdropa í bráðabana með Mjölnir og Blökk 😉 þar sem bæði fengu 30 stig, og sigruðu Lárus og Mjölnir og Mjölnir valinn besti hundur prófs, en Björgvin og Blökk lentu í góðu öðru sæti 🙂 Fengu báðir hundarnir 1. einkunn.
Unghundurinn Munkefjellets Mjöll, fékk svo líka 1. einkunn á sunnudeginum. 🙂
Þær einkunnir sem Vorsteh hundar fengu þessa tvo daga eru:
Munkefjellets Mjöll – strýhærður Vorsteh : 1. einkunn og besti hundur unghundaflokks
Ice Artemis Mjölnir – strýhærður Vorsteh : 1. einkunn og besti hundur prófs
Ice Artemis Blökk – strýhærður Vorsteh : 1. einkunn
Ice Artemis Blökk – strýhærður Vorsteh : 2. einkunn
Ice Artemis Hera – strýhærður Vorsteh : 2. einkunn
Stangarheiðar Bogi – snögghærður Vorsteh : 3. einkunn
C.I.B. ISCh Zetu Jökla – snögghærður Vorsteh : 3. einkunn
C.I.B. ISCh ISFtCh Heiðnabergs Bylur von Greif – snögghærður Vorsteh : 3. einkunn
Annars eru hér opinber úrslit prófsins:
Sækipróf FHD var haldið helgina 6. og 7. ágúst í blíðskaparveðri. Þátttaka í prófinu var afar góð en 17 hundar voru skráðir hvorn dag. Dómari var Gunnar Gundersen frá Noregi, dómaranemi var Guðni Stefánsson og prófstjóri var Lárus Eggertsson.
Úrslit laugardagsins :
Bláskjárs Skuggi jr. – Weimaraner : 1. einkunn og bestur í flokki
C.I.B. ISCh Huldu Bell von Trubon – Weimaraner : 1. einkunn
Bláskjárs adamsGarpur – Weimaraner : 2. einkunn
Ice Artemis Blökk – strýhærður Vorsteh : 2. einkunn
RW-15 Bláskjárs adamsYrsa – Weimaraner : 2. einkunn
Ice Artemis Hera – strýhærður Vorsteh : 2. einkunn
Silva SGT Schulz Rider – Weimaraner : 2. einkunn
Stangarheiðar Bogi – snögghærður Vorsteh : 3. einkunn
Aðrar einkunnir komu ekki í hús þann daginn.
Úrslit sunnudagsins :
Unghundaflokkur :
Munkefjellets Mjöll – strýhærður Vorsteh : 1. einkunn og besti hundur unghundaflokks
Opinn flokkur :
Ice Artemis Mjölnir – strýhærður Vorsteh : 1. einkunn
Ice Artemis Blökk – strýhærður Vorsteh : 1. einkunn
C.I.B. ISCh Huldu Bell von Truben – Weimaraner : 1. einkunn
Silva SGT Schulz Rider – Weimaraner : 1. einkunn
Bláskjárs Skuggi jr. – Weimaraner : 1. einkunn
Bláskjárs adamsGarpur – Weimaraner : 2. einkunn
RW-15 Bláskjárs adamsYrsa – Weimaraner : 2. einkunn
C.I.B. ISCh Zetu Jökla – snögghærður Vorsteh : 3. einkunn
C.I.B. ISCh ISFtCh Heiðnabergs Bylur von Greif – snögghærður Vorsteh : 3. einkunn
Þau Mjölnir og Blökk náðu bæði 30 stigum í prófinu og til að velja hvort þeirra yrði valið besti hundur flokksins greip Gunnar til þess ráðs að láta þau heyja bráðabana og bar Mjölnir sigur úr býtum þar og var valinn besti hundur opins flokks.
Stjórn FHD þakkar öllum sem þátt tóku og þeim sem komu að prófinu með einum eða öðrum hætti.
Þá er Reykjavík Winner 2016 sýningunni lokið. Hér birtast úrslit fyrir laugardag 23. júlí og sunnudag 24. júlí. Þessi úrslit eru birt með fyrirvara um villur. Vinsamlegast látið vita ef einhverjar upplýsingar eru rangar eða vantar á tölvupóstinn vorsteh@vorsteh.is Einnig hvetjum við alla til að senda inn ljósmynd eða afrit af umsögn til að hægt verði að setja það inn í stigatöfluna fyrir stigahæstu hunda ársins 2016.
Laugardagur 23. júlí
Vorsteh, strýhærður
Op.fl
Ice Artemis Hera – Exellent – Ísl. Meistarstig – BOB/Besti hundur teg – Rvk Winner 2016
Vorsteh, snögghærður
Opinn flokkur rakkar
Stangarheiðar Bogi – Exellent – 1.sæti – Meistaraefni
Veiðimela Jökull – Exellent – 2. sæti
Vinnuhundaflokkur rakkar
RW-15 Bendishunda Moli – Exellent – 1 sæti – Meistaraefni – Ísl. Meistarastig
Heiðnabergs Gleipnir von Greif – Exellent – 2. sæti – Meistaraefni
Bendishunda Jarl – Exellent – 3. sæti
Veiðimela Karri – Exellent – 4. sæti
Meistaraflokkur rakkar
ISCh Bendishunda Móri – Exellent – 1.sæti – BOB/Besti hundur teg – Rvk Winner 2016
C.I.B. ISShCh Bendishunda Darri – Exellent – 2. Sæti
C.I.B. ISFtCh RW-14 ISCh RW-13 Heiðnabergs Bylur von Greif – Exellent – 3.sæti
Opinn flokkur tíkur
Fjallatinda Kvika – Very Good
Vinnuhundaflokkur tíkur
Veiðimela Krafla – Exellent – Meistaraefni – Ísl.Meistarastig
Meistaraflokkur tíkur
RW-15 Bendishunda Mía – Exellent – BOS/Besti hundur teg af gagnstæðu kyni – Rvk Winner 2016
Sunnudagur 24. júlí
Vorsteh, strýhærður
Opinn flokkur tíkur
Ice Artemis Hera – Exellent – Ísl.Meistarastig – CACIB – BOB/Besti hundur teg
Vorsteh,snögghærður
Opinn flokkur rakkar
Stangarheiðar Bogi – Exellent – Meistaraefni – 1.sæti
Veiðimela Jökull – Very Good – 2.sæti
Vinnuhundaflokkur rakkar
Bendishunda Jarl – Exellent – Meistaraefni – Ísl. Meistarastig – CACIB – BOB/Besti hundur teg – 2.sæti í tegundarhóp 7
RW-15 Bendishunda Moli – Exellent – Meistaraefni – 2.sæti
Heiðnabergs Gleypnir von Greif – Very Good – 3.sæti
Veiðimela Karri – Very Good – 4.sæti
Meistaraflokkur rakkar
ISCh Bendishunda Móri – Exellent – Meistaraefni – 1.sæti
C.I.B. ISShCh Bendishunda Darri – Exellent – Meistaraefni – 2.sæti
C.I.B. ISFtCh RW-14 ISCh RW-13 Heiðnabergs Bylur von Greif – Exellent – Meistaefni – 3.sæti
Opinn flokkur tíkur
Fjallatinda Kvika – Good
Vinnuhundaflokkur tíkur
Veiðimela Krafla – Exellent
Látum nokkrar myndir fylgja. Nafn hunds er undir hverri mynd!
Stangarheiðar Bogi
Veiðimela Krafla ásamt eigenda sínum Unni
Bendishunda Móri og Bendishunda Mía ásamt dómara og sýnendum
Ice Artemis Hera og eigandi hennar Sigurður.
Bendishunda Jarl ásamt sýnanda og dómara
Stjórn Vorstehdeildar óskar eigendum til hamingju með árangurinn á sýningunni!
Seinna sækipróf sumarsins verður haldið daganna 6-7. ágúst. Allar upplýsingar um prófið er að finna hér.
Aðalfundur Hundaræktarfélags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 26. maí 2016 og hefst kl. 20.00.
Stjórn HRFÍ boðar til aðalfundar í félaginu sem haldinn verður í veislusal reiðhallar hestamannafélagsins Spretts, Hestheimum 14-16, Kópavogi, fimmtudaginn 26. maí n.k og hefst kl. 20:00.
Dagskrá:
1. Skipan fundarstjóra, fundarritara og lögmæti fundarins kannað
2. Skýrsla stjórnar HRFÍ
3. Ársreikningar félagsins ásamt skýrslum löggilts endurskoðanda og félagskjörinna skoðunarmanna fyrir síðastliðið ár, lagðir fram til staðfestingar
4. Skýrsla um starfsemi siðanefndar
5. Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar samþykkt fyrir næsta starfstímabil
6. Lagabreytingar
7. Kosning stjórnarmanna
8. Kosning tveggja félagskjörinna skoðunarmanna og tveggja til vara
9. Kosning siðanefndar
10. Önnur mál
Kosningarétt og kjörgengi á fundinum hafa þeir sem borgað hafa félagsgjald sitt fyrir 2016, að lágmarki fimm virkum dögum fyrir fundinn. Greiðsluseðlar vegna félagsgjalds 2016 voru sendir til félagsmanna í byrjun janúar. Þá er hægt að hafa samband við skrifstofu til að ganga frá greiðslu.
Á fundinum ganga úr stjórn Sóley Halla Möller, Guðmundur A. Guðmundsson meðstjórnendur og Ragnhildur Gísladóttir, varamaður. Í framboði í stjórnarkjöri eru Auður Sif Sigurgeirsdóttir, Guðbjörg Guðmundsdóttir og Þorsteinn Thorsteinsson. Þau bjóða sig fram aðallega í aðalstjórn en til vara í varastjórn.
Endurskoðaðir reikningar munu liggja frammi á skrifstofu félagsins 5 dögum fyrir aðalfund og jafnframt sendir öllum félagsmönnum á tölvupóstlista.
Erindi sem fundarmenn vilja bera undir fundinn undir liðnum önnur mál skulu vera skrifleg og hafa borist stjórn HRFÍ fimm dögum fyrir aðalfund. Slíkar tillögur um önnur mál liggja frammi á skrifstofu og á heimasíðu félagsins næsta virka dag eftir að þær berast.
Stjórn Hundaræktarfélags Íslands
Ákveðið hefur verið að hafa opið hús hjá Hundaræktarfélaginu annað fimmtudagskvöld í hverjum mánuði. Þar gefst félagsmönnum kostur á að hittast og ræða málin yfir kaffibolla. Fyrsta opna húsið verður fimmtudaginn 12. maí kl. 17-19.
Formaður og framkvæmdastjóri verða á staðnum en formleg dagskrá verður í lágmarki.