Aðalfundur Hundaræktarfélags Íslands

Aðalfundur Hundaræktarfélags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 26. maí 2016 og hefst kl. 20.00.

Stjórn HRFÍ boðar til aðalfundar í félaginu sem haldinn verður í veislusal reiðhallar hestamannafélagsins Spretts, Hestheimum 14-16, Kópavogi, fimmtudaginn 26. maí n.k og hefst kl. 20:00.

Dagskrá:
1. Skipan fundarstjóra, fundarritara og lögmæti fundarins kannað
2. Skýrsla stjórnar HRFÍ
3. Ársreikningar félagsins ásamt skýrslum löggilts endurskoðanda og félagskjörinna skoðunarmanna fyrir síðastliðið ár, lagðir fram til staðfestingar
4. Skýrsla um starfsemi siðanefndar
5. Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar samþykkt fyrir næsta starfstímabil
6. Lagabreytingar
7. Kosning stjórnarmanna
8. Kosning tveggja félagskjörinna skoðunarmanna og tveggja til vara
9. Kosning siðanefndar
10. Önnur mál

Kosningarétt og kjörgengi á fundinum hafa þeir sem borgað hafa félagsgjald sitt fyrir 2016, að lágmarki fimm virkum dögum fyrir fundinn. Greiðsluseðlar vegna félagsgjalds 2016 voru sendir til félagsmanna í byrjun janúar. Þá er hægt að hafa samband við skrifstofu til að ganga frá greiðslu.

Á fundinum ganga úr stjórn Sóley Halla Möller, Guðmundur A. Guðmundsson meðstjórnendur og Ragnhildur Gísladóttir, varamaður. Í framboði í stjórnarkjöri eru Auður Sif Sigurgeirsdóttir, Guðbjörg Guðmundsdóttir og Þorsteinn Thorsteinsson. Þau bjóða sig fram aðallega í aðalstjórn en til vara í varastjórn.

Endurskoðaðir reikningar munu liggja frammi á skrifstofu félagsins 5 dögum fyrir aðalfund og jafnframt sendir öllum félagsmönnum á tölvupóstlista.

Erindi sem fundarmenn vilja bera undir fundinn undir liðnum önnur mál skulu vera skrifleg og hafa borist stjórn HRFÍ fimm dögum fyrir aðalfund. Slíkar tillögur um önnur mál liggja frammi á skrifstofu og á heimasíðu félagsins næsta virka dag eftir að þær berast.

Stjórn Hundaræktarfélags Íslands

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Aðalfundur Hundaræktarfélags Íslands

Opið hús 12.mai hjá HRFÍ

Ákveðið hefur verið að hafa opið hús hjá Hundaræktarfélaginu annað fimmtudagskvöld í hverjum mánuði. Þar gefst félagsmönnum kostur á að hittast og ræða málin yfir kaffibolla. Fyrsta opna húsið verður fimmtudaginn 12. maí kl.  17-19.

​Formaður og framkvæmdastjóri verða á staðnum en formleg dagskrá verður í lágmarki.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Opið hús 12.mai hjá HRFÍ

Rásröð hunda og dómarar í Kaldaprófinu

…. sjá meira hjá FHD

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Rásröð hunda og dómarar í Kaldaprófinu

Veiðipróf IRSK setterdeildar fer fram 22.-23.-24. apríl næstkomandi

Veiðpróf IRSK setterdeildar 2016

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Veiðipróf IRSK setterdeildar fer fram 22.-23.-24. apríl næstkomandi

Nú er glæsilegu Bendisprófi Vorstehdeildar lokið, og það hefði ….

styrkir_2

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Nú er glæsilegu Bendisprófi Vorstehdeildar lokið, og það hefði ….

Síðasti dagur Bendisprófs Vorstehdeildar

Í dag var síðasti dagur Bendisprófs Vorstehdeildar og nú var það Keppnisflokkur. Skemmst er frá því að segja að Vorsteh hundurinn ISFtCh. ISCh.CIB. RW-14/15 Heiðnabergs Bylur von Greif með leiðandann og eigandann Jón Garðar sér til halds og trausts unnu.
Bylur var að sýna flotta vinnu og var sá eini sem náði að klára fuglavinnu í dag og hlaut einn sæti, fyrsta sætið 🙂
Við óskum Jóni Garðari og Byl innilega til hamingju með sigurinn.
Við viljum einnig nota tækifærið og þakka prófstjórum fyrir frábært próf og Guðjóni fulltrúa HRFÍ fyrir hjálpina. Því miður erum við ekki með mynd af Jóni Garðari og Byl frá því í verðlaunaafhendinguni í dag.

 

 

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Síðasti dagur Bendisprófs Vorstehdeildar

Bendispróf dagur 2 – úrslit

Úrslit dagsins eru:

Bendishunda Mía Vorsteh 1. einkunn
Bendishunda Þoka (Saga) Vorsteh 2. einkunn
Bendishunda Fróni (Jarl) Vorsteh 1. einkunn
Hafrafells Zuper Caztro Enskur Setter 3. einkunn
Ice Artemis Blökk Strýhærður Vorsteh 2. einkunn
Fóellu Kolka Breton 1. einkunn
Rjúpnasels Rán Enskur Setter 2. einkunn

Nú eru Bendishunda Fróni (Jarl) og Bendishunda Mía komin með þáttökurétt í Keppnisflokk!

 

Nokkrir af einkunnarhöfum dagsins og dómarar (á myndina vantar Ice Artemis Blökk og Hafrafells Zuper Caztro og eigendur þeirra).
profdagur2

 

Gaman að segja frá því að þegar Kjetil talaði um þá hunda sem hann dæmdi í dag dró hann djúpt andann þegar hann kom að Fóellu Kolku, sagði að hann hefði bókstaflega fengið tár í augun og þessi hundur væri alveg prima. Really, really, really good dog.
Eitthvað barst talið að Kolkunni líka úti á plani og hann sagði að þessu hundur væri einn sá albesti sem hann hefði séð og svona hundar væru taldir á fingrum annarar handar í Noregi. Fóella Kolka er búin að landa 2x 1. einkunn á 2 dögum.
Kjetil talaði líka um hvað hundarnir hérna væru heilt yfir góðir veiðihundar, effectivir og það að sjá alla hunda meira og minna 100% í heiðrun væri sjaldgæft í Noregi.
Flottur dagur, með 7 einkunum, 4 af þeim fengu Vorstehhundar, keppnisflokkur á morgun og spennan í hámarki.

 

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Bendispróf dagur 2 – úrslit

Bendispróf dagur 1 – úrslit!

Jæja gott fólk þá eru einkunnir farnar að berast í hús og eru þær eftirfarandi.

Heiðnabergs Bylur von Greif 3.einkunn
Bendishunda Saga (Þoka) 3.einkunn
Hafrafells Hera 2.einkunn
Heiðnabergs Gleypnir von Greif 1.einkunn
Ice Artemis Blökk 2.einkunn
Bendishunda Moli 2.einkunn
Fóellu Kolka 1.einkunn

Aðrir hundar náðu ekki einkunn í dag. Óskum við einkunnarhöfum innilega til hamingju með frábæran árangur í dag og fyrir hönd stjórnar þakka ég öllum kærlega fyrir þátttökuna.

Á morgun er svo nýr dagur með nýrri von og vonandi gengur ykkur öllum vel sem takið þátt.

Að endingu þakka ég heimildarmönnum mínum sem hringdu inn fréttirnar í dag án þeirra væri ekki hægt að hafa beina lýsingu. Að sjálfsögðu stefnum við einnig á beina lýsingu frá prófinu á morgun.

Enn er hægt er að skrá sig í kjötsúpuna í kotinu á morgun, frestur rennur út á miðnætti, skrá þarf á netfangið vorsteh@vorsteh.is

 

 

Myndirnar hér að neðan eru af öllum einkunarhöfum dagsins ásamt dómurum. Seinni myndin er af þeim Vorsteh hundum og eigendum þeirra sem náðu einkunn í dag.

 

 

profdagur1profdagur1myndb

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Bendispróf dagur 1 – úrslit!

Þátttökulistinn í Bendisprófi Vorstehdeildar

Hér er þátttökulistinn fyrir Bendisprófið sem verður haldið 1-3 april næstkomandi.
Dregið var í hópa.

Opinn flokkur föstudag 1.apríl
Dómari Angelika Hammarström
RV-15 Bendishunda Moli / Vorsteh
Hafrafells Zuper Castro / Enskur Setter
Háfjalla Askja / Enskur Setter
Ice Artemis Blökk / Str-Vorsteh
ISFtCh Háfjalla / Týri Enskur Setter
Fóellu Kolka / Breton

Opinn flokkur föstudag 1.apríl
Dómari Kjetil Kristiansen
Hafrafells Hera / Enskur Setter
Ice Artemis Mjölnir / Str-Vorsteh
Bendishunda Jarl (Fróni) / Vorsteh
RV-14 Bendishunda Saga (Þoka) / Vorsteh
Húsavíkur Kvika / Enskur Setter
Heiðnabergs Gleipnir von Greif / Vorsteh
ISFtCh. ISCh.CIB. RW-14/15 Heiðnabergs Bylur von Greif / Vorsteh

Opinn flokkur laugardag 2.apríl
Dómari Kjetil Kristiansen
RV-15 Bendishunda Moli / Vorsteh
Hafrafells Zuper Castro Enskur Setter
Háfjalla Askja / Enskur Setter
Ice Artemis Blökk / Str-Vorsteh
ISFtCh Háfjalla Týri / Enskur Setter
Fóellu Kolka / Breton
Rjúpnasels Funi / Enskur Setter
Rjúpnasels Þruma / Enskur Setter

Opinn flokkur laugardag 2.apríl
Dómari Angelika Hammarström
Hafrafells Hera / Enskur Setter
Ice Artemis Mjölnir / Str-Vorsteh
Bendishunda Jarl (Fróni) / Vorsteh
RV-14 Bendishunda Saga (Þoka) / Vorsteh
Húsavíkur Kvika/ Enskur Setter
Rjúpnasels Rán / Enskur Setter
RW-15 Bendishunda Mía / Vorsteh

Keppnisflokkur sunnudaginn 3.apríl
ISFtCh. ISCh.CIB. RW-14/15 Heiðnabergs Bylur von Greif / Vorsteh
Heiðnabergs Gleipnir von Greif / Vorsteh
ISFtCh Háfjalla Týri /Enskur Setter
Fóellu Kolka / Breton
C.I.B. ISCh ISFtCh Hrímþoku Sally Vanity / Enskur Setter
Álakvíslar Mario / Enskur Setter
Heiðnabergs Gáta von Greif / Vorsteh
Húsavíkur Kvika /Enskur Setter

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Þátttökulistinn í Bendisprófi Vorstehdeildar

Minnum á að skráningarfrestur í Bendisprófið rennur út á miðnætti

Capture

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Minnum á að skráningarfrestur í Bendisprófið rennur út á miðnætti