Bendispróf 30. september – 2. október

bendisprof_haustprof-1

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Bendispróf 30. september – 2. október

Dómarakynning á Øivind Skurdal og Hannu Matti Liedes

Í haustprófi Vorstehdeilar HRFÍ munu Øivind Skurdal og Hannu Matti Liedes dæma í Bendisprófinu, dagana 30. september – 2. október.

 

oyvind

Øivind Skurdal

Øivind Skurdal er 53 ára gamall Norðmaður sem býr í Lillehammer. Hann er giftur Line Elisabeth og eiga þau saman 5 dætur, ásamt því að á heimilinu eru tveir Enskir Setar (Goppollens Juul og Finntorpets Friis).

Síðastliðin 30 ár hefur Øivind verið bæði þátttakandi í veiðiprófum og einnig starfað sem fuglahundadómari. Á þessum 30 árum hefur hann eingöngu átt Enska Seta.

Øyvind segir: Þess fyrir utan þegar ég er ekki úti í náttúrunni með hundana starfa ég sem framkvæmdarstjóri á auglýsingastofu.
Ég hlakka til að sækja Ísland heim.

 

 

 

 

 

hannu

Hannu Matti Liedes

Hannu Matti Liedes er frá Finnlandi.

Sjáfur segir Hannu:

Það er heiður fyrir mig að fá tækifæri og boð um að dæma fuglahundapróf á Íslandi.

Ég hef veitt með standandi fulgahundum síðan 1988 en þá fékk ég einmitt minn fyrsta snögghærða Vorsteh hund. Alls hef ég átt sex Vorsteh hunda og einn Enskan Seta en fimm af mínum hundum hafa náð veiðimeistaratitlil. Eins og staðan er núna á ég tvo Vorsteh hunda og nota ég mína hunda við veiðar bæði á fjöllum, skógi eða á ökrum.

Dómaraferill minn hófst árið 1997 og síðustu ár hef ég dæmt veiðipróf í Noregi, Svíþjóð og hér í Finnlandi. Árið 2015 dæmdi ég Euro Cup and Prix de Excellence á Spáni og á heimsmeistarmótinu í Serbíu.

 

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Dómarakynning á Øivind Skurdal og Hannu Matti Liedes

Alþjóðleg hundasýning HRFÍ 04.09.2016

Úrslit Vorsteh strý & snögghærður
Dómari var Collette Muldoon.

BOB og BOS

Bendishunda Jarl ( Fróni ) og Rugdelias Qlm Lucyenne með dómaranum Collette Muldoon. Sýnendur: Sigrún Guðlaugardóttir og Guðrún Dögg Sveinbjörnsdóttir

Stry BOB m domara 2

Munkefjellets Mjöll BOB með dómaranum Collette Muldoon og sýnandanum Theodóru Róbertsdóttur.

Vorsteh strýhærður:
Vinnuhundaflokkur Rakkar

stry BOS

Ice Artemis Mjölnir

Ice Artemis Mjölnir
Exellent. M.efni. M.stig CACIB. BOS

Unghundaflokkur tíkur

stry BOB

Munkefjellets Mjöll

Munkefjellets Mjöll

Exellent. M.efni M.stig CACIB. BOB
Munkefjellets Mjöll varð í 2.sæti í grúppu 7. Glæsilegur árangur hjá Mjöll en þess má geta að hún er korn ung eða um 19.mánaða gömul og er því enn í unghundaflokk. Stjórn Vorsteh deildar óskar Lárusi eigenda Mjallar innilega til hamingju.

Vorsteh snögghærður:

Opinn flokkur rakkar

Veiðimela Jökull
Exellent M.efni 1.sæti

Vinnuhundaflokkur rakkar

Heiðnabergs Gleipnir von Greif
Exellent 2.sæti

Froni

Bendishunda Jarl (Fróni)

Bendishunda Jarl (Fróni)
Exellent M.efni M.stig CACIB. BOB
Þetta var síðasta Meistarastigið sem Fróni þurfti til að ná því að verða Íslenskur meistari, og þar sem hann var kominn með fullt hús af alþjóðlegum stigum ( CACIB ) gékk það stig niður til Bendishunda Mola sem varð í öðru sæti, sem varð til þess að Íslenski meistarinn Moli er nú kominn með fullt hús stiga til að sækja um Alþjóðlegan meistaratitill 🙂

Meistaraflokkur rakkar

ISCh RW-15 Bendishunda Moli
Exellent M.efni M.stig V-CACIB 1.sæti

Vinnuhundaflokkur tíkur

Veiðimela Krafla
Exellent M.efni 1.sæti

Meistaraflokkur tíkur

Luci

RW-13 C.I.B. ISCh Rugdelias Qlm Lucyenne

RW-13 C.I.B. ISCh Rugdelias Qlm Lucyenne
Exellent M.efni. BOS
Það þarf nú ekki að fjölyrða um sigurgöngu Lucy í gegn um tíðina, hún var valin besta tíkin, en svo lét hún í minni pokann fyrir afkvæmi sínu honum Bendishunda Jarl ( Fróna ) í úrslitunum.

Stjórn Vorsteh deildar óskar öllum til hamingju með frábæra dóma 🙂
Myndirnar tók Hannes Bjarnason og þakkar stjórn deildarinnar kærlega fyrir flottar myndir.
Birt með fyrirvara um villur. Endilega koma á framfæri við stjórn ef eitthvað er ekki rétt og við munum leiðrétta strax

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Alþjóðleg hundasýning HRFÍ 04.09.2016

Fjallatinda Frost með 1. einkunn í Senjaprófinu í Noregi

th&frost

Thomas og Fjallatinda Frost sáttir með 1. einkunn

Fjallatinda Frost og eigandi hans Thomas Hansen lönduðu 1. einkunn í opnum flokki um síðustu helgi í Senjaprófinu. Thomas Hansen býr með konu sinni og barni í Finnsnes í Norður-Noregi.

Fjallatinda Frost er fæddur á Íslandi en foreldrar hans eru Gruetjenet’s G-Ynja og Esjugrundar Stígur.
Ræktandi er Gunnar Pétur Róbertsson.

 

Stjórn Vorstehdeildar óskar þeim félögum til hamingju með árangurinn!

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Fjallatinda Frost með 1. einkunn í Senjaprófinu í Noregi

Æfingagöngur

IMG_20160508_150359
Þá er komið að því að Vorstehdeild og DESÍ byrji með æfingagöngur haustsins. Hittumst Miðvikudaginn 24. ágúst kl. 18 við Sólheimakotsafleggjarann.
Að sjálfsögðu eru allir velkomnir 🙂

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Æfingagöngur

Sýningaþjálfun

DESÍ og Vorstehdeild verða með sýningaþjálfun á þriðjudögum klukkan 19. Verðum úti fyrir þessa sýningu og ætlum að hittast í bílakjallaranum við Smáralind (undir nýja turninum). Kostar 500 krónur skiptið, allir velkomnir 🙂

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Sýningaþjálfun

Hundasýning HRFÍ 2 – 4. sept. Dagskrá

Hvolpasýning HRFI og keppni ungra sýnenda 2. september.
​Dómarar hvolpasýningar: John Muldoon, Sean Delmar, Collette Muldoon og Cathy Delmar frá Írlandi
Dómari í ungum sýnendum: Hilde Fredriksson frá Finnlandi
Skráningu lokið 
Alþjóðleg sýning, 3. – 4. september (Crufts qualification / parakeppni)
Dómarar: John Muldoon, Sean Delmar, Collette Muldoon,Yvonne Cannon og Cathy Delmar frá Írlandi.
Skráningu lokið
Tegundahópar 1, 4/6, 9 og 10 verða á laugardag og tegundahópar 2, 3, 5, 7 og 8 verða á sunnudag. 

Hér er nánari dagskrá með fyrirvara um villur 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Hundasýning HRFÍ 2 – 4. sept. Dagskrá

Sækipróf FHD 6. og 7. ágúst

sækipróf
Vorsteh hundar gerðu gott mót í prófinu og þá sérstaklega á sunnudeginum. Lárus og Björgvin börðust svo til síðasta blóðdropa í bráðabana með Mjölnir og Blökk 😉 þar sem bæði fengu 30 stig, og sigruðu Lárus og Mjölnir og Mjölnir valinn besti hundur prófs, en Björgvin og Blökk lentu í góðu öðru sæti 🙂 Fengu báðir hundarnir 1. einkunn.
Unghundurinn Munkefjellets Mjöll, fékk svo líka 1. einkunn á sunnudeginum.  🙂
Þær einkunnir sem Vorsteh hundar fengu þessa tvo daga eru:

Munkefjellets Mjöll – strýhærður Vorsteh : 1. einkunn og besti hundur unghundaflokks
Ice Artemis Mjölnir – strýhærður Vorsteh : 1. einkunn og besti hundur prófs
Ice Artemis Blökk – strýhærður Vorsteh : 1. einkunn
Ice Artemis Blökk – strýhærður Vorsteh : 2. einkunn
Ice Artemis Hera – strýhærður Vorsteh : 2. einkunn
Stangarheiðar Bogi – snögghærður Vorsteh : 3. einkunn
C.I.B. ISCh Zetu Jökla – snögghærður Vorsteh : 3. einkunn
C.I.B. ISCh ISFtCh Heiðnabergs Bylur von Greif – snögghærður Vorsteh : 3. einkunn
Annars eru hér opinber úrslit prófsins:
Sækipróf FHD var haldið helgina 6. og 7. ágúst í blíðskaparveðri. Þátttaka í prófinu var afar góð en 17 hundar voru skráðir hvorn dag. Dómari var Gunnar Gundersen frá Noregi, dómaranemi var Guðni Stefánsson og prófstjóri var Lárus Eggertsson.

Úrslit laugardagsins :

Bláskjárs Skuggi jr. – Weimaraner : 1. einkunn og bestur í flokki
C.I.B. ISCh Huldu Bell von Trubon – Weimaraner : 1. einkunn
Bláskjárs adamsGarpur – Weimaraner : 2. einkunn
Ice Artemis Blökk – strýhærður Vorsteh : 2. einkunn
RW-15 Bláskjárs adamsYrsa – Weimaraner : 2. einkunn
Ice Artemis Hera – strýhærður Vorsteh : 2. einkunn
Silva SGT Schulz Rider – Weimaraner : 2. einkunn
Stangarheiðar Bogi – snögghærður Vorsteh : 3. einkunn

Aðrar einkunnir komu ekki í hús þann daginn.

Úrslit sunnudagsins :

Unghundaflokkur :
Munkefjellets Mjöll – strýhærður Vorsteh : 1. einkunn og besti hundur unghundaflokks

Opinn flokkur :
Ice Artemis Mjölnir – strýhærður Vorsteh : 1. einkunn
Ice Artemis Blökk – strýhærður Vorsteh : 1. einkunn
C.I.B. ISCh Huldu Bell von Truben – Weimaraner : 1. einkunn
Silva SGT Schulz Rider – Weimaraner : 1. einkunn
Bláskjárs Skuggi jr. – Weimaraner : 1. einkunn
Bláskjárs adamsGarpur – Weimaraner : 2. einkunn
RW-15 Bláskjárs adamsYrsa – Weimaraner : 2. einkunn
C.I.B. ISCh Zetu Jökla – snögghærður Vorsteh : 3. einkunn
C.I.B. ISCh ISFtCh Heiðnabergs Bylur von Greif – snögghærður Vorsteh : 3. einkunn

Þau Mjölnir og Blökk náðu bæði 30 stigum í prófinu og til að velja hvort þeirra yrði valið besti hundur flokksins greip Gunnar til þess ráðs að láta þau heyja bráðabana og bar Mjölnir sigur úr býtum þar og var valinn besti hundur opins flokks.

Stjórn FHD þakkar öllum sem þátt tóku og þeim sem komu að prófinu með einum eða öðrum hætti.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Sækipróf FHD 6. og 7. ágúst

Úrslit úr Reykjavík Winner sýningu HRFÍ 23. júli og 24. júlí

Þá er Reykjavík Winner 2016 sýningunni lokið. Hér birtast úrslit fyrir laugardag 23. júlí og sunnudag 24. júlí. Þessi úrslit eru birt með fyrirvara um villur. Vinsamlegast látið vita ef einhverjar upplýsingar eru rangar eða vantar á tölvupóstinn vorsteh@vorsteh.is Einnig hvetjum við alla til að senda inn ljósmynd eða afrit af umsögn til að hægt verði að setja það inn í stigatöfluna fyrir stigahæstu hunda ársins 2016.

 

Laugardagur 23. júlí

Vorsteh, strýhærður
Op.fl
Ice Artemis Hera – Exellent – Ísl. Meistarstig – BOB/Besti hundur teg – Rvk Winner 2016

Vorsteh, snögghærður 
Opinn flokkur rakkar
Stangarheiðar Bogi – Exellent – 1.sæti – Meistaraefni

Veiðimela Jökull – Exellent – 2. sæti

Vinnuhundaflokkur rakkar
RW-15 Bendishunda Moli – Exellent – 1 sæti – Meistaraefni – Ísl. Meistarastig

Heiðnabergs Gleipnir von Greif – Exellent – 2. sæti – Meistaraefni

Bendishunda Jarl – Exellent – 3. sæti

Veiðimela Karri – Exellent – 4. sæti

Meistaraflokkur rakkar
ISCh Bendishunda Móri – Exellent – 1.sæti – BOB/Besti hundur teg – Rvk Winner 2016

C.I.B. ISShCh Bendishunda Darri – Exellent – 2. Sæti

C.I.B. ISFtCh RW-14 ISCh RW-13 Heiðnabergs Bylur von Greif – Exellent – 3.sæti

Opinn flokkur tíkur
Fjallatinda Kvika – Very Good

Vinnuhundaflokkur tíkur
Veiðimela Krafla – Exellent – Meistaraefni – Ísl.Meistarastig

Meistaraflokkur tíkur
RW-15 Bendishunda Mía – Exellent – BOS/Besti hundur teg af gagnstæðu kyni – Rvk Winner 2016

 

 

Sunnudagur 24. júlí

 

Vorsteh, strýhærður
Opinn flokkur tíkur
Ice Artemis Hera – Exellent – Ísl.Meistarastig – CACIB – BOB/Besti hundur teg

Vorsteh,snögghærður
Opinn flokkur rakkar
Stangarheiðar Bogi – Exellent – Meistaraefni – 1.sæti

Veiðimela Jökull – Very Good – 2.sæti

Vinnuhundaflokkur rakkar
Bendishunda Jarl – Exellent – Meistaraefni – Ísl. Meistarastig – CACIB – BOB/Besti hundur teg – 2.sæti í tegundarhóp 7

RW-15 Bendishunda Moli – Exellent – Meistaraefni – 2.sæti

Heiðnabergs Gleypnir von Greif – Very Good – 3.sæti

Veiðimela Karri – Very Good – 4.sæti

Meistaraflokkur rakkar
ISCh Bendishunda Móri – Exellent – Meistaraefni – 1.sæti

C.I.B. ISShCh Bendishunda Darri – Exellent – Meistaraefni – 2.sæti

C.I.B. ISFtCh RW-14 ISCh RW-13 Heiðnabergs Bylur von Greif – Exellent – Meistaefni – 3.sæti

Opinn flokkur tíkur
Fjallatinda Kvika – Good

Vinnuhundaflokkur tíkur
Veiðimela Krafla – Exellent

 

Látum nokkrar myndir fylgja. Nafn hunds er undir hverri mynd!

Stangarheiðar Bogi

Stangarheiðar Bogi

 

Veiðimela Krafla

 

Veiðimela Krafla ásamt eigenda sínum Unni

 

Bendishunda Móri og Bendishunda Mía

Bendishunda Móri og Bendishunda Mía ásamt dómara og sýnendum

 

Ice Artemis Hera

Ice Artemis Hera og eigandi hennar Sigurður.

froni

Bendishunda Jarl ásamt sýnanda og dómara

 

Stjórn Vorstehdeildar óskar eigendum til hamingju með árangurinn á sýningunni!

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Úrslit úr Reykjavík Winner sýningu HRFÍ 23. júli og 24. júlí

Sækipróf 6-7. ágúst

Seinna sækipróf sumarsins verður haldið daganna 6-7. ágúst. Allar upplýsingar um prófið er að finna hér. 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Sækipróf 6-7. ágúst