Royal Canin próf FHD í Áfangafelli 12. – 14. september

Þátttökulisti alla dagana nema annað sé tekið fram
Unghundaflokkur:

Vindølas Ta-Kria                                                                              Enskur setter
Veiðimela Jökull                                                                              Vorsteh, snögghærður
Veiðimela Ciara                                                                                Vorsteh, snögghærður
Veiðimela Karri                                                                                Vorsteh, snögghærður

Opinn flokkur:
Rjúpnasels Funi      (12.& 13. sept)                                                  Enskur setter
Rjúpnasels Rán       (12.& 13. sept)                                                  Enskur setter

Rjúpnasels Þruma   (12.& 13. sept)                                                  Enskur setter

Rjúpnasels Skrugga                                                                           Enskur setter
Fóellu Ari                                                                                             Breton

Fóellu Kolka                                                                                        Breton
Karacanis Harpa                                                                                Pointer

Keppnisflokkur:

ISCh Midvejs Xo
BretonMidvejs Assa                                                                             Breton
ISFtCh Vatnsenda Kjarval                                                                  Pointer
Heiðnabergs Gleipnir von Greif                                                         Vorsteh, snögghærður
C.I.B. ISFtCh RW-13/14 ISCh  Heiðnabergs Bylur von Greif       Vorsteh, snögghærður
Háfjalla Týri                                                                                           Enskur setter
Álakvíslar Mario                                                                                    Enskur setter

Styrktaraðilar gefa eftirfarandi

Allir þátttakendur fá poka af Royal Canin 1kg. Endurance 4800 orkufóðrinu fyrir vinnuhunda.

Bestu hundar í hverjum flokk fá verðlaunagrip frá Dýrheimum, umboðsaðilum Royal Canin og 1 flösku af Glenfiddich, single malt Scotch Whiskey og Coke zero slekkur þorstann.

Dómarar í prófinu eru:
Egill Bergmann sem dæmir laugardag og sunnudag og Björn Solheim og Rolf Hamstad frá Noregi.
Guðjón Arinbjörnsson er fulltrúi HRFI. Prófstjóri er Pétur Alan Guðmundsson.

Þátttakendur geta komið í Áfangafell seinnipart föstudags. Athugið að hundarnir eiga að vera í búrum í skálanum og það verður að þrífa upp eftir þá fyrir utan.
Sameiginlegur veislukvöldverður verður á laugardagskvöldinu í boði Melabúðarinnar. Verður hann á afar sanngjörnu verði sem er 2500 kr. fyrir máltiðina og gengur upphæðin óskert til FHD.  Þeir sem vilja vera í honum eru beðnir um að greiða á reikning FHD og senda kvittun á petur@thinverslun.is í síðasta lagi miðvikudagskvöld. Einnig er hægt að greiða á staðnum en staðfesta þarf í netfangið fyrrnefnda.
Á sunnudagskvöldinu er fyrirhugað að menn komi með eigin mat og væri þá upplagt að slá saman í villibráð.
Ekki gleyma að taka með snyrtilegan fatnað fyrir veislukvöldverðinn, sundfatnað, handklæði, svefnpoka/sæng, búr fyrir hundinn, flugnanet og góða skapið.
Rýma þarf og þrífa skálann á mánudagsmorgun fyrir prófsetningu og gerum við það öll saman.
Prófið verður sett alla dagana kl. 09:00 í Áfangafellsskálanum
Ef menn vilja sameinast í bíla, hafið samband við Sigga Benna í s:660-1911.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Royal Canin próf FHD í Áfangafelli 12. – 14. september

Ice Artemis Freyja

Freyja

Ice Artemsi Freyja.

Ice Artemis Freyja býr í Noregi, eigandi hennar er Monica Sawicz, þær stöllur eru búnar að fara í fimm sækipróf í sumar og landa 1.einkunn í þeim öllum og fengu fullt hús stiga í síðasta prófinu eða 20 stig.

Ræktandi Freyju er Lárus Eggersson, sem situr heima í Hafnarfirði og er afar stoltur.

Við sendum Monicu og Lárusi okkar bestu hamingjuóskir.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Ice Artemis Freyja

Royal Canin prófið FHD í Áfangafelli 12-14. sept.

Nú styttist í Royal Caninprófið/Áfangafellsprófið margrómaða sem haldið er á heiðunum við Blöndulón.  Prófið er víðfrægt fyrir töluvert magn af rjúpu, frábært einkunnahlutfall og skemmtilega samveru í Áfangafellsskálanum.

Royal Caninprófið verður haldið dagana 12.-14. September (athugið laugardag, sunnudag og mánudag)  en prófið þurfti að færa fram um eina helgi frá áður auglýstri dagsetningu vegna smalamennsku.

Prófað verður í öllum flokkum alla dagana þ.e. unghundaflokki, opnum flokki og keppnisflokki. Dómarar verða Björn Solheim og Rolf Hamstad frá Noregi og Guðjón Arinbjörnsson.  Egill Bergmann er tilbúinn að dæma verði þörf á.  Kynningu á Björn og Rolf má sjá á heimasíðu FHD

Við fáum Áfangafellsskálann á föstudagseftirmiðdag þegar smalamenn hafa yfirgefið hann en heiðin verður smöluð dagana á undan en eitthvað getur verið af sauðfé eftir á stöku stað.

Dagskrá alla dagana, 12.-14. sept:

UF/Unghundaflokkur (hundar að 2ja ára aldri) – OF/Opinn flokkur (Hundar eldri en 2ja ára) og KF/Keppnisflokkur (hundar sem náð hafa 1. Einkunn í OF)

Skráning í prófið fer fram á skrifstofu HRFÍ Síðumúla 15 eða í síma 588-5255 (opið kl. 10-15) og er síðasti skráningardagur 2. september.   

Prófnúmer er 501510

Einnig er hægt að skrá sig með því að senda tölvupóst á hrfi@hrfi.is og millifæra eða gefa upp kreditkortanúmer.

Tiltakið ættbókarnúmer og nafn hunds sem og leiðanda í prófinu auk hvaða flokka á að skrá í.

Verð fyrir einn dag er 4500,-, tvo daga 7000,- og þrjá daga 9500,-

Skráningarfrestur rennur út miðvikudaginn 2. september.

Prófstjórar verða Sigurður Ben. Björnsson (Siggi Benni), Jón Garðar Þórarinsson og Bragi Valur Egilsson. Frekari upplýsingar gefur Siggi Benni í s:660-1911

Fulltrúi HRFÍ í prófinu er Pétur Alan Guðmundsson

Vegleg verðlaun verða veitt fyrir bestu hunda í hverjum flokk alla dagana og besti hundur prófsins í hverjum flokk fær sérstök verðlaun.

Mjög góð aðstaða er í skálanum, stór stofa og borðstofa, fullkomið eldhús, sturtur og heitur pottur.

Stefnt er að því að tveir verði saman í herbergi. Hundar mega vera í búrum inni í herbergjunum. Sameiginlegur matur verður eitt kvöldið þar sem snillingurinn úr Kaldaprófinu FHD kokkurinn Óskar mun galdra fram stórkostlega veislumáltíð

Fullkomið eldhús er á staðnum sem fólk getur nýtt.

Einhverjir koma mögulega með fellihýsi og er vægt gjald fyrir aðstöðuna í skálanum.  Fólksbílafæri er á svæðið.

Panta verður gistingu í skálann fyrir 2. september hjá Pétri Alan Guðmundssyni  petur@thinverslun.is og þarf að staðfesta með fullri greiðslu við skráningu.  Gistigjald er kr. 7500.- fyrir þrjár nætur og er óendurkræft en framseljanlegt til annarra.  Skráning í gistingu telst ekki gild fyrr en greiðsla hefur borist.

Greiða skal inn á reikning Fuglahundadeildar 0536-04-761745  kt.670309-0290 og staðfesting send á petur@thinverslun.is

Fyrstur kemur fyrstur fær.

Styrktaraðilar eru Dýrheimar sem selja Royal Canin fóðrið,  Vífilfell sem selur Glenfiddich whiskey, Coca Cola ofl.

Hafi menn áhuga á að sameinast í bíla bæði til að spara eldsneytiskostnað og fá félagsskap er mönnum bent á að hafa samband við prófstjóra. Skráning í prófið sjálft fer fram á skrifstofu HRFÍ á opnunartíma skrifstofu HRFÍ  (sjá nánar á www.hrfi.is) .

Þetta er viðburður sem enginn vill láta fram hjá sér fara!

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Royal Canin prófið FHD í Áfangafelli 12-14. sept.

ISFtCh Zeta

zeta

Steinar og Zeta Mynd Pétur Alan.

Veiðimeistarinn ISFtCh Zeta  er farin á hinar eilífu veiðilendur.

Zeta eignaðist sjö hvolpa m.a. SCh CIB Zetu Jöklu og SCh CIB Zetu Krapa. 

Zeta átti farsælan ferli í veiðiprófum, sýningum og við veiðar.

Við færum Steinari og Jónínu okkar innilegustu samúðarkveðjur.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við ISFtCh Zeta

ISVCH Ljóssins Björt Skotta.

skotta

ISVCH Ljóssins Björt Skotta

Íslenski veiðimeistarinn ISVCH Ljóssins Björt Skotta er farin á hinar eilífu veiðilendur.

Skotta gaf okkur efnilega vorsteh-hunda inn í íslenska stofninn eins og Heiðnabergs Gátu, Byl og Gleipni.

Við færum Jóni Hákoni okkar innilegustu samúðarkveðjur.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við ISVCH Ljóssins Björt Skotta.

Alþjóðleg sýning HRFI 26.07.2015

Úrslit alþjóðlegrar sýningar HRFI 26.07.2015

Dómari Stefan Sinko

Vorsteh strýhærður

Unghundaflokkur tíkur

RW-15 (Reykjavík Winner 2015) Ice Artemis Líf – Exelent- M.Efni. 1. ísl. Meistarastig. CACIB 1.sæti. BOB framhald í grúppu

Vorsteh snögghærður

Ungliðaflokkur rakkar

Veiðimela Jökull Exellent M.efni 3.besti rakki

Veiðmela Karri Exellent annar besti rakki ungliðaflokk

Vinnuhundaflokkur rakkar

Bendishunda Darri Exellent. M.efni 1.sæti CACIB ísl, meistarastig BOB 2.sæti grúppu 7

Bendishunda Móri (Lilli) Exellent 2.besti rakki m/efni vara CACIB

Ungliðaflokkur tíkur

Veiðimela Krafla Exellent M.efni ísl meistarastig besta tík ungliðaflokk BOS

Vinnuhundaflokkur tíkur

RW-15 (Reykjavík Winner 2015) Bendishunda Mía Exellent M.efni CACIB besta tík vinnuhundaflokk 2.besta tík tegundar

Ræktunarhópur

Veiðimela (Jökull, Karri og Krafla) 1.sæti Hv

Stjórn Vorstehdeildar óskar öllum til hamingju með frábæran árangur.
Einnig þökkum við aðal styrktaraðilum deildarinnar þeim Bendishunda hjónum Siggu og Palla fyrir höfðinglegan stuðning. Það höfðu margir á orði hvað þetta væri flott hjá Vorsteh deild að afhenda bikara fyrir alla flokka. Minnum á að þú færð allt fyrir hundinn í versluninni Bendi

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Alþjóðleg sýning HRFI 26.07.2015

Úrslit Reykjavík Winner 2015

Dómari Antonio Di Lorenzo

Endilega látið vita ef rangt er farið með og það verður lagfært strax.

Strýhærður Vorsteh.

Ungliðafl, tíkur

Ice Artemis Líf – Exelent- 1.sæti – Meistarastig (CERT) RW-15 (Reykjavík Winner 2015) BOB og 3 sæti í grúbbu 7

Snögghærður Vorsteh

Ungliðafl, rakkar.

Veiðimela Karri – Very Good

Ungliðafl, Tíkur

Veiðimela Krafla – Very Good
Veiðimela Freyja – Exellent, meistaraefni og 2. besta tík

Vinnuhundafl, rakkar

Bendishunda Moli – Exellent, íslenskt meistarastig (CERT) , besti rakki tegundar, RW-15 (Reykjavík Winner 2015) og BOS (Best of oppisite sex)

Meistarafl, rakkar

C.I.B ISFtCh RW-14 RW-13 Heiðnabergs Bylur Von Greif, Exellent og 2.besti rakki

Vinnuhundafl, tíkur

Bendishunda Mía Exellent, íslenskt meistarastig(CERT) , besta tík tegundar, RW-15 (Reykjavík Winner 2015) og BOB (Best of breed)

Stjórn Vorsteh deildar óskar öllum innilega til hamingju með flotta hunda.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Úrslit Reykjavík Winner 2015

Afsláttarkort fyrir félaga í Vorstehdeild hjá Bendi.

IMG_0702

Kæru félagar í Vorsthedeild HRFÍ.
Þeir félagar sem greitt hafa félagsgjald HFRFÍ fyrir árið 2015 fá afsláttarkort sem veitir 20% afslátt af öllum vörum nema fóðri hjá Bendi.
Bendir er sérvöruverslun með hundavörur í Hlíðarsmára í Kópavogi.
Þar getið þið fengið allt fyrir hundinn.
Þetta er flottur afsláttur sem félögum í Vorstehdeild stendur til boða og viljum við í stjórn deildarinnar færa þeim heiðurshjónum Palla og Siggu okkar bestu þakkir fyrir stuðninginn.
Kortin er nafnamerkt og getið þið nálgast ykkar kort í Bendi frá og með föstudeginum 3.júlí.
Endilega kíkið í Bendi skoðið úrvalið og sækið kotið ykkar.
Njótið vel

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Afsláttarkort fyrir félaga í Vorstehdeild hjá Bendi.

Reykjavík winner og alþjóðleg sýning 25-26 júlí.

Reykjavík winner + alþjóðleg sýning 25.-26. júlí (útisýningar)
ATH! Hvolpar verða sýndir föstudaginn 24. júlí
Síðasti skráningardagur á gjaldskrá 1 er föstudaginn 12. júní
Síðasti skráningardagur á gjaldskrá 2 er föstudaginn 26. júní

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Reykjavík winner og alþjóðleg sýning 25-26 júlí.

Hvílum heiðina.

Minnum fuglahundamenn og konur á að nú er kominn tími til að hvíla þjálfun á heiðinni vegna varps rjúpna og annarra fugla.

Nú förum við að snúa okkur að sækiæfingum á landi og í vatni og spori. Sækiprófin verða a.m.k. tvö í sumar.

Nánar auglýst síðar.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Hvílum heiðina.