Ný stjórn Vorsthedeildar.

Ný stjórn hefur tekið til starfa í Vorsthedeild.

Á síðasta aðalfundi gengu úr stjórn þeir; Gunnar Pétur Róbertsson, Lárus Eggertsson og Kristjón Jónsson, er þeim þakkað mikið og gott straf í þágu deildarinnar á undanförnum fjórum árum.

Ný stjórn er skipuð þeim:

Díana Sigurfinnsdóttir, formaður.

Jón Svan Grétarsson, gjaldkeri.

Eydís Gréta Guðbrandsdóttir, ritari og gagnavörður.

Hlynur Þór Haraldsson, meðstjórnandi.

Birgir Örn Arnason, meðstjórnandi.

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Ný stjórn Vorsthedeildar.

Kaldaprófið 8 – 10 maí.

Nú styttist óðum í Kaldaprófið sem FHD hefur séð um frá því árið 2009.

Prófið verður haldið 8-10. maí og stefnt er að því að halda Unghunda-, Opinn- og Keppnisflokk alla dagana þ.e. föstudag, laugardag og sunnudag.

Skráningafrestur er til hádegis fimmtudaginn 30. apríl.
Kaldaprófið hefur verið rómað fyrir skemmtileg prófsvæði á norðlensku heiðunum við Eyjafjörðinn og allt að Mývatni og samheldinn hóp sem tekur þátt í að gera prófið að því sem það er í dag. Það hefur yfirleitt verið töluvert magn af fugli á svæðinu sem bæði hefur reynt á menn og hunda.
Þar sem þetta hefur verið eitt vinsælasta prófið ætlum við að reyna að bjóða upp á þétta dagsskrá þar sem boðið verður upp á UF, OF og KF alla þrjá dagana ef nægileg þátttaka næst. Þetta er nýbreytni af hálfu deildarinnar og hugsanlegt að ekki náist næg skráning í alla flokka alla daga. Deildin áskilur sér þann rétt að bjóða upp á að skráningar séu fluttar á milli flokka, flokkur felldur niður, skráningargjald endurgreitt eða skráningagjald verði flutt á annað próf.

Dómarar prófsins verða þrír, þeir Øystein Heggelund Dahl, Svein Oddvar Hansen frá Noregi og Svafar Ragnarsson, sem jafnframt er fulltrúi HRFÍ í prófinu.

Með fyrirvara um breytingu miðað við skráningu þá raðast dómarar á eftirfarandi hátt föstud: of/uf erlendur kf isl og erlendur. Laugard: of/uf erlendur kf isl og erlendur sunnud: of/uf isl kf erlendur og erlendur.

FHD hefur fengið til afnota stóra húsið að Ytri Vík sem er stutt frá Árskógssandi ásamt tveim bústöðum. Stóra húsið tekur 16 manns í gistingu. Þar er gott eldhús, stór matsalur og setustofa. Í kjallaranum er gufa og aðstaða til að þurrka blaut föt og skó, einnig er stór heitur pottur eða kannski frekar má segja lítil sundlaug við húsið.

Bústaðirnir eru 4-6 manna og eru þeir með tveimur herbergjum og svefnlofti, eldhúsi og stofu og auk þess er heitur pottur við þá líka. Hundarnir fá að vera inni á herbergjum í búrum og alls ekki lausir utandyra.
Hvetjum við alla til að halda hópinn og panta gistingu að Ytri Vík, svo að kostnaður haldist í lágmarki og stemmningin og samheldnin haldist sem best.

Á föstudagskvöldinu að loknu prófi verður farið í heimsókn í hina rómuðu Kaldaverksmiðju eins og í fyrri prófum. Farið verður með rútu frá Ytri Vík í Bruggsmiðjuna og Kaldaverksmiðjan skoðuð. Að skoðunarferðinni lokinni verður hópnum ekið aftur að Ytri Vík.
Bruggsmiðjan leggur til verðlaun að vanda í þetta próf og gefa okkur afslátt í skoðunarferðina. Það kostar 1500 kr. að fara í hana og eru veitingar innifaldar. Hóflegt gjald verður í rútuna.
Áætlað er að hafa sameiginlegan kvöldverð á laugardagskvöldinu þar sem menn og konur koma með sitthvað góðgæti í púkk (villibráð oþh)

Reynt verður að halda kostnaði við gistinguna í algjöru lámarki og eftir því sem betri skráning verður, þeim mun hagstæðari verður gistingin. Áætlað er að kostnaður verði í kringum 8,000 kr.pr. mann og er aðeins eitt gjald í boði, en þessi tala gæti verið örlítið breytileg. Innifalið eru þrjár gistinætur, frá fimmtudegi fram á sunnudag. Hægt er að fá uppábúin rúm fyrir hóflegt gjald.

Gisting:
Bókunarfrestur í hús er til hádegis þann 27. apríl og verður að vera búið að greiða fyrir gistinguna til þess að bókunin teljist gild.

Skráning í gistingu:
Skráning í gistingu fer fram rafrænt með því að senda póst á fuglahundadeild@gmail.com

Greiða skal staðfestingargjald kr. 8000.- fyrir gistingunni á reikning deildarinnar.

Reikningsupplýsingar Fuglahundadeildar fyrir gistingu eru eftirfarandi:
Rknr: 536-04-761745
Kt: 670309-0290

Skráning í prófið:
Skráningin í prófið fer fram á skrifstofu HRFÍ á opnunartíma, sem er alla virka daga frá kl.10-15. Einnig er hægt að senda tölvupóst á hrfi@hrfi.is og millifæra á reikning félagsins. Munið að senda kvittun á hrfi@hrfi.is Sími skrifstofu er 588-5255

Reikningsupplýsingar HRFÍ eru eftirfarandi:
Rknr: 515-26-707729
Kt: 680481-0249

Þátttökugjald fyrir 1 dag er 4.500.- 2 daga er 7.000.- 3 daga er 9.500.-

Athugið að skráningarfrestur í prófið rennur út á hádegi 30. apríl.

Upplýsingar um prófstjóra koma síðar.
Fulltrúi HRFÍ er Svafar Ragnarsson.

Tiltaka verður prófnúmer sem er #501506, ættbókarnúmer hunds, nafn leiðanda, í hvaða flokk/a á að skrá og hvaða dag/a. Greiða verður um leið og skráning fer fram til að skráning sé gild.

Gistisvæðið þar sem karrarnir ropa í brekkunni má sjá nánar á www.sporttours.is

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Kaldaprófið 8 – 10 maí.

Góð þátttaka í IRSK setter prófinu.

Veiðipróf IRSK setter deildarinnar fer fram um næstu helgi, góð þátttaka er í prófinu.

Fimm Rjúpnasels gotsystkini taka þá í unghundaflokki báða prófdagana.
Það hefur ekki gerst áður að svona mörg gotsystkini hafi þekið þátt í sama veiðiprófi.

Unghundaflokkur 23.apríl  – fimmtudagur, sumardagurinn fyrsti.
Rjúpnasels Skrugga
Rjúpnasels Huppur
Rjúpnasels Þruma
Rjúpnasels Funi
Rjúpnasels Rán

Opinnflokkur 23.apríl – fimmtudagur, sumardagurinn fyrsti.
Fóellu Ari
Ismenningens B-Billi
Háfjalla Týri
Huldu Bell von Turbon
Vatnsenda Kjarval
Midtvejs Xo
Fuglodden´s Rösty
Heiðnabergs Gleipnir von Greif
Gagganjunis Von
Karacanis Harpa
Húsavíkur Mjölnir frá Rjúpnabrekku

Unghundaflokkur 25.apríl – laugardagur.
Rjúpnasels Skrugga
Ice Artemis Mjölnir
Rjúpnasels Huppur
Rjúpnasels Þruma
Rjúpnasels Funi
Rjúpnasels Rán

Opinnflokkur 25.apríl, laugardagur.
Fóellu Ari
Ismenningens B-Billi
Bendishunda Mía
Huldu Bell von Turbon
Heiðnabergs Gáta von Greif
Vatnsenda Kjarval
Hafrafells Zuper Caztro
Fuglodden´s Rösty
Fóellu Kolka
Gagganjunis Von
Karacanis Harpa
Húsavíkur Mjölnir frá Rjúpnabrekku

Keppnisflokkur 26.apríl, sunnudagur.
Háfjalla Týri
Heiðnabergs Gáta von Greif
Vatnsenda Kjarval
Midtvejs Xo
Elding
Háfjalla Parma
Álarkvíslar Mario
Heiðnabergs Bylur von Greif
Heiðnabergs Gleipnir von Greif

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Góð þátttaka í IRSK setter prófinu.

Stigahæðstu hundar árið 2014.

Stigahæðstu hundar árið 2014

Unghundaflokkur.

Bendishunda Moli – 11 stig (veiðipróf 9 stig + sýningar 2 stig)

Bendishunda Saga – 8 stig (veiðipróf 5 stig + sýniungar 3 stig)

Bendishunda Mía – 6 stig (veiðipróf)

Bendishunda Jarl – 6 stig (veiðipróf)

Opinflokkur.

ISFtCh ISCh C.I.B. Rw13 & 14 Heiðnabergs Bylur von Greif  – 14 stig (veiðipróf 12 stig + sýningar 2 stig)

Ice Artemis Úranus (Arkó) – 12 stig (veiðipróf 5 stig + sýningar 7 stig)

Ice Artemsi Blökk – 11 stig (veiðipróf)

RE-13 C.I.B ISCh Qlm Rugdelias Lucienne – 10 stig (veiðipróf 7 stig + sýningar 3 stig)

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Stigahæðstu hundar árið 2014.

Maísýning HRFÍ

Breytt fyrirkomulag á maí sýningu HRFI – Verður tvöföld meistarasýning!

Sýningastjórn hefur ákveðið að bjóða upp á (tilraun) tvöfalda meistarastigssýningu hvítasunnuhelgina 23.-25. maí n.k. í Reiðhöll Fáks Víðidal.

Þetta verða tvær aðskildar sýningar sem báðar gefa íslensk meistarastig og til viðbótar ef hundur vinnur BOB eða BOS á báðum sýningum fær hann titilinn Norðurljósa Winner eða NLW-15 (má vera BOS annan daginn og BOB hinn).

Norðurljósasýningin hefst eftir að dómum lýkur á meistarastigssýningu á laugardag, sunnudag og að morgni mánudags. Ekki verður boðið upp á keppni í ræktunar/afkvæmahópum á Norðurljósasýningunni.

Dómar hefjast alla daga kl.9:00.

Áætlun fyrir tegundahópa er eftirfarandi:

Laugadagur 23.maí 2015

Meistarastigsýning grúbbur 1, 2, 3, 4, 5 & 6
Norðurljósasýning  grúbbur 7, 8 & 10

Sunnudagur 24. maí 2015

Meistarastigsýning grúbbur 7, 8, 9, 10
Norðurljósasýning grúbbur 1, 3, 4, 5 & 6

Mánudagur 25. maí 2015

Norðurljósasýning grúbbur 2 & 9
Ungir sýnendur

Vinsamlega athugið að ungir sýnendur gætu verið á sama tíma og dómur í einhverjum tegundum sem tilheyra grúbbum 2 og 9.

Vinsamlega athugið að sýningastjórn áskilur sér rétt til að færa tegundahópa til ef þörf þykir eftir að skráningafresti lýkur.

Skráningu á þessa sýningu líkur 24.apríl.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Maísýning HRFÍ

Aðalfundur Vorstehdeildar, breytt dagsetning.

Aðalfundur Vorstehdeildar verður haldinn miðvikudaginn 15.apríl kl.20:00 í Sólheimakoti.

Dagskrá fundarinns, venjulega aðalfundarstörf, önnur mál.

Kjósa þarf 3 nýja menn í stjórn.

Vinsamlega athugið að vegna óviðráðanlega orska þurfum við að færa fundinn til um viku.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Aðalfundur Vorstehdeildar, breytt dagsetning.

Aðalfundur Vorstehdeildar 8.apríl.

Aðalfundur Vorstehdeildar verður haldinn miðvikudaginn 8.apríl kl.20:00 í húsnæði HRFÍ Síðumúla 15.

Dagskrá fundarinns, venjulega aðalfundarstörf, önnur mál.

Kjósa þarf 3 nýja menn í stjórn.

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Aðalfundur Vorstehdeildar 8.apríl.

Góð helgi að baki.

Um helgina fór fram Robur-próf Vorstehdeildar, prófið var 3ja daga próf, á föstudeginum 27 mars, mætti 6 hundar í opinflokk, á laugardeginum 28.mars mættu 4 hundar í undhundaflokk og 7 hundar í opinflokk og á sunnudeginum 29. Mars var síðan keppnisflokkur og þar mættu til leiks 10 hundar.

Dómarar í prófinu komu frá Noregi þeir Audun Kristiansen og Anders Simensrud. Prófstjóri var Gunnar Pétur Róbertsson og fulltrúi HRFÍ var Sigurður Ben. Björnsson.

Dómaranemar voru; Vilhjálmur Ólafsson og Daníel Kristinsson

Úrslit helgarinnar voru eftirfarandi;

Opinflokkur, föstudagur 27.mars

Karacanis Harpa 2.einkunn

Leiðandi: Ásgeir Heiðar.

Laugardagur 28.mars.

Unghundaflokkur,

Húsvíkur Kvika – 2.einkunn og besti hundur prófs

Leiðandi: Hilmar Valur Gunnarsson.

Ice Artemis Mjölnir 2.einkunn

Leiðandi: Lárus Eggertsson

Rjúpnasels Funi 3.einkunn

Leiðandi: Þorsteinn Friðriksson

Opinflokkur

Ice Artemis Blökk 3.eiknkunn

Leiðandi: Björgvin Þórisson.

Keppnisflokkur, Sunnudagur 29.mars.

1. sæti m/meistarastig, Vatnsenda Kjarval

Leiðandi: Ólafur Jóhannsson

2. sæti Álakvíslar Maríó

Leiðandi: Daníel Kristinnsson.

3. sæti ISFtCh Háfjalla Parma

Leiðandi: Daníel Kristinnson

4. sæti Heiðnabergs Gáta von Greif

Leiðandi: Jón Hákon Bjarnason

Við viljum þakka öllum þeim sem tóku þátt í prófinu einnig þeim sem gengu með og mættu í Sólheimakot í kaffi til okkar. Við óskum þeim sem náðu sér í einkunnir og sæti um helgina hjartanlega til hamingju.

Við vonum að þið hafið skemmt ykkur eins vel og við sem héldum utan um prófið og hlökkum til að sjá ykkur í næsta prófi.

Það er ekki hægt að halda svona próf án styrktaraðila, okkar aðal styrktaraðili í þessu prófi var Robur, og viljum  við færa Vilhjálmi Ólafssyni okkar bestu þakkir fyrir stuningin, einnig styrkti Famues Grouse okkur veglega og færðum við þeim einnig okkar bestu þakkir.

opinfl.lau

Opinflokkur, laugardagur

Opinflokkur föstudag.

Opinflokkur, föstudagur

unghundafl.

Unghundaflokkur, laugardagur

keppnisflokkur

Keppnisflokkur, sunnudagur

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Góð helgi að baki.

Robur próf Vorstehdeildar 1.dagur

11072862_1041685272525668_4992784958941722997_n

Fyrsti dagur í Robur prófi Vorstehdeildar var haldinn í gær föstudaginn 27.mars á Mosfellsheiði í vægast sagt

leiðilegu veðri á köflum. Góður dagur þó í góðum hóp. 6 hundar tóku þátt í opnum flokki. Ásgeir Heiðar og Harpa.

stóðum upp með 2.einkunn eftir daginn.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Robur próf Vorstehdeildar 1.dagur

Robur próf Vorstehdeildar.

Robur próf Vorstehdeildar verður sett í Sólheimakoti á morgun föstudag kl.9:00.

Þann dag fer opinflokkur fram.

Það eru tveir gámar við Sólheimakot og því þröngt á bílastæðinu fyrir framan kotið, hægt

er að leggja við gamla refahúsið fyrir ofan.

 

Robur merkið

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Robur próf Vorstehdeildar.