Opið hús í Sólheimakoti sunnudaginn 8. mars kl.10:00

Garmin og dótakassinn í Sólheimakoti!

Næstkomandi sunnudag 8. mars kynnir Þorsteinn (Steini) Friðriksson Garmin gps tæki og ólar.

Steini mun fara yfir og kenna á tækin og sýna fólki hvernig lesa á gögn frá tækjunum bæði verklega og frá skjávarpa.

Farið verður lauslega yfir búnað fyrir veiðar og veiðipróf þmt. varmadekk, sokka, brynningu, fóðrun ofl. ofl.

Ásgeir Heiðar prófstjóri í Ellaprófinu mun stýra drætti fyrir UF/OF í prófinu í kotinu.

Nú er um að gera fyrir þátttakendur að spyrjast fyrir og kynna sér hvað má og má ekki.

Eftir opna húsið verður farið út að þjálfa.

Dagskráin í kotinu hefst kl. 10, heitt á könnunni og allir að sjálfsögðu velkomnir.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Opið hús í Sólheimakoti sunnudaginn 8. mars kl.10:00

Sýning HRFÍ um helgina.

Arí

Kópavogs Arí Mynd:Pétur Alan

 

Fróni

Bendishunda Funi Mynd: Pétur Alan

Strýhærður Vorsteh

Meistaraflokkur rakkar
Ice Artemir Úranus (Arko) – Excellent – Alþjóðl.m.stig
Unghundaflokkur tíkur
Ice Artemis Líf – Excellent. M.stig – Alþjóðl.m.stig

Snögghærður Vorsteh

Ungliðaflokkur rakkar
Veiðimela Jökull – Very Good
Veiðimela Karri – Excellent

Vinnuhundaflokkur rakkar
Bendishunda Jarl /Fróni– Excellent – M.stig – Alþjóðl.m.stig – BOB
og 1.sæti í grúbbu 7.

Unghundaflokkur tíkur
Zeldu Ast Rán – Good

Opin flokkur tíkur
Haugtun‘s Hfe Siw – Sufficient
Kópavogs Arí – Execellent – M.stig – Alþjóðl.m.stig – BOS

Vinnuhundaflokkur tíkur
Bendishunda Mía – Excellent – M.efni
Heiðnabergs Gáta – Excellent

 

Bendir-logo

Á sýningunni  fóru Vorsteh hundar heim með glæsilega bikara sem okkar yndislegu styrtaraðilar Palli og Sigga í Bendi gáfu.

Færum við þeim okkar bestu þakkir fyrir, það er svo gaman að geta veitt okkar frábæru hundum verðlaun.

Minnum ykkur á að þið fáið allt fyrir hundasportið í Bendi.

 

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Sýning HRFÍ um helgina.

Sýning HRFÍ um helgina.

CIB ISCh. Rugdelias Qlm Lucienne

Alþjóðleg sýning HRFÍ verður nú um helgina 27.feb – 1.mars.

Vorsteh hundar verða sýndir sunnudaginn 1.mars.

Eins og svo oft áður þá gefa heiðurshjónin Sigga og Palli Bendi Vorsteh hundum verðlaunin á þessari sýningu.

Færum þeim okkar bestu þakkir fyrir, það er okkur mikils virði að fá þennan stuðning enda fátt

skemmtilegra að geta veitt okkar hundum viðurkenningar á sýningum.

Við bendum ykkur góðfúslega á verslunina Bendi sem er í Hlíðarsmára 13,

en þarf fáið þið allt fyrir hundasportið.

www.bendir.is

 

Bendir-logo_1

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Sýning HRFÍ um helgina.

Opið hús í Sólheimakoti sunnudaginn 22.febrúar.

Á opnu húsi í Sólheimakoti n.k. sunnudag (Konudaginn 22. feb.)
verður aktívi sýnandinn kynntur Hulda og Kristín Jónasdætur og Guðbjörg Guðmundsdóttir kynna allt varðandi dóma á hundasýningumþ.e. hugtök,umsagnir, sæti, flokka, meistarastig & titla. BOB, BOS, CACIB ofl..
Þær munu svara spurningum um það sem þú hefur ekki skilið hingað til svo þú sért undirbúin/n fyrir sýningar HRFÍ
Afar fróðlegt og nauðsynlegt til að skilja hvað felst í árangri hundsins þíns.
Húsið opnar kl. 09:45 og kynningin hefst kl. 10. Boðið verður upp á nýbakaðar vöfflur, kakó og kaffi. Allir velkomnir.
Að sjálfsögðu verður farið út að þjálfa eftir opna húsið

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Opið hús í Sólheimakoti sunnudaginn 22.febrúar.

Opið hús í Sólheimakoti á sunnudaginn 15.febrúar.

Opið hús í Sólheimakoti sunnudaginn 15. febrúar. Kotið opnar kl. 10.00.

Að þessu sinni munu þeir Egill Bergmann og Bragi Valur Egilsson fara yfir veiðiprófsreglurnar og fleira sem við þeim kemur.

Heitt verður á könnunni og eitthvað góðgæti með.

Að loknum fyrirlestri þá verður farið á heiðina til æfinga.

Sjáumst hress, allir velkomnir.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Opið hús í Sólheimakoti á sunnudaginn 15.febrúar.

Fyrsta veiðipróf ársins 21 – 22 febrúar.

Fyrsta veiðipróf ársins verður haldið helgina 21.-22. febrúar. Unghunda- og opinn flokkur verður dæmur á laugardeginum en keppt í keppnisflokki á sunnudeginum.

Svafar Ragnarsson mun dæma unghunda- og opinn flokk. Keppnisflokkur verður dæmdur af Svafari Ragnarssyni og Egil Bergmann.

Skráningarfrestur rennur út miðvikudaginn 11. febrúar á miðnætti.

Skráning fer fram á skrifstofu HRFÍ á opnunartíma, sem er alla virka daga frá kl.10-15.

Einnig er hægt að skrá með því að senda tölvupóst á hrfi@hrfi.is

Tiltaka verður prófnúmer sem er #501501, ættbókarnúmer hunds, nafn leiðanda og í hvaða flokk á að skrá og hvaða dag.

Greiða verður um leið og skráning fer fram til að skráning sé gild.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Fyrsta veiðipróf ársins 21 – 22 febrúar.

Opið hús í Sólheimakoti nk. laugardag.

Opið hús verður í Sólheimakoti næsta LAUGARDAG frá kl. 10  (ekki sunnudag).

Daníel Kristinsson og Pétur Alan Guðmundsson fara yfir hvernig skal leiða hund í veiðiprófi á sem bestan máta.

Eftir fyrirlesturinn verður farið út að þjálfa.

Heitt á könnunni og gómsætt með.

Allir velkomnir

 

 

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Opið hús í Sólheimakoti nk. laugardag.

Prófstjóranámskeið.

prófstjóranámskeið

Þessi flotti hópur smellti sér á prófstjóranámskeið hjá þeim Svafari Ragnarssyni og Pétri Alan Guðmundssyni.

Nokkuð ljóst að við munu ekki vera í vandræðum með prófstjóra á komandi misserum.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Prófstjóranámskeið.

Opið hús í Sólheimakoti sunnudaginn 1.febrúar kl.10:00.

kjartan lorange

Opið hús í Sólheimakoti sunnudaginn 1.febrúar. kl.10:00.

Kjartan Lorange mætir til okkar og kennir hvernig á að flauta í anda – og gæsaflautur og eitthvað fleira skemmtilegt.
Þið sem eigið flautur endilega mætið með þær.
Kjartan er veiðimaður að guðsnáð og fáir veiðimenn sem eyða jafnmörgum dögum við veiðar á ári og Kjartan.
Hann er hafsjór af fróðleik um veiðar og allt sem snýr að þeim, þetta verður því afar fróðlegur morgun og hvetjum við alla til að mæta.
Kaffi og bakkelsi að hætti húsins

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Opið hús í Sólheimakoti sunnudaginn 1.febrúar kl.10:00.

Hvolpasýning HRFÍ

krafla

Krafa 2.besti hvolpur, ásamt sýnanda sínum Elínu Rós H.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Veiðimela hvolparnir slógu í geng á hvolpasýningu HRFÍ sl. laugardag þann 24. janúar.

Krafla fór áfram í úrslit og varð annar besti hvolpur sýningar.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Hvolpasýning HRFÍ