Opið hús í Sólheimakoti á sunnudaginn 15.febrúar.

Opið hús í Sólheimakoti sunnudaginn 15. febrúar. Kotið opnar kl. 10.00.

Að þessu sinni munu þeir Egill Bergmann og Bragi Valur Egilsson fara yfir veiðiprófsreglurnar og fleira sem við þeim kemur.

Heitt verður á könnunni og eitthvað góðgæti með.

Að loknum fyrirlestri þá verður farið á heiðina til æfinga.

Sjáumst hress, allir velkomnir.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Opið hús í Sólheimakoti á sunnudaginn 15.febrúar.

Fyrsta veiðipróf ársins 21 – 22 febrúar.

Fyrsta veiðipróf ársins verður haldið helgina 21.-22. febrúar. Unghunda- og opinn flokkur verður dæmur á laugardeginum en keppt í keppnisflokki á sunnudeginum.

Svafar Ragnarsson mun dæma unghunda- og opinn flokk. Keppnisflokkur verður dæmdur af Svafari Ragnarssyni og Egil Bergmann.

Skráningarfrestur rennur út miðvikudaginn 11. febrúar á miðnætti.

Skráning fer fram á skrifstofu HRFÍ á opnunartíma, sem er alla virka daga frá kl.10-15.

Einnig er hægt að skrá með því að senda tölvupóst á hrfi@hrfi.is

Tiltaka verður prófnúmer sem er #501501, ættbókarnúmer hunds, nafn leiðanda og í hvaða flokk á að skrá og hvaða dag.

Greiða verður um leið og skráning fer fram til að skráning sé gild.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Fyrsta veiðipróf ársins 21 – 22 febrúar.

Opið hús í Sólheimakoti nk. laugardag.

Opið hús verður í Sólheimakoti næsta LAUGARDAG frá kl. 10  (ekki sunnudag).

Daníel Kristinsson og Pétur Alan Guðmundsson fara yfir hvernig skal leiða hund í veiðiprófi á sem bestan máta.

Eftir fyrirlesturinn verður farið út að þjálfa.

Heitt á könnunni og gómsætt með.

Allir velkomnir

 

 

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Opið hús í Sólheimakoti nk. laugardag.

Prófstjóranámskeið.

prófstjóranámskeið

Þessi flotti hópur smellti sér á prófstjóranámskeið hjá þeim Svafari Ragnarssyni og Pétri Alan Guðmundssyni.

Nokkuð ljóst að við munu ekki vera í vandræðum með prófstjóra á komandi misserum.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Prófstjóranámskeið.

Opið hús í Sólheimakoti sunnudaginn 1.febrúar kl.10:00.

kjartan lorange

Opið hús í Sólheimakoti sunnudaginn 1.febrúar. kl.10:00.

Kjartan Lorange mætir til okkar og kennir hvernig á að flauta í anda – og gæsaflautur og eitthvað fleira skemmtilegt.
Þið sem eigið flautur endilega mætið með þær.
Kjartan er veiðimaður að guðsnáð og fáir veiðimenn sem eyða jafnmörgum dögum við veiðar á ári og Kjartan.
Hann er hafsjór af fróðleik um veiðar og allt sem snýr að þeim, þetta verður því afar fróðlegur morgun og hvetjum við alla til að mæta.
Kaffi og bakkelsi að hætti húsins

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Opið hús í Sólheimakoti sunnudaginn 1.febrúar kl.10:00.

Hvolpasýning HRFÍ

krafla

Krafa 2.besti hvolpur, ásamt sýnanda sínum Elínu Rós H.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Veiðimela hvolparnir slógu í geng á hvolpasýningu HRFÍ sl. laugardag þann 24. janúar.

Krafla fór áfram í úrslit og varð annar besti hvolpur sýningar.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Hvolpasýning HRFÍ

Dómarar í prófi Vorstehdeildar 27 – 29 mars.

audun kristiansen

Audun Kristiansen

Anders s.

Anders Simensrud

Dómarar í prófi Vorsteh deildar sem haldið verður dagana 27 – 29 mars koma frá Noregi.

Þeir eru; Audun Kristiansen og Anders Simensrud.

Kynning á þeim mun koma inn síðar.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Dómarar í prófi Vorstehdeildar 27 – 29 mars.

Hvolpasýning HRFÍ laugardaginn 21.janúar.

Jón Garðar og Heiðnabergs Bylur

Hér er Bylur pabbi Veiðimelahvolpana, lítill og saklaus.

Hvolpasýning HRFÍ verður á laugardaginn 24.janúar í húsnæði Gæludýra á Korputorgi. Fjórir vorsteh-hvolpar verða sýndir og verða þeir í hringum kl.13:40. Þeir sem sýndir verða eru; Veiðimela, Karri, Jökull, Krafla og Freyja.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Hvolpasýning HRFÍ laugardaginn 21.janúar.

Opið hús í Sólheimakoti sunnudaginn 18. janúar.

Leiðin að Sólheimakoti

Leiðin upp í Sólheimakot.

Á sunnundaginn 18.janúar kl.10:00 er fyrsta opna húsið hjá okkur í Vorsteh, Fuglahunda og Írsk setter deild. Þar verður starfið á komandi mánuðum kynnt. Það er von okkar að sem flestir sjái sér fært að mæta í skemmtilegt spjall, kaffi og bakkelsi í boði. Við bjóðum nýliða sérstaklega velkomna og er það von okkar að við fáum að sjá fullt af nýjum andlitum. Við viljum taka fram að það er búið að moka upp í Sólheimakot.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Opið hús í Sólheimakoti sunnudaginn 18. janúar.

rjúpasnjór

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við