Dómarar í prófi Vorstehdeildar 27 – 29 mars.

audun kristiansen

Audun Kristiansen

Anders s.

Anders Simensrud

Dómarar í prófi Vorsteh deildar sem haldið verður dagana 27 – 29 mars koma frá Noregi.

Þeir eru; Audun Kristiansen og Anders Simensrud.

Kynning á þeim mun koma inn síðar.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Dómarar í prófi Vorstehdeildar 27 – 29 mars.

Hvolpasýning HRFÍ laugardaginn 21.janúar.

Jón Garðar og Heiðnabergs Bylur

Hér er Bylur pabbi Veiðimelahvolpana, lítill og saklaus.

Hvolpasýning HRFÍ verður á laugardaginn 24.janúar í húsnæði Gæludýra á Korputorgi. Fjórir vorsteh-hvolpar verða sýndir og verða þeir í hringum kl.13:40. Þeir sem sýndir verða eru; Veiðimela, Karri, Jökull, Krafla og Freyja.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Hvolpasýning HRFÍ laugardaginn 21.janúar.

Opið hús í Sólheimakoti sunnudaginn 18. janúar.

Leiðin að Sólheimakoti

Leiðin upp í Sólheimakot.

Á sunnundaginn 18.janúar kl.10:00 er fyrsta opna húsið hjá okkur í Vorsteh, Fuglahunda og Írsk setter deild. Þar verður starfið á komandi mánuðum kynnt. Það er von okkar að sem flestir sjái sér fært að mæta í skemmtilegt spjall, kaffi og bakkelsi í boði. Við bjóðum nýliða sérstaklega velkomna og er það von okkar að við fáum að sjá fullt af nýjum andlitum. Við viljum taka fram að það er búið að moka upp í Sólheimakot.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Opið hús í Sólheimakoti sunnudaginn 18. janúar.

rjúpasnjór

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við

Dagskrá veiðiprófa árið 2015.

Flott mynd af Strýhærðum Vorsteh   Mynd:Lárus

Dagskrá veiðiprófa árið 2015.

21 – 22 febrúar – FHD – skráningarfrestur rennur út11.febrúar,

14 -15 mars – FHD skráningarfrestur rennur út 2 mars.

27 – 29. Mars – Vorstehdeild – skráningarfrestur rennur út17.mars.

11 -12 apríl – FHD – skráningarfrestur rennur út 1.apríl.

24 – 26 apríl – ÍSD – skráningarfrestur rennur út 13.apríl.

8 – 10 maí – FHD – skráningarfretur rennur út 29.apríl.

27 – 28.júní – sækipróf – FHD – skráningarfrestur rennur út 16.júní.

11 – 12 júlí – sækipróf FHS – skráningarfrestur rennur út 1.júlí.

2 – 4 október – Vorstehdeild – skráningarfrestur rennur út 22.september.

17 – 18 október – FHD – skráningarfrestur rennur út 7.október

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Dagskrá veiðiprófa árið 2015.

Sýning HRFÍ í dag.

 

karri.

Karri ásamt sýnanda sínum Guðrúnu Hauksdóttur. Myndina tók Ágúst Á.

 

Veiðimelahvolparnir voru sýndir í dag og stóðu sig frábærlega, Karri, Jökull, Krafla, Yrja og Freyja.

Karri fór áfram í besti hvolpur 4-6 mánaða og varð í fyrsta sæti.

Við óskum Pétir Alan, Jóni Garðari og eigendum hvolpana til hamingju með frábæran árangur.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Sýning HRFÍ í dag.

Hundasýning HRFÍ helgina 8 – 9 nóvember.

Alþjóðleg hundasýning Hundaræktarfélags Íslands verður haldin helgina 8. – 9. nóvember 2014 í reiðhöllinni í Víðidal.

Dómarar að þessu sinni eru:  Espen Engh (Noregi), Guenther Ehrenreich (Austurríki) , Carsten Birk (Danmörku), Ann-Christin Johansson (Svíþjóð), Charlotte Høier (Danmörku) og Marianne Baden (Danmörku)

Vorsteh verða í hring 1 kl.12.08 á laugardeginum.

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Hundasýning HRFÍ helgina 8 – 9 nóvember.

Hvolpasíða HRFÍ komin í loftið.

Fjallatinda - Juni, Alfa og Nala

Fjallatindahvolpar, Juni, Alfa og Nala.

Ný hvolpasíða HRFÍ hefur verið sett í birtingu og er hægt að skoða hana á www.voff.is og á www.hrfi.is/hvolpar
Á síðunni geta virkir félagsmenn HRFÍ auglýst hvolpa og eldri hunda. Hvolpakaupendur geta komist í samband við ræktendur, skoðað got og eldri hunda í heimilisleit, kynnt sér þær tegundir sem eru til á Íslandi og ræktunarmarkmið þeirra. Einnig verða inni á síðunni greinar um ýmislegt sem kemur að hvolpauppeldi og þjálfun.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Hvolpasíða HRFÍ komin í loftið.

Þátttökulisti í prófi FHD 18-19 október

Um helgina fer fram síðasta próf ársins.
Á laugardaginn eru skráðir 6 hundar í OF og á sunnudag eru skráðir 6 hundar í KF.
Opinnflokkur laugardaginn 18. október:

Vatnsenda Kjarval – enskur pointer
Midtvejs Assa – breton
Midtvejs Xo – breton
Heiðnabergs Gáta von Greif – vorsteh
Háfjalla Týri – enskur setter
Huldu Bell von Trubon – weimaraner

Keppnisflokkur sunnudaginn 19. Október:

Midtvejs Assa – breton
Midtvejs Xo – breton
Heiðnabergs Gáta von Greif – vorsteh
Háfjalla Týri – enskur setter
Hrímþoku Sally Vanity – enskur setter
Háfjalla Parma – enskur setter
Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Þátttökulisti í prófi FHD 18-19 október

Minnum á fyrirlestur með ANNE GRETE LANGELAND

tore

Fyrirlestur með ANNE GRETE LANGELAND þriðjudagskvöldið 14.október.
Hér á landi eru stödd á vegum Vorsteh deildar HRFÍ og verslunarinnar Bendis sem er sérverslun með hundavörur hjónin ANNE GRETE LANGELAND og TORE KALLEKLEIV frá Noregi, Tore hefur verið að dæma í veiðiprófi á vegum deildarinnar yfir helgina. Anne Grete sem er með „NKK’s breeder education“ og hefur ræktað hunda frá 1982 mun nk. Þriðjudagskvöld 14.október vera með fyrirlestur um ræktun og uppeldi hvolpa. Allt frá pörun, meðgöngu, fæðingu og uppeldi hvolpa. Þau hjónin eru með ræktun undir nafninu Rugdelias Kennel www.rugdelias.com og er þau margverðlaunuð fyrir ræktun sína. Markmið þeirra í ræktun er að rækta heilbrigða hunda með gott geðslag sem eru einnig góðir veiðihundar. Þó svo þau rækti veiðihunda er fyrirlestur Anne áhugaverður og ganglegur öllum ræktendum og öðru áhugafólki um ræktun hunda.
Staður og sund Þriðjudagur 14.október kl.20:00 Hótel Smári Hlíðarsmára13 (í sama húsi og verslunin Bendir er til húsa).
Fyrirlesturinn fer fram á ensku og aðgangseyrir er 500.- krónur (koma með pening erum ekki með posa)

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Minnum á fyrirlestur með ANNE GRETE LANGELAND