Opið hús í Sólheimakoti sunnudaginn 14.september.

Næstkomandi sunnudag verður FHD með opið hús í Sólheimakoti.
Húsið opnar klukkan 10:00. Prófstjóri Royal Canins prófsins á staðnum og svarar spurningum.
Eftir lauflétt spjall og kaffibolla verður farið í heiðina til æfinga.

Allit hjartanlega velkomnir

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Opið hús í Sólheimakoti sunnudaginn 14.september.

Æfingaganga fimmtudaginn 11.sept.

Æfingaganga fimmtudaginn 11.september.

Hittumst við afleggjarann að Sólheimakoti kl.18:00.

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Æfingaganga fimmtudaginn 11.sept.

Dómarakynning fyrir Royal Canin prófið.

Geir Stenmark
Geir býr í Harstad í Noregi og starfar með fólki sem á við félagsleg vandamál að stríða. Hann er mikill veiðimaður. Hann fékk sinn fyrsta fuglahund 1985 og hefur alveg síðan þá stundað veiðipróf. Áður fyrr var hann með írska seta og pointera. Nú er hann með tvo enska seta og tvo gordon seta ásamt konu sinni Kari. Kari er einnig virk í veiðiprófum og hefur m.a. átt Vorsteh og Pointer. Geir fékk dómaraskírteinið sitt árið 2009 og hefur dæmt reglulega síðan þá.

Edvard Lillegård
Edvard býr í Mo i Rana í Noregi og starfar sem framhaldsskólakennari. Hann er mikill veiðimaður. Hann fékk sinn fyrsta fuglahund árið 1972, Pointer. Í seinni tíð hefur hann verið með enska seta. Hann fékk dómararskírteinið sitt árið 2002 og dæmdi sitt fyrsta próf 2002 á Kongsvold. Hann er virkur í veiðiprófum bæði sem dómari og þátttakandi. Í dag á hann tvo hunda NJCH Ørnevatnes Wilja og fimm mánaða afkvæmi undan henni.
Edvard hefur heyrt góða hluti um Ísland og hlakkar mikið til að koma að dæma.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Dómarakynning fyrir Royal Canin prófið.

Góður árangur hjá Vorsteh hundum á sýningunni um helgina.

arko

Arko ásamt sýnanda sínum Theodóru Róbertsdóttur.

Vorseh hundarnir stóðu sig vel um helgina og voru í 1 og 2 sæti í tegundahóp 7 sem er ótrúlega góður árangur.

Ice Artemis Úranus / Arko – Excelent 1 sæti , ck cc cacib og BoB og 1.sæti í tegundahóp 7

Bendishunda Moli – Excelent 1 sæti m.efni BOB og 2 sæti í tegundahóp 7

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Góður árangur hjá Vorsteh hundum á sýningunni um helgina.

Royal Canin próf FHD – Áfangafell 19-21.september.

Royal Canin próf FHD verður haldið dagana 19. – 21. September. Prófið er haldið að venju á Auðkúluheiði og verður gist í Áfangafellsskálanum. Norðmennirnir Geir Stenmark og Edvard Lillegård dæma prófið .

Dagskrá.
19. sept. verða Unghundaflokkur (hundar að 2ja ára aldri) og Opinn flokkur (Hundar eldri en 2ja ára).
20. sept. verða Unghundaflokkur (hundar að 2ja ára aldri) og Opinn flokkur (Hunda eldri en 2ja ára).
21. sept. verður keppt í Keppnisflokki (þeir hundar sem náð hafa 1. einkunn í OF).

Prófsetning er við Áfangafellsskálann kl. 09:00 dagana 19. og 20. sept. en kl. 10:00 21. sept.

Veitt verða verðlaun fyrir besta hund í unghunda- og opnum flokki báða dagana og að auki verðlauna fyrir sæti í keppnisflokki.

Gisting/matur.
Áfangafellsskálann verður opnaður seinnipart fimmtudags 18. sept. Á föstudagskvöldinu er sameiginlegur villibráðar kvöldverður þar sem hugmyndin er að hver og einn komi með einhverja villibráð og verður síðan slegið upp hlaðborði að hætti hússins. Allt meðlæti er innifalið. Að öðru leyti sjá þátttakendur um mat sinn sjálfir. Mjög góð aðstaða er fyrir þátttakendur í prófinu og er stefnt að því að tveir verði saman í herbergi, í skálnum er stór stofa, fullbúið eldhús, sturtur og heitur pottur. Hundar mega vera í búrum inni í herbergjunum.
Gisting í skálanum kostar kr. 5.900,- og gildir fyrir alla dagana óháð hvort fólk verði eina eða þrjár nætur. Gistingu skal  að panta hjá Daníel danielk07@ru.is. Vinsamlega leggið inn fyrir gistingu á reikning 0536-04-761745, kennitala 670309-0290 og sendið staðfestingu á danielk07@ru.is.

Skráning.
Skráning í prófið sjálft fer fram á skrifstofu HRFÍ á opnunartíma skrifstofu HRFÍ( sjá nánar á www.hrfi.is) . Einnig er hægt að skrá sig með því að senda tölvupóst á hrfi@hrfi.is og millifæra eða gefa upp kreditkortanúmer. Tiltakið skráningarnúmer hunds og leiðanda í prófinu og í hvaða flokka á að skrá í. Skráningarfrestur rennur út miðvikudaginn 10. september. Verð fyrir einn dag er 4500,-, tvo daga 7000,- og þrjá daga 9500,-
Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Royal Canin próf FHD – Áfangafell 19-21.september.

Vorsteh í 1. og 2. sæti í tegundahóp 7 í dag.

arkoog moli

Ice Artemis Úranus (Arko) var í 1.sæti í tegundahóp 7 í dag og

Bendishunda Moli í 2.sæti. Flottur árangur það.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Vorsteh í 1. og 2. sæti í tegundahóp 7 í dag.

Sýning HRFÍ.

moli

6 Vorsteh hundar mættu á sýninguna í morgun.

Stýrhærðir
Ice Artemis Úranus (Arko) – Excellent, M.efni og BOB
Icel Artemis Líf – vantar

Snögghærðir
Stangarheiðar Bogi – Excellent
Bendishunda Moli – Excellent, M.efni BOB
Fjallatinda Esja – Good
Fjalltafinda Þoka – Very Good

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Sýning HRFÍ.

Veiðipróf FHD 6.september

FHD heldur veiðipróf nk. laugardag 6.september.

Þátttökulisti er eftirfarandi:

Unghundaflokkur

Breton Fóellu Kolka

Breton Fóellu Ari

Pointer Karacanis Harpa

Vorsteh Bendishunda Jarl

Opinn flokkur

Pointer Vatnsenda Kjarval

Pointer Vatnsenda Kara

Breton Ismenningens B-Billi

Breton Midtvejs Assa

Prófið verður sett stundvíslega kl. 9.00 í sólheimakoti.  Settur dómari á prófið boðaði forföll af óviðráðanlegum ástæðum og mun Svafar Ragnarsson dæma báða flokka.  Prófstjóri er Jón Ásgeir Einarsson og veitir nánari upplýsingar um prófið í síma 694 5441.  Að sjálfsögðu er öllum áhugasömum heimilt að ganga með í prófinu og fylgjast með framvindu prófsins.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Veiðipróf FHD 6.september

Alþjóleg sýning HRFÍ 6 -7. sept.

Helgina 6. – 7. september mæta 695 hreinræktaðir hundar af 80 hundategundum í dóm á alþjóðlegri hundasýningu Hundaræktarfélags Íslands. Sýningin er haldin í reiðhöllinni í Víðidal og hefjast dómar kl. 10:00 árdegis báða dagana.

Tegundahópur 7 er á laugardeginum strax um morguninn.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Alþjóleg sýning HRFÍ 6 -7. sept.

45 ára afmæli HRFÍ – fyrirlestrar.

Á afmælishátíð HRFI fimmtudagskvöldið 4.sept nk verður boðið uppá fjölbreytta fyrirlestra í veislusalnum í Víðidal (annari hæð).  Fyrirlestrarnir eru opnir öllum meðan húsrúm leyfir, aðgangur er ókeypis.

Kl.17.30 Monika Karlsdóttir – PAT hvolpatest

Kl.18.00 Sigríður Bílddal – Hvernig nýtist skapgerðamat í ræktun

Kl.18.30 Nanna Lovísa Zophoniasdóttir – Hundanudd

Kl.19.00 Herdís Hallmarsdóttir – Hlutverk sýningadómara

Kl.19.30 Lísa Bjarnadóttir dýralæknir, sníkjudýr í/á hundum. Ticks og fl.

Kl.20.00 Saija Juutilainen frá Finnlandi – Judging/breeding

Kl.21:00 Kolbrún Arna Sigurðardóttir – Dýrahjúkrun

Kl.21.30 Sigurður Ben Björnsson – Veiðipróf

Kl.22.00 Húsið lokar

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við 45 ára afmæli HRFÍ – fyrirlestrar.