Fimmtudagurinn 12.júní – nóg um að vera.

Á morgun, fimmtudag er sýningaþjálfun kl.18:oo.

Hittumst í Víðidal við félagsheimili Fáks, æfum utandyra enda verður sýningin haldi úti og gott að fara að venja  menn og hunda við þær aðstæður.

Kl.19:30 er síðan sóknaræfing, mæting við Sólheimakotsafleggjaran. Farið verður í vatn eða sókn á landi.

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Fimmtudagurinn 12.júní – nóg um að vera.

Æfing þriðjudaginn 10.júní kl.18:00

Á morgun ætlum við að einbeita okkur að spori, hittumst við „rörið“ kl.18:00.

Rörið er á vinstri hönd eftir u.þ.b. 2.mín akstur frá Sólheimakots afleggjarnaum á vinstri hönd.

Þeir sem geta mætt með rjúpu eða aðra brá til nota fyrir sinn hund eru vinsamlega beðnir um að gera það.

Þeir sem er með unghunda fara í sækiæfingar eða prófa að spora.

Allir hjartanlega velkomnir.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Æfing þriðjudaginn 10.júní kl.18:00

Sýningarþjálfanir í júní.

Sýningarþjálfanir í júní verða upp á Korputorgi þar sem Gæludýr eru til húsa (salurinn inn af búðinni).
Dagsetningar eru eftirfarandi;
5.júní kl.19-20.
12.júní kl.21-22
19.júní kl.21-22.

Kostar 500.- kr hvert skipti, mæta með pening

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Sýningarþjálfanir í júní.

Sumarstarf.

Við ætlum ekki að liggja í sólbaði í allt sumar!

 

Í sumar munu Vorstehdeild, Fuglahundadeild og Írsk setter deild vera með æfingar á þriðjudögum og fimmtudögum, þar sem við æfum; spor, sókn á landi og í vatni.

Fyrsta æfingin verður nk. fimmtudag 22.maí og er mæting kl.18:00 við Sólheimakot.

Þar mun vera farið í grunninn varðandi sóknaræfingar, og fáum við reyndan leiðbeinanda til leið okkur í gegnum það.

Þriðjudaginn 27.maí kl.19:00 ætlum við síðan að hittast við Hafravatn, þar munum við gera upp veturinn og fara yfir starfið sem fyrirhugað er í sumar. Setjum bát á flot og æfum sókn í vatni. Endum kvöldið síðan á kósí stund við grillið. Hvetjum alla áhugasama til mæta, það er spennandi sumar framundan og nóg um að vera.

Í sumar verða tvö sækipróf, 28.júní og síðan tveggja daga próf 12 – 13 júlí. Prófið sem var áætlað í ágúst fellur niður.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Sumarstarf.

Nefndir

Á vegum Vorstehdeildar starfa nokkrar nefndir. Okkur vantar áhugasamt fólk til starfa í þessu nefndum.

Áhugasamir eru vinsamlega beðnir að setja sig í samband við stjórn deildarinnar eða inn á facebook síðu deildarinnar.

Fjáröflunarnefnd

– Gunnar Pétur Róbertsson

– Lárus Eggertsson

Fræðsu og göngunefnd

– Einar Páll Garðarsson

– Hannes Bjarnason

Heimsíða og ritnefnd

– Sæþór Steingrímsson

– Díana Sigurfinnsdóttir

Sýningarnefnd

Veiðiprófanefnd

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Nefndir

Kaldaprófið – úrslit frá föstudegi og laugardegi.

Unghundaflokkur 9.5.2014
1. einkunn Breton Fóellu Kolka
2. einkunn Vorsteh Bendishunda Moli
2. einkunn Vorsteh Bendishunda Mía
3. einkunn Vorsteh Bendishunda Jarl
3. einkunn Vorsteh Bendishunda Darri
Opinn flokkur 9.05.2014
1, einkunn Hrímþoku Sally Vanity besti hundur prófs
2. einkunn Háfjalla Týri
2. einkunn Álakvíslar Mario
3. einkunn Háfjalla Parma
3. einkunn Midtvejs Assa
Unghundaflokkur 10.05.2014
1. einkunn Bendishunda Jarl og besti hundur prófs
1. einkunn Húsavíkur Arco
2. einkunn Fóellu Kolka
3. einkunn Bendishunda Moli
3. einkunn Bendishunda Mía
Opinn flokkur 10.05.2014
1. einkunn Álakvíslar Mario og besti hundur prófs
1. einkunn Qlm Rudelia’s Lucienne
1. einkunn Hrímþoku Sally Vanity
1. einkunn Háfjalla Týri
1. einkunn Háfjalla Parma

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Kaldaprófið – úrslit frá föstudegi og laugardegi.

Kaldaprófið – Þáttökulisti

Góð skráning er í Kaldaprófið en prófið fer fram í Eyjafirði n.k. helgi.

Föstudagurinn 9. maí.

Unghundaflokkur
ES Húsavíkur Arco
V   Bendishunda Moli
V   Bendishunda Mía
B   Fóellu Kolka
V   Bendishunda Darri
V   Bendishunda Jarl

Opin flokkur
ES Snjófjalla Hroki
ES Álakvíslar Mario
ES Háfjalla Parma
ES Kaldalóns Ringó
ES Háfjalla Týri
B   Midtvejs Assa
ES Hrímþoku Sally Vanity
V   Rugdelias Qlm Lucienne

Laugardagurinn 10. maí

Unghundaflokkur
ES Húsavíkur Arco
W  Bláskjárs Adams Yrsa
V   Bendishunda Moli
V   Bendishunda Mía
B   Fóellu Kolka
V   Bendishunda Darri
V   Bendishunda Jarl

Opin flokkur
ES Snjófjalla Hroki
ES Álakvíslar Mario
ES Háfjalla Parma
ES Bjerkenstolen’s Robur
ES Háfjalla Týri
B   Midtvejs Assa
ES Hrímþoku Sally Vanity
V   Rugdelia Qlm Lucienne

Sunnudaginn 11. maí

Keppnisflokkur
ES Álakvíslar Mario
ES Háfjalla Parma
ES Kaldalóns Ringó
ES Háfjalla Týri
P   Barentsvidda’s Hardy Du Cost’Lot
B   Midtvejs XO
ES Hrímþoku Sally Vanity

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Kaldaprófið – Þáttökulisti

Norðlenska Kaldaprófið 2014

Kaldaprófið

Kaldaprófið

Ætlar þú að missa af norðlensku rjúpunum í góðum félagsskap?

Fuglahundadeild minnir á Kaldaprófið sem haldið verður 9-11. maí á norðlenskum heiðum í Eyjafirðinum.

Stjórn Fuglahundadeildar vill árétta að Kaldaprófið verður haldið í Eyjafirðinum en ekki á suðvesturhorninu.

Lögð hefur verið mikil vinna í undirbúning og dagskrá á svæðinu og verður enginn svikinn af því sem mætir norður og tekur þátt í helginni með félögunum.

Gistingin er á Ytri Vík í grennd við Árskógssand þar sem menn eru ekki vaktir við hanagal heldur rjúpnarop og leggjast til hvílu endurnærðir með norðlenskan hreim.  Tveir dómarar dæma, einn norskur og einn íslenskur og boðið verður upp á Unghundaflokk og Opinn flokk föstudag og laugardag og svo Keppnisflokk á sunnudeginum.

Einhver misskilningur hefur verið um að þetta próf sé haldið fyrir norðan aðallega fyrir norðanmenn en prófið er haldið sem nýbreytni í prófsvæðum og samveru þátttakenda hvaðan af landinu sem þeir koma.  Norðurlandið býður upp á gríðarlega skemmtileg prófsvæði allt frá Eyjafirði til Mývatnssveitarinnar. Til afþreyingar verður m.a. farið  í skoðunarferð í Kaldaverksmiðjuna og haldinn verður amk. einn sameiginlegur kvöldverður.

Frekari upplýsingar gefur prófstjóri Henning Aðalmundsson í s: 840-2164

Skráningarfrestur rennur út eins og áður hefur komið fram á miðnætti miðvikudaginn 30. apríl.

Skráningarferilinn má sjá í auglýsingu neðar á síðunni.

 

 

Minnum á að skráningarfrestur í Kaldaprófið rennur út að miðnætti 30. apríl.  Allt um prófið má nálgast hér

Skráningu skal senda á hrfi@hrfi.is Taka skal fram nafn hunds ásamt ættbókarnúmeri, nafni leiðanda og í hvaða flokk og hvaða dag skal skrá í.  Skráning er ekki gild nema að greiðsla fylgi innan skráningarfrests.  Leggja skal inn á reikning HRFÍ kt. 680481-0249, reikn.nr. 515-26-707729.

Skráningarfrestur í gistingu er sá sami og á veiðiprófið sjálft þ.e. 30. apríl.  þeir sem ætla að gista vinsamlega leggið kr. 8.000,- inná 1110-26-1412, kt. 141273-4699 og sendið staðfestingu á henning@lhg.is

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Norðlenska Kaldaprófið 2014

Keppnisflokkur í dag

 

heiðnabergs+

Flottir garpar hér á ferð; Jón Garðar og Bylur, Jón Hákon og Gáta og Jón Svan og Gleipnir.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Úrslit í keppnisflokki í veiðiprófi Iris setter deildar í dag voru:

1. Heiðanbergs Bylur.

2. Heiðnabergs Gáta.

3. Háfjalla Parma.

4. Heiðnabergs Gleypnir.

 

Það er ekki annað hægt að segja en að Vorsteh hundar hafi átt helgina.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Keppnisflokkur í dag

Úrslit frá örðum degi í veiðipórfi Írsk setter deildar.

Prófin í gær,laugardag voru haldin í blíðskaparveðri. Unghundaflokkur var prófaður á Mosfellsheiði á meðan opinn flokkur var prófaður við línuveginn á sömu heiði.  Slangur var af fugli í báðum flokkum sem hundarnir nýttu sér á ýmsan máta.

Í unghundaflokki var niðurstaðan þessi:
1. einkunn  V Bendishunda Moli bestur hundur í UF
2. einkunn  P Karacanis Harpa
2. einkunn  V Bendishunda Móri

Í opnum flokki var niðurstaðan þessi:
1. einkunn ES Háfjalla Parma, besti hundur í OF
1. einkunn ES Álakvíslar Maríó

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Úrslit frá örðum degi í veiðipórfi Írsk setter deildar.