Þorrablót FHD verður 15. febrúar

Þorrablót FHD verður laugardaginn 15. febrúar eftir fyrsta veiðipróf ársins.

Verður þorrablótið að þessu sinni haldið heima hjá Kidda og Grétu (Krstinn Einarsson og Margrét Daníelsdóttir), að Ásakór 13 í Kópavogi.

Byrjar blótið kl. 19:00.  Verð: 3000.- á mann og koma menn og konur með sín drykkjarföng sjálf.

Leggja má inn á reikning FHD og skrifa jafnframt nafn/nöfn þeirra sem greitt er fyrir.

Reiknisnúmerið er 536-4-761745 kt:670309-0290

Að sjálfsögðu eru allir hundaáhugamenn fyrir hunda úr grúbbu 7 hjartanlega velkomin.

 

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Þorrablót FHD verður 15. febrúar

Skráningafrestur í fyrsta veiðipróf FHD rennur út á morgun 5 feb.

Tekin við prófið á Úlfljótsvatn

Fyrsta veiðipróf FHD verður haldið þann 15. febrúar. Prófstjóri er Daníel Kristinnson og dómari er Svafar Ragnarsson.

Prófað verður í unghunda og opnum flokki. Skráningarfrestur í prófið er 5. febrúar.

Prófað verður eftir nýjum veiðiprófareglum.

Sjá nánar um skráningu á www.fuglahundadeild.is

 

kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Skráningafrestur í fyrsta veiðipróf FHD rennur út á morgun 5 feb.

FRESTUN á kynningu á nýjum veiðiprófareglum

Búið er að fresta kynningu á nýjum veiðiprófareglum sem átti að vera á sunnudag vegna óviðráðanlega orsaka.

Nánari upplýsingar um nýjan tíma á þessari kynningu kemur á þriðjudag í næstu viku.

Opið hús ásamt æfingagöngu verður á sunnudagsmorgun kl 10:00 í Sólheimakoti.

 

Kveðja Vorstehdeild

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við FRESTUN á kynningu á nýjum veiðiprófareglum

Næstkomandi sunnudag verður kynning á nýjum veiðiprófareglum

Næstkomandi sunnudag kl 11:00 verður kynning á nýjum veiðiprófareglum í Sólheimakoti.

Húsið opnar kl 10:00 fyrir þá sem vilja koma í kaffi og spjall.

Stefnum á að fara á heiðina eftir kynninguna.

Hvetjum nýliða og aðra áhugasama um að mæta og kynna sér nýjar veiðiprófareglur og koma með í æfingagöngu á heiðinni.

 

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Næstkomandi sunnudag verður kynning á nýjum veiðiprófareglum

Opið hús í Sólheimakoti laugardaginn 11. janúar

Næstkomandi laugardag verður opið hús í Sólheimakoti.

Húsið opnar kl. 10.00 og verður heitt á könnunni, jafnvel eitthvað með því.

Að loknu spjalli um heima og geima þá verður haldið á heiðina til æfinga.

Nú er aðeins rétt rúmur mánuður í fyrsta veiðipróf og tímabært að koma hundunum form.

Sjáumst hress i Kotinu, allir velkomnir.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Opið hús í Sólheimakoti laugardaginn 11. janúar

Uppskeruhátíð HRFÍ 25.janúar

Uppskeruhátíð   HRFÍ verður haldið laugardaginn 25. janúar í félagsheimili Fáks í  Reykjavík.  Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 20:00.
Boðið verður uppá dásamlegan kjúklingarétt og girnilegt kjúklingalasagna ásamt meðlæti ala Jóna og Sigrún.

Ef gestir vilja drekka eitthvað sterkara en gos er þeim velkomið að koma sjálfir með eigin drykkjarföng.

Stigahæstu ræktendur ársins verða heiðraðir ásamt því að veglegt  happadrætti verður.  Veislustjórar verða Daniel Örn Hinriksson og Sóley  Halla Möller.

Vinsamlega athugið að hámarksfjöldi er 180 manns.   Miðasala fer fram á skrifstofu HRFÍ og lýkur 20. janúar.  Verð á mann  er kr. 2000.   Einn happadrættismiði fæst fyrir framvísun aðgöngumiða en  einnig verður hægt að kaupa stakan miða á 500kr eða búnt með 5 miðum á  1500kr.

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Uppskeruhátíð HRFÍ 25.janúar

Dagskrá veiðiprófa 2014

Kragborgs Mads

Dagská veiðiprófa 2014 má nú nálgast hér: Dagskrá veiðiprófa 2014.  Alls stendur til að halda 13 veiðipróf á árinu, þar af eru 3 veiðipróf á vegum Vorstehdeildar.

Helstu breytingar frá fyrri árum eru þær að sækiprufurnar verða þrjár þetta árið, þar af er ein sameiginleg deildanna þriggja. Ásamt þvi hefur „Kaldaprófið“ verið fært inn í Maí og verður það loka prófið í vortörn 2014.

Einnig ber að geta að skráningarfrestur í öll próf hefur verið lengdur í 10 daga í stað 7 eins og áður hefur verið.

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Dagskrá veiðiprófa 2014

Nýjar veiðiprófsreglur tóku gildi 1. janúar

Veiðprófsreglur

Nú um áramót tóku gildi nýjar veiðiprófsreglur fyrir tegundarhóp 7 og má þær nálgast hér: Veiðiprófsreglur tegundahópur 7

Við hvetjum áhugasama að kynna sér nýju reglurnar því töluverðar breytingar eru á reglunum frá þeim fyrri. Þær helstu að mati, sá er þettar ritar, lúta að breyttu fyrirkomulagi á keppnisflokki, breytingu á skilyrðum svo að hundur hljóti nafnbótina Veiðimeistari ásamt því samþykkt hefur verið að hægt sé að framvísa sækivottorði á veiðiprófi.

Mikil vinna liggur á bakvið þessar breytingar og vill Vorstehdeild koma á fram þakklæti til nefndarmanna fyrir óeigingjarnt starf. Í nefndinni fyrir FHD voru þeir Vilhjálmur Ólafsson og Egill Bergmann, frá ÍSD Guðjón Arinbjörnsson(formaður) og Bragi Valur Egilsson, frá Vorsteh deild þeir Lárus Eggertsson og Rafnkell Jónsson.

Stjórn HRFÍ samþykkti nýjar veiðiprófsreglur á stjórnarfundi 26. nóvember 2013.

 

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Nýjar veiðiprófsreglur tóku gildi 1. janúar

11 hvolpar fæddir

Það komu 11 hvolpar úr goti hjá Lárusi Eggertssyni og Steinarri Steinarrssyni sem eru eigendur af foreldrum.

Hér fyrir neðan má sjá flottar myndir af foreldrum

Kragborgs Mads Eigandi: Steinarr Steinarrsson

Yrja, Eigandi: Lárus Eggertsson

Hlutfallið var flott í þessu goti þ.e.a.s. 6 rakkar og 5 tíkur.  Hér fyrir neðan má sjá myndir af nýfæddum hvolpum.

Myndarlegur hópur af hvolpum

Vorstehdeild vill óska Þeim Lárusi og Steinarri innilega til hamingju með stórt og flott got.

Áhugasömum um gotið er bent á að hafa samband við Lárus S:861-4502

 

Kveðja Vorstehdeild

 

 

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við 11 hvolpar fæddir

Úrslit á hundasýningu HRFÍ 16-17 nóvember

Vorsteh strýhærður

Unghundaflokkur

RW-13 Ice Artemis Úranus
Exellent, 1 sæti, M.efni, Ísl.meistarastig, CACIB, Besti rakki teg  (BOB), 4 sæti í grúppu 7

 

Vorsteh snögghærður

Darri BOB & Luci BOS

Hvolpaflokkur tíkur 6-9 mán

Fjallatinda Esja, 2. sæti

Fjallatinda Þoka, heiðurverlaun og 1. sæti.

Fjallatinda Nala – kom ekki

Fjallatinda Alfa – kom ekki

Ungliðaflokkur rakkar

Bendishunda Darri
Exellent, 1 sæti, M.efni, Ísl.meistarastig, Besti rakki teg, (BOB) og  2 sæti í grúppu 7

Bendishunda Funi
Exellent, 2 sæti

Bendishunda Móri
Very good, 3 sæti

Opinn flokkur rakkar

Hvammsbrekku Spori
Very good, 1 sæti

Meistaraflokkur tíkur

Rugdelias QLM Lucienne
Exellent, CACIB, M.efni, Besta tík teg (BOS)

 

Vorstehdeild vill þakka Bendi.is fyrir að styrkja sýninguna með flottum verðlaunagripum.

Kveðja Vorsteh

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Úrslit á hundasýningu HRFÍ 16-17 nóvember