Frábær mæting á nýliðakynningu

Nýliðakynning 13.02.2014

Það var virkilega gaman að sjá hvað mættu margir á nýliðakynninguna.

Það erum skemmtilegir tímar framundan í fuglahundasportinu.

Takk fyrir gott kvöld.

 

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Frábær mæting á nýliðakynningu

Þáttökulisti í fyrsta veiðipróf ársins

Heiðnabergs Gleipnir og Heiðnabergs Bylur

Ágætis skráning er í fyrsta veiðipróf ársins.  Alls er skráðir sex hundar í opnum flokki en unghundaflokkur fellur niður vegna ónægrar þáttaöku.

Vill Vorstehdeild hvetja þá sem eiga unghunda að skrá sig í næstu próf. Það er fátt skemmtilegra en að eiga góðan dag á heiðinni með ungum hundi.

Opinn flokkur:

Enskur setter  Álakvíslar Mario

Enskur setter  Háfjalla Parma

Enskur setter  Snjófjalla Hroki

Vorsteh          Heiðnabergs Bylur von Greif

Pointer           Vatnsenda Kara

Vorsteh          Heiðnabergs Gleipnir von Greif

Eins og áður hefur verið sagt er pófstjóri Daníel Kristinnsson og dómari Svafar Ragnarsson.

Prófið verður stundvíslega sett kl. 9.00 í Sólheimakoti.

Gangi öllum vel á prófinu.

 

Kveðja Vorstehdeild

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Þáttökulisti í fyrsta veiðipróf ársins

Nýliðakynning verður á fimmtudaginn 13 feb.

Nýliðakynning verður fimmtudaginn 13 febrúar kl 19:30

Kynningin verður á skrifstofu HRFÍ

Viljum við sérstaklega hvetja nýliða til að mæta á þennan fund og kynna sér starfið og það sem framundan er.

 

Kveðja Vorsthedeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Nýliðakynning verður á fimmtudaginn 13 feb.

Kynningu á nýjum veiðiprófareglum

Næstkomandi þriðjudagskvöld kl 19:30 verður kynning á veiðiprófareglum.

Staðsetning verður á skrifstofu HRFÍ

 

Kveðja Vorstedeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Kynningu á nýjum veiðiprófareglum

Þorrablót FHD verður 15. febrúar

Þorrablót FHD verður laugardaginn 15. febrúar eftir fyrsta veiðipróf ársins.

Verður þorrablótið að þessu sinni haldið heima hjá Kidda og Grétu (Krstinn Einarsson og Margrét Daníelsdóttir), að Ásakór 13 í Kópavogi.

Byrjar blótið kl. 19:00.  Verð: 3000.- á mann og koma menn og konur með sín drykkjarföng sjálf.

Leggja má inn á reikning FHD og skrifa jafnframt nafn/nöfn þeirra sem greitt er fyrir.

Reiknisnúmerið er 536-4-761745 kt:670309-0290

Að sjálfsögðu eru allir hundaáhugamenn fyrir hunda úr grúbbu 7 hjartanlega velkomin.

 

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Þorrablót FHD verður 15. febrúar

Skráningafrestur í fyrsta veiðipróf FHD rennur út á morgun 5 feb.

Tekin við prófið á Úlfljótsvatn

Fyrsta veiðipróf FHD verður haldið þann 15. febrúar. Prófstjóri er Daníel Kristinnson og dómari er Svafar Ragnarsson.

Prófað verður í unghunda og opnum flokki. Skráningarfrestur í prófið er 5. febrúar.

Prófað verður eftir nýjum veiðiprófareglum.

Sjá nánar um skráningu á www.fuglahundadeild.is

 

kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Skráningafrestur í fyrsta veiðipróf FHD rennur út á morgun 5 feb.

FRESTUN á kynningu á nýjum veiðiprófareglum

Búið er að fresta kynningu á nýjum veiðiprófareglum sem átti að vera á sunnudag vegna óviðráðanlega orsaka.

Nánari upplýsingar um nýjan tíma á þessari kynningu kemur á þriðjudag í næstu viku.

Opið hús ásamt æfingagöngu verður á sunnudagsmorgun kl 10:00 í Sólheimakoti.

 

Kveðja Vorstehdeild

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við FRESTUN á kynningu á nýjum veiðiprófareglum

Næstkomandi sunnudag verður kynning á nýjum veiðiprófareglum

Næstkomandi sunnudag kl 11:00 verður kynning á nýjum veiðiprófareglum í Sólheimakoti.

Húsið opnar kl 10:00 fyrir þá sem vilja koma í kaffi og spjall.

Stefnum á að fara á heiðina eftir kynninguna.

Hvetjum nýliða og aðra áhugasama um að mæta og kynna sér nýjar veiðiprófareglur og koma með í æfingagöngu á heiðinni.

 

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Næstkomandi sunnudag verður kynning á nýjum veiðiprófareglum

Opið hús í Sólheimakoti laugardaginn 11. janúar

Næstkomandi laugardag verður opið hús í Sólheimakoti.

Húsið opnar kl. 10.00 og verður heitt á könnunni, jafnvel eitthvað með því.

Að loknu spjalli um heima og geima þá verður haldið á heiðina til æfinga.

Nú er aðeins rétt rúmur mánuður í fyrsta veiðipróf og tímabært að koma hundunum form.

Sjáumst hress i Kotinu, allir velkomnir.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Opið hús í Sólheimakoti laugardaginn 11. janúar

Uppskeruhátíð HRFÍ 25.janúar

Uppskeruhátíð   HRFÍ verður haldið laugardaginn 25. janúar í félagsheimili Fáks í  Reykjavík.  Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 20:00.
Boðið verður uppá dásamlegan kjúklingarétt og girnilegt kjúklingalasagna ásamt meðlæti ala Jóna og Sigrún.

Ef gestir vilja drekka eitthvað sterkara en gos er þeim velkomið að koma sjálfir með eigin drykkjarföng.

Stigahæstu ræktendur ársins verða heiðraðir ásamt því að veglegt  happadrætti verður.  Veislustjórar verða Daniel Örn Hinriksson og Sóley  Halla Möller.

Vinsamlega athugið að hámarksfjöldi er 180 manns.   Miðasala fer fram á skrifstofu HRFÍ og lýkur 20. janúar.  Verð á mann  er kr. 2000.   Einn happadrættismiði fæst fyrir framvísun aðgöngumiða en  einnig verður hægt að kaupa stakan miða á 500kr eða búnt með 5 miðum á  1500kr.

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Uppskeruhátíð HRFÍ 25.janúar