Alþjóðleg hundasýning 16. – 17. nóvember

Frá síðustu sýningu: Funi og Lucienne BOB og BOS (mynd: Sigríður Hrólfs)

Sunnudag 17 nóvember verða bæði snögghærður og strýhærður Vorsteh sýndur.

Það eru 9 snögghærðir skráðir á sýninguna og 1 strýhærður.

Gangi ykkur vel

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Alþjóðleg hundasýning 16. – 17. nóvember

Vorstehdeild HRFÍ komin á facebook

Það er mikið gleðiefni að Vorstehdeild HRFÍ er komin með „like“ síðu sem allir ættu að skoða og taka þátt í að gera Vorstehdeildina enn betri.

Farið inn á slóðina með því að smella HÉR!

Hlökkum til að eignast þig sem „like“ vin á facebook.

 

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Vorstehdeild HRFÍ komin á facebook

Rjúpnaveiðitímabilið byrjar í fyrramálið

Rjúpnaveiðin að byrja og vill hvetja veiðimenn að veiða hóflega og huga að gæðum veiðanna.
Það er fátt skemmtilegra en að eiga góð móment með hundi sínum og öðrum veiðifélögum.
Viljum við einnig biðja veiðimenn að skoða veðurspá vel áður en farið er til fjalla á veiðar.
„Texti fengin úr tölvupósti sem umhverfisstofnun sendi veiðimönnum“
Fyrirkomulag rjúpnaveiða 2013
Á þessu ári er heimilt að veiða fjórar þriggja daga helgar.
Föstudaginn 25. október, laugardaginn 26. október og sunnudaginn 27. október,
Föstudaginn 1. nóvember, laugardaginn 2. nóvember og sunnudaginn 3. nóvember,
Föstudaginn 8. nóvember, laugardaginn 9. nóvember og sunnudaginn 10. nóvember,
Föstudaginn 15. nóvember, laugardaginn 16. nóvember og sunnudaginn 17. nóvember.
Öryggi á veiðislóð
Það sem af er hefur vetur verið mildur en veiðimenn eru minntir á að útbúa sig vel fyrir veiðarnar og huga að öryggisþáttum. Gott er að hafa eftirfarandi lykilatriði í huga:
–  Gera ferðaáætlun og láta vita af henni.
–  Kanna veðurspá. Sé spáin slæm er betur setið heima.
–  Huga vel að viðeigandi klæðnaði.
–  Huga vel að útbúnaði og nesti.
–  Huga vel að veiðifélögum þegar skotið er á bráð.
Ferðaáætlun sem einhver heima og veiðifélagar vita af er lykilatriði fyrir öryggi á veiðislóð. Ef slys ber að höndum á rjúpnaveiðum er mikilvægt að einhver viti af ferðaáætlun veiðimanns. Ekki er hægt að ganga að því vísu að farsímar virki þegar upp á fjöll er komið þar sem rafhlöður endast ekki vel í kulda og snjallsímar eru viðkvæmir fyrir raka. GPS–tæki nota sömuleiðis rafhlöður sem hafa þarf í huga að dugi þegar á þarf að halda. Áttaviti og kort eru sömuleiðis nauðsyn þó GPS–tæki sé með í för. Raflöður eiga til að klárast á ögurstundu en hefðbundinn áttaviti virkar alltaf. Mikilvægt er að kunna að nota þessi öryggistæki þegar á þarf að halda. Þegar gengið er af stað til veiða er mikilvægt að taka staðsetningarpunkt hjá bílnum eða þeim stað sem ætlunin er að fara til baka á að lokinni veiði og hafa ber í huga að hætta veiðum og halda tímanlega til byggða áður en skyggja tekur.
Að lokum minnum við á að ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir útivistarfólk og veiðimenn er að finna á vefnum safetravel.is.

Gangi ykkur vel.

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Rjúpnaveiðitímabilið byrjar í fyrramálið

Síðasta veiðipróf ársins lokið

Besti hundur prófs í opnum flokki með 1.einkunn. Heiðnabergs Gleipnir von Greif. Eigandi Jón Svan Grétarsson

Laugardagur:
Fjórar einkunnir litu dagsins ljós í opnum flokki á laugardeginum.
Fyrstu einkunn hampaði Vorsteh hundurinn Heiðnabergs Gleipnir von Greif en Vatnsenda Kjarval, Háfjalla Parma og Heiðnabergs Gáta von Greif hlutu aðra einkunn.
Sunnudagur:
Í keppnisflokki hlaut Bretoninn XO 1. sæti og Pointerinn Vatnsenda Kara 2. sæti.
Á sunnudag var skemmtilegur samstandur að loknu prófi í winner class

Samstandur með Gleipni, Byl, Gát og Köru

Kveðja Vorstehdeild
Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Síðasta veiðipróf ársins lokið

Þáttökulisti á veiðipróf FHD

Eftiraldir eru skráðir á síðasta veiðipróf ársins.  Unghundaflokkur fellur niður vegna ónægrar þáttöku.

Opinn flokkur laugardag.

Enskur pointer    Vatnsenda Kjarval
Breton                Midtvejs Assa
Vorsteh              Heiðnabergs Gleipnir von Greif
Enskur setter     Háfjalla Parma
Vorsteh              Heiðnabergs Gáta von Greif
Enskur pointer   Vatnsenda Kara

Keppnisflokkur sunnudag

Breton               Midtveis XO
Vorsteh             Heiðnabergs Bylur von Greif
Enskur setter    Elding
Vorsteh             Heiðnabergs Gáta von Greif
Vorsteh             Heiðnabergs Gleipnir von Greif
Enskur pointer  Vatnsenda Kara
Enskur pointer  Kaldalóns Ringó

Vorstehdeild óskar öllum góðs gengis um helgina.  Mæting er í Sólheimakot kl. 9.00 báða daganna.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Þáttökulisti á veiðipróf FHD

Skráningarfrestur að renna út

ISFtCh Spyrna sækir rjúpu

Minnum á að skráningarfrestur á veiðipróf Fuglahundadeildar rennur út að miðnætti sunnudagsins 13. október.

Allt um prófið má sjá á vef Fuglahundadeildar www.fuglahundadeild.is

 

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Skráningarfrestur að renna út

Veiðipróf FHD 19. – 20. október. Skráningafrestur rennur út á sunnudag!

Jón Hákon og Heiðnabergs Gáta MYND:SVAFAR RAGNARSSON

 

Veiðipróf á vegum FHD verður haldið helgina 19. – 20. október.

Á laugardeginum verður prófað í unghunda og opnum flokki en keppt í keppnisflokki á sunnudeginum.

Dómarar báða daganna verða þeir Guðjón S. Arinbjörnsson og Svafar Ragnarsson.

Fulltrúi HRFÍ verður Guðjón S. Arinbjörnsson og prófstjóri Vilhjálmur Ólafsson.

Mæting er báða daganna stundvíslega kl. 9.00 í Sólheimakoti.

Áhugasömum er velkomið að ganga með prófunum.

Prófið er nr: 501311 og rennur skráningarfrestur út að miðnætti sunnudagsins 13. soktóber.

Hægt að skrá sig með því að senda tölvupóst á hrfi@hrfi.is áður en frestur rennur út og millifæra eða gefa uppl. kreditkortanúmer+gildistíma.

Gefið upp ættbókarnúmer hunds, leiðanda í prófinu og í hvaða flokk á að skrá. Reikningsnúmer HRFÍ er 515-26-707729 kt. 680481-0249.

 

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Veiðipróf FHD 19. – 20. október. Skráningafrestur rennur út á sunnudag!

Veiðipróf FHD og sameiginlegar æfingagöngur

Tekin við prófið á Úlfljótsvatn

Helgina 19. – 20.  október verður haldið veiðipróf á vegum FHD.

Prófað verður í unghunda- og opnum flokki á laugardeginum en keppt í keppnisflokki á sunnudeginum.

Nú styttist í rjúpuna og um að gera koma hundunum í flott form með því að æfa vel fyrir prófið, mæta fyrnasterk/ir í lokapróf þessa árs og hafa hundinn í toppformi þegar rjúpnaveiðin hefst.

Við minnum á sameiginlegar æfingagöngur grúppu 7 eru á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17.30 og er mæting við Sólheimakotsafleggjara.

Nýliðar sérstaklega velkomin í þessar göngur.

 

Nánari upplýsingar um prófið sjálft verða birtar hér á síðunni á næstu dögum og á www.fuglahundadeild.is

 

Kveðja Vorstehdeild

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Veiðipróf FHD og sameiginlegar æfingagöngur

Úrslit Vorsteh-próf Vorstehdeildar við Úlfljótsvatn

Föngulegur hópur sem mætti á próf Vorstehdeildar

Það var því miður ekki mikið um fugl á þessu prófi Vorstehdeildar við Úlfljóstsvatn.

 

Föstudagurinn 27. september.

Unghunndaflokkur

Það var Enski Setinn Álakvíslar Mario sem landaði 1. einkunn og var besti hundur prófs. Leiðandi var Daníel Kristinsson.

Það var Bretoni  Ismenningens B-Billi sem náði 2. einkunn – Ívar Þór Þórisson

Kópavogs Arí og Guðjón

Opinn flokkur

Það var snögghærði V0rsteh rakkinn, Heiðnabergs Gleipnir von Greif, leiðandi Jón Svan Grétarssonsem sem náði 1. einkunn og var besti hundu prófs.

Jón Hákon og Heiðnabergs Gáta í góðum gír.

Ekkert gerðist á laugardag og sunnudag og var eins og að rjúpan hafi horfið af suðvestur landinu.
Frábærir dómarar og þakkir til þeirra,prófstjóra og þeirra sem hjálpuðu til og komu að þessu prófi.

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Úrslit Vorsteh-próf Vorstehdeildar við Úlfljótsvatn

www.bendir.is

Tore Kallekleiv
Fyrirlestur um þjálfun fuglahunda á vegum Bendis

Tore Kallekleiv
Þriðjudaginn 1. október kl. 20:00 í Hótel Smára.
Einn virtasti fuglahundadómari og ræktandi
Vorsteh hunda í Noregi, Tore Kallekleiv er á Íslandi og hefur boðist til að
halda fyrirlestur um þjálfun fuglahunda. Tore hefur átt og þjálfað Vorstehunda
með ótrúlegum árangri bæði í veiðiprófum og sýningum í yfir 30 ár og var fyrir
stuttu síðan valinn besti ræktandi Noregs árið 2013.

Sjá heimasíðu Tore   www.rugdelias.com

“How I train my dogs“

Það sem Tore fjallar um á fyrirlestrinum er:
Puppy´s (age from birth to 12 months) how to train
them and what is most important to do those first months!
Young dog (age from 12 months to 2 years) many dog
owners start to go in hunting and also in competitions. How is the most
important to train them and how to know when they are ready!
Open class (age from 2 years and up) How to train both
for hunting and then for competitions!
Competitions class (what is the most important things to
do when you lead dog in competitions class!
.
Fyrirlesturinn verður haldinn þriðjudaginn 1.
október klukkan 20:00 í Hótel Smára, Hlíðasmára 13 við hliðina á Bendir.
Aðgangseyrir kr. 2000.- (bara tekið við seðlum)

Æfingaganga með Tore Kalleleiv

Laugardaginn 5 okt eða sunnudaginn 6 okt.  Einn dagur í göngu með hundana inn á heiði.  Skráning
í æfingagönguna fer fram á fyrirlestrinum með Tore þann 1. okt.
Við skráningu skal greiða þáttökugjald kr. 2000 (bara tekið við seðlum)
.
From 9am to 12:00 and again from 14:00 to 17:00. Split
groups in young dogs and then older dogs.
Every dog owner gets a chance to release his dog
(perhaps 10 to 15 min) so Tore can have a look at the dog and tell the
owner what he thinks and how the he should train the dog!
.
Þetta er kjörið tækifæri fyrir alla og sér í lagi fyrir
þá sem eru með hvolpa eða unghunda sem eiga standandi fuglahunda eins og
Enskan, Írskan, Gordon seta, Vislu, Weimareiner, Breton, Enskan Pointer,
Strýhærðann og Snögghærðann Vorsteh.
Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við