Dagskrá veiðiprófa 2014

Kragborgs Mads

Dagská veiðiprófa 2014 má nú nálgast hér: Dagskrá veiðiprófa 2014.  Alls stendur til að halda 13 veiðipróf á árinu, þar af eru 3 veiðipróf á vegum Vorstehdeildar.

Helstu breytingar frá fyrri árum eru þær að sækiprufurnar verða þrjár þetta árið, þar af er ein sameiginleg deildanna þriggja. Ásamt þvi hefur „Kaldaprófið“ verið fært inn í Maí og verður það loka prófið í vortörn 2014.

Einnig ber að geta að skráningarfrestur í öll próf hefur verið lengdur í 10 daga í stað 7 eins og áður hefur verið.

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Dagskrá veiðiprófa 2014

Nýjar veiðiprófsreglur tóku gildi 1. janúar

Veiðprófsreglur

Nú um áramót tóku gildi nýjar veiðiprófsreglur fyrir tegundarhóp 7 og má þær nálgast hér: Veiðiprófsreglur tegundahópur 7

Við hvetjum áhugasama að kynna sér nýju reglurnar því töluverðar breytingar eru á reglunum frá þeim fyrri. Þær helstu að mati, sá er þettar ritar, lúta að breyttu fyrirkomulagi á keppnisflokki, breytingu á skilyrðum svo að hundur hljóti nafnbótina Veiðimeistari ásamt því samþykkt hefur verið að hægt sé að framvísa sækivottorði á veiðiprófi.

Mikil vinna liggur á bakvið þessar breytingar og vill Vorstehdeild koma á fram þakklæti til nefndarmanna fyrir óeigingjarnt starf. Í nefndinni fyrir FHD voru þeir Vilhjálmur Ólafsson og Egill Bergmann, frá ÍSD Guðjón Arinbjörnsson(formaður) og Bragi Valur Egilsson, frá Vorsteh deild þeir Lárus Eggertsson og Rafnkell Jónsson.

Stjórn HRFÍ samþykkti nýjar veiðiprófsreglur á stjórnarfundi 26. nóvember 2013.

 

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Nýjar veiðiprófsreglur tóku gildi 1. janúar

11 hvolpar fæddir

Það komu 11 hvolpar úr goti hjá Lárusi Eggertssyni og Steinarri Steinarrssyni sem eru eigendur af foreldrum.

Hér fyrir neðan má sjá flottar myndir af foreldrum

Kragborgs Mads Eigandi: Steinarr Steinarrsson

Yrja, Eigandi: Lárus Eggertsson

Hlutfallið var flott í þessu goti þ.e.a.s. 6 rakkar og 5 tíkur.  Hér fyrir neðan má sjá myndir af nýfæddum hvolpum.

Myndarlegur hópur af hvolpum

Vorstehdeild vill óska Þeim Lárusi og Steinarri innilega til hamingju með stórt og flott got.

Áhugasömum um gotið er bent á að hafa samband við Lárus S:861-4502

 

Kveðja Vorstehdeild

 

 

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við 11 hvolpar fæddir

Úrslit á hundasýningu HRFÍ 16-17 nóvember

Vorsteh strýhærður

Unghundaflokkur

RW-13 Ice Artemis Úranus
Exellent, 1 sæti, M.efni, Ísl.meistarastig, CACIB, Besti rakki teg  (BOB), 4 sæti í grúppu 7

 

Vorsteh snögghærður

Darri BOB & Luci BOS

Hvolpaflokkur tíkur 6-9 mán

Fjallatinda Esja, 2. sæti

Fjallatinda Þoka, heiðurverlaun og 1. sæti.

Fjallatinda Nala – kom ekki

Fjallatinda Alfa – kom ekki

Ungliðaflokkur rakkar

Bendishunda Darri
Exellent, 1 sæti, M.efni, Ísl.meistarastig, Besti rakki teg, (BOB) og  2 sæti í grúppu 7

Bendishunda Funi
Exellent, 2 sæti

Bendishunda Móri
Very good, 3 sæti

Opinn flokkur rakkar

Hvammsbrekku Spori
Very good, 1 sæti

Meistaraflokkur tíkur

Rugdelias QLM Lucienne
Exellent, CACIB, M.efni, Besta tík teg (BOS)

 

Vorstehdeild vill þakka Bendi.is fyrir að styrkja sýninguna með flottum verðlaunagripum.

Kveðja Vorsteh

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Úrslit á hundasýningu HRFÍ 16-17 nóvember

Alþjóðleg hundasýning 16. – 17. nóvember

Frá síðustu sýningu: Funi og Lucienne BOB og BOS (mynd: Sigríður Hrólfs)

Sunnudag 17 nóvember verða bæði snögghærður og strýhærður Vorsteh sýndur.

Það eru 9 snögghærðir skráðir á sýninguna og 1 strýhærður.

Gangi ykkur vel

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Alþjóðleg hundasýning 16. – 17. nóvember

Vorstehdeild HRFÍ komin á facebook

Það er mikið gleðiefni að Vorstehdeild HRFÍ er komin með „like“ síðu sem allir ættu að skoða og taka þátt í að gera Vorstehdeildina enn betri.

Farið inn á slóðina með því að smella HÉR!

Hlökkum til að eignast þig sem „like“ vin á facebook.

 

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Vorstehdeild HRFÍ komin á facebook

Rjúpnaveiðitímabilið byrjar í fyrramálið

Rjúpnaveiðin að byrja og vill hvetja veiðimenn að veiða hóflega og huga að gæðum veiðanna.
Það er fátt skemmtilegra en að eiga góð móment með hundi sínum og öðrum veiðifélögum.
Viljum við einnig biðja veiðimenn að skoða veðurspá vel áður en farið er til fjalla á veiðar.
„Texti fengin úr tölvupósti sem umhverfisstofnun sendi veiðimönnum“
Fyrirkomulag rjúpnaveiða 2013
Á þessu ári er heimilt að veiða fjórar þriggja daga helgar.
Föstudaginn 25. október, laugardaginn 26. október og sunnudaginn 27. október,
Föstudaginn 1. nóvember, laugardaginn 2. nóvember og sunnudaginn 3. nóvember,
Föstudaginn 8. nóvember, laugardaginn 9. nóvember og sunnudaginn 10. nóvember,
Föstudaginn 15. nóvember, laugardaginn 16. nóvember og sunnudaginn 17. nóvember.
Öryggi á veiðislóð
Það sem af er hefur vetur verið mildur en veiðimenn eru minntir á að útbúa sig vel fyrir veiðarnar og huga að öryggisþáttum. Gott er að hafa eftirfarandi lykilatriði í huga:
–  Gera ferðaáætlun og láta vita af henni.
–  Kanna veðurspá. Sé spáin slæm er betur setið heima.
–  Huga vel að viðeigandi klæðnaði.
–  Huga vel að útbúnaði og nesti.
–  Huga vel að veiðifélögum þegar skotið er á bráð.
Ferðaáætlun sem einhver heima og veiðifélagar vita af er lykilatriði fyrir öryggi á veiðislóð. Ef slys ber að höndum á rjúpnaveiðum er mikilvægt að einhver viti af ferðaáætlun veiðimanns. Ekki er hægt að ganga að því vísu að farsímar virki þegar upp á fjöll er komið þar sem rafhlöður endast ekki vel í kulda og snjallsímar eru viðkvæmir fyrir raka. GPS–tæki nota sömuleiðis rafhlöður sem hafa þarf í huga að dugi þegar á þarf að halda. Áttaviti og kort eru sömuleiðis nauðsyn þó GPS–tæki sé með í för. Raflöður eiga til að klárast á ögurstundu en hefðbundinn áttaviti virkar alltaf. Mikilvægt er að kunna að nota þessi öryggistæki þegar á þarf að halda. Þegar gengið er af stað til veiða er mikilvægt að taka staðsetningarpunkt hjá bílnum eða þeim stað sem ætlunin er að fara til baka á að lokinni veiði og hafa ber í huga að hætta veiðum og halda tímanlega til byggða áður en skyggja tekur.
Að lokum minnum við á að ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir útivistarfólk og veiðimenn er að finna á vefnum safetravel.is.

Gangi ykkur vel.

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Rjúpnaveiðitímabilið byrjar í fyrramálið

Síðasta veiðipróf ársins lokið

Besti hundur prófs í opnum flokki með 1.einkunn. Heiðnabergs Gleipnir von Greif. Eigandi Jón Svan Grétarsson

Laugardagur:
Fjórar einkunnir litu dagsins ljós í opnum flokki á laugardeginum.
Fyrstu einkunn hampaði Vorsteh hundurinn Heiðnabergs Gleipnir von Greif en Vatnsenda Kjarval, Háfjalla Parma og Heiðnabergs Gáta von Greif hlutu aðra einkunn.
Sunnudagur:
Í keppnisflokki hlaut Bretoninn XO 1. sæti og Pointerinn Vatnsenda Kara 2. sæti.
Á sunnudag var skemmtilegur samstandur að loknu prófi í winner class

Samstandur með Gleipni, Byl, Gát og Köru

Kveðja Vorstehdeild
Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Síðasta veiðipróf ársins lokið

Þáttökulisti á veiðipróf FHD

Eftiraldir eru skráðir á síðasta veiðipróf ársins.  Unghundaflokkur fellur niður vegna ónægrar þáttöku.

Opinn flokkur laugardag.

Enskur pointer    Vatnsenda Kjarval
Breton                Midtvejs Assa
Vorsteh              Heiðnabergs Gleipnir von Greif
Enskur setter     Háfjalla Parma
Vorsteh              Heiðnabergs Gáta von Greif
Enskur pointer   Vatnsenda Kara

Keppnisflokkur sunnudag

Breton               Midtveis XO
Vorsteh             Heiðnabergs Bylur von Greif
Enskur setter    Elding
Vorsteh             Heiðnabergs Gáta von Greif
Vorsteh             Heiðnabergs Gleipnir von Greif
Enskur pointer  Vatnsenda Kara
Enskur pointer  Kaldalóns Ringó

Vorstehdeild óskar öllum góðs gengis um helgina.  Mæting er í Sólheimakot kl. 9.00 báða daganna.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Þáttökulisti á veiðipróf FHD

Skráningarfrestur að renna út

ISFtCh Spyrna sækir rjúpu

Minnum á að skráningarfrestur á veiðipróf Fuglahundadeildar rennur út að miðnætti sunnudagsins 13. október.

Allt um prófið má sjá á vef Fuglahundadeildar www.fuglahundadeild.is

 

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Skráningarfrestur að renna út