Veiðipróf FHD 19. – 20. október. Skráningafrestur rennur út á sunnudag!

Jón Hákon og Heiðnabergs Gáta MYND:SVAFAR RAGNARSSON

 

Veiðipróf á vegum FHD verður haldið helgina 19. – 20. október.

Á laugardeginum verður prófað í unghunda og opnum flokki en keppt í keppnisflokki á sunnudeginum.

Dómarar báða daganna verða þeir Guðjón S. Arinbjörnsson og Svafar Ragnarsson.

Fulltrúi HRFÍ verður Guðjón S. Arinbjörnsson og prófstjóri Vilhjálmur Ólafsson.

Mæting er báða daganna stundvíslega kl. 9.00 í Sólheimakoti.

Áhugasömum er velkomið að ganga með prófunum.

Prófið er nr: 501311 og rennur skráningarfrestur út að miðnætti sunnudagsins 13. soktóber.

Hægt að skrá sig með því að senda tölvupóst á hrfi@hrfi.is áður en frestur rennur út og millifæra eða gefa uppl. kreditkortanúmer+gildistíma.

Gefið upp ættbókarnúmer hunds, leiðanda í prófinu og í hvaða flokk á að skrá. Reikningsnúmer HRFÍ er 515-26-707729 kt. 680481-0249.

 

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Veiðipróf FHD 19. – 20. október. Skráningafrestur rennur út á sunnudag!

Veiðipróf FHD og sameiginlegar æfingagöngur

Tekin við prófið á Úlfljótsvatn

Helgina 19. – 20.  október verður haldið veiðipróf á vegum FHD.

Prófað verður í unghunda- og opnum flokki á laugardeginum en keppt í keppnisflokki á sunnudeginum.

Nú styttist í rjúpuna og um að gera koma hundunum í flott form með því að æfa vel fyrir prófið, mæta fyrnasterk/ir í lokapróf þessa árs og hafa hundinn í toppformi þegar rjúpnaveiðin hefst.

Við minnum á sameiginlegar æfingagöngur grúppu 7 eru á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17.30 og er mæting við Sólheimakotsafleggjara.

Nýliðar sérstaklega velkomin í þessar göngur.

 

Nánari upplýsingar um prófið sjálft verða birtar hér á síðunni á næstu dögum og á www.fuglahundadeild.is

 

Kveðja Vorstehdeild

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Veiðipróf FHD og sameiginlegar æfingagöngur

Úrslit Vorsteh-próf Vorstehdeildar við Úlfljótsvatn

Föngulegur hópur sem mætti á próf Vorstehdeildar

Það var því miður ekki mikið um fugl á þessu prófi Vorstehdeildar við Úlfljóstsvatn.

 

Föstudagurinn 27. september.

Unghunndaflokkur

Það var Enski Setinn Álakvíslar Mario sem landaði 1. einkunn og var besti hundur prófs. Leiðandi var Daníel Kristinsson.

Það var Bretoni  Ismenningens B-Billi sem náði 2. einkunn – Ívar Þór Þórisson

Kópavogs Arí og Guðjón

Opinn flokkur

Það var snögghærði V0rsteh rakkinn, Heiðnabergs Gleipnir von Greif, leiðandi Jón Svan Grétarssonsem sem náði 1. einkunn og var besti hundu prófs.

Jón Hákon og Heiðnabergs Gáta í góðum gír.

Ekkert gerðist á laugardag og sunnudag og var eins og að rjúpan hafi horfið af suðvestur landinu.
Frábærir dómarar og þakkir til þeirra,prófstjóra og þeirra sem hjálpuðu til og komu að þessu prófi.

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Úrslit Vorsteh-próf Vorstehdeildar við Úlfljótsvatn

www.bendir.is

Tore Kallekleiv
Fyrirlestur um þjálfun fuglahunda á vegum Bendis

Tore Kallekleiv
Þriðjudaginn 1. október kl. 20:00 í Hótel Smára.
Einn virtasti fuglahundadómari og ræktandi
Vorsteh hunda í Noregi, Tore Kallekleiv er á Íslandi og hefur boðist til að
halda fyrirlestur um þjálfun fuglahunda. Tore hefur átt og þjálfað Vorstehunda
með ótrúlegum árangri bæði í veiðiprófum og sýningum í yfir 30 ár og var fyrir
stuttu síðan valinn besti ræktandi Noregs árið 2013.

Sjá heimasíðu Tore   www.rugdelias.com

“How I train my dogs“

Það sem Tore fjallar um á fyrirlestrinum er:
Puppy´s (age from birth to 12 months) how to train
them and what is most important to do those first months!
Young dog (age from 12 months to 2 years) many dog
owners start to go in hunting and also in competitions. How is the most
important to train them and how to know when they are ready!
Open class (age from 2 years and up) How to train both
for hunting and then for competitions!
Competitions class (what is the most important things to
do when you lead dog in competitions class!
.
Fyrirlesturinn verður haldinn þriðjudaginn 1.
október klukkan 20:00 í Hótel Smára, Hlíðasmára 13 við hliðina á Bendir.
Aðgangseyrir kr. 2000.- (bara tekið við seðlum)

Æfingaganga með Tore Kalleleiv

Laugardaginn 5 okt eða sunnudaginn 6 okt.  Einn dagur í göngu með hundana inn á heiði.  Skráning
í æfingagönguna fer fram á fyrirlestrinum með Tore þann 1. okt.
Við skráningu skal greiða þáttökugjald kr. 2000 (bara tekið við seðlum)
.
From 9am to 12:00 and again from 14:00 to 17:00. Split
groups in young dogs and then older dogs.
Every dog owner gets a chance to release his dog
(perhaps 10 to 15 min) so Tore can have a look at the dog and tell the
owner what he thinks and how the he should train the dog!
.
Þetta er kjörið tækifæri fyrir alla og sér í lagi fyrir
þá sem eru með hvolpa eða unghunda sem eiga standandi fuglahunda eins og
Enskan, Írskan, Gordon seta, Vislu, Weimareiner, Breton, Enskan Pointer,
Strýhærðann og Snögghærðann Vorsteh.
Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við

ÞÁTTTÖKULISTI FYRIR VORSTEH-PRÓF VIÐ ÚLFLJÓTSVATN

Stangarheiðar Bogi

VEIÐIPRÓF NR.501310 27-29 sept. 2013
Prófið verður sett við Úlfljótsvatn alla dagana kl 9:00.
.
Prófstjóri:  Jón Garðar Þórarinsson
Fulltrúi HRFÍ: Guðjón Arinbjarnarson
Dómarar: Ola Øie, Gunnar Gundersen, Guðjón Arinbjarnarson
.
27. september – unghundaflokkur
ES  Álakvíslar Mario – Daníel Kristinsson
V   Bendishunda Mía – Gunnar Þór Þórarnarson
B   Ismenningens B-Billi – Ívar Þór Þórisson
SV  Artemis Blökk – Björgvin Þórisson
.
27. september – Opinn flokkur
V   Kópavogs Arí – Guðjón Snær Steindórsson
B   Midtvejs Assa – Sigurður Ben. Björnsson
ES  Háfjalla Parma – Daníel Kristinsson
V   Heiðnabergs Gleipnir von Greif – Jón Svan Grétarsson
.
28. september – unghundaflokkur
ES  Álakvíslar Mario – Daníel Kristinsson
V   Bendishunda Mía – Gunnar Þór Þórarnarson
B   Ismenningens B-Billi – Ívar Þór Þórisson
SV  Artemis Blökk – Björgvin Þórisson
.
28. september – opinn flokkur
V   Kópavogs Arí – Guðjón Snær Steindórsson
B   Midtvejs Assa – Sigurður Ben. Björnsson
V   Kópavogs Myrra – Einar Sveinsson
V   Heiðnabergs Gáta von Greif – Jón Hákon Bjarnason
ES  Háfjalla Parma – Kristinn Einarsson
IS  Fuglodden‘s Rösty – Bragi Valur Egilsson
V   Stangarheiðar Bogi – Kristjón Jónsson
P   Vatnsenda Kjarval – Ólafur Jóhannesson
.
28. september – keppnis flokkur
P   Vatnsenda Kara – Ásgeir Heiðar
B   Midtvejs Xo – Sigurður Ben. Björnsson
V   Heiðnabergs Gleipnir von Greif – Jón Svan Grétarsson
V   Gruetjenet‘s G-Ynja – Gunnar Pétur Róbertsson
SV  Kragborg Mads – Lárus Eggertsson
V   Heiðnabergs Bylur von Greif – Jón Garðar Þórarinsson
.
29. september – keppnis flokkur
P   Vatnsenda Kara – Ásgeir Heiðar
B   Midtvejs Xo – Sigurður Ben. Björnsson
V   Heiðnabergs Gáta von Greif – Jón Hákon Bjarnason
V   Esjugrundar Stígur – Gunnar Pétur Róbertsson
V   Gruetjenet‘s G-Ynja – Gunnar Pétur Róbertsson
SV  Kragborg Mads – Lárus Eggertsson
V   Heiðnabergs Bylur von Greif – Jón Garðar Þórarinsson
.
Þeir sem vilja kynna sér fuglahundasportið eru velkomin með í prófið og geta gengið með.
Muna að vera rétt klædd/ur og með nesti og nýja skó.
.
Kveðja Vorstehdeild
Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við ÞÁTTTÖKULISTI FYRIR VORSTEH-PRÓF VIÐ ÚLFLJÓTSVATN

Nú styttist í veiðipróf Vorsteh-deildar.

JB-Skáli

Nú styttist í veiðipróf Vorsteh-deildar.

Búið er að taka frá húsnæði á Úlfljótsvatni http://ulfljotsvatn.is/ til að vera nærri prófsvæðinu.

Verð á gistingu er stillt í hóf 4500 kr. og miðast við að menn verði frá fimmtudegi til sunnudags, tveir í herbergi.

Dómarar í prófinu verða eins og fyrr segir Gunnar Gundersen, Ola Øie auk Guðjóns Arinbjarnarsonar.

Við hvetjum alla til að skrá sig sem fyrst og láta vita ef þeir ætla að gista á staðnum.

Sendið póst á kristjonj@simnet.is varðandi skráningu.

Hellisheiðarleið til Úlfljótsvatns

Nesjavallaleið til Úlfljótsvatns

Kveðja Vorstehdeild

 

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Nú styttist í veiðipróf Vorsteh-deildar.

Veiðipróf Vorstehdeildar og dómarakynning

Heiðnabergs Gleipnir og Heiðnabergs Bylur

Nú styttist í vorstehprófið sem haldið verður að Úlfljótsvatni helgina 27-29 september.

Stefnt er að því að hafa unghunda og opinflokk á föstudeginum. Blandað saman unghunda og opnumflokk á laugardag auk keppnisflokk og loks keppnisflokk á sunnudeginum. Þrír dómarar eru skráðir á prófið. Tveir frá Noregi ásamt einum íslenskum. Verði mjög góð skráning í prófið á laugardeginum þá veður bætt við dómara og unghunda og opniflokkurinn aðskildir.

Búið er að fara og kanna prófsvæði  og er skemmst frá því að segja að gengið var í 3 klst með 5 hunda og var möguleiki á fuglavinnu í hverju sleppi. Því er ljóst að rjúpan ætlar að mæta.

Við hvetjum bæði menn og konur til að mæta í æfingagöngurnar á þriðjudögum og fimmtudögum svo hundar og menn mæti æfðir til leiks.

Prófið er nr: 501310

Skráningarfrestur á prófið rennur út 22. september.  Hægt að skrá sig með því að senda tölvupóst á hrfi@hrfi.is áður en frestur rennur út og millifæra eða gefa uppl. kreditkortanúmer+gildistíma. Gefið upp ættbókarnúmer hunds, leiðanda í prófinu og í hvaða flokk á að skrá. Reikningsnúmer HRFÍ er 515-26-707729 kt. 680481-0249.

 

Dómarar í þessu prófi verða Gunnar og Ole

Gunnar Gundersen er búin að eiga Vorsteh frá 1970. Hann hefur þjálfað hunda í hundaskóla í Noregi.

Hann er mjög aktívur veiðimaður, dómari og tekur mjög oft þátt sjálfur í veiðiprófum.

Gunnar hefur verið formaður NPK og NVK.

 

Ola Øie er 42 ára, giftur, 2ja barna faðir.

Hann hefur átt snögghærða Vorsteh síðan 2001. Hann hefur átt 7 hunda á þessum tíma.

Hann hefur dæmt veiðipróf síðan 2009.

2011 var hundur þeirra Haugtuns DPB Fri veiðihundur óháð tegund í Noregi. Hann náði með þeim hundi 2x Noregsmeistari.

Hans rætkun heitir Haugtuns og eru tveir hundar frá þeim hér á Íslandi.

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Veiðipróf Vorstehdeildar og dómarakynning

Æfingagöngur

ICE Artemis Arko

Minnum á sameiginlegar æfingagöngur Vorsteh, FHD og ÍRSK.

Mæting er við Sólheimakotsafleggjara kl. 18.00, þriðjudaga og fimmtudaga.

Allir velkomnir.

 

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Æfingagöngur

Úrslit hjá strýhærðum á sýningu HRFÍ

Yrja í sókn

Vinnuhundaflokkur

Yrja
Með, exc,ck,cc,cacib besta tík og Besti hundur tegundar og í 4 sæti í tegundahópi 7

Unghundaflokkur

Ice Artemis Arkó
Með, exc,ck,cc,cacib,Besti rakki tegundar og 2 besti hundur tegundar

Flottir strýhærðir hér á ferð. Kragborg´s Mads, Yrja Ice Artemis Blökk og Ice Artemis Arkó.

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Úrslit hjá strýhærðum á sýningu HRFÍ

Veiðipróf FHD

(Tekið af síðu www.fuglahundadeild.is)

Dagur 1.

Fyrsta degi veiðiprófs Fuglahundadeildar er nú lokið.  Prófið var haldið fyrir ofan stóra bílastæðið á Mosfelssheiði í ágætis veðri.  Slangur var af fugli og höfðu allir hundar möguleika á fuglavinnu sem þeir hinsvegar nýttu misvel.  Annars var árangurinn þessi:

Pointer                ISFtCh. C.I.B. ISCh Vatnsenda Kara    1. einkunn og heiðursverðlaun
Enskur setter      Kaldalóns Doppa                                 3. einkunn
Breton                 ISCh Midtvejs XO                                 Mætti ekki
Írskur setter        Gagganjunis Von                                 0. einkunn
Breton                 Midtvejs Assa                                      0. einkunn
Írskur setter        Fuglodden‘s Rösty                               0. einkunn
Enskur setter      Háfjalla Parma                                     2.einkunn

Dagur 2.

Nú er öðrum degi lokið á veiðihundapróf Fuglahundadeildar.  Prófið var haldið á svipuðum slóðum og prófið í gær.  Veður var þokkalegt og slangur af rjúpu.  Einn hundur fékk einkunn og var það Pointerinn Vatnsenda Kjarval sem hlaut verðskuldaða 2. einkunn.  Aðrir hundar hlutu ekki einkunn.  Sérstök verðlaun voru afhent fyrir besta hund báða daganna og var það Pointerinn Vatnsenda Kara sem hreppti þau.

Opinn flokkur – Sunnudagur
Pointer                ISFtCh. C.I.B. ISCh Vatnsenda Kara    0. einkunn
Írskur setter        Gagganjunis Von                                 0. einkunn
Breton                 Midtvejs Assa                                       0. einkunn
Írskur setter        Fuglodden‘s Rösty                               0. einkunn
Enskur setter      Háfjalla Parma                                      0. einkunn
Pointer                Vatnsenda Kjarval                                2. einkunn

Dagur 3.

Keppnisflokki var startað kl. 9.00 í morgun.  Veður var ágætt, rjúpur í flestum sleppum og höfðu allir hundar færi á fugli.

Eftir æsispennandi lokasprett þá landaði Pointerinn Barrentsviddas B Hardy Du Cost’ lot 1. sætinu og Enski setinn Kaldalóns Doppa hlaut 2. sætið.

Aðrir hundar fengu ekki sæti.

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Veiðipróf FHD