Fulltrúi HRFÍ: Guðjón Arinbjarnarson
Dómarar: Ola Øie, Gunnar Gundersen, Guðjón Arinbjarnarson
Nú styttist í veiðipróf Vorsteh-deildar.
Búið er að taka frá húsnæði á Úlfljótsvatni http://ulfljotsvatn.is/ til að vera nærri prófsvæðinu.
Verð á gistingu er stillt í hóf 4500 kr. og miðast við að menn verði frá fimmtudegi til sunnudags, tveir í herbergi.
Dómarar í prófinu verða eins og fyrr segir Gunnar Gundersen, Ola Øie auk Guðjóns Arinbjarnarsonar.
Við hvetjum alla til að skrá sig sem fyrst og láta vita ef þeir ætla að gista á staðnum.
Sendið póst á kristjonj@simnet.is varðandi skráningu.
Kveðja Vorstehdeild
Nú styttist í vorstehprófið sem haldið verður að Úlfljótsvatni helgina 27-29 september.
Stefnt er að því að hafa unghunda og opinflokk á föstudeginum. Blandað saman unghunda og opnumflokk á laugardag auk keppnisflokk og loks keppnisflokk á sunnudeginum. Þrír dómarar eru skráðir á prófið. Tveir frá Noregi ásamt einum íslenskum. Verði mjög góð skráning í prófið á laugardeginum þá veður bætt við dómara og unghunda og opniflokkurinn aðskildir.
Búið er að fara og kanna prófsvæði og er skemmst frá því að segja að gengið var í 3 klst með 5 hunda og var möguleiki á fuglavinnu í hverju sleppi. Því er ljóst að rjúpan ætlar að mæta.
Við hvetjum bæði menn og konur til að mæta í æfingagöngurnar á þriðjudögum og fimmtudögum svo hundar og menn mæti æfðir til leiks.
Prófið er nr: 501310
Skráningarfrestur á prófið rennur út 22. september. Hægt að skrá sig með því að senda tölvupóst á hrfi@hrfi.is áður en frestur rennur út og millifæra eða gefa uppl. kreditkortanúmer+gildistíma. Gefið upp ættbókarnúmer hunds, leiðanda í prófinu og í hvaða flokk á að skrá. Reikningsnúmer HRFÍ er 515-26-707729 kt. 680481-0249.
Dómarar í þessu prófi verða Gunnar og Ole
Gunnar Gundersen er búin að eiga Vorsteh frá 1970. Hann hefur þjálfað hunda í hundaskóla í Noregi.
Hann er mjög aktívur veiðimaður, dómari og tekur mjög oft þátt sjálfur í veiðiprófum.
Gunnar hefur verið formaður NPK og NVK.
Ola Øie er 42 ára, giftur, 2ja barna faðir.
Hann hefur átt snögghærða Vorsteh síðan 2001. Hann hefur átt 7 hunda á þessum tíma.
Hann hefur dæmt veiðipróf síðan 2009.
2011 var hundur þeirra Haugtuns DPB Fri veiðihundur óháð tegund í Noregi. Hann náði með þeim hundi 2x Noregsmeistari.
Hans rætkun heitir Haugtuns og eru tveir hundar frá þeim hér á Íslandi.
Kveðja Vorstehdeild
Minnum á sameiginlegar æfingagöngur Vorsteh, FHD og ÍRSK.
Mæting er við Sólheimakotsafleggjara kl. 18.00, þriðjudaga og fimmtudaga.
Allir velkomnir.
Kveðja Vorstehdeild
Vinnuhundaflokkur
Yrja
Með, exc,ck,cc,cacib besta tík og Besti hundur tegundar og í 4 sæti í tegundahópi 7
Unghundaflokkur
Ice Artemis Arkó
Með, exc,ck,cc,cacib,Besti rakki tegundar og 2 besti hundur tegundar
Kveðja Vorstehdeild
(Tekið af síðu www.fuglahundadeild.is)
Dagur 1.
Fyrsta degi veiðiprófs Fuglahundadeildar er nú lokið. Prófið var haldið fyrir ofan stóra bílastæðið á Mosfelssheiði í ágætis veðri. Slangur var af fugli og höfðu allir hundar möguleika á fuglavinnu sem þeir hinsvegar nýttu misvel. Annars var árangurinn þessi:
Pointer ISFtCh. C.I.B. ISCh Vatnsenda Kara 1. einkunn og heiðursverðlaun
Enskur setter Kaldalóns Doppa 3. einkunn
Breton ISCh Midtvejs XO Mætti ekki
Írskur setter Gagganjunis Von 0. einkunn
Breton Midtvejs Assa 0. einkunn
Írskur setter Fuglodden‘s Rösty 0. einkunn
Enskur setter Háfjalla Parma 2.einkunn
Dagur 2.
Nú er öðrum degi lokið á veiðihundapróf Fuglahundadeildar. Prófið var haldið á svipuðum slóðum og prófið í gær. Veður var þokkalegt og slangur af rjúpu. Einn hundur fékk einkunn og var það Pointerinn Vatnsenda Kjarval sem hlaut verðskuldaða 2. einkunn. Aðrir hundar hlutu ekki einkunn. Sérstök verðlaun voru afhent fyrir besta hund báða daganna og var það Pointerinn Vatnsenda Kara sem hreppti þau.
Opinn flokkur – Sunnudagur
Pointer ISFtCh. C.I.B. ISCh Vatnsenda Kara 0. einkunn
Írskur setter Gagganjunis Von 0. einkunn
Breton Midtvejs Assa 0. einkunn
Írskur setter Fuglodden‘s Rösty 0. einkunn
Enskur setter Háfjalla Parma 0. einkunn
Pointer Vatnsenda Kjarval 2. einkunn
Dagur 3.
Keppnisflokki var startað kl. 9.00 í morgun. Veður var ágætt, rjúpur í flestum sleppum og höfðu allir hundar færi á fugli.
Eftir æsispennandi lokasprett þá landaði Pointerinn Barrentsviddas B Hardy Du Cost’ lot 1. sætinu og Enski setinn Kaldalóns Doppa hlaut 2. sætið.
Aðrir hundar fengu ekki sæti.
Kveðja Vorstehdeild
Helgina 7. – 8. September mæta 719 hreinræktaðir hundar af 86 hundategundum í dóm á alþjóðlegri hundasýningu Hundaræktarfélags Íslands.
Sýningin er haldin í Klettagörðum 6 og hefjast dómar kl. 9:00 árdegis báða daga og standa fram eftir degi.
Úrslit á báða hefjast um kl. 13:30 og þá kemur í ljós hvaða hundar bera af að mati dómara.
Vorsteh, snögghærður (15 hundar) verður sýndur kl 10:40 á laugardag og svo verður Vorsteh, strýhærður (2 hundar) sýndur kl 12:24.
Bendum við sýnendum að mæta tímanlega við hring.
Verðlaun verða veitt í öllum flokkum og gefendur að þessu sinni er Páll og Sigríður í BENDIR.IS
Vill Vorstehdeild þakka þeim kærlega fyrir flott framtak.
Áhugasömu fólki um Vorsteh-hunda er bent á að það er hægt að fylgjast með tegundinni á þessari sýningu og einnig í veiðiprófum sem fara fram um helgina á Mosfellsheiði (sjá www.fuglahundadeild.is)
Kveðja Vorstehdeild
Sameinginlegur deildarfundur Vorsteh, FHD og Írsk setter deildar verður haldinn miðvikudaginn 4 sept. kl 20:00 í Sólheimakoti.
Farið verður yfir farin veg og rýnt verður í framtíðina með fuglahunda-fólki.
Viljum við hvetja alla félagsmenn deildanna og láta sína skoðun í ljós í léttu spjalli.
Hvetjum við nýliða til að mæta og kynna sér málefni deildanna.
Kveðja Vorstehdeild