Minnum á deildarfundinn í kvöld.

Sameinginlegur deildarfundur Vorsteh, FHD og Írsk setter deildar verður haldinn miðvikudaginn 4 sept. kl 20:00 í Sólheimakoti.

Farið verður yfir farin veg og rýnt verður í framtíðina með fuglahunda-fólki.

Viljum við hvetja alla félagsmenn deildanna og láta sína skoðun í ljós í léttu spjalli.

Hvetjum við nýliða til að mæta og kynna sér málefni deildanna.

 

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Minnum á deildarfundinn í kvöld.

Áfangafellsprófið flutt suður yfir heiðar

Af óviðráðanlegum orsökum hefur verið ákveðið að flytja Áfangafellsprófið suður.

Þáttökulisti og nánari upplýsingar um prófið verður birt fljótlega á www.fuglahundadeild.is

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Áfangafellsprófið flutt suður yfir heiðar

Framlengdur skráningafrestur – Minnum á að skráningarfrestur í Áfangafellsprófið

Heiðnabergs Bylur von Greif Eigandi: Jón Garðar.

 

 

Minnum á að skráningarfrestur í Áfangafellsprófið rennur út sunnudaginn 1. september.

Búið að framlengja skráningafrest til hádegis þriðjudaginn 3. september.

Allt um prófið um prófið á www.fuglahundadeild.is.

Sjáumst hress fyrir norðan.

 

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Framlengdur skráningafrestur – Minnum á að skráningarfrestur í Áfangafellsprófið

Sameiginlegur deildarfundur

Fjallatinda - Juni, Alfa og Nala

Sameinginlegur deildarfundur Vorsteh, FHD og Írsk setter deildar verður haldinn miðvikudaginn 4 sept. kl 20:00 í Sólheimakoti.

Farið verður yfir farin veg og rýnt verður í framtíðina með fuglahunda-fólki.

Viljum við hvetja alla félagsmenn deildanna og láta sína skoðun í ljós í léttu spjalli.

Hvetjum við nýliða til að mæta og kynna sér málefni deildanna.

 

Kveðja Vorstehdeild

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Sameiginlegur deildarfundur

Æfingagöngur að byrja

Hvolpar

Það verða sameiginlegar æfingagöngur fyrir fuglahunda (grúbbu 7) á þriðjudögum og fimmtudögum kl 19:00.

Hittingur er við Sólheimakotsafleggjara.

Vonumst til að sjá sem flesta.

Nýliðar og áhugafólk um fuglahunda hvetjum við sérstaklega til að mæta og munu reyndari menn og konur aðstoða að bestu getu.

 

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Æfingagöngur að byrja

Áfangafell 2013

Ice Artemis Blökk

Áfangafellsprófið, verður haldið 7.–9. september.  Prófið er haldið að venju á Auðkúluheiði og verður gist í Áfangafellsskála.

Svíarnir Jan Olov Daniels og Rolf Sandström dæma prófið og verða kynntir hér á síðunni á næstu dögum.

Dagskrá:
7. sept. verða prófaðir UF/Unghundaflokkur (hundar að 2ja ára aldri) og OF/Opinn flokkur (Hundar eldri en 2ja ára)

8. sept. verða prófaðir UF/Unghundaflokkur (hundar að 2ja ára aldri) og OF/Opinn flokkur (Hunda eldri en 2ja ára)

9. sept. verður keppt í Keppnisflokki (þeir hundar sem náð hafa 1. einkunn í OF).

Prófsetning er við Áfangafellsskálann kl. 09:00 daganna 7. og 8. sept. en kl. 10:00 9. sept.
Veitt verða verðlaun fyrir besta hund í unghunda- og opnum flokki báða dagana auk verðlauna fyrir sæti í keppnisflokki.  Fjöldi aukaverðlauna verða einnig í boði.  Hundar hafa möguleika á að hljóta heiðursverðlaun í prófinu.

Vakin er athygli að sauðfé gæti verið á svæðinu en smalað verður á heiðinni dagana á undan prófinu.

Gisting/matur:

Við fáum Áfangafellsskálann afhentan seinnipart föstudagsins 6. sept.  Á laugardagskvöldinu er sameiginlegur villibráðarhátíðarkvöldverður þar sem hugmyndin er að hver og einn komi með einhverja villibráð og verður slegið upp hlaðborði að hætti hússins.   Að öðru leyti sjá þáttakendur um mat sinn sjálfir.

Mjög góð aðstaða er fyrir þátttakendur í prófinu og er stefnt að því að tveir verði saman í herbergi. Hundar mega vera í búrum inni í herbergjunum.  Mjög góð aðstaða er í skálanum, stór stofa og borðstofa, fullkomið eldhús, sturtur og heitur pottur.

Gisting í skálanum kostar kr. 7.500,- og gildir fyrir alla dagana óháð hvort menn verða eina eða þrjár nætur.  Gistingu verður að panta hjá Braga vprgyn@gmail.com og við hvetjum þá, sem ætla að mæta að panta gistingu sem fyrst, hér gildir fyrstur kemur fyrstur fær.  Skráning í gistingu telst ekki gild fyrr en greiðsla hefur borist. Frestur til að ganga frá geiðslu á gistingu er 30. ágúst.

Vinsamlega leggið inn fyrir gistingu á reikning 0192-26-9121, kennitala 021171-4339 og sendið staðfestingu á vprgyn@gmail.com.

Hafi menn áhuga á að sameinast í bíla bæði til að spara eldsneytiskostnað og fá félagsskap er mönnum bent á að hafa samband við prófstjóra sem er Bragi Valur Egilsson.

Skráning í prófið sjálft fer fram á skrifstofu HRFÍ á opnunartíma skrifstofu HRFÍ( sjá nánar á www.hrfi.is) . Einnig er hægt að skrá sig með því að senda tölvupóst á hrfi@hrfi.is og millifæra eða gefa upp kreditkortanúmer.  Tiltakið skráningarnúmer hunds og leiðanda í prófinu auk hvaða flokka á að skrá í.

Skráningarfrestur rennur út sunnudaginn 1. september.

Bragi Valur Egilsson veitir nánari upplýsingar um prófið í s:856 2024 eða vprgyn@gmail.com

 

Einnig hægt að sjá www.fuglahundadeild.is

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Áfangafell 2013

Úrslit í sækiprófi Vorstehdeildar

Ice Artemis Dexter og Blökk, bæði með 1.einkunn (Blökk hægra megin og var hún BESTI HUNDUR PRÓFS)

Það var glæsilegur árangur hjá Strýhærðum Vorsteh í dag í unghundaflokki.

Ice Artemis Blökk: 1 einkunnBESTI HUNDUR PRÓFS. Leiðandi: Björgvin Þórisson

 

Ice Artemis Dexter: 1 einkunn. Leiðandi; Katrín Þóra Björgvinsdóttir

 

Bljáskjárs adams Yrsa: 3. einkunn Leiðandi: Einar Örn Rafnsson

 

Aðrir unghundar hlutu ekki einkunn.

Hér eru sigurvegarar í Opnum flokk og unghundaflokk. Bláskjár Skuggi jr. og Ice Artemis Blökk

Í opnum flokki náðu tveir hunda einkunn í dag.

Bláskjárs Skugga jr.: 3. einkunn og BESTI HUNDUR PRÓFS Leiðandi; Arnar Hilmarsson

 

Stangarheiðar Bogi: 3. einkunn Leiðandi; Díana Sigurfinnsdóttir

 

Aðrir hundar í opnum flokki náðu ekki einkunn í dag.

 

Vorstehdeild vill óska þeim sem náðu einkunn í dag, innilega til hamingju með frábæran árangur.

 

Kveðja Vorstehdeild

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Úrslit í sækiprófi Vorstehdeildar

Þátttökulisti í sækiprófi Vorstehdeildar

Góð þátttaka í sækipróf Vorstehdeildar. Mæting í fyrramálið kl 08:00 við sólheimakot.

Dómari er Svafar Ragnarsson.

Styrktaraðilar í þessu sækiprófi er FAMOUS GROUSE og PRO PAC, þökkum við þeim fyrir frábæran stuðning.

Vill Vorstehdeild hvetja fólk til að mæta og sjá hunda í flottri vinnu.

Gangi hundum og mönnum vel á morgun!

 

Unghundaflokkur

Ice Artemis Blökk

Leiðandi; Björgvin Þórisson

 

Ice Artemis Dexter

Leiðandi; Katrín Þóra Björgvinsdóttir

 

Fóellu Stekkur

Leiðandi; Sigríður Aðalsteinsdóttir

 

Bljáskjárs adams Yrsa

Leiðandi: Einar Örn Rafnsson

 

Álakvíslar Mario

Leiðandi; Daníel Kristinsson

 

 

 

Opinflokkur

Háfjalla Parma

Leiðandi; Kristinn Einarsson

 

Heiðnabergs Bylur von Greif

Leiðandi;Jón Garðar Þórarinsson

 

Bláskjárs Skugga jr.

Leiðandi; Arnar Hilmarsson

 

Stangarheiðar Bogi

Leiðandi; Díana Sigurfinnsdóttir

 

Esjugrundar Stígur

Leiðandi; Gunnar Pétur Róbertsson

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Þátttökulisti í sækiprófi Vorstehdeildar

Sækipróf – skráningafrestur

Kragborg Mads

Minnum á sækprófið sem verður 17 ágúst kl: 08:00 og skráningafresturinn rennur út á mánudagskvöld kl 24:00

Lokaæfingin verður næstkomandi miðvikudag þar sem verður farið í gegnum prófið.

Vonumst til að sjá sem flesta á æfingu á miðvikudaginn.

Skráning fer fram á skrifstofu HRFÍ. Gefið upp ættbókarnúmer hunds, leiðanda í prófinu, hvaða flokka á að skrá í og hvaða dag. Reikningsnúmer HRFÍ er 515-26-70779  kt. 680481-0249 Skráningunni þarf að fylgja staðfesting á greiðslu annars telst hún ekki gild.Verð er 4500 fyrir einn dag. Prófnúmer er 501308.

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Sækipróf – skráningafrestur

Æfingar fyrir sækipróf

Stangarheiðar Bogi

Það verða æfingar á miðvikudaginn fyrir sækipróf Vorstehdeildar.

Það verður Albert Steingrímsson hundaþjálfari sem mun leiðbeina okkur fyrir komandi próf.

Áherslan er að setja eldri hunda í sporavinnu og yngri hundana í vatnavinna.

Hittingur er í Sólheimakotsafleggjara kl 19:00 á miðvikudaginn.

Taka með sér flautu, taum og dummy. Kostnaður er: 1000 kr. á hund.

 

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Æfingar fyrir sækipróf