Sækipróf 17 ágúst

Þann 17 ágúst, kl: 08:00  verður sækipróf Vorstehdeildar.

Dómari veðrur Svafar Ragnarsson.

Nánar auglýst síðar.

 

2 vikum fyrir próf verður æfingin sett upp eins og um próf væri að ræða.

Þá fá menn góða tilfinningu hvað þarf að lagfæra fyrir komandi sækipróf.

en æfingin verður auglýst síðar.

 

Minnum á æfingar alla miðvikudaga fram að prófi (sjá frétt hér fyrir neðan)

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Sækipróf 17 ágúst

Æfingar fyrir sækipróf

Yrja

Það verða æfingar á miðvikudögum fyrir sækipróf Vorstehdeildar.

Það verður Albert Steingrímsson hundaþjálfari sem mun leiðbeina okkur fyrir komandi próf.

Hittingur er í Sólheimakotsafleggjara kl 19:00 á miðvikudaginn.

Taka með sér flautu, taum og dummy.   Kostnaður er: 1000 kr. á hund.

Kveðja Vorstehdeild

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Æfingar fyrir sækipróf

Derhúfur til sölu!

Vorstehdeild er með þessar forlátu húfur til sölu til styrktar deildinni.

Þú leggur inn á vorstehdeildina fyrir húfu/húfum

Kt. 580711-1380                Reikningur: 0327-26-057111

Þegar þú hefur greitt fyrir húfu/r senda þá sms þegar búið er að borga í síma 861-4502 um fjölda af húfum og lit.

Þær koma í rauðu og brúnu.

Kosta aðeins 1500 kr.

Hvetjum alla til að verða sér útum flotta húfu.

Nánari upplýsingar er hægt að fá með því að senda póst á laruseggert@gmail.com

 

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Derhúfur til sölu!

Sækipróf FHD úrslit helgarinnar

Ice Artemis Blökk 3. einkunn og og besti hundur í unghunda flokki.(á sunnudeginum) Eigandi Björgvin Þórisson. (Lalli á myndinni)

Seinni degi í sækiprófi FHD lauk í dag. Það var sumarblíða og skemmtilegur félagsskapur.
Gaman að sjá hvað æfingar undanfarið hafa skilað sér og var gríðarlega góð samstaða og hugur í fólki í prófinu  í dag.
Úrslit helgarinnar voru eftirfarandi:

Laugadagurinn 29.06.2013

Unghundaflokkur (hæsti mögulegi stigafjöldi 20 stig):
Bláskjárs admasYrsa 12 stig –  3. einkunn og og besti hundur í unghunda flokki (Weimaraner)
Ice Artemis Blökk 12 stig –  3. einkunn (Strýhærður Vorsteh)
Opinn flokkur (hæsti mögulegi stigafjöldi 30 stig):
Bláskjárs Skuggi Jr. 30 stig –  1. einkunn og og besti hundur í opnum flokki (Weimaraner)
Háfjalla Parma 22 stig –  2. einkunn (Enskur Setter)
Bláskjárs Hekla 21 stig –  3. einkunn (Weimaraner)
Sunnudagurinn 29.06.2013
Unghundaflokkur (hæsti mögulegi stigafjöldi 20 stig):
Ice Artemis Blökk 14 stig –  3. einkunn og og besti hundur í unghunda flokki (Strýhærður Vorsteh)
Bláskjárs admasYrsa 9 stig –  3. einkunn (Weimaraner)
Bláskjárs adamsGarpur 8 stig –  3. einkunn (Weimaraner)
Opinn flokkur (hæsti mögulegi stigafjöldi 30 stig):
Bláskjárs Skuggi Jr.  28 stig – 1. einkunn og og besti hundur í opnum flokki (Weimaraner)
Bláskjár Hekla Bláskjár Hekla 19 stig –  3. einkunn (Weimaraner)
Til hamingju með glæsilegan árangur einkunnahafar í dag.
Svafari Ragnarssyni og Glenn Olsen dómurum, Henning Aðalmundssyni og Vilhjálmi Ólafsyni, Þorsteini Friðrikssyni, Steina og Hauki Reynissyni prófstjóra, eru færðar sérstakar þakkir fyrir frábæra vinnu í dag. Einnig Atla Ómarssyni og Sigrúnu fyrir lán á báti.
Úrslitin verða færð í gagnagrunninn innan skamms þar sem útlistanir á hverjum lið fyrir sig koma fram.
(tekið af heimasíðu FHD)
Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Sækipróf FHD úrslit helgarinnar

Sækipróf FHD

Kragborg Mads

Mæting í sækipróf FHD, kl 09:00 í Sólheimakoti báða dagana.

Laugardag og sunnudag.

Áhorfendur hjartanlega velkomnir.

Sjáumst hress:)

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Sækipróf FHD

Þátttökulisti í Sækiprófi FHD

Gleipnir sækir rjúpu

Frábær þátttaka er í sækipróf FHD um næstu helgi.

Laugardagur:

Opinn flokkur:

Gleipnir von Greif
Bláskjár Hekla
Kasamar Antares(Taso)
Bláskjár Skuggi jr.
Háfjalla Parma
Huldu Morgana Mozart(Kaiser)
Huldu Lennox of Weimar
Silva Sgt. Schultz
Huldu Bell von Trubon

Unghundaflokkur:

Bláskjár adamsGarpur
Ice Artemis Blökk
Bláskjár adamsYrsa

Sunnudagur:

Opinn flokkur:

Gleipnir von Greif
Heiðnabegs Bylur von Greif
Bláskjár Hekla
Kasamar Antares(Taso)
Bláskjár Skuggi jr.
Stangarheiðar Bogi
Háfjalla Parma
Huldu Morgana Mozart(Kaiser)
Silva Sgt. Schultz
Huldu Bell von Trubon

Unghundaflokkur:

Bláskjár adamsGarpur
Bláskjár adamsYrsa

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Þátttökulisti í Sækiprófi FHD

Sækiæfing í dag fyrir sækiprófið

 

Minnum á sækiæfingu í dag fimmtudag fyrir þá sem eru skráðir eða ætla að skrá í prófin 29 – 30.06.2013.

Hittumst við Sólheimakotsafleggjara kl. 18:00.

 

kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Sækiæfing í dag fyrir sækiprófið

Skráningarfrestur fyrir sækipróf

Skráning fer fram hjá prófstjóra Hauki Reynissyni vegna sumarlokunar hjá skrifstofu HRFÍ.Síðasti skráningardagur er sunnudagurinn 23. júní. Sendið tölvupóst á thr@isholf.is Gefið upp ættbókarnúmer hunds, leiðanda í prófinu, hvaða flokka á að skrá í og hvaða dag(a).

Reikningsnúmer HRFÍ er 515-26-707729  kt. 680481-0249

Skráningunni þarf að fylgja staðfesting á greiðslu annars telst hún ekki gild.

Verð er 4500 fyrir einn dag og 7000 fyrir tvo daga.

Prófnúmer er 501307,  fulltrúi HRFÍ er Svafar Ragnarsson

og prófstjóri er Haukur Reynisson: 896-0685

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Skráningarfrestur fyrir sækipróf

Æfingar á fimmtudögum í júní

Fjallatinda Juni

Vorstehdeild vill minna á að alla fimmtudaga í Júní verða sækiæfingar.

Mæting við Sólheimakotsafleggjara kl 18:00.

Notast verður við máfa og viljum við benda þeim sem vilja að koma með sína bráð sem það vilja.

Verður æft fyrir alla þá þætti sem kemur fyrir í sækiprófinu eins og vatnavinna, frjáls leit og spor.

Fyrir þá sem búa á suðurnesjum og komast ekki á æfingar á Rvk. svæðinu getum við bent á að vera í sambandi við fuglahundamenn á suðurnesjum í gegnum facebook síðu þeirra: https://www.facebook.com/home.php#!/hundaklubbur?fref=ts

 

Vorstehdeild vill minna hudaeigendur að hvíla heiðina því varp er á fullu og ungar að komast á legg. Viljum við hvetja alla að snúa sér að öðrum æfingum.

Kveðja Vorstehdeild

 

ps.

Þeir sem eiga skemmtilega myndir af Vorsteh, mega endilega senda á diverss@mi.is (nafn á hund, ásamt ræktunarnafni og titlum)

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Æfingar á fimmtudögum í júní

Sækiprófsæfing á fimmtudaginn

Kópavogs Arí

Fyrsta æfingin verður núna á fimmtudaginn 30. maí. (fyrir sækiprófið sem haldið verður 29. júní)
Hittingur við Sólheimakotsafleggjaranum kl. 18.
Á æfingunum sem haldnar verða, verður farið í frjálsa leit, vatnavinnu og spor.
Reynt verður að útvega máfa en öllum er frjáls að koma með eigin sóknarbráð.
Ef veður leyfir á þessari fyrstu æfingu verður boðið upp á grillaðar pylsur meðan á æfingunni stendur.

Hvetjum alla til að mæta.

Kveðja Vorstehdeild

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Sækiprófsæfing á fimmtudaginn