Skráningarfrestur fyrir sækipróf

Skráning fer fram hjá prófstjóra Hauki Reynissyni vegna sumarlokunar hjá skrifstofu HRFÍ.Síðasti skráningardagur er sunnudagurinn 23. júní. Sendið tölvupóst á thr@isholf.is Gefið upp ættbókarnúmer hunds, leiðanda í prófinu, hvaða flokka á að skrá í og hvaða dag(a).

Reikningsnúmer HRFÍ er 515-26-707729  kt. 680481-0249

Skráningunni þarf að fylgja staðfesting á greiðslu annars telst hún ekki gild.

Verð er 4500 fyrir einn dag og 7000 fyrir tvo daga.

Prófnúmer er 501307,  fulltrúi HRFÍ er Svafar Ragnarsson

og prófstjóri er Haukur Reynisson: 896-0685

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Skráningarfrestur fyrir sækipróf

Æfingar á fimmtudögum í júní

Fjallatinda Juni

Vorstehdeild vill minna á að alla fimmtudaga í Júní verða sækiæfingar.

Mæting við Sólheimakotsafleggjara kl 18:00.

Notast verður við máfa og viljum við benda þeim sem vilja að koma með sína bráð sem það vilja.

Verður æft fyrir alla þá þætti sem kemur fyrir í sækiprófinu eins og vatnavinna, frjáls leit og spor.

Fyrir þá sem búa á suðurnesjum og komast ekki á æfingar á Rvk. svæðinu getum við bent á að vera í sambandi við fuglahundamenn á suðurnesjum í gegnum facebook síðu þeirra: https://www.facebook.com/home.php#!/hundaklubbur?fref=ts

 

Vorstehdeild vill minna hudaeigendur að hvíla heiðina því varp er á fullu og ungar að komast á legg. Viljum við hvetja alla að snúa sér að öðrum æfingum.

Kveðja Vorstehdeild

 

ps.

Þeir sem eiga skemmtilega myndir af Vorsteh, mega endilega senda á diverss@mi.is (nafn á hund, ásamt ræktunarnafni og titlum)

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Æfingar á fimmtudögum í júní

Sækiprófsæfing á fimmtudaginn

Kópavogs Arí

Fyrsta æfingin verður núna á fimmtudaginn 30. maí. (fyrir sækiprófið sem haldið verður 29. júní)
Hittingur við Sólheimakotsafleggjaranum kl. 18.
Á æfingunum sem haldnar verða, verður farið í frjálsa leit, vatnavinnu og spor.
Reynt verður að útvega máfa en öllum er frjáls að koma með eigin sóknarbráð.
Ef veður leyfir á þessari fyrstu æfingu verður boðið upp á grillaðar pylsur meðan á æfingunni stendur.

Hvetjum alla til að mæta.

Kveðja Vorstehdeild

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Sækiprófsæfing á fimmtudaginn

Aðalfundur HRFÍ miðvikudagskvöld kl. 20

Aðalfundur HRFÍ miðvikudagskvöld kl. 20
Aðalfundur Hundaræktarfélags Íslands verður haldinn á Grand Hótel kl. 20 miðvikudagskvöldið 29. maí.
Venjuleg aðalfundarstörf.

Sjá nánar á www.hrfi.is

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Aðalfundur HRFÍ miðvikudagskvöld kl. 20

Reykjavík winner hundasýning HRFÍ – Úrslit

Snögghærður Vorsteh

Heiðnabergs Bylur von Greif - Besti snögghærði vorstehhundurinn á Reykjavík Winner

Rakkar:
Heiðnabergs Bylur 1.sæti Excellent M.efni og besti rakki tegundar (BOB) RW-13 (Reykjavík Winner)
Zetu Krapi 2.sæti Excellent M.efni
Stangarheiðar Bogi 3. sæti Excellent M.efni

ISCh Rugdelia QLM Lucienne, besta tík á Reykjavík Winner Mynd: Palli

Tíkur:
Rugdelias QLM Lucienne 1 sæti í Meistaraflokk, M.efni, Besta tík teg og 2 Besti hundur tegundar (BOS), RW-13 (Reykjavík Winner)
Stangarheiðar Frigg 2. sæti Ecxellent og M.efni
Kópavogs Arí 3 sæti Excellent og M.efni

Funi og Mia Besti hvopur 1 og 2 sæti

Rakkar 6-9 mánaða:
Bendishunda Funi 1 sæti, heiðursverðlaun, besti hvolpur teg (BHV.T 1) og 2 Besti hvolpur sýn 6-9 mán
Bendishunda Darri 2 sæti og heiðursverðlaun
Bendishunda Jarl 3 sæti og heiðursverðlaun
Bendishunda Moli 4 sæti
Bendishunda Krapi Jr 5 sæti
Bendishunda Móri 6 sæti
Tíkur 6-9 mánað:
Bendishunda Mía 1 sæti, heiðursverðlaun og besti hvolpur teg 2 (BHV.T 2)
Tíkur 9-12 mánaða:
Haugtun´s Siw Very good
Strýhærður Vorsteh
Unghundur rakkar:

Ice Artemis Arkó

Ice Artemis Arkó 1.sæti Excellent, M.efni,  1. sæti og Besti hundur tegundar, BOB, RW-13 (Reykjavík Winner)

Rakkar:
Stormur 1.sæti Excellent meistarefni

Vorstehdeild óskar öllum innilega til hamingju með sýningarárangrana.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Reykjavík winner hundasýning HRFÍ – Úrslit

Sækinámskeið hjá Sigga Ben

Siggi Benni

Hinn landskunni geðþekki labrador og smáhundadeildarmaður Sigurður Ben (presturinn) ætlar að halda námskeið fyrir hunda í grúbbu 7 næstu þriðjudaga .

Fyrsti dagur námskeiðs er næsta þriðjudag kl 19.

Þetta er grunnnámskeið í sækivinnu og er ætlað hundum 1- 1 og 1/2 árs sem eru að taka sín fyrstu spor í sækivinnu.

Það verða ekki margir á hverju námskeiði svo það er um að gera að skrá sig sem fyrst hjá Sigurði sjálfum.

Síminn hjá honum er 660-1911

 

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Sækinámskeið hjá Sigga Ben

Hundasýning um helgina

Reykjavík Winner hundasýning Hundaræktarfélags Íslands – Klettagörðum 6
Laugardagur 25.maí 2013

09:12 Vorsteh, snögghærður (14 hundar)
10:08 Vorsteh, strýhærður (2 hundar)

 

Endilega að senda úrslit til heimasíðustjóra strax að lokinni sýningu svo hægt verði að birta úrslitin á heimasíðu deildarinnar.

 

Nánari upplýsingar og dagskrá á www.hrfi.is

 

Gangi ykkur vel á laugardaginn.

Kveðja Vorstehdeild

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Hundasýning um helgina

Sýningarþjálfun

Stangarheiðar Frigg

Fuglahundadeild mun verða með sýningarþjálfun fyrir n.k. sýningu.

Sjá nánar á www.fuglahundadeild.is

 

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Sýningarþjálfun

Hvílum heiðina og kynning fyrir sækipróf

Hvílum heiðina. Varpið hjá rjúpunni byrjað.

Viljum biðja menn og konur að hvíla heiðina. Nú er varpið að byrja hjá rjúpunni og öðrum fuglum.

Svafar Ragnarsson verður svo með kynningu á sækiprófi. Sjá nánar á www.fuglahundadeild.is.

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Hvílum heiðina og kynning fyrir sækipróf

Liðakeppninni lokið – Ensk setter sigur

Það var virkilega létt yfir hópnum sem lagði af stað á heiðinna í morgun.

Frábært veður og fullt af fugli á heiðinni.

Ensk setter sendi tvö lið til keppnis en Weimaraner, Vorsteh, Pointer og Írskur setter með eitt lið hvert.

Eftir virkilega skemmtilegan snúning á heiðinni stóð uppi B-lið enskra seta sem sigurvegari.

Enskur pointer hampaði öðru sætinu og A-lið enskra seta því þriðja.

Fuglahundadeild óskar öllum þáttakendum til hamingju með frábæran dag og vonandi sjá sér flestir fært að mæta í grillveisluna í kvöld, sem haldin verður í Guðmundarlundi.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Liðakeppninni lokið – Ensk setter sigur