Liðakeppnin 2013 og grillveisla

Yrja í vatnavinnu

Hér að neðan má sjá dagskrá hinnar mögnuðu liðakeppni sem haldin verður á laugardaginn:

„LIÐAKEPPNI FUGLAHUNDA YFIR DAGINN Á HEIÐINNI“

Nú á  laugardaginn 11. maí  verður lokaslúttið á vetrarstarfinu hjá deildunum í tegundarhópi 7.  Haldin verður liðakeppni fuglahunda og verður mæting kl. 9:30 í Sólheimakoti.  Keppnin verður með svipuðu sniði og áður þ.e. 3 hundar sömu tegundar í hverju liði (og má vera einn til vara).

Farið verður í grundvallaratriðum eftir veiðiprófsreglum HRFÍ fyrir tegundahóp 7 með einhverjum undantekningum þó.

„GRILLVEISLA  UM KVÖLDIГ

Um kvöldið verður grillveisla í Guðmundarlundi sem hefst um kl. 20 þar sem fólk kemur með eigin grillmat og drykk að eigin vali. Allir velkomnir.

————————————————-

Keppnin er með útsláttarfyrirkomulagi og verður keppt eftir Keppnisflokksfyrirkomulagi en með þó nokkrum undantekningum á léttari nótunum.

„DÓMGÆSLA“

Úrskurðaraðilar (dómarar) verða okkar ástkæru dómaranemar Henning Aðalmundsson og Vilhjálmur Ólafsson.  Verða þeir einnig teknir í „dóm“

Veitt verða viðurlög þeim sem bera gjafir á þá til að hafa áhrif á úrslit.

Þetta er skemmtun fyrir okkur öll og telja úrslit hvorki til stiga til bestu hunda né til veiðimeistara og skal ekki kynnt þannig.

„VERÐLAUN“

Verðlaun verða veitt fyrir bestu liðin og liðið í fyrsta sæti fær vegleg verðlaun m.a.  3 kassa af hinu góðkunna Egils gullöli frá Ölgerðinni að sjálfsögðu! www.olgerdin.is

Pro-pac styrkir keppnina veglega. www.snati.is

Það sem hefur vegið þyngst í keppni sem þessari og skorað hæst eru:

– Fuglavinnur

– Veiðivilji

– Eiginleikar til þess að finna fugl

– Notkun á ytri aðstæðum og hraði

Nú er ekki eftir neinu að bíða heldur setja sig í samband við Braga í síma  856 2024  og skrá sitt lið í þessa „keppni“.

Nú þegar eru sex lið búin að skrá sig, er þitt lið búið að skrá?

Áhorfendur og klapplið velkomin og allir eru velkomnir í Guðmundarlund um kvöldið.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Liðakeppnin 2013 og grillveisla

Liðakeppni fuglahunda 2013

TEAM VORSTEH

Um næstu helgi verður haldin liðakeppni fuglahunda.  Keppnin hefst á laugardaginn 11. maí og er mæting í Sólheimakot kl. 9.30.  Keppnin verður með svipðuðu sniði og í fyrra þ.e. 3 hundar í liði og má hafa einn til vara.  Farið verður í grundvallaratriðum eftir veiðiprófsreglum HRFÍ fyrir tegundarhóp 7.  Keppnin er með útsláttarfyrirkomulagi og keppt verður eftir keppnisflokks fyrirkomulagi með þó nokkrum undantekningum á léttari nótunum.

Það sem hefur vegið þyngst í keppni sem þessari og skorað hæst eru:

– Fuglavinnur
– Veiðivilji
– Eiginleikar til þess að finna fugl
– Notkun á ytri aðstæðum og hraði

Nú er ekki eftir neinu að bíða heldur setja sig í samband við Braga í síma 856 20204 og skrá sitt lið í þessa „keppni“.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Liðakeppni fuglahunda 2013

Úrstlit í Veiðiprófi ÍSD – Dagur 3.

Kragborg's Mads náði 1. sæti í keppnisflokk og Lárus Eggertsson sem var leiðandi. Eigandi Steinarr Steinarrsson

Frábær helgi hjá Vorsteh að ljúka.

Það var Kragborg´s Mads sem Steinarr Steinarrsson á sem landaði 1.sæti í keppniflokki í dag.

Leiðandi var Lársu Eggertsson

Aðrir náðu ekki sæti í dag.

Virkilega gaman að sjá Vorsteh enda þessa helgi á 1.sæti í keppnisflokk

 

Vill Vorstehdeild óska Þeim Steinarri og Lárusi til hamingju með flottan árangur.

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Úrstlit í Veiðiprófi ÍSD – Dagur 3.

Úrstlit í Veiðiprófi ÍSD – Dagur 2.

Heiðnabergs Gáta von Greif BESTI HUNDUR PRÓFS í OF, 2 einkunn Eigandi: Jón Hákon Bjarnason/Sigríður Aðalsteinsdóttir

Það var leiðindaveður í dag en engu að síður fengu nokkrir hundar einkunn í dag.

OF, var Heiðnbergs Gáta með 2. einkunn og besti hundur prófs

Aðrir hundar í OF, fengu ekki einkunn.

 

Í UF var Háfjalla Týri  1. einkunn og var besti hundur prófs.

Háfjalla Parma fékk einnig 1. einkunn.

Kópavogs Arí fékk 2. einkunn

Álakvíslar Maríó fékk einnig 2. einkunn.

 

Óskar Vorstehdeild öllum þeim sem náðu einkunn í dag til hamingju með frábæran árangur.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Úrstlit í Veiðiprófi ÍSD – Dagur 2.

Úrstlit í Veiðiprófi ÍSD – Dagur 1.

Kragborg's Mads BESTI HUNDUR PRÓFS og Lárus Eggertsson sem var leiðandi. Eigandi Steinarr Steinarrsson

Það var flottur dagur hjá Vorsteh í dag.

Það var Kragborg Mads sem Steinarr Steinarrsson á sem landaði 2.einkunn og var besti hundur í OF.

Kaldalóns Doppa (Enskur setter) náði 3.einkunn.

Enginn hundur í UF, náði einkunn í dag.

 

Vorstehdeild óskar Steinarri til hamingju með árangurinn.

Einnig óskum við Sigþóri, sem er eigandi Doppu til hamingju með einkunina.

 

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Úrstlit í Veiðiprófi ÍSD – Dagur 1.

Þáttökulisti á veiðipróf ÍSD

Heiðnabergs Gáta vinstra megin og Heiðnabergs Bylur verða með um helgina.

Ath. að það er mæting í Sólheimakot, alla dagana kl 09:00

Dags Flokkur Nafn hunds Tegund Eigandi hunds
3.maí föstud.
UF Háfjalla Askja Enskur setter Birna Árnadóttir
UF Álakvíslar Mario Enskur setter Daníel Kristinsson
UF Háfjalla Parma Enskur setter Kristinn Einarsson
UF Kópavogs Dimma Vorsteh, snögghærður Gunnar Pétur Róbertsson
UF Háfjalla Týri Enskur setter Einar Guðnason
UF Ismenningens B-Billi Breton Ívar Þór Þórisson
OF Gagganjunis Von Írskur setter Egill Bergmann/Margrét Kjartansdóttir
OF Heiðnabergs Gleipnir von Greif Vorsteh, snögghærður Jón Svan Grétarsson
OF Heiðnabergs Gná Vorsteh, snögghærður Þorleifur Sigurþórsson
OF Fuglodden’s Rösty Írskur setter Bragi Valur Egilsson
OF Kragborg Mads Vorsteh, strýhærður Steinarr Steinarrsson
OF Rugdelias Qlm Lucienne Vorsteh, snögghærður Einar Páll Garðarsson/Sigríður Oddný Hrólfsdóttir
OF Kaldalóns Doppa Enskur setter Sigþór Bragason
4.maí laugard.
UF Kópavogs Arí Vorsteh, snögghærður Guðjón Snær Steindórsson
UF Háfjalla Askja Enskur setter Birna Árnadóttir
UF Álakvíslar Mario Enskur setter Daníel Kristinsson
UF Háfjalla Parma Enskur setter Kristinn Einarsson
UF Kópavogs Dimma Vorsteh, snögghærður Gunnar Pétur Róbertsson
UF Háfjalla Týri Enskur setter Einar Guðnason
UF Ismenningens B-Billi Breton Ívar Þór Þórisson
OF Gagganjunis Von Írskur setter Egill Bergmann/Margrét Kjartansdóttir
OF Fuglodden’s Rösty Írskur setter Bragi Valur Egilsson
OF Huldu Bell von Trubon Weimaraner, snögghærður Kristín Jónasdóttir
OF Heiðnabergs Gáta von Greif Vorsteh, snögghærður Jón Hákon Bjarnason/Sigríður Aðalsteinsdóttir
OF Rugdelias Qlm Lucienne Vorsteh, snögghærður Einar Páll Garðarsson/Sigríður Oddný Hrólfsdóttir
OF Kaldalóns Doppa Enskur setter Sigþór Bragason
5.maí sunnud.
KF Heiðnabergs Gáta von Greif Vorsteh, snögghærður Jón Hákon Bjarnason/Sigríður Aðalsteinsdóttir
KF Kragborg Mads Vorsteh, strýhærður Steinarr Steinarrsson
KF Heiðnabergs Bylur von Greif Vorsteh, snögghærður Jón Garðar Þórarinsson
KF Esjugrundar Stígur Vorsteh, snögghærður Gunnar Pétur Róbertsson
KF Heiðnabergs Gleipnir von Greif Vorsteh, snögghærður Jón Svan Grétarsson
KF Barentsvidda’s B Hardy Du Cost’ Lot Enskur pointer Jón Ásgeir Einarsson
Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Þáttökulisti á veiðipróf ÍSD

Skráningarfrestur að renna út

Skráningarfrestur að renna út
Minnum á að skráningarfrestur á veiðipróf Írsk setter deildar rennur út að miðnætti 28. apríl.

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Skráningarfrestur að renna út

Veiðipróf ÍSD

Kragborg's Mads

Helgina 3.-5. maí mun Írsk setter deild halda veiðipróf.   Á föstudag og laugardag verður prófað í í unghunda og opnum flokki en keppt í keppnisflokki á sunnudeginum.   Föstudaginn dæma þeir Egill Bergmann og Roy Robertsen en laugardag og sunnudag dæma þeir Roy Robertsen og Svafar Ragnarsson.

Mæting er í Sólheimakot stundvíslega kl. 9.00 alla daganna.

Skráningarfrestur á prófið rennur út 28. apríl.  Hægt að skrá sig með því að senda tölvupóst á hrfi@hrfi.is áður en frestur rennur út og millifæra eða gefa uppl. kreditkortanúmer+gildistíma. Gefið upp ættbókarnúmer hunds, leiðanda í prófinu og í hvaða flokk á að skrá. Reikningsnúmer HRFÍ er 515-26-707729 kt. 680481-0249.

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Veiðipróf ÍSD

Veiðipróf ÍSD – Dómarakynning, Roy Robertsen

Roy Robertsen

ATH: að skráningafrestur rennur út á sunnudag!

Roy Robertsen er 53 ára gamall norðmaður og mun dæma ásamt íslenskum dómara á veiðiprófi Írsk setter deildar  3- 5. maí.Roy býr í Tromsø ásamt konu sinni og þremur börnum.

Roy keypti sinn fyrsta fuglahund árið 1980 og var það írski setinn Taji sem hann notaði einungis til veiða.

Hann fékk sér svo pointer en sneri sér aftur að Írska setanum og hefur haldið sig við þá tegund síðan.

Í dag á hann tvo írska seta, þá Hadselaöjas Hedda og Aasrabbens Tussa en hún er einmitt nýbúin að gjóta og er ræktunarnafn hans Kennel Tårnheia. www.taarnheia.priv.noRoy notar hundana sína við veiðar, sleðadrátt o.fl.

Roy var formaðurNorsk Irsksetterklubb í áraraðir áður en hann gerðist fuglahundadómari árið 2005.Hann hefur veriðstjórnarmaður í Fuglehundklubbenes Forbund(yfirstjórn yfir fuglahundadeildunum) í 8 ár.

Roy er spenntur yfir því að koma til Íslands og er þakklátur ÍSD fyrir að hafa boðið sér að dæma.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Veiðipróf ÍSD – Dómarakynning, Roy Robertsen

GLEÐILEGT SUMAR

Yrja í vatnavinnu Mynd:Pétur Alan

GLEÐILEGT SUMAR og takk fyrir veturinn.

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við GLEÐILEGT SUMAR