Veiðipróf ÍSD – Dómarakynning, Roy Robertsen

Roy Robertsen

ATH: að skráningafrestur rennur út á sunnudag!

Roy Robertsen er 53 ára gamall norðmaður og mun dæma ásamt íslenskum dómara á veiðiprófi Írsk setter deildar  3- 5. maí.Roy býr í Tromsø ásamt konu sinni og þremur börnum.

Roy keypti sinn fyrsta fuglahund árið 1980 og var það írski setinn Taji sem hann notaði einungis til veiða.

Hann fékk sér svo pointer en sneri sér aftur að Írska setanum og hefur haldið sig við þá tegund síðan.

Í dag á hann tvo írska seta, þá Hadselaöjas Hedda og Aasrabbens Tussa en hún er einmitt nýbúin að gjóta og er ræktunarnafn hans Kennel Tårnheia. www.taarnheia.priv.noRoy notar hundana sína við veiðar, sleðadrátt o.fl.

Roy var formaðurNorsk Irsksetterklubb í áraraðir áður en hann gerðist fuglahundadómari árið 2005.Hann hefur veriðstjórnarmaður í Fuglehundklubbenes Forbund(yfirstjórn yfir fuglahundadeildunum) í 8 ár.

Roy er spenntur yfir því að koma til Íslands og er þakklátur ÍSD fyrir að hafa boðið sér að dæma.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Veiðipróf ÍSD – Dómarakynning, Roy Robertsen

GLEÐILEGT SUMAR

Yrja í vatnavinnu Mynd:Pétur Alan

GLEÐILEGT SUMAR og takk fyrir veturinn.

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við GLEÐILEGT SUMAR

Dagur 3. í Sunnan-Kaldaprófinu

Heiðnabergs Gleipnir og Heiðnabergs Bylur Stóðu sig með frábærlega um helgina.

Það var aðeins einn hundur sem náði sæti í Keppnisflokki í dag og var það Pointerinn Vatnsenda Kara.

Óskar Vorstehdeild Ásgeiri Heiðari til hamingju með árangurinn.

Hægt er að sjá nánar um prófið í heild sinni á www.fuglahundadeild.is

 

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Dagur 3. í Sunnan-Kaldaprófinu

2. dagur í Sunnan-Kaldaprófinu

Heiðnabergs Bylur von Greif landaði 1. einkunn og var besti hundur prófs í OF. Eigandi Jón Garðar Þórinsson

 

Góður dagur hjá Vorsteh.

Heiðnabergs Bylur von Greif að gera frábæra hluti í þessu prófi. Hann fékk 1. einkunn og var bestir hundur prófs í OF.  Bróðir hans Heiðnabergs Gleipnir von Greif fékk einnig 1. einkunn.

Strýhærði Vorsteh hundurinn Kragborg Mads landaði 2. einkunn.

Í unghundaflokki fékk Kópavogs Arí 3. einkunn.

.
Unghundaflokkur:
Enskur setter  Háfjalla Týri                    1. einkunn + heiðursverðlaun, besti hundur prófs
Enskur setter  Álakvíslar Mario              1. einkunn + heiðursverðlaun
Enskur setter  Háfjalla Parma                1. einkunn
Enskur setter  Háfjalla Askja                 2. einkunn
Breton             Ismenningens B-Billi       2. einkunn
Vorsteh sn.      Kópavogs Arí                 3. einkunn

Opinn flokkur:
Vorsteh sn.     Heiðnabergs Bylur von Greif      1. einkunn, besti hundur prófs
Vorsteh sn      Heiðnabergs Gleipnir von Greif  1. einkunn
Pointer            Vatnsenda Kara                        1. einkunn
Enskur setter  Snjófjalla Hroki                          2. einkunn
Vorsteh str.     Kragborg Mads                          2. einkunn

Frábær árangur hjá Vorsteh í dag og óskar Vorstedeild Jóni Garðari til hamingju með frábæran árangur.

Einnig óskar Vorstedeild öllum sem náðu einkunn í dag.

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við 2. dagur í Sunnan-Kaldaprófinu

1. dagur í Sunnan-Kaldaprófinu

Heiðnabergs Gleipnir von Greif með 1. einkunn í dag. Eigandi Jón Svan Grétarsson. Mynd:Pétur Alan

Unghundaflokkur:
Enskur Setter Háfjalla Askja 2. einkunn, besti hundur prófs.
Opinn flokkur:
Pointer Vatnsenda Kara 1. einkunn og heiðursverðlaun, besti hundur prófs.
Vorsteh sn. Heiðnabergs Gleipnir 1. einkunn
Óskar Vorstehdeild Jóni Svan innilega til hamingju með árangurinn og öðrum sem náðu einkun í dag.
Kveðja Vorstehdeild
Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við 1. dagur í Sunnan-Kaldaprófinu

Ath. breyttur tími á veiðiprófi – æfingaganga

Kópavogs Arí. Eigandi: Guðjón Snær Steindórsson

Æfingaganga í kvöld 18.04.2013

Minnum á æfingagöngu í kvöld.  Farið verður frá Sólheimakotsafleggjaranum kl. 18. Reynt verður að hafa vana menn til að leiðbeina nýliðum. Allir velkomnir með eða án hunda.

SunnanKaldaprófið BREYTTUR tími.

Sjá nánar á www.fuglahundadeild.is

 

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Ath. breyttur tími á veiðiprófi – æfingaganga

Frábær árangur hjá Vorsteh hundum

Heiðnabergs Gleipnir 2. einkunn og besti hundur prófs og Heiðnabergs Bylur sigurvegari í keppnisflokki.

Þann 6. apríl náði Heiðnabergsræktunin þeim frábæra árangri að eiga sigurvegara í keppnisflokki og besta hund prófs í opnum flokki.

Þeir Heiðnabergs Bylur og Heiðnabergs Gleipnir eru gotbræður úr 2010 Heiðnabergsgotinu sem eru undan

veiðimeisturunum ISFtCh Dímoni og ISFtCh Skottu (Ljóssins Björt)

Óskar Vorstehdeild eigendum og ræktendum innilega til hamingju með frábæran árangur

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Frábær árangur hjá Vorsteh hundum

Sunnan-Kaldaprófið

Skerðingsstaða Uxi Eigandi: Alli Kalli

Minnum á skráningafrest í SunnanKaldaprófið

SKRÁNINGARFRESTUR RENNUR ÚT ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ 16. apríl

Prófið verður sett alla dagana kl. 09:00 í Sólheimakoti.
Fyrirkomulag prófsins er hið sama og kynnt hefur verið þ.e. UF/OF föstudag og laugardag og KF sunnudag.

Mun Christian Sletbakk dæma OF á föstudag og UF á laugardag.
Svafar Ragnarson mun dæma UF á föstudag og
Pétur Alan mun dæma OF á laugardag.
Christian og Svafar munu svo dæma KF á sunnudaginn.
Prófstjóri er ! Henning Aðalmundsson s:840-2164
Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Sunnan-Kaldaprófið

Aðalfundur – Stigahæstu hundar 2012

Guðjón Snær Steindórsson

Kópavogs Arí var stigahæsti unghundurinn. Eigandi: Guðjón Snær Steindórsson

Aðalfundur var í Sólheimakoti og voru stigahæstu hundar heiðraðir.

Stigahæsti Unghundurinn var Kópavogs Arí og stigahæsti hundur í Opnum/keppnis flokki var Zetu Jökla.

Vill Vorstehdeild óska þeim Guðjóni Snær Steindórssyni og fjölskyldu og Pétri Alan Guðmundssyni til hamingju með glæsilegan árangur.

 

Stjórnin var endurkjörin og var það Pétur Alan Guðmundsson sem fór úr stjórn og inn kom Vigfús Vigfússon.

Þökkum Pétri fyrir samstarfið.

Mikill áhugi var hjá mönnum að koma inn sem aðstoðarmenn og hjálpa til með að gera góða deild enn betri.

Þakkar Vorstehdeild veittan stuðning og áhuga á að vinna með okkur og óskar deildin Vigfúsi til hamingju að vera komin í stjórn.

Kveðja Vorstehdeild

ISCh C.I.B. Zetu Jökla Stigahæsti hundur í opnum/keppnisflokki Eigandi: Pétur Alan Guðmundsson

 

 

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Aðalfundur – Stigahæstu hundar 2012

Kaldaprófið 19.-21. apríl 2013 á Suð-vesturhorninu (FLUTT V/veðurs)

Haugtun´s Hfe Siw. Eigandi Kjartan og Gréta

Vegna slæmra skilyrða ásamt óhægstæðrar veðurspár fyrir norðan hefur verið ákveðið að halda Kaldaprófið sunnan heiða.  Skráningarfrestur hefur verið framlengdur til þriðjudagsins 16. apríl.

Föstudag og laugardag verður prófað í UF og OF en á sunnudeginum verður KF.
Norðmaðurinn Christian Slettbakk kemur hingað og dæmir ásamt íslenskum dómara.
Prófstjóri að þessu sinni er Henning Þór Aðalmundsson.
Helstu upplýsingar um prófið eru eftirfarandi:
19. apríl (föstudagur) Unghundaflokkur (að 2ja ára aldri) Opinn flokkur (eldri en 2ja ára)
20. apríl (laugardagur) Unghundaflokkur (að 2ja ára aldri) Opinn flokkur (eldri en 2ja ára)
21. apríl (sunnudagur) Keppnisflokkur, þátttökurétt hafa þeir hundar sem hafa fengið 1. einkunn í opnum flokki. (nái hundur 1. einkunn í fyrsta sinn í prófinu hlýtur hann sjálfkrafa þátttökurétt án greiðslu)
Bestu hundar í UF og OF verða valdir hvorn daginn í prófinu.
Hundar geta fengið heiðursverðlaun í prófinu.
Prófnúmer er 501305, fulltrúi HRFÍ er Svafar Ragnarsson.
Skráning fer fram á skrifstofu HRFÍ og rennur út frestur út sunnudaginn 14. apríl
Hægt er að skrá á skrifstofunni Síðumúla 15, S:588-5255 eða senda tölvupóst á hrfi@hrfi.is og gefa upp kreditkortanúmer + gildistíma eða millifæra prófgjaldið á 0515-26-707729 kt. 680481-0249
Skráningargjald er eftirfarandi:
1 dagur: kr. 4500.-
2 dagar: kr. 7000.-
3 dagar: kr. 9500.-
Vinsamlegast gefið upp nafn og ættbókarnúmer hunds sem og leiðanda, hvaða flokka og daga er skráð í.
Menn eru beðnir um að senda tilkynningu um þátttöku á henning@lhg.is
Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Kaldaprófið 19.-21. apríl 2013 á Suð-vesturhorninu (FLUTT V/veðurs)