Æfing í kvöld kl 20.00 í Reykjanesbæ

Æfing í Reykjanesbæ

Minnum á æfingu hjá fuglahundum Suðurnesja í kvöld, litlu reiðhöllinni Reykjanesbæ kl.20.00
Alveg klárt mál að allir hafa gott af þessu, bæði menn og hundar.

Hvetjum alla til að mæta.

Kveðja Vorstehdeild

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Æfing í kvöld kl 20.00 í Reykjanesbæ

ELLAPRÓFIÐ 2013

Heiðnabergs Freyja

Við minnum á að skráningarfrestur í Ellaprófið sem haldið verður laugardaginn 16 mars.

Lýkur skráningu næstkomandi sunnudag þann 10 mars á miðnætti.

Skráning fer fram á skrifstofu HRFÍ.

Einnig er hægt að skrá sig með því að senda tölvupóst á hrfi@hrfi.is áður en frestur rennur út og millifæra eða gefa upp kreditkortanúmer+gildistíma.

Gefið upp ættbókar númer hunds, leiðanda í prófinu og hvaða flokka á að skrá í Reikningsnúmer HRFÍ er 515-26-707729 kt. 680481-0249.

Prófstjóri Sigþór Bragason  veitir nánari upplýsingar í síma 899 9787.

Dómarar verða Svafar Ragnarsson og Egill Bergmann.

Ellaprófið er haldið til minningar um Erlend Jónsson landskunnan fuglahundamann og hlítur besti hundur prófs í opnum flokki styttuna Náttúrubarnið til varðveislu.

Nú er kominn nægur snjór og ætti fuglinn að dreyfa sér um heiðina svo skemmtilegt próf getur verið í vændum

Kveðja Vorstehdeild

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við ELLAPRÓFIÐ 2013

Úrslit hundasýningar HRFÍ 24 febrúar

C.I.B Isch. Rugdelias Qlm Lucienne og Isch Zetu Krapi

Það gekk vel hjá Vorsteh í þessari sýningu og var það snögghærða tíkin C.I.B Isch. Rugdelias Qlm Lucienne sem var besti hundur í grúbbu 7.

Virkilega frábær árangur hjá þessari fallegu tík. Þess má geta að hvolpur undan henni vann flokkinn 4-6 mánaða.  Virkilega ánægjulegt fyrir Vorsteh á Íslandi.

Hér eru úrslitin:
Rakkar:

Isch Zetu Krapi varð Besti rakki tegundar og 2. besti hundur teg (BOS)

Heiðnabergs bylur excellent,  íslenskt meistarastig 2 sæti.

Stangarheiðar Bogi excellent meistarefni 3 sæti.

Heiðnabergs Stormur excellent meistarefni 4 sæti.

Heiðnabergs Gleipnir excellent meistarefni 5 sæti.

 

Bendishunda Krapi Jr varð besti hvolpur tegundar í 4-6 mánaða og í 1. sæti í Besti hvolpur sýningar 4-6 mánaða.

Bendishunda Móri 2 sæti 4-6 mánaða & Heiðursverðlaun

Bendishunda Moli 3 sæti 4-6 mánaða & Heiðursverðlaun

Bendishunda Funi 4 sæti 4-6 mánaða & Heiðursverðlaun

Bendishunda Darri 5 sæti 4- 6 mánaða

Bendishunda Jarl 6 sæti 4- 6 mánaða

Tíkur:

C.I.B Isch. Rugdelias Qlm Lucienne besta tík tegundar og svo besti hundur tegundar(BOB) Hún náði 1 sæti um besta hund í grúppu 7. Keppti svo í úrslitum um Besta hund sýningar en náði ekki sæti þar.

Kópavogs Arí íslenskt meistarastig v/cacib 2 sæti.

 

Bendishunda Mía 1 sæti 4-6 mánaða & hlaut Heiðursverðun svo 2. Besti hvolpur tegundar í 4-6 mánaða flokki.

 

Ungliðaflokkur

Haugtun´s Hfe Siw (11 mánaða) 1. sæti, meistaraefni og heiðursverðlaun.  Fór upp um flokk á sýningunni og lenti í 3ja sæti í úrslitum hjá tíkum.  Flottur árangur hjá ungri tík.

 

Strýhærður Vorsteh

(Framtíðar) Tinna

Úrslit:

(Framtíðar) Tinna  íslenskt meistarastig, Alþjóðlegt meistarastig, Excellent og besta tík

ICE Artemis Arko 1.sæti  BOB, Excellent, Íslenskt Meistarstig og Meistaraefni. Þess má geta að Arko var sýndur í ungliðaflokki og vann sig upp þar. Flottur árangur hjá ungum karlhundi.

ICE Artemis Arko

Vorstehdeild Óskar Vorsteh-eigendum innilega til hamingju með frábæran árangur.

 

p.s. endilega sendið línu á vorsteh@vorsteh.is ef eitthvað vantar eða ranglega farið með staðreyndir.

 

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Úrslit hundasýningar HRFÍ 24 febrúar

Opið hús í Sólheimakoti og sýning um helgina.

Heiðnabergs Bylur von Greif Eigandi: Jón Garðar

Hanna María Arnórsdóttir dýralæknir á Dýraspítalanum í Garðabæ halda fyrirlestur um skyndihjálp hunda.

Einnig mun hún fara yfir hvað varast ber í ræktun frá heilsufarssjónarmiðum.

Fyrirlesturinn hefst kl. 10.30. Að fyrirlestri loknum verður spjallað og spekúlerað og skundað svo á heiðina til æfinga.

Þáttökugjald á fyrirlesturinn er kr. 1.000,-. sem rennur óskertur til dýrahjálpar.  Allir velkomnir.

 

Minnum á hundasýninguna sem er á sunnudaginn fyrir Vorsteh.

Dómari: Niksa Lemo í hring 3.

09:00 Vorsteh Strýhærður (2)

09:44 Vorsteh Snögghærður (16)

 

Gangi ykkur vel á sýningunni og hlökkum til að sjá sem flesta uppí Sóheimakoti 10:30 á morgun laugardag.

Kveðja Vorstehdeild

 

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Opið hús í Sólheimakoti og sýning um helgina.

Aðstoð við Hundasýningu.

CIB ISCh. Rugdelias Qlm Lucienne

Kæru meðlimir Vorstehdeildar.

Nú þurfum við að biðla til ykkar með hjálp á næstu sýningu.

Hér fyrir neðan má sjá planið fyrir það sem þarf að aðstoða með:

 

  • Laugardaginn 16. Feb

Mæting í Klettagarða kl.11.00 (áætlað að vera 3-4 klst). Uppsetning sýningar.

Okkur vantar: 4. manneskjur

 

  • Fimmtudagur 21. Feb

Mæting í Klettagarða kl.18.00 (áætlað að vera 2 klst) Loka undirbúningur.

Okkur vantar: 2. manneskjur

 

  • Laugardagur/sunnudagur 23-24. Feb

Mæting í Klettagarða kl.8.00-16.00 Miðasala, dyravarsla, þrif og fl.

Okkur vantar: 1.manneskju, báða dagana. Gæti verið gott að skipta tímanum milli 2-3 aðila. (Helst ekki yngri en 13.ára)

 

  • Sunnudagur 24.feb

Taka saman sýninguna (áætlað kl.17.00).

Okkur vantar: 4-5.manneskjur

 

Þeir sem hafa áhuga mega senda póst á gunnarpr@mitt.is sem er Gunnar Pétur Formaður Vorstehdeildar. Eða hringja í síma 893-3123

 

Fyrirfram þakkir fyrir aðstoðina.

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Aðstoð við Hundasýningu.

Fyrirlestur í litlu reiðhöllinni í Reykjanesbæ

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Fyrirlestur í litlu reiðhöllinni í Reykjanesbæ

Góður fyrirlestur í Sólheimakoti

Fyrirlesarinn, Albert Steingrímsson stóð sig vel.

Flottur fyrirlestur og góð mæting í Sólheimakot umhverfisþjálfun og þjálfun unghunda.

Viljum við þakka Alberti fyrir góðan fyrirlestur.

Einnig virkilega gaman að sjá góða mætingu hjá fuglaáhugamönnum.

Flottur hópur sem mætti á fyrirlestur

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Góður fyrirlestur í Sólheimakoti

Hægt að skrá sig til 12 Feb, í annað próf ársins

Kragborg's Mads

Nú stendur yfir skráning í veiðipróf FHD sem haldið verður þann 16.02.2013.

Prófað verður í unghundaflokki og opnum flokki.

Dómarar verða Guðjón Arinbjarnarson sem dæmir UF og Egill Bergmann sem dæmir OF.

Prófstjóri er Þorsteinn Friðriksson.

Framlengd skráningu líkur 12.02.2013.   (Var 08.02.13)

Prófið verður sett í Sólheimarkoti kl 09.00.

Eins og ávallt, þá er öllum velkomið að ganga með prófinu og fylgjast með.

Hægt er að skrá með því að senda tölvupóst á hrfi@hrfi.is eða símleiðis á opnunartíma skrifstofu HRFÍ.

Vegna athugasemda vegna öryggi kreditkorta hefur félagið ákveðið að taka á móti skráningum í gegnum síma þar sem félagsmenn geta greitt með kreditkorti (kortanúmer, gildistími og öryggisnúmer þarf að fylgja skráningu).

Félagsmönnum býðst einnig, á eigin ábyrgð, að senda skráningu á sýningu í gegnum tölvupóst með nafni hunds í ættbók og ættbókanúmeri (kortanúmer, gildistími og öryggisnúmer þarf að fylgja skráningu svo skráning sé tekin gild).  Ekki er tekið við greiðslu í gegnum heimabanka.

Kveðja Vorstehdeild

Einnig er eins og áður hægt að skrá hunda á sýninguna á skrifstofu félagsins að Síðumúla 15 á opnunartíma skrifstofu.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Hægt að skrá sig til 12 Feb, í annað próf ársins

Þorrablót fuglahundamanna/kvenna

Þorrablót að hætti fuglahundamanna/kvenna

Hið árlega Þorrablót Fuglahundadeildar verður haldið laugardagskvöldið 9. febrúar n.k. að þessu sinni munu Haukur og Kristín bjóða fluglahundafólk velkomið heim til sín.

Á boðstólnum verður þorramatur eins og hann gerist bestur frá Melabúðinni að sjálfsögðu.

Gert er ráð fyrir að gestir komi með eigin drykkjarföng.

Verð per mann er kr. 3000,- og skal panta sem fyrst hjá Hauki í e-mail thr.crew@icelandair.is Subject ÞORRI eða síma: 896-0685.

Greiða skal inn á reikning 0537-26-500054 kt. 090665-3599.

Staðfesta skal í síðasta lagi miðvikudaginn 6. febrúar.

Blótið hefst kl. 20:00 í Víðgrund 53 Kópavogi.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Þorrablót fuglahundamanna/kvenna

Mikilvægi umhverfisþjálfunar – Fyrirlestur

Anders Landin

 

Næstkomandi laugardag 9.febrúar í Sólheimakoti, stundvíslega kl:10.00 verður fyrirlestur um mikilvægi umhverfisþjálfunar.

Það verður hundaþjálfarinn Albert Steingrímsson sem mun vera með þennan fyrirlestur.

Eftir fyrirlesturinn verður video með Anders Landin um grunnþjálfun hvolpa.

Viljum hvetja alla til að mæta og ekki síst nýliða.

Heitt á könnunni 🙂

Svo verður farið á heiðina að æfa á eftir fyrirlestrinum og videoinu.

Þeir sem vilja kynna sér þetta sport, eru hjartanlega velkomnir í góðan félagsskap.

Kveðja Vorstehdeild

 

Hér er kort af leiðinni að Sólheimakoti.

Leiðin að Sólheimakoti

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Mikilvægi umhverfisþjálfunar – Fyrirlestur