Það er búið að staðfesta að got sé væntanlegt með a.m.k. 6 hvolpum sem sáust í sónar.
Það er undan strýhærða parinu Yrju og Kragborg’s Mads.
Sjá nánar undir liðnum væntanleg got.
Óskar Vorstehdeild Lárusi velgengni með þetta got.
Það er búið að staðfesta að got sé væntanlegt með a.m.k. 6 hvolpum sem sáust í sónar.
Það er undan strýhærða parinu Yrju og Kragborg’s Mads.
Sjá nánar undir liðnum væntanleg got.
Óskar Vorstehdeild Lárusi velgengni með þetta got.
Lumar þú á flottu efni til að setja á síðuna t.d. grein úr erlendu blaði sem er búið að þýða?
Áttu fallega mynd af Vorsteh?
Það væri frábært að fá flott efni til að fræða Vorsteh áhugafólk um hvað er t.d. að gerast erlendis eða leyfa okkur að sjá fallega mynd af hundinum þínum (Vorsteh)
Sendu efni ef þú átt og vilt deila með okkur á diverss@mi.is
Kveðja Vorstehdeild
Skráningarfrestur fyrir n.k. veiðipróf, sem haldið verður laugardaginn 18. febrúar rennur út næstkomandi sunnudag 12. febrúar.
Eins og í fyrra er ekki hægt að skrá í gegnum heimasíðu HRFI og verður því að millifæra á reikning og senda kvittun í tölvupósti.
Kennitala HRFÍ er 680481-0249, banki 0515-26-707729. Prófið er nr. 501202.
Sendið skal kvittun á hrfi@hrfi.is Munið að senda allar upplýsingar um hundinn og hver verður leiðandi. Einnig er hægt að skrá á skrifstofu HRFI á morgun föstudaginn 10. febrúar.
Prófað verður prófað í unghunda og opnum flokki. Íslenskur dómari mun dæma prófið.
Kveðja Vorstehdeild
Dagskrá sýningar má nálgast HÉR
Það er okkur mikil ánægja að tilkynna að alþjóðlega hundasýning
Hundaræktarfélags Íslands 25.-26. febrúar verður haldin í nýju húsnæði að
Klettagörðum 6, 104 Reykjavík.
Nýja sýningsvæðið er allt opið og býður upp á að sölu- og kynningabásar verða
inni á sjálfu sýningasvæðinu, sýnendur geta verið með búr, snyrtiborð, stóla
ofl. við sýningahringi og áhorfendum er leyfilegt að koma með sína eigin stóla
og sitja við sýningahringi. Næg bílastæði eru á svæðinu. Nánari framkvæmd og
útfærsla er í vinnslu. Hægt að sjá nánar inná heimasíðu HRFÍ
Kveðja Vorstehdeild
Veiðipróf fært fram um einn dag
Veiðiprófið sem halda átti á morgun laugardag hefur verið fært fram á sunnudag vegna leiðinlegrar veðurspár.
Spáin er hins vegar mjög góð á sunnudag. Prófið verður sett kl. 09:00 í Sólheimakoti.
Haft hefur verið samband við alla þátttakendur prófsins.
Áhorfendur eru velkomnir og er hægt að ganga hluta prófs eða allt.
Nánari upplýsingar gefur Þorsteinn prófstjóri s:893-0228
Tíkurnar eru fundnar 🙂
Þær gleðifréttir voru að berast að Birta og Vaka voru að finnast fyrir nokkrum mínútum. Þær fundust fyrir ofan Skjöldólfsstaði í Jökuldal og voru að vonum fagnaðarfundir hjá Adda og þeim.
Ensk setter tíkurnar Suzie Q (Birta) og Vallfells Vaka týndust s.l. laugardag í Öxarfirðinum og er búið að leita að þeim síðan. Nú undir kvöld sást til tveggja hvítra hunda við afleggjarann að Sænautaseli og stefndu þeir í Jökuldal. Arnar félagi okkar og eigandi tíkanna (s:840-8891 , 840-8891) er á leið austur til að leita.
Allar upplýsingar eru vel þegnar.
Eftirfarandi hundar eru skráðir í næsta próf
Unghundaflokkur:
Heiðnabergs Gleipnir von Greif – Vorsteh, snögghærður
Fuglodden’s Rösty – Írskur seti
Gagganjunis Von – Írskur seti
Huldu Bell von Trubon – Weimaraner
Vatnsenda Kara – Pointer
Opinn flokkur:
Zetu Cobra – Vorsteh, snögghærður
Elding – Enskur seti
Neisti – Enskur seti
Prófið verður sett í Sólheimakoti laugardaginn 4. febrúar kl. 09:00
Prófstjóri er Þorsteinn Friðriksson
Dómari og fulltrúi HRFÍ verður Pétur Alan Guðmundsson.
Viljum endilega hvetja þá sem hafa áhuga að labba með og kynna sér fuglahundasportið að endilega mæta á svæðið.
Muna að taka nesti og góðan hlífðarfatnað (og GPS)
Gangi ykkur vel.
Kveðja Vorstehdeild
Kynningarfundur á tillögum Veiðprófareglugerðarnefndar fyrir standandi fuglahunda (tegundar hóp 7).
Verður haldinn í Sólheimakoti sunnudaginn 05/02 2012. Kl 10.00 til 14.00.
Ath staðsetning gæti breyst vegna snjóalaga.
Fyrir hönd nefndarinnar.
Guðjón Arinbjarnarson Formaður
Vorstehdeild fékk hugmynd frá félagsmanni að setja inn þennan „link“ fyrir þá sem vilja fræðast nánar um heilsu hunda.
Endilega skoðið þetta. Hér er slóðin: http://www.youtube.com/watch?v=rrWjVFKuAg8
Vill Vorstehdeild þakka þeim sem benti á þetta video.
Kveðja Vorstehdeild