Alþjóðleg hundasýning HRFÍ 25-26 febrúar 2012

Heiðnabergs Gáta og Heiðnabergs Bylur

Nú er um að gera fyrir alla Vorsteh eigendur að mæta og sýna hvað við eigum flotta hunda og verður spennandi að fylgast með 25-26 febrúar.

Síðasti dagur til að skrá sig er sunnudagurinn 29 Janúar 2012.

Dómarakynnigu má finna hér.

Upplýsingar um skráningu má finna hér.

Gangi ykkur vel.

kveðja Vorstehdeild.

.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Alþjóðleg hundasýning HRFÍ 25-26 febrúar 2012

Stigahæstu Vorsteh 2011

 

ISFtCh Esjugrundar Spyrna og Svafar Ragnarsson

ISFtCh Esjugrundar Spyrna sem er í eigu Svafars Ragnarssonar var stigahæsti hundur í opnum/keppnis flokki árið 2011. Hún endaði með 10 stig. Virkilega góður árangur hjá þeim.

Heiðnabergs Bylur von Greif

Heiðnabergs Bylur von Greif í eigu Jóns Garðars Þórarinssonar var stigahæsti unghundurinn árið 2011.

Hann endaði með 7 stig. Virkilega góður árangur hjá þeim.

Vill Vorstehdeild óskar þeim Svafari og Jóni Garðari innilega til hamingju með frábæran árangur.

Stigastaflan fyrir stigahæstu Vorstehunda árið 2011 eru komin inná  http://www.vorsteh.is/?page_id=1095

Þessi tafla er birt með fyrirvara um villur og þeir sem vilja koma athugasemdum á framfæri að senda þær á diverss@mi.is

Kveðja

Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Stigahæstu Vorsteh 2011

Árið 2012 verður frábært!

Kragborgs Mads

Það verður margt um að vera á komandi ári og þar er að nefna veiðipróf/sækipróf (sjá dagskrá neðar á síðunni) og hundasýningar á vegum HRFÍ.

Við höfum aðgang að Sólheimakoti og er mögulegt að nýta kotið fyrir margt og skemmtilegt. Þar kemur að áhugasömum að koma með hugmyndir um hvað þeir vilja sjá gert.

Það væri frábært að fá hugmyndir frá ykkur félagsmönnum Vorstehdeildar um hvað sé hægt að gera í Sólheimakoti og auðvitað allar aðrar hugmyndir vel þegnar.

Sendið tölvupóst á diverss@mi.is

Þökkum fyrir árið sem var að líða og vonum að nýja árið verði enn betra.

Kær kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Árið 2012 verður frábært!

Gleðileg Jól!

Mynd: Hilmar Már

Vorstehdeild vill óska öllum Vorsteh eigendum og öðrum hunda eigendum Gleðilegra Jóla og kærar þakkir fyrir frábært ár sem er senn að líða.

Hlökkum til að sjá ykkur í veiðiprófum, sýningum og fleiri viðburðum á komandi ári.

Hafið það frábært um hátíðirnar og ekki gleyma besta vini okkar um hátíðirnar:)

Jólakveðja

Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Gleðileg Jól!

Veiðipróf hjá Vorstehdeild árið 2012

Veiðipróf fyrir árið 2012

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Veiðipróf hjá Vorstehdeild árið 2012

Nú er síðasta helgin sem má skjóta Rjúpu á þessu ári

ISCh C.I.B. Skerðingsstaða Píla

Nú er síðasta helgin sem má skjóta Rjúpu og viljum við biðja menn að fara varlega og njóta þess að veiða með sínum hundi/um.

Ekki gleyma GPS tækinu og láta vita hvert förinni er heitið.

Gangi ykkur vel og góða hóflega veiði.

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Nú er síðasta helgin sem má skjóta Rjúpu á þessu ári

Tillaga af nýjum veiðiprófsreglum

Hera

Endurskoðunarnefnd veiðiprófreglna sem skipuð var af Fuglahunda-, Vorsteh- og Írsk setterdeild hefur skilað inn tillögu af nýjum veiðiprófsreglum.  Eins og áður hefur komið fram munu tillögur að nýjum veiðiprófsreglum verða aðgengilegar á vefsíðum deildanna og félagsmenn komið athugsemdum sínum á framfæri á opnum félagsfundi sem haldinn verður í byrjun næsta árs.  Tillögur að nýjum veiðiprófsreglum má nálgast hér. Tillögur af nýjum veiðiprófsreglum

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Tillaga af nýjum veiðiprófsreglum

ISCh Rugdelias Qlm Lucienne BEST í tegundarhóp 7

ISCh Rugdelia QLM Lucienne Mynd: Palli

Ótrúlegur árangur hjá Palla og Siggu með tíkina þeirra í grúbbu 7

Virkilega glæsilegur árangur að vinna grúbbu 7 og tóku öll verðlaun sem hægt var að vinna á sýningunni í gær.

Vill Vorstehdeild óska Palla og Siggu innilega til hamingju með virkilega flottan árangur.

ISCh Rugdelias Qlm Lucienne náði því miður ekki sæti í úrslitum um besta hund sýningar, en engu að síður frábær árangur hjá Palla og Siggu:)

Kveðja Vorstehdeild.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við ISCh Rugdelias Qlm Lucienne BEST í tegundarhóp 7

Alþjóðleg hundasýning HRFÍ – Úrslit

Snögghærður V0rsteh

Hvolpaflokkur 4-6 mánaða, Rakkar:

Stangarheiðar Bogi var besti hvolpur 4-6 mánaða

Stangarheiðar Bogi  Eigandi Kristjón Jónsson / Díana Hrönn Sigurfinnstdóttir. 1 sæti í sínum flokk og 3.sæti í úrslitum í 4-6 mánaða.

Hvolpaflokkur  6-9 mánaða, Rakkar:

Kópavogs Sprettur var besti hvolpur tegundar 6-9 mánaða

Kópavogs Sprettur, Eigandi: Halldór Lárusson. 1.sæti í sínum flokki, besti hvolpur tegundar, heiðursverðlaun og 5-6 sæti í besti hvolpur sýningar.

Hvolpaflokkur 6-9 mánaða, Tíkur:

Kópavogs Arí, besta tík í flokki 6-9 mánaða

Kópavogs Arí, Eigandi: Guðjón Snær Steindórsson. 1.sæti í sínum flokk, og var besta tík tegundar í hvolpaflokki 6-9 mánaða og var í 2.sæti um besti hundur tegundar.

Kópavogs Dimma

Kópavogs Dimma, Eigandi: Sæþór Steingrímsson. 2.sæti í sínum flokk.

(vantar mynd af Kópavogs Myrru)

Kópavogs Myrra, Eigandi Einar Sveinsson, Mætti ekki

Vinnuhundaflokkur Rakkar

Høgdalia`s Ýmir, Besti Rakki tegundar

Ýmir, Eigandi: Rafnkell Jónsson. 1.sæti í sínum flokk, Excellent , meistaraefni, besti rakki og fékk íslenskt meistarastig og  CACIB og Besti hundur af gagnstæðu kyni,  er komin með öll skilyrði til að verða íslenskur meistari.

Vinnuhundaflokkur Tíkur

Gruetjenet's Ynja

Gruetjenet´s G-Ynja, Eigandi: Gunnar Pétur Róbertsson / Steindór Gunnarsson. 1.sæti í sínum flokk, Excellent og íslenskt meistarastig og vara CACIB

Meistaraflokkur Tíkur

Rugdelia QLM Lucienne Mynd: Palli BESTI HUNDUR TEGUNDAR

ISCh Rugdelias Qlm Lucienne, Eigandi Einar Páll Garðarsson / Sigríður Oddný Hrólfsdóttir. 1.sæti í sínum flokk,Besta Tík tegundar og Besti hundur tegundar.

Strýhærður Vorsteh

Opinn flokkur:

Ester

Ester, Eigandi: Hreimur Garðarsson. Hún fékk very good á sýningunni.

Óskum öllum innilega til hamingju með árangurinn.

Kveðja Vorstehdeild

p.s. Það vantar frekari upplýsingar um nokkra hunda og væri fínt ef viðkomandi gæti sent mér nánari upplýsingar  á diverss@mi.is

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Alþjóðleg hundasýning HRFÍ – Úrslit

Hundasýning um helgina

Rugdelia QLM Lucienne Mynd: Palli

Það verður Alþjóðleg hundasýning um helgina hjá HRFÍ og eru samtals 9 Vorsteh sýndir.

Það verður kl 10:52 strýhærður Vorsteh (1)

og kl 10:56 verður snögghærður Vorsteh (8)

Það verður gaman að fylgjast með velgengni Vorsteh manna og kvenna.

Gangi ykkur vel um helgina.

Kveðja Vorstehdeild

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Hundasýning um helgina