Yrja tók flottan stand uppá heiði í dag 20.10.2011
Lalli tók myndina
Þeir gerðu það gott snögghærðu hundarnir í liðakeppninni NM Lavland, nældu sér í gull og þess má geta að þeir fengu líka gull á NM Andoya síðastliðinn vetur. Greinilega frábærir hundar þarna á ferðinni og óskar Vorstehdeildin þeim innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur.
Í vettvangsvinnunni á föstudeginum fengu eftirtaldir sæti:
Sn. N UCH ARDALEN’S OBLIX eigandi Audun Kristiansen 1.VK
Sn. N J(K)CH TIERBUA’S PIPPI eigandi Glenn Olsen 1.VK
Í undanúrslitum á laugardeginum fengu eftirtaldir hundar sæti:
Sn. N J (K)CH TIERBUA’S PIPPI eigandi Glenn Olsen 1.VK
Sn. N UCH ARDALEN’S OBLIX eigandi Audun Kristiansen 3.VK
St. HOVDMYRA’S TUMBLING DICE eigandi Kjetil Pedersen 4.VK
Sn. NS UCH N J(K)CH RUGDELIAS NMJ NIKKO eigandi Ivar Ekenes 6.VK
Óskar Vorstehdeildin þeim innilega til hamingju með árangurinn.
Kveðja Vorstehdeildin
Laugavegsganga HRFÍ verður laugardaginn 22. október nk. kl. 13.00. Gengið verður frá Hlemm, niður Laugaveginn og endar gangan í Hljómskálagarðinum þar sem Vinnuhundadeild og Íþróttadeild verða með skemmtiatriði. Skólahljómsveit Kópavogs mun slá taktinn og leiða gönguna eins og fyrri ár. Viðburða- og skemmtinefnd HRFÍ hvetur allar deildir til að auglýsa gönguna vel meðal sinna deildarmeðlima, t.d. með því að senda tilkynningu á póstlista og á heimasíður deildanna.
Laugavegsgangan er kjörið tækifæri fyrir okkur, ábyrga hundeigendur, til að sýna almenningi hvað ábyrgt og gott hundahald gengur út á. Í ljósi neikvæðrar umræðu undanfarið í garð hundeigenda er um að gera að nýta þetta tækifæri til að koma því jákvæða á framfæri.Við hvetjum til þess að deildir hópi sig saman með sömu hundategundir. Ágúst Ágústsson mun útvega skilti með nöfnum tegundanna ef fólk vill. Vinsamlegast tilkynnið með tölvupósti á dranga@simnet.is ef þið viljið nota skiltin í síðasta lagi föstudaginn 21. október.
Stöndum saman og komum ábyrgu hundahaldi á framfæri í eitt skipti fyrir öll!
Kveðja,Viðburða- og skemmtinefnd HRFÍ.
Því miður náðist engin fuglavinna í dag, en bæði Gáta og Gleipir voru að hlaupa í fullu húsi.
Kl:15:19 Ein fuglavinna hjá Gátu með reisningu, en því miður fór hún of langt á eftir og fær þess vegna fuglavinnuna ekki metna.
Kl.11:18 Enginn fuglavinna ennþá, einn fugl sést á flugi. Ágætis veður, snjór á prófssvæði sem er við Borgarhólanna eins og stendur. Vonandi rætist úr fuglleysinu.
Kveðja Vorstehdeild
Unghundaprófinu sem vera átti í dag var frestað þangað til á morgun 16. Okt. vegna veðurs.
Kveðja Vorstehdeild
Síðasta fuglahundapróf ársins verður haldið laugardaginn 15. október og verður prófað í unghundaflokki, ekki var næg þátttaka í opnum flokki og keppnisflokki of falla þeir þess vegna niður.
Eftirtaldir hundar taka þátt:
Midtvej’s Assa – Breton. Leiðandi Sigurður Ben. Björnsson
Huldu Bell Von Trubon – Weimaraner. Leiðandi Haukur Reynisson
Heiðnabergs Gáta von Greif – Snögghærður Vorsteh. Leiðandi Jón Hákon
Heiðnabergs Gleipir von Greif – Snögghærður Vorsteh. Leiðandi Jón Svan
Vatnsenda Kara – Pointer Leiðandi Ásgeir Heiðar
Gagganjunis Von – Írskur Setter Leiðandi Egill Bergmann
Prófið verður sett í Sólheimakoti kl. 09:00
Dómari er Guðjón Arinbjörnsson sem jafnframt er fulltrúi HRFÍ.
Prófstjóri er Sigurður Ben.Björnsson (s:660-1911)
Vorstehdeild óskar þátttakendum góðs gengis í prófinu.
Kveðja vorstehdeild
Það var Snögghæri rakkinn Heiðnabergs Bylur von Greif sem fékk 1. einkunn og var valinn besti hundurinn í UF
aðrir hundar sem fengu einkunn voru Pointer Vatnsenda Kara 2. einkunn.
Opinn flokkur var enski setterinn Elding með 1.einkunn og besti hundur prófs.
Í keppnisflokki fékk enginn sæti þar sem ekkert var af fugli.
Vill Vorstehdeild óska Jón Garðari til hamingju með flottan árangur á þessu prófi.
Kveðja Vorstehdeild
Búið er að fresta setningu veiðiprófs FHD til kl. 12:00 í dag vegna veðurs. Athuga á á hádegi hvernig staðan verður þá. Í dag laugardag eru settir upp UF og OF og KF á morgun sunnudag.
Fylgst verður með gangi mála
Kveðja Vorstehdeild
Skráningarfrestur fyrir n.k. veiðipróf sem haldið verður helgina 15. – 16. október hefur verið framlengdur til sunnudagsins 9. október. Á laugardeginum 15. október verður prófað í unghundaflokki og opnum flokki en á sunnudeginum 16. október verður keppt í keppnisflokki.
Próf No. 501111. Hægt er að skrá fram á miðnætti sunnudaginn 9.oktober. Skráningarupplýsingar Kt. 680481-0249 Bankaupplýsingar: 0515-26-707729.
Sendið kvittun á hrfi@hrfi.is
Vill Vorstehdeild hvetja Vorsteh eigendum að skrá sig í þetta próf
Kveðja Vorstehdeild