Alþjóðleg og Reykjavík Winner sýning

Vorsteh átti glæsilega fulltrúa á Alþjóðlegu og Reykjavík Winner sýningunni.
Sigurvegarar dagsins voru þau Legacyk Got Milk sem tók 1. sætið í úrslitum tegundarhópa og Zeldu DNL Næla sem vann besti hvolpur sýningar 4-6 mánaða.
Vorstehdeild óskar eigendum og leiðendum til hamingju með árangurinn 🙂

Legacyk Got Milk „Oreo“
Zeldu DNL Næla

Snögghærður Vorsteh
Nánar um úrslit HÉR

Hvolpaflokkur 4-6 mánaða, rakkar.

Zeldu DNL Lukku Láki, SL

Hvolpaflokkur 4-6 mánaða, tíkur.

Zeldu DNL Næla, SL, 1. sæti og BIK

Zeldu DNL Njála, SL

Zeldu DNL Nösk Bergþóra, SL

Ungliðaflokkur rakkar.

Arkenstone Með Allt á Hreinu, Excellent

Opinn flokkur, rakkar.

Zeldu CNF Eldur, Excellent, 1. sæti, meistaraefni, 1.BHK,CERT CACIB, BIM

Ísþoku Tango, Excellent, 2. sæti

Zeldu CNF Hugo, VG, 3. sæti

Zeldu CNF Barón, G

Zeldu CNF Atlas, G

Vinnuhundaflokkur, rakkar.

Veiðimela Bjn Frosti, Excellent, Meistaraefni, 3.BHK R.CERT

Meistaraflokkur, rakkar.

Veiðimela Bjn Orri, Excellent, Meistaraefni, 2.BHK R.CACIB

Öldungaflokkur, rakkar.

Veiðimela Jökull, VG

Opinn flokkur, tíkur.

Zeldu CNF Eyja, Excellent, R.CACIB

Vinnuhundaflokkur, tíkur.

Legacyk Got Milk, Excellent, Meistaraefni, 1.BTK CERT CACIB BIR


Strýhærður Vorsteh
Nánar um úrslit HÉR

Unghundaflokkur, rakkar.

Ice Artemis Skuggi, Excellent, Meistaraefni, 1.BHK CERT CACIB BIR

Ungliðaflokkur, tíkur.

Ljósufjalla Heiða, Excellent, 1. sæti, Meistaraefni, 1.BTK CERT Jun.CERT BIM 

Ljósufjalla Vera, Excellent


Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Alþjóðleg og Reykjavík Winner sýning

Líflands sækiprófið

Hvenær 25-26. júní.
Staðsetning: Sólheimakot og nágrenni
Dómari: Guðni Stefánsson og Unnur Unnsteinsdóttir
Fulltrúi HRFÍ: Guðni Stefánsson
Prófstjóri: Díana Sigurfinnsdóttir og Ingi Mar Jónsson
Flokkar: Unghunda- og opinn flokkur
Skráning: Á skrifstofu HRFÍ sími 588-5255 opið frá kl. 10-15 á vikum dögum, eftir opnunartíma er hægt að senda inn skráningu á hrfi@hrfi.is og muna að senda með kvittun fyrir greiðslu sem þarf að ganga frá inn á reikning 515-26-707729 kt. 6804810249.
Gjaldið er 6.800 kr fyrir einn dag og 10.200 kr fyrir báða dagana.
Skráningarfrestur rennur út að miðnætti 18. júní. Greiða þarf um leið og skráning fer fram svo skráning sé gild.

Við skráningu þarf að koma fram:
– Prófnúmerið 502207
– Ættbókarnúmer hunds
– Nafn eiganda
– Nafn leiðanda
– Sá flokkur og dagur sem hundur á að vera skráður

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Líflands sækiprófið

Virðum varptíma rjúpunar

Stjórn deildarinnar hefur borist ábending um að einstaklingar séu að æfa á rjúpu nú í miðjum varptíma ( hundur tekur stand, reisir o.s.frv.).Við viljum góðfúslega biðja um að varptími rjúpunar sé virtur og að hún sé látin í friði. Nú er viðkæmur tími og að sprengja upp hreiður rjúpunar á þessum tíma er okkur fuglahundafólki ekki til framdráttar. Bíðum með þessar æfingar fram á haustið .

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Virðum varptíma rjúpunar

Hefur þú áhuga á að leggja deildinni lið?

Stjórn Vorsthedeildar óskar eftir deildarmeðlinum í eftirfarandi nefndir;

Fjáröflunarnefnd

Fræðslu- göngu- og æfinganefnd

Sýningarnefnd

Áhugasamir eru hvattir til að senda póst á netfang deildarinnar, vorsteh@vorsteh.is

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Hefur þú áhuga á að leggja deildinni lið?

Sýningaþjáflun fyrir sumarsýningu HRFÍ

Vorstehdeild mun bjóða upp á sýningaþjálfun fyrir komandi sýningu þann 11-12 júní nk.

Boðið verður upp á þrjú skipti

24. maí þriðjudagur kl.20:00 – 21:00

31. maí þriðjudagur kl. 20:00 – 21:00

6.júní – mánudagur kl.20:00 – 21:00

Staðsetning : Víðistaðatúnið í Hafnarfirði, (þar sem sýningin mun fara fram).

Leiðbeinandi er Hilda Friðriksdóttir

Verð per hund er 1.000.- greiðist á staðnum með peningum.

Munið eftir sýningataum, kúkapokum, nammi og hundinum.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Sýningaþjáflun fyrir sumarsýningu HRFÍ

Hvílum heiðarnar.

Nú er kominn sá tími árs að við hættum að fara upp á heiði að æfa, rjúpan er farin að para sig og undirbúa varp og öll viljum við að það takist sem best svo nóg verði af fugli í haust. Þannig að nú snúum við okkur að sækiæfingum og vatnavinnu,(þegar hitastigið hækkar aðeins) og almennum hlýðni æfingum. Einnig er vert að minnast á að nú fara rollur með lömb á heiðarnar og geta verið á ólíklegustu stöðum, lítið gat á girðingu getur verið nóg til að fé sleppi út.  Við viljum góðfúslega benda ykkur á að fara varlega því hundur sem fer í fé getur lent í verulegum vandræðum.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Hvílum heiðarnar.

Prófstjórnanámskeið.

Til stendur ef næg þátttaka fæst að halda prófstjóranámskeið og hvetjum við alla sem hafa áhuga á að taka þátt í starfi deildanna að kynna sér hlutverk prófstjórans.Áætlað er að námskeiðið sé ein kvöldstund þar sem farið verður yfir skyldur og hlutverk prófstjórans.Leiðbeinendur verða veiðiprófsdómararnir Svafar Ragnarsson, Pétur Alan Guðmundsson og Einar Örn Rafnsson.Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu og hvetjum við alla sem hafa áhuga á að taka þátt að senda póst á póstfangið vorsteh@vorsteh.is. Námskeiðið verður haldið í Sólheimakoti en tímasetning verður auglýst síðar.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Prófstjórnanámskeið.

Lokadagur hjá Norðanhundum í dag, 1. maí.

Í dag var lokadagur í prófi Norðanhunda og þá var komið að keppnisflokk. Þrjú sæti náðust í dag og áttu Enskir Setar daginn. 1. sæti Steinahlíðar Atlas, eigandi Hallur Lund. 2. sæti Rjúpnasels Orka, eigandi Eyþór Þórðarson og 3. sæti Rjúpnabrekku Miro eigandi Kristinn Einarsson. Dómarar dagsins voru Einar Örn Rafnsson og Kjartan Lindböl.

Óskum Norðanhundum til hamingju með glæsilegt próf. En þetta var síðasta próf vorsins og nú snúum við okkur að sækiprófum, en fyrsta sækipróf sumarsins verður 25 – 26 júní á vegum Vorstehdeildar.

Einar, Kristinn og Miro, Hallur og Atlas, Eyþór og Orka og Kjartan

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Lokadagur hjá Norðanhundum í dag, 1. maí.

Annar dagur í prófi Norðanhunda.

Öðrum degi í prófi Norðandhunda laug í gær, laugardaginn 30.apríl. Einkunnir dagsis vor þær að unghundurinn Ice Artemis Aríel fékk 2. einkunn og besti unghundurinn og besti unghundir prófins í heild. Eignadi Aríel er Arnar M. Ellertsson og óskum þeim kærlega til hamingju með frábæran árangur.

Í opnum flokk komu fjórar einkunnir í hús. Enski Pointerinn Vatnsenda Karma fékk 1. einkunn og besti hundur dagsins, eignadi Haukur Reynisson. Enski Setterinn Kalbaks Orka fékk 3. einkunn, eignadi Eyþór Þórðarson, Ensku Setarnir Steinahlíðar Blökk eignadi Páll Kristjánsson og Rjúpnabrekku Toro eignadi Kristinn Einarsson fengu bæði 2. einkunn. Kalda Karra styttan fyrir besta samanlagað áranangur fengu Enski Setinn Steinahlíðar Atlas og Hallur Lund.

Karma, Haukur og Kjartan.
Arnar , Aríel og Kjartan
Kjartan, Hallur með Kalda Karra styttuna, Atlas og Einar.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Annar dagur í prófi Norðanhunda.

Fyrsta degi í prófi Norðanhunda lokið.

Það var fjörugur dagur norðan heiða í dag. Sex einkunnir komu í hús.

Í unghundaflokki gerðu stýhærðu Vorsteh systkynin það gott, en Ice Atemis Askur , leiðandi Andreas Blensner og Ice Artemis Aríel leiðandi Arnar Már Ellertsson fengu bæði 2. einkunn og Aríel best hundur dagsins í unghundaflokki. Í opnum flokki fengur Bylur, Orka og Blökk 2. einkunn og Steinahlíðar Atlas fékk 1. einkunn og því besti hundur prófs í opnum flokki. Þess má geta að Atlas var með 11 standa í dag.

Hluti þátttakenda í slökun

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Fyrsta degi í prófi Norðanhunda lokið.