VORSTEH HELGI Í GARÐHEIMUM 28-29 MAÍ


Esjugrundar Spyrna                                         Mynd: Pétur Alan

Vorsteh helgi verður í garðheimum helgina 28-29 maí kl 13-17 báða dagana. Við óskum eftur myndum af Vorsteh í veiði, með bráð, á standi og einnig fjölskyldumyndir, þeir sem luma á myndum sendið á okkur sem allra fyrst á diverss@mi.is. Einnig óskum við eftir frábæru fólki með okkur í bása til að sýna sína hunda. Þeir sem vilja vera með er bent á að tala við Gunnar s:893-3123Við viljum líka sjá konur í hópnum og hvetjum við allar konur að stíga fram og vera með þessa helgi. Okkur vantar hunda til að skiptast á að sitja þarna. Einnig er öll hjálp vel þegin við að setja upp sýningarbás. Við verðum með stórt og gott pláss og verður einn af okkar styrktaraðilum með kynningu á sýnu fóðri en það er BELCANDO fóður. Við verðum með veiðivörur frá HLAD EHF og þökkum við þeim fyrir stuðningin.Eins og áður hefur komið fram hvetjum við alla sem einn að sýna sína hunda og sjá aðra og allir Vorsteh eigendur hvattir til að vera með. Frábært tækifæri til að kynna tegundina og sinn hund. Garðheimar munu auglýsa þennan viðburð í blöðum þannig að við verðum tilbúin að taka á móti fullt af fólki með flottum bækling með myndum frá ykkur/okkur öllum.

Með fyrirfram þakkir fyrir frábærar myndir og góða hjálp

Kveðja Vorstehdeild

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.