Áfangafellsprófið 10-12 september

Hið árlega Áfangafellspróf sem haldið verður 10-12. september

Norðmennirnir Jan Rune Sunde og Anders Hetlevik dæma prófið þetta árið.

Ath. prófið verður laugardag, sunnudag og mánudag

10. sept. verða bæði UF/Unghundaflokkur (hundar að 2ja ára aldri) og OF/Opinn flokkur (Hundar eldri en 2ja ára)

11. sept verða bæði UF/Unghundaflokkur (hundar að 2ja ára aldri) og OF/Opinn flokkur (Hundar eldri en 2ja ára)

12. sept. verður Keppnisflokkur (þeir hundar sem náð hafa 1. einkunn í OF)

 

Við fáum Áfangafellsskálann að kvöldi föstudagsins 9. sept. og verður prófið sett við skálann alla dagana.  Sameiginlegur matur verður amk. á laugardagskvöldinu.  Mjög góð aðstaða er fyrir þátttakendur í prófinu og er stefnt að því að tveir verði saman í herbergi.  Hundar mega vera í búrum inni í herbergjunum.  Mjög góð aðstaða er í skálanum, stór stofa og borðstofa, fullkomið eldhús, sturtur og heitur pottur.

 

Nánari upplýsingar verða sendar út fljótlega þannig að fólk er hvatt til að taka dagana frá.
Prófstjóri Egill Bergmann gefur nánari upplýsingar í s:898-8621 eða maggak@vortex.is

 

Dómarakynning:

Stækka mynd
Jan Rune Sunde 

Jan Rune Sunde er 53 ára og búsettur í Bergen.  Hann er giftur Lisbeth og eiga þau eina 9 ára dóttir June að nafni.  Hann starfar sem ráðgjafi hjá norska póstinum.

Jan Rune byrjaði að veiða 1980 með hundum og veiðir mikið að eigin sögn, mest fugla en einnig  hirti og á hann í dag tvo enska seta, annar er í Unghundaflokk og hinn í Opnum flokk.  Áður hefur hann átt Breton og pointer Besti árangur hans er 1. sæti í Keppnisflokki, lokaumferð (1.VK. finale)  Hann hefur verið dómari í yfir áratug og hefur dæmt töluvert m.a. finale í NM skog og höyfjell en höyfjell er eins og okkar próf.

Hann er virkur sem prófstjóri og hefur setið í nokkur ár í stjórn Vestlandets fuglehundklubb auk þess að hafa setið í stjórn Fuglehundklubbenes Forbund (FKK)sem eru regnhlífasamtök veiðihundaklúbbanna í Noregi

Jan Rune mun dæma í Áfangafellsprófinu 2011 ásamt Anders Eide Hetlevik
Stækka mynd
Anders Eide Hetlevik 

Anders Eide Hetlevik er fimmtugur, kemur frá Asköy fyrir utan Bergen og starfar hjá Bergens tidende sem er eitt af stærstu dagblöðum Noregs.   Hann hefur hefur átt fuglahunda síðan 1992, verið  fuglahundadómari síðan 2001 og hefur átt marga enska seta sem er sú tegund sem hann hefur unnið með.  Þeir félagar Anders og Jan Rune eru saman með Kennel Hårteigen ræktunina.  Helsta áhugamálið era ð sjálfsögðu veiðar og veiðipróf með standandi fuglahundum.

Báða hlakkar mikið til að koma hingað til lands og dæma hér en þess má geta að Jan Rune átti að koma hingað 2010 og dæma í Kaldaprófinu en komst því miður ekki þá vegna gossins í Eyjafjallajökli en kemur tvíelfdur til leiks nú.

 

 

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.