Ný stjórn Vorstehdeildar og heiðrun stigahæstu hunda deildarinnar.

Ársfundur Vorstehdeildar fór fram 29.02.2024 í húsnæði Dýrheima í Kópavogi. Við viljum þakka öllum þeim sem mættu fyrir gott kvöld, fráfarandi stjórn fyrir þeirra störf á liðnu ári og Dýrheimum fyrir stuðninginn og þessa frábæru aðstöðu.

Kosin var ný stjórn og hana skipa eftirfarandi:

  • Formaður: Friðrik Þór Hjartarson
  • Ritari: Hafrún Sigurðardóttir
  • Gjaldkeri: Brynjar S. Sigurðsson
  • Stjórnarmeðlimur: Arnar Már Ellertsson
  • Stjórnarmeðlimur: Hannes Blöndal
Brynjar, Friðrik og Hafrún. Á myndina vantar Arnar og Hannes.

Stigahæstu hundar deildarinnar voru heiðraðir og fengu þeir að gjöf fyrir frábæran árangur páskaegg og viðurkenningarskjal frá deildinni og frá Royal Canin, Sporting Life Energy 4300 fóður. Við þökkum Dýrheimum kærlega fyrir stuðninginn.

  • Arkenstone með allt á hreinu Erró og Jón Valdimarsson fyrir besta árangur ársins.
  • Arkenstone með allt á hreinu Erró og Jón Valdimarsson fyrir besta árangur í OF
  • Ice Artemis Brún og Sölvi Bernódus Helgason fyrir besta árangur í UF

Við óskum þeim innilega til hamingju með frábæran árangur.

Þess ber að geta að fyrr í dag birtist hér að annar hundur hefði verið stigahæstur í samanlögðum árangri og í OF. Það voru mistök sem eru hér með leiðrétt og þykir okkur miður að svo fór.

Fundagerð og ársskýrsla deildarinnar kemur síðar.

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.