Vorstehdeild HRFÍ
Header

Aðalfundur Vorstehdeildar 15. febrúar

janúar 30th, 2017 | Posted by Stjórnarmeðlimur Ritari in Forsíðufrétt - (Slökkt á athugasemdum við Aðalfundur Vorstehdeildar 15. febrúar)

Aðalfundur Vorstehdeildar verður haldinn miðvikudaginn 15.febrúar kl.20:00

Staðsetning: Skrifstofa HRFÍ, Síðumúla 15.

Dagskrá:

Venjuleg aðalfundastörf

Heiðrun stigahæstu hunda

Vekjum athygli á að þrjú sæti eru laus í stjórn.

Deildarfundur

janúar 24th, 2017 | Posted by admin in Forsíðufrétt - (Slökkt á athugasemdum við Deildarfundur)

Vorstehdeild heldur deildarfund í húsi HRFÍ Síðumúla 15 á miðvikudaginn 1.febrúar kl 20:00
Farið verður yfir dagskrá vetrarins , starf deildarinnar og önnur mál.
Allir velkomnir.
Stjórn Vorstehdeildar

Vorprófið

janúar 19th, 2017 | Posted by admin in Forsíðufrétt - (Slökkt á athugasemdum við Vorprófið)

Í ljósi þess að prófadagskráin í vor er þétt, jafnvel of þétt, og fyrirvarinn til að ná í eftirsótta dómara og góð flugverð orðinn of stuttur, og annara ástæðna, hefur stjórn Vorstehdeildar ákveðið að halda ekki vorpróf árið 2017. Ákveðið er að halda sem fyrr glæsilegt haustpróf 6-8. okt. og svo vorpróf á næsta ári. Það ætti að vera nægt framboð af prófum í vor samt sem áður. Nú er kominn tími til að koma hundunum í form og vera með í æfingagöngum og taka þátt :-)

Alþjóðleg sýning HRFÍ í mars.

janúar 11th, 2017 | Posted by admin in Forsíðufrétt - (Slökkt á athugasemdum við Alþjóðleg sýning HRFÍ í mars.)

Tekið af síðu HRFÍ:
Fyrsta sýningahelgi ársins verður i byrjun mars n.k. og hefst hún á hvolpasýningu og keppni ungra sýnenda föstudagskvöldið 3. mars. Laugardaginn 4. mars og sunnudaginn 5. mars verður alþjóðleg sýning. Dómarar helgarinnar eru Attila Czeglédi (Ungverjaland), Carl Gunnar Stafberg (Svíþjóð), Hannele Jokisilta (Finnlandi),  Johnny Andersson (Svíþjóð) og Kitty Sjong (Danmörk).

​​Skráningafrestur á gjaldskrá 1 rennur út í lok dags þann 20. janúar n.k.  Þá er jafnframt lokadagur til að skila umskráningum og gotskráningum vegna hunda á sýningunum.

Skráningafrestur á gjaldskrá 2 rennur út í lok dags þann 3. febrúar n.k.

Sýningastjórn hefur ákveðið að nefna dómara fyrir nokkrar tegundir. Fyrirvari er gerður að því leyti, að forfallist dómari, eru aðrir auglýstir dómarar til vara, auk þess sem sýningastjórn HRFÍ áskilur sér rétt til að fjölga dómurum, einnig til vara, ef fjöldi skráðra hunda gerir það nauðsynlegt.

Tegundahópar munu skiptast eftirfarandi:
Laugardagur 4. mars: 1, 2, 3, 4/6, 7 og 10
Sunnudagur 5. mars: 5, 8 og 9

 

Tegundahópur 7:
Enskur setter: Hannele Jokisilta
Gordon setter: Hannele Jokisilta
Írskur setter: Hannele Jokisilta
Ungversk vizla, snöggh.: Hannele Jokisilta
Vorsteh (báðar feldgerðir): Hannele Jokisilta
Weimaraner, snöggh.: Hannele Jokisilta

 

Jólakveðja

desember 23rd, 2016 | Posted by Stjórnarmeðlimur Ritari in Forsíðufrétt - (Slökkt á athugasemdum við Jólakveðja)

Kveðja og þakkir frá Bergþóri S. Antonssyni sem tók þátt í HM & SCT. HUBERTUS CUP

desember 14th, 2016 | Posted by Stjórnarmeðlimur Ritari in Forsíðufrétt - (Slökkt á athugasemdum við Kveðja og þakkir frá Bergþóri S. Antonssyni sem tók þátt í HM & SCT. HUBERTUS CUP)

Bergþór S. Antonsson sendi stjórn bréf og myndir varðandi þáttöku hans og Fjallatinds Stíg á Heimsmeistarmótinu fyrir standandi fulgahunda og Sct. Huberts Cup.

 

Komið þið sæl og blessuð.                                              

 

Undirritaður tók þátt í heimsmeistarkeppni standandi fuglahunda WORLD CHAMPIONSHIP FOR POINTING DOG  & SCT. HUBERTUS CUP sem haldin var í Danmörku dagana 19-21 oktober 2016. Þátttaka mín hefði ekki verið möguleg nema með ykkar hjálp og langar mig að þakka kærlega eftirfarandi aðilum fyrir að mín þátttaka varð að veruleika.

 

Vorstehdeild HRFI á Íslandi sem var mér innanhandar og aðstoðuðu mig eftir fremsta megni svo allt færi eftir settum reglum og boðleiðum.

Stjórn HRFI sem samþykkti mig sem fulltrúa fyrir Íslands hönd í keppninni.

Versluninni Bendir sem var sponsor minn í keppninni.

Og svo ber mér að sjálfsögðu að minnast á þakkir til danska kennelklúbbsins sem héldu stórglæsilegt mót og tóku virkilega vel á móti mér. Það var gaman að finna hvað ég var velkominn en þeir leggja mikið í að taka vel á móti nýliðum.

 

Var mér færð gjöf af tilefninu sem ég hyggst áframsenda á Vorstehdeild HRFI. Finnst hún eiga heima í þeirri deild.

En í stuttu máli var þetta rosalega gaman og lærdómsríkt. Þarna öðlaðist ég reynslu sem vonandi á eftir að nýtast í framtíðinni hvort heldur mér eða öðrum. Ég var stoltur keppandi fyrir Íslands hönd og því mun ég aldrei gleyma.

Það er aldrei að vita nema ég skrifi fljótlega um reynslu mína af þessu móti en það gæti verið gaman fyrir áhugasama að lesa um.

 

Kærar þakkir öll

Kær kveðja frá Noregi

Bergþór S Antonsson

 

 

 

3z2a8587 3z2a8590 3z2a8597-1 3z2a8597 3z2a8627 3z2a8629 3z2a8633 3z2a8636 3z2a8640 3z2a8646 3z2a8686 3z2a8705 3z2a8709-1 3z2a8709 3z2a8715 3z2a8719 3z2a8722 3z2a8732 3z2a8741 3z2a8775 3z2a8776 3z2a8829 3z2a8831 3z2a8836 3z2a8837 3z2a8839 3z2a8848 3z2a8859 3z2a8871 3z2a8876 3z2a8881 3z2a8886 3z2a8890 3z2a8954

Úrslit stigakeppninar

desember 12th, 2016 | Posted by admin in Forsíðufrétt - (Slökkt á athugasemdum við Úrslit stigakeppninar)

Þá er búið að taka saman stigin í stigakeppni Vorstehdeildar
Í Keppnsiflokk sigraði Heiðnabergs Bylur von Greif með 32 stig
Við óskum Jóni Garðari til hamingju með glæsilegan árangur.
Í Opnum flokk gerðist það að þrír hundar voru jafnir í fyrsta sæti með 14 stig. Það voru Bendishunda Saga (Þoka) , Ice Artemis Blökk, og Heiðnabergs Gleipnir von Greif sem deila með sér fyrsta sætinu eftir mikla baráttu.
Við óskum Guðmundi, Björgvini og Jóni Svan til hamingju.
Í Unghundaflokk var það Veiðimela Karri sem sigraði með 14 stig,
og við óskum Pétri Alan til hamingju með árangurinn.

Stöðuna má sjá nánar hér

Verðlaun verða veitt á aðalfundi deildarinnar.

Alþjóðleg sýning helgina 12-13 nóv. 2016

nóvember 16th, 2016 | Posted by admin in Forsíðufrétt - (Slökkt á athugasemdum við Alþjóðleg sýning helgina 12-13 nóv. 2016)

Vorsteh átti tvo fulltrúa á sýningu HRFÍ 12.11.2016

Bendishunda Saga (Þoka) var valinn besta tík tegundar og besti hundur tegundar og fór því áfram í úrslit grúppu fyrir hönd Vorsteh hunda.

Þoka fékk dómana Excelent, BOB, CACIB og Íslenskt meistarastig.

Veiðimela Jökull fékk dóminn Very good.

Bendishunda Saga (Þoka) gerði sér svo lítið fyrir og landaði öðru sæti í grúbbu.

Það má segja að Þoka hafi verið að toppa glæsilegt ár en hún hefur blómstrað á þessu ári svo vel er eftir tekið. Með árangri hennar á sýningunni nú um helgina er hún orðin full sertuð.

Ekki er hægt að sleppa því að minnast á að allir þeir 6.Bendishundarhundar sem mætt hafa á sýningar eru nú full sertaðir. Verður það að teljast frábær ef ekki einstakur árangur sem sýnir okkur að við erum á réttri leið.

Óskum eiganda Bendishunda Sögu (Þoku) og eiganda Veiðiðmela Jökuls til hamingju með dómana.thoka-i-grubbu-7

Bendisprófinu er lokið – Úrslit

október 3rd, 2016 | Posted by Stjórnarmeðlimur Ritari in Forsíðufrétt - (Slökkt á athugasemdum við Bendisprófinu er lokið – Úrslit)

Bendisprófi Vorstehdeildar lauk í gær sunnudag með keppnisflokki.

Prófið var sett á föstudaginn kl. 9:00 í Sólheimakoti. Sjö hundar voru mættir til leiks í opnum flokki á föstudeginum. Mikið var af fugli og mikið af tækifærum fyrir hundana.

Bendishunda Saga (Þoka) og eigandi hennar Guðmundur Pétursson lönduðu 1. einkunn.

dagur1

Frá vinstri: Einar með Caztro, Øivind, Hannu, Guðmundur með Þoku og Einar Örn með Kröflu

Veiðimela Krafla og eigandi hennar Einar Örn fengu 3. einkunn.

Hafrafells Zuper Caztro og eigandi hans Einar Guðnason fengu 3. einkunn.

 

 

 

Á laugardeginum var prófið sett suður með sjó. Nánar tiltekið á Dunkin Donuts. Sex hundar voru skráðir í opinn flokk á laugardeginum. Sama var upp á teningnum á laugardeginum, fullt var af fugli og tækifærin voru næg. Dagurinn endaði þannig að Bendishunda Saga (Þoka) og Guðmundur Pétursson endurtóku leikinn frá föstudeginum og nældu sér aftur í 1. einkunn. Glæsilegt það!

 

thokasokn

Guðmundur sendir Bendishunda Sögu (Þoku) í sókn

hannuogoivind

Dómararnir Øivind frá Noregi og Hannu frá Finnlandi

lallimjoolnir

Annar prófstjórinn Lárus Eggertsson með hundi sínum Ice Artemis Mjölni

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Keppnisflokkur var settur í Sólheimakoti í gær sunnudag og alls mættu sjö hundar til keppni. Keppnin hófst svo í Laxnesi og veðrið var ekki eins gott og fyrstu tvo dagana. Dagurinn endaði svo að Bendishunda Saga (Þoka) kláraði helgina með stæl. Hún tók fyrsta sætið í keppnisflokki með meistarastigi og eini hundur sem náði sæti.

verdlaun-gummi

Bendishunda Saga (Þoka) með dómurum og eiganda

 

 

 

 

 

 

 

 

einarcaztro

Hafrafells Zuper Caztro og Einar Guðnason. Caztro landaði 3. einkunn á föstudeginum

einarkrafla

Veiðimela Krafla og Einar Örn með 3. einkunn á föstudeginum

 

 

jonsvangleipnir

Létt yfir þeim Heiðnabergs Gleipni von Greif og Jóni Svan Grétarssyni

 

 

diana

Díana Sigurfinnsdóttir var hinn prófstjórinn. Eiga hún og Lárus innilegar þakkir skilið fyrir þeirra framlag!

 

 

 

 

 

 

 

 

biggifroni

Bendishunda Fróni og Birgir Örn

dagur2byrjun

Hópurinn sem mætti suður með sjó á laugardeginum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

gaui

Guðjón, Jón Hákon og Guðmundur. Guðjón Arinbjörnsson var fulltrúi HRFÍ. Guðjóni er vert að þakka innilega fyrir hans hjálp í prófum okkar á þessu ári

 

 

Við þökkum öllum þeim sem tóku þátt í Bendisprófinu. Þetta var drengilegt í alla staði og þannig eiga próf og keppnir einmitt að vera. Frábærir hundar og félagsandinn ekki síðri.

Almenn ánægja var með happdrættið og það er komið til að vera í prófum deildarinnar.

Eydís Gréta Guðbrandsdóttir og Kjartan Antonsson eiga hrós skilið fyrir lýsingarnar alla dagana sem og myndirnar.

Dómararnir Øivind Skurdal og Hannu M. Liedes fá þakkir fyrir þeirra störf.

Okkar styrktaraðilar! Hvað er hægt að segja en að án ykkar stuðnings væri þetta ógerlegt. Bendir sérverslun fyrir allt sem okkur vantar fyrir besta vininn, Málning ehf. sem á alla regnbogans liti þegar við viljum hressa upp á eignina okkar, Famous Grouse umboðsaðili hins frábæra eðals viskí, Bío Bú sem framleiðir lífrænt ræktaðar mjólkurvörur og Fresco sem býður upp á salatrétti þar sem gestir ráða ferðinni hvað þeir vilja í salatið.

Að lokum viljum við enn og aftur þakka þeim Guðjóni Arinbjarnarsyni, Lárusi Eggertssyni og Díönu Sigurfinnsdóttur fyrir þeirra einstaka framlag um liðna helgi.

 

 

Við óskum öllum ánægjulegrar rjúpnavertíðar og við sjáumst hress í prófum á nýju ári!

Stjórn Vorstehdeildar HRFÍ

Bendispróf Vorstehdeilar hefst á föstudaginn

september 28th, 2016 | Posted by Stjórnarmeðlimur Ritari in Forsíðufrétt - (Slökkt á athugasemdum við Bendispróf Vorstehdeilar hefst á föstudaginn)

Stjórn Vorstehdeilar HRFÍ vill koma eftirfarandi á framfæri.

 

Á föstudag og laugardag verður prófið sett kl 9:00 og kl 10:00 á sunnudag þegar keppnisflokkur fer fram. Mæting í Sólheimakot.

 

Eftir hvern prófdag verður happdrætti fyrir þátttakendur í Sólheimakoti. Ekki verra að fjölmenna í Kotið, að heyra dóma hvers hunds og eiga einnig möguleika á happdrættis vinning.

 

Verðlaun verða vegleg eins og vanalega. Bendir gefur fóður fyrir allar einkunir og öll sæti í keppnisflokki. Einnig verðlaun frá Famous Grouse umboðinu á Íslandi.

 

Minnum á að enn er hægt að skrá sig í kjötsúpuveisluna á laugardaginn kemur með því að skrá sig á vorsteh@vorsteh.is

 

Við hvetjum allt áhugafólk að mæta í Sólheimakot og fylgjast með. Hvort sem það er áhugi á að ganga með eða koma í Sólheimakot að prófdögum loknum.

 

Stjórn vill einnig þakka styrktaraðilum prófsins. Bendi, Málningu, Famous Grouse umboðinu og Fresco. Án þeirra stuðnings væri þetta ekki hægt.

 

Óskum öllum keppendum og hundum góðs gengis og megi einkunirnar verða margar og sætin mörg!

 

Stjórn Vorstehdeildar