Ársfundur Vorstehdeildar fór fram 29.02.2024 í húsnæði Dýrheima í Kópavogi. Við viljum þakka öllum þeim sem mættu fyrir gott kvöld, fráfarandi stjórn fyrir þeirra störf á liðnu ári og Dýrheimum fyrir stuðninginn og þessa frábæru aðstöðu.
Kosin var ný stjórn og hana skipa eftirfarandi:
Formaður: Friðrik Þór Hjartarson
Ritari: Hafrún Sigurðardóttir
Gjaldkeri: Brynjar S. Sigurðsson
Stjórnarmeðlimur: Arnar Már Ellertsson
Stjórnarmeðlimur: Hannes Blöndal
Brynjar, Friðrik og Hafrún. Á myndina vantar Arnar og Hannes.
Stigahæstu hundar deildarinnar voru heiðraðir og fengu þeir að gjöf fyrir frábæran árangur páskaegg og viðurkenningarskjal frá deildinni og frá Royal Canin, Sporting Life Energy 4300 fóður. Við þökkum Dýrheimum kærlega fyrir stuðninginn.
Arkenstone með allt á hreinu Erró og Jón Valdimarsson fyrir besta árangur ársins.
Arkenstone með allt á hreinu Erró og Jón Valdimarsson fyrir besta árangur í OF
Ice Artemis Brún og Sölvi Bernódus Helgason fyrir besta árangur í UF
Við óskum þeim innilega til hamingju með frábæran árangur.
Þess ber að geta að fyrr í dag birtist hér að annar hundur hefði verið stigahæstur í samanlögðum árangri og í OF. Það voru mistök sem eru hér með leiðrétt og þykir okkur miður að svo fór.
Fundagerð og ársskýrsla deildarinnar kemur síðar.
Birt íForsíðufrétt|Slökkt á athugasemdum við Ný stjórn Vorstehdeildar og heiðrun stigahæstu hunda deildarinnar.
Nýjasta viðbótin í Vorsteh stofninn á Íslandi er hin snögghærða Karpaten Irbis Gloria ( Glory ). Glory er innflutt frá Rúmeníu og eru eigendur hennar þau Þorsteinn Jóhannsson og Sigrún Guðmundsdóttir. Við óskum þeim innilega til hamingju.
Birt íForsíðufrétt|Slökkt á athugasemdum við Nýr Vorsteh landnemi
Vorstehdeild HRFÍ skrifaði á dögunum undir þriggja ára samstarfssamning við Royal Canin á Íslandi. Við erum ótrúlega spennt fyrir þessu samstarfi og teljum að Royal Canin Á Íslandi sé einmitt það sem deildin þarf til að stuðla að heilbrigðu og góðu vinnuumhverfi fyrir eigendur og hundana þeirra. Næstu árin verða sannarlega spennandi!
Hægt er að lesa meira um samstarfið á vef Dýrheima.
Sæl öll. Vegna óviðráðanlegra ástæðna hefur stjórn deildarinnar tekið þá ákvörðun að hætta við fyrirhugað veiðipróf sem fyrirhugað var nú í október. Kær kveðja Stjórn Vorstehdeildar
Birt íForsíðufrétt|Slökkt á athugasemdum við Haustprófi aflýst
Líflands Sækipróf Vorstehdeildar verður haldið 24 og 25. júní. Dómari verður Walter Annfinn Paulsen. Prófstjórar verða Friðrik Þór Hjartarsson og Arna Ólafsdóttir. Fulltrúi HRFÍ verður Guðni Stefánsson Flokkar: Unghunda- og Opinn flokkur báða daga. Staðsetning: Hólmsheiði. Einnig verður valinn besti hundur prófs sem fær glaðning frá Famous Grouse og fóðurpoka frá Líflandi.
Skráning: Á skrifstofu HRFÍ sími 588-5255 opið frá kl. 10-15 á vikum dögum, eftir opnunartíma er hægt að senda inn skráningu á hrfi@hrfi.is og muna að senda með kvittun fyrir greiðslu sem þarf að ganga frá inn á reikning 515-26-707729 kt. 6804810249. Gjaldið er 7100 kr fyrir einn dag og 10.600 kr fyrir báða dagana. Skráningarfrestur rennur út að miðnætti 21. júní. Greiða þarf um leið og skráning fer fram svo skráning sé gild.
Við skráningu þarf að koma fram: – Prófnúmerið 502306 – Ættbókarnúmer hunds – Nafn eiganda – Nafn leiðanda – Sá flokkur og dagur sem hundur á að vera skráður
Birt íForsíðufrétt|Slökkt á athugasemdum við Skráning hafin í Líflands sækiprófið
Í Sækiprófi Vorstehdeildar 24 og 25 júni dæmir norðmaðurinn Walter Annfinn Paulsen með gæðadrengnum og toppmanninum Guðna Stefánssyni. Prófstjórar eru Friðrik Þór Hjartarsson og Arna Ólafsdóttir 👍 Hann sendi okkur kynningu á sjálfum sér sem við setjum hér inn 🙂 Skráning og fleiri upplýsingar koma inn eftir helgi. „ Er 72 år har drevet med hund i 40 år. Startet med en GS på deling, siden ble det ES. I 1990 kjøpte jeg min første SV, har samme rasen i dag. Sitter i DUA/FKF sentralt i 10 år. Utdanner dommere og reviderer regelverket for apport. Har deltatt på NM høyfjell og NM vinter en rekkeganger, har også deltatt på NM lag for SV en rekke ganger. Dømmer apport-prøver og har vert prøveleder. Skal stille skog til høsten, synes dette er en spennende hundesport. Har en 3 pr fra Gotland Svensk mesterskap.Det blir spennende å komme til Island „
Við hlökkum til að bjóða ykkur upp á þennan flotta dómara 🙂
Birt íForsíðufrétt|Slökkt á athugasemdum við Dómarakynning fyrir Sækipróf Vorstehdeildar
Það má segja að opni flokkurinn hafi fengið á sig allskonar veður. Lítið var um rjúpu framan af prófi en rofaði svo sannarlega rjúpnalega til þegar líða tók á daginn og flestir ef ekki allir hundar áttu séns á fugli.
3.hundar af 8.náðu einkunn sem verður að teljast gott hlutfall ekki síst þegar mið er tekið af aðstæðum.
Kaldbaks Orka, Enskur Setter landaði 1.einkunn og var einnig valin besti hundur prófs.
Óskum eiganda og leiðanda hennar Eyþóri Þórðarsyni til hamingju með frábæran árangur.
Milpoint Loki, Pointer landaði 2.einkunn
Óskum eiganda og leiðanda hans Jóni Ásgeiri Einarssyni til hamingju með frábæran árangur.
Óskum eiganda og leiðanda hennar Páli Kristjánssyni til hamingju með frábæran árangur.
Unghundaflokkur var svo haldinn í dag
Unghundarnir fengu mun betra veður en opni flokkurinn í gær. Af tvennu illu var það gott því það er alltaf vont að vera með unga hunda í fræsingsveðri í langan tíma.
Mun meira var af rjúpu á svæðinu í dag og var nánast fugl í hverju sleppi eftir fyrsta slepp og áttu allir séns á fugli.
3.unghundar af 7 lönduðu einkunn sem verður einnig að teljast mjög gott.
Arkenstone með Allt á Hreinu/Erró, Snögghærður Vorsteh landaði 2.einkunn og var valinn besti hundur prófs.
Óskum eiganda hans Hildu Björk Friðriksdóttur og leiðanda hans Jóni Valdimarssyni til hamingju með frábæran árangur.
Óskum eiganda og leiðanda hans Ólafi Erling Ólafssyni til hamingju með frábæran árangur.
Mikil og almenn ánægja ríkti um prófið og höfum við heyrt víða að mjög góður andi hafi verið í hópnum báða dagana sem mjög gaman er að heyra.
Við þökkum þeim sem skráðu í prófið og vonumst til að sjá ykkur í sem flestum viðburðum á vegum deildarinnar. Deildin getur ekki styrkst og eflst nema fyrir ykkur og vonandi miklu fleiri í framtíðinni.
Við verðum þó að segja frá einu sem er ekkert launungarmál.
Formáli.
Það vita flestir að ekki tókst að manna stjórn á ársfundi deildarinnar þar sem engin bauð sig fram í stjórn.
Haldin var annar ársfundur með einu fundarefni, kosning til stjórnar. Ef ekki næðist að manna stjórn yrði deildin lögð niður. Það var lagt nokkuð fast að okkur sem nú eru í stjórn að bjóða fram. Við báðumst undan því og sögðum nei.
Það var ekki fyrr en á leiðinni á seinni ársfundinn sem ákvörðun var tekin um framboð ef engin annar myndi bjóða fram.
Núverandi stjórn var alvarlega að hugsa um að slá þetta próf af. Við værum að koma 5.ný inn í stjórn og ekki inni í einu einasta máli og ætluðum að gefa okkur tíma til að vinna okkur inn í hluti og móta stefnu deildarinnar.
Þá að því sem er aðalatriðið.
Þau Arna Ólafsdóttir og Friðrik Þór Hjartarson komu að máli við okkur og buðust til að vera prófstjórar prófsins. Þau myndu bara sjá um allt sem þyrfti að gera varðandi prófið svo það gæti farið fram.
Þau gjörsamlega tóku þetta verkefni í fangið og útkoman var sú sem þið sáuð um helgina. Algjörlega frábær og hnökralaus prófstjórn sem sómi er af.
Án þeirra hefði þetta próf ekki orðið að veruleika og þó þetta próf hafi verið haldið undir nafni Vorstehdeildar þá er heiðurinn algjörlega þeirra ásamt góðum dómara prófsins Einari Erni Rafnssyni.
Takk innilega fyrir alla hjálpina, þið voruð/eruð frábær
Og að sjálfsögðu kærar þakkir til stuðningsaðila deildarinnar sem er Lífland sem selur alveg helling af eðal vörum fyrir voffana okkar.
Og svo Innnes sem styrkir okkur alltaf með gæða Famous grouse viskí til að gefa í verðlaun
Já og svo heyrðum við af því að þau Sigríður og Eyþór hafi mætt upp í kot í dag með alveg svakalega góðar pönnukökur sem góður rómur var gerður af. Einn sagði að það hefði sko verið kærkomið að fá pönnsur þegar hann mætti í kotið eftir daginn á heiðinni
Takk Sigríður og Eyþór
Nokkrar myndir frá helginni:
Birt íForsíðufrétt|Slökkt á athugasemdum við Líflandspróf Vorstehdeildar úrslit