Þátttökulisti í Líflandsprófi Vorstehdeildar nk. helgi

Föstudagur – Unghundaflokkur

Arkenstone Með Allt á Hreinu – AKA – Erró – Snögghræður Vorsteh

Ljósufjalla Vera – Strýhærður Vorsteh

Föstudagur – Opinn flokkur

Hrimlands KK2 Ronja – Breton

Kaldbaks Orka – Enskur setter

Langlandsmoens Black Diamond – Enskur pointer

Kaldbaks Vaskur – Enskur setter

Hlaðbrekku Irma – Strýhærður Vorsteh

Ice Artemis Dáð – Strýhærður Vorsteh

Ice Artemis Skuggi – Strýhærður Vorsteh

Legacyk Got Milk AKA Oreo – Snögghærður Vorsteh

Laugardagur – Unghundaflokkur

Arkenstone Með Allt á Hreinu – AKA – Erró – Snögghræður Vorsteh

Ljósufjalla Vera – Strýhærður Vorsteh

Veiðimela Cbn Djangó – Snögghærður Vorsteh

Laugardagur – Opinn flokkur

Hrimlands KK2 Ronja – Breton

Kaldbaks Orka – Enskur setter

Langlandsmoens Black Diamond – Enskur pointer

Sansas Bejla AKA Ziva – Strýhærður Vorsteh

Hlaðbrekku Irma – Strýhærður Vorsteh

Ice Artemis Dáð – Strýhærður Vorsteh

Ice Artemis Skuggi – Strýhærður Vorsteh

Legacyk Got Milk AKA Oreo – Snögghærður Vorsteh

Veiðimela Bjn Orri – Snögghærður Vorsteh

Sunnudagur – Keppnisflokkur

Kaldbaks Orka – Enskur setter

Langlandsmoens Black Diamond – Enskur pointer

Kaldbaks Snerpa – Enskur setter

Rypleja’s Klaki – Breton

Almkullens Hrima – Breton

Ice Artemis Ariel – Strýhærður Vorsteh

Birt með fyrirvara um villur.

Prófið verður sett föstudaginn 30.september kl.09:00 í Sólheimakoti.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Þátttökulisti í Líflandsprófi Vorstehdeildar nk. helgi

Lokadagur í Áfangafellsprófi FHD í dag.

Lokadagur í Áfangafellsprófi Fuglahundadeildar var haldin í dag, sunnudag. Þrátt fyrir gular og appelsinugular veður viðvaranir tókst að halda keppnisflokk. Úrslit dagsins urðu eftirfarandi.

1. sæti Bretoninn – Rypleja’s Klaki m/6 fuglavinnur, þar af 3 m/reisningu – Leiðandi Dagfinnur Smári

2. sæti Enski setinn – Kaldbaks Orka m/2 fuglavinnur án reisningar – Leiðandi Eyþór Þórðarson

3. sæti Bretoninn – Bylur m/1 fuglavinnu án reisningar – Leiðandi Stefán Karl Guðjónsson

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Lokadagur í Áfangafellsprófi FHD í dag.

Dagur tvö í Áfangafellsprófi FHD í dag.

Í dag fór fram annar dagur í Áfangafellsprófi Fuglahundadeildar. Vond veðurspá var fyrir daginn um allt land en veður hélst þó ágætt framan af degi. Engin einkunn náðist í unghundaflokki en í opnum flokk komu eftirtaldar einkunnir í hús. Strýhærða Vorsteh tíkin Icel Artemis Ariel og Arnar Már Ellertsson nældu sér í 1. einkunn í alhliðaprófi. En alhliðapróf bæði heiðarpróf og sækipróf. Glæsilegur árangur. Strýhærða Vorsteh tíkin Hlaðbrekku Irma og Stefán Marshall fengu 3. einkunn. Bretonarnir Klaki og Dagfinnur 1. einkunn, Tindur og Eydís Elva 2. einkunn, Stefán Karl fékk 2. einkunn á Bliku og 3. einkunn á Byl. Ensku setarnir Kaldbaks Vaskur og Þorsteinn Friðrikisson fengu í 2. einkunn og Dreki og Hrafn Jóhannsson fengu 2. einkunn. Á morgun er síðasti dagur prófsins en þá fer fram keppnisflokkur, verðurspáin er hins vegar afleit, því miður.

Steini, Leiv Jonny Weum og Vaskur Mynd:FB síðan Steina
Levi, Eydís og Tindur Mynd: FB síða Eydísar
Arnar og Ariel Mynd: FB síða Strýhærður Vorsteh
Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Dagur tvö í Áfangafellsprófi FHD í dag.

Fyrsti dagurinn í Áfangafellsprófi FHD í dag.

Fyrsti dagurinn af þremur í Áfangafellsprófi Fuglanundadeildar var í dag. Það er skemmst frá því að segja að snögghærði Vorsteh-inn Veiðimela Cbn Klemma og Brynjar Sigurðsson lönduðu 2. einkunn í alhliðaprófi í unghundaflokki og Klemma einnig besti hundur in unghundaflokki. Í opnum flokk fékk Bretoninn Bylur og Stefán Karl 1. einkunn og valinn besti hundur í opnum flokki, einnig fengu Bretoninn Tindur og Eydís Elva 2. einkunn, í opnum flokki. Ensku settrarnir Blökk og Dreki fengu bæði 2. einkunn í opnum flokki.

Brynjar og Veiðimela Klemma ásamt dómara prófsins
Leiv Jonny Weum og prófstjórunum Friðriki og Örnu

Stefán og Bylur ásamt Guðjóni dómara og prófstjórunum Friðriki og Örnu
Eydís og Tindur
Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Fyrsti dagurinn í Áfangafellsprófi FHD í dag.

Fyrsta heiðarpróf haustsins haldið um helgina

Fyrsta heiarpróf haustsins var haldið nú um helgina, 17 – 18 september á vegum Norðanhunda. Dómari prófsins var Guðjón Arinbjarnarson, prófsvæðið var Vaðlaheiðin. Á laugardeginum var opni flokkur og þeir sem hlutu einkunn þann daginn voru Brentonarnir, Klaki og Hríma, leiðandi Dagfinnur Smári, Blika og Bylur leiðandi Stefán Karl með 1. einkunn og jafnframt var Klaki valinn besti hundur prófs. Bretoninn Tindur leiðandi Eydís Eva fékk 3. einkunn. Ensku setterarnir, Orka leiðandi Eyþór Þórðarson og Snerpa leiðandi Þorsteinn Friðriksson fengu báðar 1, einkunn.

Huti einkunnahafa á laugardeginum ásamt dómara. Mynd, Norðanhundar

Í dag sunnudag náðu eftirtaldir hunda einkunn í Blika (Breton) 1.einkunn, Orka 2. einkunn (Enskur setter), Hríma 1. einnkunn og besti hundur prófs (Breton), Klaki 1. einkunn (Breton), Bylur 1. einkunn (Breton), Tindur 2. einkunn Breton), og Snerpa 3. einkunn (Enskur setter).

Þátttakendur við upphafs prófs sunnudaginn 18.september. Mynd:Norðanhundar

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Fyrsta heiðarpróf haustsins haldið um helgina

Kynning á nýju prófskema fyrir heiðarpróf

Staðið hefur yfir þýðing á nýju prófskema að undanförnu sem nú er tilbúið. Nokkrar áherslubreytingar hafa átt sér stað. Til að kynna þessar breytingar verða dómarar með kynningu fyrir félagsmenn innan deilda tegundahóps 7 á þessum breytingum miðvikudaginn 21. september kl. 20:00 í Sólheimakoti.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Kynning á nýju prófskema fyrir heiðarpróf

Líflandspróf Vorstehdeildar 30. september – 2 október.

Líflandspróf Vorstehdeildar verður haldið dagana 30. September – 2. október. Boðið verður upp á unghundaflokk, opin flokk í blönduðu partýi og keppnisflokk. Dómarar prófsins verða, Tore Chr Røed, og Pétur Alan Guðmuðmundsson mund dæma keppnisflokk með Tore. Fulltrúi HRFÍ veður Svafar Ragnarsson. Prófstjórar eru, Guðni Stefánsson og Díana Sigurfinnsdóttir

Dagskrá:

30. sept. Verður boðið upp á unghundaflokk og opin flokk, blandað partý dómari Tore Chr Røed.

01. okt Verður boðið upp á unghundaflokk og opin flokk í blandað partýi dómari Tore Chr Røed.

02.okt Verður boðið upp á keppnisflokk, dómarar Tore Chr Røed og Pétur Alan Guðmundsson.

Veitt verða verðlaun fyrir besta hund í unghunda- og opnum flokki báða dagana auk verðlauna fyrir sæti í keppnisflokki.

Bráð til sóknar þurfa þátttakendur að útvega sjálfir.

Prófsvæðið verður í nágrenni við höfuðborgarsvæðið en við vekjum athygli á því að heiðin verður smöluð 17. september og gert er ráð fyrir því að seinni leitir fari fram laugardaginn 2.október.

Skráning í prófið.

Á Skrifstofu HRFÍ eða símleiðis í 588 5255 þar sem greitt er með því að gefa upp kortanúmer. Einnig er hægt að millifæra á HRFI á reikning 515-26-707729 Kennitala: 680481-0249 og setja nafn hunds og prófnúmer 502212 í skýringu á færslunni ásamt að senda afrit af greiðslu á hrfi@hrfi.is og vorsteh@vorsteh.is

Verðskrá veiðiprófa:
Veiðipróf einn dagur 6.800
Veiðipróf 2ja daga 10.200
Veiðipróf 3ja daga 13.500

Við skráningu þarf að koma fram:
-Nafn eiganda
-Nafn hunds
-Ættbókarnúmer
-Nafn leiðanda
-Hvað flokk er skráð í
-Hvaða daga
-Prófnúmer 502212

Vinsamlega athugið að síðasti skráningardagur í prófið er mánudagurinn 26. september á miðnætti.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Líflandspróf Vorstehdeildar 30. september – 2 október.

Öryggisdagar gæludýra hjá Líflandi

Lífland sem er styrktaraðili Vorstehdeildar er með 20% afslátt af miklum fjölda öryggisvara fyrir gæludýr dagana 6 – 11 september.
Öryggisdagar gæludýra í verslunum Líflands um allt land og í vefverslun. Endilega nýtið ykkur þetta góða tilboð kæru félagar. Verslum við þá sem styðja við starf deildarinnar.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Öryggisdagar gæludýra hjá Líflandi

Gull til snögghærða vorsteh í Noregi.

Annað árið í röð vinnur snögghærða vorstehliðið í Norsk Mesterskap liðakeppninni , NM-lag á heiði. Dómarar voru Íslandsvinirnir Andreas Bjørn og Rune Nedrebø

Þess má einni geta að einn liðsmaður liðsins hefur einnig dæmt hér á landi en það er Robert Brendan Síðan hefur hann Øystein Dahl heimsótt okkur ásamt sínum betri helmingi, Ellen Marie Imshaug.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Gull til snögghærða vorsteh í Noregi.

Prófstjóranámskeið

Prófstjóranámskeið var haldið þann 30.ágúst í Sólheimakoti. Leiðbeiendur voru dómararnir Pétur Alan Guðmundsson og Svafar Ragnarson. Það er gott fyrir okkur að fá fleiri í hópinn sem geta tekið að sér þetta miklvæga hlutverk í komandi prófum en síðasta námskeið var haldið árið 2015.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Prófstjóranámskeið