Ársfundur Vorstehdeildar

Árfundur deildarinnar verður haldinn í Sólheimakoti þriðjudaginn 2. júní n.k. og hefst kl.20.00


Verkefnið eru hefðbundin ársfundarstörf.

  • Farið yfir ársskýrslu stjórnar fyrir 2019
  • Heiðrun stigahæstu hunda 2019
  • Val í nefndir
  • Kosið til stjórnar Vorstehdeildar. Tvö sæti eru laus til tveggja ára og eitt sæti til eins árs.
  • Önnur mál.



Samkvæmt reglum um ræktunardeildir er stjórn skipuð 5 stjórnarmeðlimum. Að þessu sinni eru það sæti Guðmundar Péturssonar og Guðna Stefánssonar sem eru laus til tveggja ár. Sæti Díönu Sigurfinnsdóttur er laust til eins ár.


Við hvetjum ykkur kæru félagsmenn að gefa kost á ykkur til að starfa í stjórn og nefndum deildarinnar. Það er skemmtilegt að starfa í kringum áhugamálið, styrkur okkar er að sem flestir gefi kost á sér og að þáttakendur séu með mismunandi sýn og áhuga. Þá verður starfið fjölbreyttara og meiri líkur á að það falli að fjöldanum.


Ef það eru einhver sérstök mál sem þið viljið koma að á ársfundi til umræðu væri gott að senda erindi áður, það er ekki skylda en gefur færi á meiri umræðum.


Takið daginn frá og sjáumst hress.


Stjórn Vorstehdeildar

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Ársfundur Vorstehdeildar

Námskeið með Christine Due í vor – AFLÝST.

Við þurfum því miður að tilkynna að námskeiðið með Christine Due sem átti að vera um Hvítasunnuhelgina 29 maí – 1 júní er aflýst vegna takmörkunar á komu ferðamanna til landsins þ.e. að krafan um tveggja vikna sóttkví verður í gildi til 15.júní hér á landi. Við vonum að við getum fengið hana til landsins síðar á árinu.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Námskeið með Christine Due í vor – AFLÝST.

Nýir landnemar.

Það er alltaf gaman þegar fluttir eru til landsins Vorsteh hundar til bæta flóruna okkar og ekki síst til að bæta stofninn þegar fram líður.

Á árinu 2019 komu tveir Vorsteh hundar til landsind, einn strýhærður og einn snögghærður. Legacyk Got Milk (Oreo) snögghærður Vorsteh var flutt inn af Arkenstone ræktunin sem eru þau Friðrik G. Friðriksson, Hilda Björk Friðriksdóttir og Anna María Gunnarsdóttir.

Strýhærða tíkin Gyvel (Dimma) var flutt inn af Ice Artemis Ræktun. Að baki Ice Artemis Ræktun er Lárus Eggertsson

Á árinu 2020 hafa komið tveir Vorsteh hundar til landsins, einn stýhærður og einn snögghærður.  Skåtfjellet DTL Leo er snögghærður sem fluttur var inn af Zeldu-ræktun en á bakvið Zeldu ræktun er Kjartan Antonsson, Eydís Gréta Guðbrandsdottir, Ottó Reimarsson og Fríða Björk Birgisdóttir. Leo er 7 mánaða gamall.

Á vegum Hlaðbrekkuræktunar koma stýhærða tíkin Sansas Bejla (Siva) til landsins í janúar og úr einagrun í febrúar, Siva er 4 ára gömul, á bakvið Hlaðbrekkuræktun eru Sigurður Arnet Vilhjálmsson og Guðni Stefánsson.


Legacyk Got Milk (Oreo) ( mynd fengin af FB síðu Friðriks G. Friðrikssonar)
Gyvel (Dimma) (mynd fengin af FB síðu Ice Artemis Ræktunar)

Sansas Bejla (Siva) (mynd fengin af FB síðu Hlaðbrekkuræktunar)
Skåtfjellet DTL Leo (mynd fengin af FB síðu Zeldu ræktunar)




Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Nýir landnemar.

Prófi 4.-5. apríl AFLÝST!

Í ljósi óvissuástands í íslensku samfélagi og heiminum öllum vegna Covid-19 veirunnar hefur sú ákvörðun verið tekin að aflýsa prófi deildarinnar sem til stóð að halda 4.-5. apríl. Stjórn þykir óforsvaranlegt að bjóða Kjetil Kristiansen til landsins í ljósi frétta af aðgerðum stjórnvalda í Noregi

Vorstehdeild fylgir fordæmi HRFÍ sem hefur bæði lokað skrifstofu og frestað ræktunarnámskeiði sem til stóð að halda næstkomandi helgi.
Eins er horft til þess að Norðmenn hafa frestað eða aflýst öllum sínum prófum um óákveðinn tíma.

Stjórn þykir sérlega miður að aflýsa prófi en telur þá aðgerð vera þá réttu í ljósi aðstæðna og vonar að félagsmenn sýni því skilning.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Prófi 4.-5. apríl AFLÝST!

Norðurljósasýning HRFÍ 29.2-.01.03.2020

Alþjóðleg Norðurljósasýning HRFÍ var þessa helgina og var það
Levente Miklos frá Ungverjalandi sem dæmdi Vorsteh tegundirnar. Vorsteh átti glæsilega helgi og voru áberandi í úrslitahringnum þessa helgina. Við óskum öllum Innilega til hamingju.

Snögghærður Vorsteh

BOB: C.I.B. ISCh RW-17-18 NORDICCH Veiðimela Jökull og BIG-2

BOS: ISJCH Zeldu BST Nikíta

Besti ungliði: ISJCH Legacyk Got Milk

Besti hvolpur 4-6 mánaða: Ísþoku Úlfur. Sem einnig varð Best Baby-1 þann daginn.

Besti hvolpur 6-9 mánaða: Veiðimela Bjn Frosti. Sem einnig varð Best Puppy-3 þann daginn.

Strýhærður Vorsteh

BOB: Sansas Bejla

BOS: Ice Artemis Spori

Besti ungliði: ISJCH Hlaðbrekku Grýla. Sem einnig varð BIS-Junior

Umsagnir og einkunnir má sjá hér:
https://www.hundeweb.dk/udstilling-resultat/udstilling/200261?session_locale=en_GB

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Norðurljósasýning HRFÍ 29.2-.01.03.2020

Námskeið fyrir standandi fuglanunda með Christine Due.

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Christine Due mun koma til okkar í maí. Þriggja daga námskeið verður haldið um Hvítasunnuhelgina, 30. maí – 1.júní. Breytingin er sú að nú er námskeiðið í þrjá daga en ekki tvo eins og síðast. Eins og fyrr verður boðið upp á unghundaflokk og opin flokk (hundar eldri en 2ja ára). Kostnaður er ekki orðinn staðfestur en verður um 15.000 – 20.000. Það eru örfá laus pláss efitr. Þeir sem vilja tryggja sér pláss er bent á að senda póst á netfangið vorsteh@vorsteh.is

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Námskeið fyrir standandi fuglanunda með Christine Due.

Sýningaþjálfun Vorstehdeildar

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Sýningaþjálfun Vorstehdeildar

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við

Winter Wonderland sýning HRFÍ 23 – 24 nóvember 2019.

Snögghræður Vorsteh.

Hvolpaflokkur 4 -6 mánaða, rakkar.

Veiðimela Bjn Orri – sérlega lofandi og 1.sæti

Veiðimela Bjn Frosti – sérlega lofandi

Hvolpaflokkur 4- 6 mánaða, tíkur.

Veiðimela Bjn Þoka, sérlega lofandi

Ungliðaflokkur, tíkur.

Legacyk Got Milk, Excellent, M. efni, ungliðameistarastig, CC m.stig, Nord m. stig, BOB og 2.sæti í tegundahóp 7.

Opin flokkur, rakkar.

Fjallatinda Freyr, Excellent.

Strýhærður Vorsteh.

Hvolpaflokkur 6 – 9 mánaða, rakkar.

Ice Artemi Spori, sélega lofandi og 1 sæti.

Ice Artemis Ígor, sérlega lofandi

Ice Artemis Flóki, lofandi.

Ice Artemis Hrímnir, sérlega lofandi

Hvolpaflokkur 6 – 9 mánaða, tíkur.

Icel Artemis Hríð, sérlenga lofandi

Ungliðaflokkur, tíkur.

Hlaðbrekku Grýla, , Excellent, M. efni, ungliðameistarastig, CC m.stig, Nord m. stig, BOB og 4.sæti í tegundahóp 7.

Meistaraflokkur, tíkur.

Ice Artemis Hera, Excellent, M.efni, V.Nord m.stig.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Winter Wonderland sýning HRFÍ 23 – 24 nóvember 2019.

Meginlandspróf FHD haldið 19 – 20 október.

Fyrsta Meginlandsprófið var haldið af Fuglahundadeild HRFÍ helgina 19 – 20 októrber. Prófsvæðið báða daganga var Rockwill svæðið. Dómari prófsins var Dag Teien. Þrir Vorsteh hundar tók þátt í prófinu og náðu þeir allir einkunn. Þeir þurfa síðan að ljúka sækiprófsþættinum næsta sumar.

Laugardagurinn 19.október.

Unghunda- byrjendaflokkur

Fjallatinda Freyr – 6 stig á heiði og 6 stig í sókn

Opin flokkur

Sangbargets Jökulheima Laki – 6 heiði, 10 sókn – besti hundur dagsins í opnum flokki

Sunnudagur 20 október.

Unghunda- byrjendaflokkur

Ice Artemis Dáð – 7 stig á heiði og 10 stig í sókn – besti hundur í unghunda- byrjendaflokki

Opin flokkur

Sangbargets Jökulheima Laki – 5 heiði, 10 sókn

Þátttankendur ásamt dómara í upphafi prófs á laugardeginum (mynd fengin af FB síðu FHD).

Laki og Einar, Dag dómari og Haukur og Gauja (mynd fengin af FB síðu FHD).

Leifur og Dáð (mynd fengin af FB síðu FHD).
Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Meginlandspróf FHD haldið 19 – 20 október.